Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Vandræði Framsóknar

Nokkuð skondið var að ganga um Reykjavík í dag:

Utan á Kötluhúsinu innst á Laugavegi hafði verið strengdur risastór borði með slagorði Framsóknarflokksins: Árangur áfram o.s.frv.

Því miður var þessi borði allt of stór fyrir veggjaplássið og þurfti því vinstri hluti borðans að vera strengdur fyrir hornið. Því stóð á hliðinni sem vissi mót götunni:  rangur áfram  og svo var mynd af Jóni Sigurðssyni formanni flokksins ásamt Jónínu þeirri sömu og hafði átt þátt í að útvega væntanlegri tengdadóttur sinni á mettíma íslenskan ríkisborgararétt!! Þetta var nokkuð skondið. Rangur áfram!! Það er nefnilega það!!!

Á Laugavegi höfðu nokkrir gárungar dreift endurskoðari útgáfu af stefnuskrá Framsóknarflokksins: Siðspilling áfram : Ekkert stopp !!! Ætli þurfi að fara í grafgötur um hve Framsóknarflokkurinn er í verulegri kreppu um þessar stundir. Þeir mega vissulega ígrunda vel og vandlega hvernig þeir ættu ekki að skírskota til kjósenda sinna. Halda þeir virkilega að þeir séu svo vitgrannir að flestir sjái ekki gegnum það hve þeir hafa leikið tveim skjöldum á undanförnum árum? Er siðspilling, kvótabrask, fjármunamisferli helstu einkenni Framsóknarflokksins?

Mosi 

 


mbl.is Fylgi Framsóknarflokks dalar á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var Pokasjóði stolið?

Á sínum tíma beittu þeir jarðfræðingarnir Sigurður þórarinson (1912-1983) og Þorleifur Einarsson (1931-1999) sér mjög fyrir umhverfisvernd. Mun  Sigurður hafa verið einn af þeim fyrstu sem beittu sér í fjölmiðlum að Íslendingar legðu áherslu á að vernda náttúru landsins. Má í því sambandi benda á frábært erindi í Ríkisútvarpinu sem Sigurður mun hafa flutt 1949 þar sem hann nánast vakti Íslendinga af þyrnirósarsvefni. Þetta góða erindi má lesa í 20. árg. Náttúrufræðingsins, tímariti Hins íslenska náttúrufræðifélags 1950. Fyrir um 20 árum beitti Þorleifur Einarsson sér fyrir stofnun Pokasjóðs og ánafnaði hann Landvernd þessa hugmynd. Í því sambandi voru haldnar hátíðlegar ræður og rituðu forsvarsmenn verslunareigenda og Landverndar samstarfssamning. Síðan gerist það af ókunnum ástæðum, að samningnum við Landvernd hafi verið rift og stofnaður Pokasjóður verslunarinnar. Þá var Þorleifur látinn en hann bar hag Landverndar ætíð mjög.

Þessi yngri pokasjóður virðist hafa mjög víðtæk markmið, ekki aðeins að styrkja verkefni á sviði náttúruverndar og umhverfismála, heldur að styrkja allt mögulegt á sviði félagsmála og menningarmála. Óhætt má segja að tilgangurinn hafi verið heldur en ekki þynntur út að ekki sé fastar kveðið að orði.

Mér hefur alltaf fundist þetta einkennilegt að Landvernd hafi verið svipt varsla þessa sjóðs. Ekki veit eg hvort þetta tengist einhverju leyti bókhaldsfyrirkomulagi fyrirtækjanna, t.d. hvort þessi framlög nýtist versluninni að einhverju leyti til frádráttar vegna skattamála. Landvernd á allt gott skilið og æskilegt væri að verslunin sæi sóma sinn í því að skila Landvernd því sem áður var tekið.

Landvernd eru elstu frjálsu félagasamtökin á Íslandi sem hafa unnið hreint frábært en stundum umdeilt starf. Stundum hafa stjórnmálamönnum ekki líkað þegar Landverndarmenn hafa ályktað e-ð sem er stjórnvöldum ekki að skapi. Má þar til nefna afstaða Landverndar til umdeildra framkvæmda á hálendi landsins. Var gengið svo langt að þessir sömu aðilar drógu sig út úr samstarfinu í Landvernd, aðilar á borð við Samband íslenskra sveitarstjórna. Fáir aðilar þurfa að vinna nánar með Landvernd en einmitt sveitarfélögin. Í þessum samtökum Landvernd eru bæði félög, einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir. Starfið er þverpólitískt og er engin áhersla lögð á e-ð sem litað er af stjórnmálum fremur af tilfinningu okkar og virðingu fyrir náttúru landsins á faglegum forsendum.

Mosi alias


mbl.is Hæsti styrkur úr Pokasjóði til uppgræðslu rofabarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál

Loksins loksins hlustar íslenska ríkisstjórnin á tölvufyrirtækin. Fulltrúar frá Google og Microsoft voru hér um árið en fáum fréttum fór af heimsókn þeirra né hvort þeir náðu að ræða við íslensk stjórnvöld. Kannski þau voru upptekin uppi á fjöllum!

Ljóst er að síðan í byrjun þessarar aldar hefur slegið töluvert á tölvuvæðinginu og framförum. Það sést t.d. á fjölda nemenda í framhaldsskólum sem bjóða upp á tölvutækni. ÞAr hefur dregið nokkuð úr aðsókn þar sem atvinnutækifæri hafa ekki verið jafnmörg og áður. Með starfrækslu netbúa má ábyggilega ekki síður auka framboð á atvinnutækifærum ungs fólks en vinnu í álverum og er nú ólíkt hve þessi atvinnutækifæri ættu að vera jafnvel töluvert ódýrari en bygging álvera ásamt tilheyrandi hafnarmannvirkjum. Þá er mengun frá tölvutækninni fremur lítil miðað við gróðurhúsategundirnar sem koma til vegna starfsemi álbræðslna.

Við vonum að nú náist einhver árangur.

Mosi alias

 


mbl.is Yahoo kannar möguleika á netþjónabúi hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arnarvarpið

Arnarvarpið að þessu sinni virðist ekki byrja vel í ár.

Einhver miður vel hugsandi landi okkar hefur greinilega horn í síðu þessa konungs fuglanna. Einn haförn fannst dauður og við skoðun komu 4 högl í ljós þannig að hann hefur verið drepinn af ásetningi.

Þá hafa 2 varphólmar verið brenndir, grjót borið í hreiður og fuglahræður og flögg sett upp til að fæla erni frá óðulum. Samtals hafa eftirlitsmenn fundið merki um truflanir við 12 af 75 varpsvæðum sem þeir könnuðu í vor.  

Greinilegt er að þarna hafa verið framin mjög alvarleg lögbrot gagnvart lögunum um friðlýsingu hafarnarins. Einhver virðist hafa hag af að fæla ernina í burtu og það er sjálfsagt að fram fari lögreglurannsókn af því tilefni. Ránfuglar eru eðlilegt fyrirbrigði í íslenskri náttúru sem er viðkvæm. Þess vegna eru ernir friðaðir því þrátt fyrir stærð sína eiga þeir erfiða lífsbaráttu.

Ef einhver telur sig bera tjón af haferni ber þeim sama að sækja rétt sinn fyrir dómstólum en ekki taka sér sjálfur lögin í hendur. Yfirvöld verða að grípa til þeirra úrræða sem unnt er að beita þegar svo stendur á.

Mosi alias

 


Spilling í tengslum við Framsóknarflokkinn

Þegar bókstafinn B ber á góma er ástæða að sýna varkárni: Berluskóní, Bush og x-B á Íslandi. Af hverju skyldi því sæta?

Þegar grannt er skoðað þá er flest hneykslismál og undirferli í samfélaginu bundið við Framsóknarflokkinn. Hver gleymir spillingunni hjá Sís og Samvinnutryggingum og fleirum fyrirtækjum sem tengist þessum stjórrnmálaflokki? Einu sinni var hringt í vinsælan kaupfélagsstjóra í litlu kauptúni úti á landi. Í símanum var starfsmaður Samvinnutrygginga sem vildi tilkynna kaupfélagsstjóranum að hann ætti von á ávísun sem sérstaka greiðslu fyrir samskiptin á liðnu ári, n.k. síðkominn jólaglaðningur! Kaupfélagsstjóri þessi sem var þekktur fyrir að vera vandur að virðingu sinni vildi fá nánari útskýringar. Jú, þetta væri vegna tjóns á kaupfélagsbílnum! „En hann hefur ekki lent í neinu tjóni að mér sé kunnugt“. Samvinnutryggingamaðurinn fyrir sunnan vildi nú koma þessum þrjóska og skilningssljóa landsbyggðarmanni í skilning um að ef hann skildi ekki að verið væri að jafna gróðanum af tryggingum liðins árs út til kaupfélaganna því reka þyrfti félagið á núlli og helst einhverju tapi til þess að fá bettra tilefni að fá hækkun!!! Kaupfélagsstjórinn gaf sig ekki og var kvaddur suður á teppið hjá stóra Sís. Þetta var tilefni að leiðir skildu kaupfélagsstjórinn fyrrverandi og stóri Sís en ekki leið á löngu að þessi sami ofurstóri Sís varð að gjalti og heyrði brátt öskuhaugum sögunnar til.

En það var ýmsu komið á þurrt áður en Sísveldið hrundi alveg. Eitt af því var skipadeildin sem dregin var á þurrt áður en gamla veldið hrundi. Fékk nýtt nafn og siglir enn undir nafninu Samskip. Þegar forstjóri þess hélt upp á afmæli sitt í fyrra var haldin óvenjuleg veisla honum til heiðurs. Skemmtikraftur heimsfrægur var fenginn til að hafa ofan fyrir fólki um klukkustundar skeið fyrir einar 100 milljónir, hæl ævilaun flestra! Kannski var sérstök ástæða til að fagna: Kaupþingsbankinn hafði keypt út flesta litlu hluthafana í útgerðarfyrirtækinu HBGranda og átti á síðasta aðalfundi um þriðjung í fyrirtækinu. HBGrandi á stærsta hlutann í fiskveiðikvótanum, milli 11-12% eins og kunnugt er. Þennan þriðjungshlut seldi Kaupþing banki Samskipum núna í vor að því að virðist vera á sama verði og bankinn keypti! HVort þjóðin viti af þessu er mér ekigi kunnugt en fyllsta ástæða er að gruna Framsóknarflokkinn og flest það sem honum tilheyrir um græsku:

Áskilur Framsóknarflokkurinn sér greiðslur frá erlendum iðnfyrirtækjum þegar gerður er leynilegur samningur um orkuver og starfsleyfi? Af hverju er þessum sömu fyrirtækjum gefinn mengunarkvóti?

Er þetta tilviljun? Hvað er að gerast í íslensku fjármálalífi? Hvaða áhirf hefur þetta á framtíðina: Ekkert stopp! - segir x-B! Enginn flokkur á íoslandi var jafntengdur braski ýmiskonar í tengslum við bandaríska herinn á sínum tíma. Framsóknarflokkurinn hefur misst stóran spón úr aski sínum og vill endurheimta fyrri stöðu: Ekkert stóriðjustopp: Spillinguna áfram takk fyrir!!

Er velferð flokksins tekin fram yfir réttlátt og heiðarlegt þjóðfélag?

Samfylkingin og VG vilja réttlátara þjóðfélag þar sem fólkið í landinu á að vera í fyrirrúmi en ekki velsæld fárra ríkra með mengandi stóriðju. Velferð fólksins á að vera það sem við viljum berjast fyrir!

Mosi


Teningnum kastað

Umhverfisráðherra og lögfræðingurinn Jónína Bjartmarz kærir Kastljósið fyrir siðanefnd Blaðamannafélags Íslands.

Því miður hafa oft verið teknar umdeildar ákvarðanir af hálfu ráðamanna án þess að þær séu bornar undir nefndir eða Alþingi.

Þá vaknar eftirfarandi spurning: Er ekki ástæða til að siðareglur gildi einnig í Stjórnarráðinu og á Alþingi Íslendinga? 

 Efst er í minni stuðningur Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar við umdeilt árásarstríð Bush í Írak. Hvar voru siðferðisreglurnar þá?

Mosi - alias 

 

 


mbl.is Umhverfisráðherra ætlar að kæra umfjöllun til siðanefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má treysta þessu?

Loksins loksins gerist e-ð í málefnum Náttúrufræðistofnunar þegar rúm vika er í kosningar.

Stjórnvöld hafa sýnt umhverfismálum sem og náttúrufræði landsins ótrúlega mikið tómlæti á undanförnum kjörtímabilum enda þessi málaflokkur ætíð verið afgangsstærð þegar kemur að fjárveitingum. Einnig má þar t.d. geta Umhverfisstofnunar sem hefur frá stofnun verið í þvílíku fjársvelti að margir mjög hæfir starfsmenn hafa yfirgefið þá þörfu ríkisstofnun. En áherslur íslenskra stjórnmálamanna sem með völdin fara liggja auðvitaða annars staðar, því miður.

Hvort sem þessi ríkisstjórn lafir á óverulegum meirihluta eða ný ríkisstjórn og betri verði mynduð eftir þingkosningarnar að viku liðinni er óskandi að loksins sjái Náttúrurfræðistofnun í land með hentugt framtíðarhúsnæði þar sem náttúrugripasafnið verði jafnframt til húsa. Því miður var sú leið valin á sínum tíma að byggð var rándýr bygging aðeins fyrir náttúrufræðikennslu Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni.  Þar hefði verið unnt að spyrða saman áþekka starfsemi Náttúrfræðistofnun og náttúrufræðikennslu HÍ.sem hefði vissulega styrkt vel hvora aðra.

Mosi alias

 


mbl.is Auglýst eftir húsnæði fyrir Náttúrufræðistofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mál að linni

Jæja þá er vonandi kominn botn í þetta endalausa og rándýra málastapp, kannski án of lítils tilefnis.

Fróðlegt verður að lesa útlistan lögspekinga á dómi þessum þegar forsendur dómsins hafa verið nánar skoðaðar en niðurstaðan er vissulega dálítið vandræðaleg.

Mosi alias


mbl.is Jón Ásgeir og Tryggvi dæmdir í skilorðsbundið fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðareglur hefðu komið í veg fyrir svona hneyksli

Augljóslega hafa orðið þarna mjög alvarleg mistök. Hvort sem þau eru af gáleysi fulltrúa Allsherjarnefndar sem fóru yfir umsagnirnar eða mögulegs ásetningsbrots viss aðila að koma hagsmunum skjólstæðings síns fram með óvenjulegum hætti, skal eigi fullyrt á þessari stundu.

Lögfræðingar sem unnið hafa að réttindamálum sem tengjast umsóknum ríkisborgararéttar á Íslandi eru furðu slegnir. Að í skjóli ráðherra sé unnt að koma svona máli í gegn þegjandi og hljóðalaust - uns blaðran spryngur. Aðrir sem eru í áþekkri stöðu og viðkomandi einstaklingur sem naut þess að vera tilvonandi tengdadóttir viðkomandi ráðherra eru mjög hissa á að hér séu engar siðareglur gildandi hvorki á Alþingi né í Stjórnarráðinu varðandi mikilvægar ákvarðanir sem teknar eru í landinu.

Annars má óska viðkomandi einstakling til lukku að eiga góðan að en hér er um mjög afleitt fordæmi að ræða sem er ekki góð auglýsing hvorki fyrir viðkomandi ráðherra né þann stjórnmálaflokk sem viðkomandi starfar fyrir.

Mosi alias


mbl.is Bjarni segist ekki hafa neitað Sigurjóni um gögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýndarmennska

Mér finnst þetta vera fremur vera ódýr auglýsingamennska fyrir ríkisstjórnina að bregða sér á reiðhjól fyrir framan fjölmiðlana einu sinni svona rétt fyrir kosningar. Hefði nú ekki verið betra að gera hreint fyrir sínum dyrum og aðhafast eitthvað meira til að efla útivist og holla hreyfingu meðal landsmanna? Og efla almenningssamgöngur og gera þær ódýrari með því að bæta rekstrarumhverfi þeirra? Í mínum augum er þetta fremur ódýr sýndarmennska í undirbúningi kosninganna.

Mosi alias


mbl.is Ráðherrar á reiðhjólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 243586

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband