Fyrir 100 árum og nú

Fyrir hundrað árum voru íbúar Reykjavíkur um 11.000 að tölu. Þá var ákveðið að tala bæjarfulltrúa yrði 15 en það er sami fjöldi og nú þegar íbúafjöldinn hefur meira en tífaldast.

Fyrir 100 árum voru um 735 manns um hvern fulltrúa sem þætti sjálfsagt vel í lagt í dag. En fyrir 100 árum var þetta íhlaupastarf með ýmsu fleiru. Í dag er þetta fullt starf og er oft erfitt að manna allar nefndir og ráð borgarinnar vegna þess hve fulltrúar eru fáir.

Á öllu höfuðborgarsvæðinu eru um 195.000 íbúar og fjöldi fulltrúa er 65 í þeim sveitarfélögum sem  tilheyra þessu svæði. Með öðrum orðum eru um 3.000 manns að baki hvers fulltrúa, - að meðaltali!

Ef sama hlutfall ætti að gilda yfir Reykjavík ættu borgarfulltrúar að vera um 40 að tölu. Ef sú tala væri nú mætti ábyggilega telja fullvíst að betur væri unnt að praktíoséra lýðræði í borginni en nú er.

Sagt hefur verið að oft horfi til vandræða vegna funda mikilvægra nefnda hvað þá ómikilvægari nefnda sökum þess hve borgarfulltrúar eru fáir. Þeir eru allir meira og minna á fullum launum og á þönum um allt stjórnkerfið og í raun eru þeir orðnir að n.k. „smákóngum“ hver í sínum málaflokk. Þetta er sá beiski arfur sem Davíð Oddsson skildi eftir sig í borgarstjórn Reykjavíkur. Fyrsti vinstri meirihlutinn í Reykjavík 1978-1982 fjólgaði fulltrúum í 21 og var svo kjörtímabilið 1982-1986. Davíð hentaði ekki að fjölga fulltrúum þannig að hann fækkaði þeim aftur og við svo situr,- því miður með öllum þeim vandræðum sem því fylgir.

Væri ekki rétt að fjölga fulltrúum Reykjavíkur upp í um 40 þó gera mætti það í tveim áföngum? Fyrir sveitarstjórnarkosningar 2010 mættu fulltrúar vera öðru hvoru megin við 30 og fjölgað um 10 við næstu kosningar þar á eftir.

Með því væri unnt bæði að styrkja lýðræðið í Reykjavík sem og að stuðla að meiri stöðugleika við stjórnun.

Mosi

 


mbl.is Aldarafmæli embættis borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll sért þú,í svari þínu til Guðna Gíslasonar segir þú að það séu Hundrað ár frá stofnun Borgarstjórans í Reykjavík.Það er rétt í vissum skilningi.En árið 1907 báru þá þingmenn Alþingis fram tillögu þess efnis að þá að tilhlutan bæjarstjórnar ,Reykvíkinga um málefni og frumvarp vegna Reykjavíkur og stjórn hennar.Mun Guðmundur Björnsson landlæknir hafa farið þar fremstur í flokki á þinginu,enda var hann aðalflutningsmaður þeirra tillögu og þá einnig mun hann hafa verið frumkvöðull að þessu frumvarpi og ritað það að mestu.Í þessu frumvarpi hjá honum sem hann las upp á Alþingi kom fram að kaupstaðnum Reykjavík skyldi stjórnað af bæjarstjórn,og borgarstjóri sem ætti að vera oddviti hennar.Frumvarp þetta mun hafa orðið að lögum á Þinginu,þann 22 nóvember það sama ár 1907.Einnig var það samþykkt að Reykjavík skyldi verða höfuðborg landsins,semsagt þarna árið 1907,22 nóvember,7 maí 1908 var Páll Einarsson sýslumaður kosinn sem fyrsti borgarstjórinn,en hann tók við embættinu þann 1 júlí sama ár.

Jens E (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 23:44

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka þér fyrir viðbæturnar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 7.5.2008 kl. 07:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband