Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
5.5.2008 | 12:09
Bruðl og sýndarmennska
Þessi lofvarnarsamningur íslensku ríkisstjórnarinnar við erlend ríki að fá hingað herþotur er með öllu óskiljanlegur. Þetta mál er sett fram í algjöran forgang þó svo að margt annað sé mjög ámælisvert hjá ríkisstjórninni og hún ætti að sjá sóma sinn í að forgangsraða málum betur.
Heilbrigðismálin eru ekki í nógu góðu lagi. Menntamálin eru heldur ekki í nógu góðu lagi. Ýmsir málaflokkar á sviði velferðar og félagsmála eru áratugum á eftir. Málefnum eldri borgara mættu vera mun betur sinnt og hagsmunir þeirra betur tryggðir. Umhverfismál og náttúruvernd eru öll meira og minna í skötulíki. Og þegar kemur að efnahagsmálunum þá tekur steininn úr. Í þeim verkefnum tekur ríkisstjórnin ekki á neinn hátt af skarið og hefði verið strax ástæða til að skipa Seðlabankanum að lækka stýrivexti.
Flug herflugvéla í íslenskri lofthelgi er hneyksli á friðartímum. Fyrir nokkrum árum þegar enn voru gamlar bandarískar herþotur gerðu þeir sér oft leik að því herflugmennirnir að fljúga á ofurhraða skammt frá fuglabjörgum. Þannig varð undirritaður vitni að flugi slíkra herþota við fuglabjörgin við Arnarstapa á Snæfellsnesi. Þetta var skelfileg upplifun sem eg vil ekki þurfa að upplifa aftur.
Og þessi sýndarmennska kostar milljarða. Þvílíkt bruðl á almannafé!
Mosi
Frakkar vakta loftrýmið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.5.2008 | 16:24
Aðalfundur Landverndar
Í gær var haldinn í Norræna húsinu aðalfundur Landverndar sem eru elstu starfandi náttúruverndarsamtök á Íslandi. Þessi samtök eiga mun betra skilið en sumir stjórnmálamenn vilja. Þau eru þverpólitísk og aldrei er rætt beint um stjórnmál þar nema á mjög ákveðnum umhverfis- og náttúrurfræðilegum forsendum. Fyrir allnokkrum árum beitti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fyrrum borgarstjóri í Reykjavík sér fyrir sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga að þau sögðu sig úr Landvernd. Þetta var mikil yfirsjón því sveitarfélag þurfa að vinna sem nánast með fagsamtökum á borð við Landvernd. Einnig sagði Landsvirkjun sig úr Landvernd fyrir nokkru sökum þess að stjórnendum þess fyrirtækis líkaði ekki niðurstöður sem stjórn Landverndar hafði komist að varðandi virkjanir. Og fyrir nokkrum árum var Pokasjóðnum sem Þorleifur Einarsson heitinn jarðfræðingur átti mikinn þátt í að koma á fót og gaf Landvernd þessa hugmynd til að efla tekjustofna Landverndar. Þessum mikilvæga sjóði var bókstaflega rænt og stofnaður nýr sjóður með mjög flatneskjulegri markmið. Svona blasir heimurinn við gagnvart náttúruverndarsamtökum á Íslandi.
Á fundinum í gær flutti Stefán Arnórsson jarðfræðingur og prófessor athyglisvert erindi um jarðhitanýtingu á Íslandi. Hann er varkár vísindamaður sem vill fara sér hægt um þessar gleðinnar dyr. Hann færði mjög skýr rök fyrir því afyllsta ástæða er að óttast að unnt sé að eyðileggja jarðhitakerfin með ofnýtingu. Með því að dæla gufu og vatni úr jörðinni getur það valdið meiri kólnun á jarðlögum í berggrunninum en æskilegt sé. Það gæti leitt til afdrifaríkrar afleiðingar. Má t.d. geta þess að áður en virkjun Nesjavalla hófst, var jarðhitasvæðin í Mosfellssveit ofnýtt. Sífellt þurfti að sækja heita vatnið dýpra í jarðlögin, yfirborðshitinn hvarf og við blasti nánast hrun.
Þegar um forða náttúrunnar er að ræða þá ber ætíð að fara ekki of geyst. Við minnunmst þess að sumum hvalategundum var nánast útrýmt um aldamótin 1900, síldin var vegna ófveiði nær útdauð. Það er því fyllsta ásæða að fara varlega og taka ákvarðanir með mjög góðum undirbúningi.
Þessi aðalfundur var að mörgu leyti ágætur þó flest einkenni nokkurn samdrátt vegna þess að tekjustofnar hafa reynst ótryggir. Ýmsar góðar ályktanir voru lagðar fram en betur hefði verið að undirbúa orðalagslega sumar þeirra. Oft vill brenna við að ályktanir séu túlkaðar nokkuð neikvætt en svo á ekki að vera. Fremur ber að benda á hlutverk Landverndar að halda uppi faglegri gagnrýni á þjóðmál sem tengjast náttúru og umhverfi landsins.
Mosi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2008 | 08:26
Nagladekkin á Laugaveginum
Í gær gekk Mosi eftir Laugaveginum. Þó komið væri fram í maí voru ótrúlega margir á nagladekkjum þó ekki sé heimilt að aka á þeim eftir 15. apríl. Þarna kom t.d. stór kolsvartur gljánýr skúffubíll, og auðvitað á nagladekkjum að glumdi um allt norðanvert Skólavörðuholtið! Bifreið þessari ók lúshægt maður u.þ.b. 35-40 ára og brosti sínu breiðasta mót ungum konum með gluggan niðri með háværa diskótónlist. Sennilega eyðir svona bifreið ekki minna en 15 lítum á hundraðið, dágóður skildingur það. Sá sem getur rekið svona ferlíki í bæjarsnatt ætti að hafa efni á að greiða umhverfisgjald fyrir þá mengandi starfsemi sem notkun bifreiðarinnar veldur. Á Laugaveginum er sennilega eitt besta tækifærið að sjá hve dekkjanaglar eru skaðlegir. Komin er djúp renna og hvet eg borgaryfirvöld að hefja reglubundnar mælingar á sliti gatna. Ekki þarf flókinn búnað til mælinga: aðeins réttskeið (beint timburborð) og tommustokk. Og þarna væri mjög gott tækifæri fyrir lögregluna að koma lögum yfir þá sem brjóta af sér með þessu háttarlagi.
Mér datt í hug að staldra aðeins við og fylgjast betur með þeim sem enn aka á nagladekkjunum. Athygli mína vakti hve konur eru í áberandi miklum meirihluta þeirra ökumanna sem enn aka á nöglum. Sennilega um 75-80% ökumanna á nagladekkjunum voru konur á ferð. Hvers vegna skyldi svo vera? Gæti verið að þær séu einfaldlega allt of latar að láta skipta yfir á sumardekk ef þær gera þetta ekki sjálfar. Kannski nýskildar eða illa giftar. Nú vill Mosi taka fram að þessi könnun var hvorki nákvæm né mjög vísindaleg. En ályktun má auðvitað draga af þessari könnun, hvort sem niðurstaðan er rétt eða röng. Fróðlegt væri að að láta gera ítarlega og vísindalega könnun á þessu fyrirbæri: er naglanotkun Íslendinga hófleg eða gjörsamlega út í hött?
Hvað eru annars allir þessir ökumenn að aka í byrjun maí að hugsa þegar þeir aka um höfuðborgarsæðið á nagladekkjum? Í Reykjavík hefur ekki verið þörf á nagladekkjum síðan um páska eða jafnvel í febrúar eða byrjun mars. Mosi hefur grófa hjólbarða undir sínum gamla bíl sem senn er kominn á fermingaraldur. Og kemst allt sem hann ætlar sér en þó með þeirri fyrirhyggju að leggja ekki af stað ef í óefni stefnir. Nú á dögum hækkandi eldsneytisverðs er mikið kæruleysi að aka um á nagladekkjum. Eyðslan verður umtalsverð meiri og nagladekkin veita mörgum falska öryggiskennd.
Þá er gott að aka með strætisvagni eða ganga og hjóla styttri vegalengdir sem öllum ætti að vera mjög hollt, bætir geð og heilsu.
Þá er ein hliðin á þessu máli: nagladekkin valda svifryki og það er ekki það æskilegasta sem gangandi vegfarandi fær í öndunarfærin. Þá hljóta búðareigendur við Laugaveg að finna fyrir óþarflega miklum óhreinindum sem berst inn í búðirnar.
Mosi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.5.2008 | 08:02
Virðingarleysið
Fullir ökufantar
Svona bíræfna karla þyrfti lögreglan að ná í. Að fara fullir á fjöll er lítið skárra en leggja fullur út í eyðimörkina. Hvort tveggja stórhættulegt. Þetta eru þokkapiltar sem kunna sér ekkert hóf og sleppa sér alveg lausum þegar áfengi eða önnur víma kemur við sögu. Hvers vegna eru margir sér til skammar?
Það er lítil virðing borin fyrir þeirri starfsemi sem Ferðafélag Íslands beitir sér fyrir. Ekki er nóg að margir ferðamenn hunsi að greiða skálagjald heldur er verið að stórskemma hús. Og hvernig skyldu þessir sömu fantar haga sér í umferðinni? Og hvernig er önnur umgengni á hálendinu?
Fyrir nokkrum árum kom eg í Landmannalaugar með ferðahóp erlendra ferðamanna. Þetta var um 20. júní, nýbúið var að opna leiðina inn eftir. Þegar í Laugar var komið blasti herlegheit þeirra sem líta á þennan fagra stað eins og miðbæinn í Reykjavík um helgar: víða mátti sjá tómar eða hálftómar bjórdósir, flöskur út um allt ýmist heilar eða brotnar, drasl af ýmsu tagi en öllu verst var að sjá leifar af ýmsum blysum og þá sérstaklega þessum viðurstyggilegu kökum. Nú er ekki gott að fá þessa efnamengun í jarðveginn þó e-ð af henni skolast í burtu. Þarna er gróður mjög viðkvæmur og hann er fljótur að þoka ef honum er ekki sýnd sú tillitsemi sem þörf er. Satt best að segja langaði mig til að kalla alla í rútuna og aka til baka. Það var íslenskur leiðsögumaður og bílsstjóri sem voru virkilega reiðir út í þessa íslensku landa sína sem þarna höfðu látið allt liggja í drasli. Það er áleitin spurning hvort ekki þurfi annað hvort að stórefla eftirlit, taka jafnvel upp hátt vetrargjald og hafa þarna mannskap þegar nauðsyn ber til eftirlits. Að öðrum kosti væri kannski rétt að loka þessu friðlandi.
Það er alvarlegt hve lítil virðing virðist vera borin fyrir náttúrunni og þeirri starfsemi sem margir leggja á sig í sjálfboðaliðavinnu. Við horfðum upp á áratuga skógrækt vera eyðilögð nærri Hafnarfirði af einhverjum brennuvörgum sem fengu hjá sér þörf að eyðileggja. Og þarf ekki alltaf einstaklinga til. Hvað var með t.d. skógarhöggið á vegum bæjarstjórans í Kópavogi í leyfisleysi uppi í Heiðmörk? Það er allt mjög einkennilegt mál.
Mosi
Drukknir ökumenn skemmdu hús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2008 | 16:45
Öðru vísi heimur?
Hvernig skyldi heimurinn vera ef þetta tilræði við Hitler 20.júlí 1944 hefði lukkast? Ljóst er að mjög margir þýskir herforingjar voru á því að koma þyrfti þessum kaldrifjaða stjórnmálaref fyrir kattanef. En: tilræðið hefði þurft að heppnast því Hitler hafði sem hæstráðandi þýska hersins þegar árið 1934 breytt gamla þýska hermannaeiðnum. Í stað þess að að liðsforingjar svöruðu föðurlandi sínu hollustu þá sóru þeir eftir 1934 persónulega Hitler sem æðsta yfirmanni Wehrmacht, þýska hersins hollustueið. Þessum eið var ekki unnt að rjúfa nema að Hitler væri dauður.
Í myndinni um Valkyrjuna er greint frá tilræði Claus von Staffenberg gegn Hitler. Ótrúlegt var að meðan hann vann baki brotnu að koma þessum umdeilda manni fyrir kattarnef þá aðhöfðust félagar hans í hermálaráðuneytinu í Berlín ekki nokkurn skapaðan hlut. Eiðurinn sem þeir höfðu svarið Hitler sem liðsforingjar var þeim mikilvægari en samviska þeirra og réttlætistilfinning.
Mosi
Sá síðasti úr hópnum er reyndi að myrða Hitler | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar