Arnarvarpið

Arnarvarpið að þessu sinni virðist ekki byrja vel í ár.

Einhver miður vel hugsandi landi okkar hefur greinilega horn í síðu þessa konungs fuglanna. Einn haförn fannst dauður og við skoðun komu 4 högl í ljós þannig að hann hefur verið drepinn af ásetningi.

Þá hafa 2 varphólmar verið brenndir, grjót borið í hreiður og fuglahræður og flögg sett upp til að fæla erni frá óðulum. Samtals hafa eftirlitsmenn fundið merki um truflanir við 12 af 75 varpsvæðum sem þeir könnuðu í vor.  

Greinilegt er að þarna hafa verið framin mjög alvarleg lögbrot gagnvart lögunum um friðlýsingu hafarnarins. Einhver virðist hafa hag af að fæla ernina í burtu og það er sjálfsagt að fram fari lögreglurannsókn af því tilefni. Ránfuglar eru eðlilegt fyrirbrigði í íslenskri náttúru sem er viðkvæm. Þess vegna eru ernir friðaðir því þrátt fyrir stærð sína eiga þeir erfiða lífsbaráttu.

Ef einhver telur sig bera tjón af haferni ber þeim sama að sækja rétt sinn fyrir dómstólum en ekki taka sér sjálfur lögin í hendur. Yfirvöld verða að grípa til þeirra úrræða sem unnt er að beita þegar svo stendur á.

Mosi alias

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 243019

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband