Rússland á krossgötum

Sýndarmennskan ætlar aldeilis sér stóra hluti, einnig í Rússlandi. Í þessu gríðarlega stóra landi með ótal tækifæri hefur alltaf verið valdhafar sem telja besta leiðin sé að sýnast. Kostir lýðræðisins eru einkum þeir að gera íbúana sem mest meðábyrga fyrir eigin ákvörðunum og valdið verði meira sem öryggisventill eftirlits og til leiðbeiningar. Valdboð að ofan hefur alltaf mætt tortryggni hjá öllum þjóðum og jafnvel andstöðu þeirra sem ekki sætta sig við það. Þá vill oft verða stutt í harðstjórnina og kúgunina sem er engum valdsmanni til virðingar.

Hvað raunverulega er að gerast í Rússlandi er ekki auðvelt að gera sér grein fyrir. Sumir stjórnmálafræðingar vilja halda því fram að svo stóru ríki sem Rússlandi verði ekki stýrt nema með mjög öflugu ríkisvaldi sem styður sig við mikinn og öflugan her. Þetta kann að vera rétt mat. Besta stjórnunin er auðvitað sú þegar fólk verður ekki vart við að því sé stjórnað en fái að lifa frjálst og taka sjálft ákvarðanir.

Rússneska þjóðfélagið hefur tekið mjög miklum breytingum á undanförnum aldarfjórðungi og sennilega eru enn eftir einhverjar kollsteypur sem Rússar eiga eftir að upplifa. Málið er að lýðræðisleg hugsun er mun skemmra á veg komin í Rússlandi en víðast annars staðar í Evrópu þar sem lýðræðið hefir smám saman verið að mótast síðastliðnar tvær aldir.

En við verðum að lifa í voninni að allt geti þróast í friðsamlega og rétta átt. Óskandi er að brátt verði þeir tímar að allir þeir sem aðhyllast alræði og hernaðarhyggju verði urðaðir á öskuhaugum sögunnar um aldur og ævi. Hernaðarhyggja er sýndarmennska af versta tagi.

Mosi


mbl.is Hersýning á Rauða torginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 243046

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband