Sýndarmennska

Mér finnst þetta vera fremur vera ódýr auglýsingamennska fyrir ríkisstjórnina að bregða sér á reiðhjól fyrir framan fjölmiðlana einu sinni svona rétt fyrir kosningar. Hefði nú ekki verið betra að gera hreint fyrir sínum dyrum og aðhafast eitthvað meira til að efla útivist og holla hreyfingu meðal landsmanna? Og efla almenningssamgöngur og gera þær ódýrari með því að bæta rekstrarumhverfi þeirra? Í mínum augum er þetta fremur ódýr sýndarmennska í undirbúningi kosninganna.

Mosi alias


mbl.is Ráðherrar á reiðhjólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Þetta er búið að vera í mörg ár, jafnt á kosningaárum sem öðrum árum.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 2.5.2007 kl. 11:57

2 Smámynd: Morten Lange

Rétt er það, Sigurður, en þó líka hjá Guðjóni.  Einhver ráðherra og aðrir stjórnmálamenn og fosrtjórarar  úr  mikilvægum stofnunum hafa  mætt hvert einasti ár, sérstaklega á opnunina, siðan átakið hófst haustið 2003.  Ég hef mætt í hvert skipti, og setið í nefndinni um átakið. 

En auðvitað þarf að gera miklu, miklu betur, og vonandi að enginn blekkist, og lætur einhver kjósa út frá opnunina  í dag.  Óneitanlega var betur mætt af ráðherrum í dag, en áður hefur verið, en það var kannski að hluta vegna þess að ÍSÍ  ákváðu að afhenda viðurkenningu frá IOC til Þorgerðar og Siv. 

Jákvæðu hliðin er að með ráðherrar til staðar fær atburðinn og átakið/ keppnin og hjólreiðar + heilsusamlegar samgöngur almennt meiri athygli.  

Morten Lange, 2.5.2007 kl. 18:43

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Fróðlegt væri að vita hvað ÍSÍ var að verðlauna ráðherra hálfri annnari viku fyrir þingkosningu? Er það einhver pólitísk vísbending? Betur væri að velja annan tíma eða veita þá fulltrúum allra stjórnmálaflokka viðurkenningu - sem hana eiga skilið og með góðum rökum má styðja þá fullyrðingu. Eða eru vissir stjórnmálamenn og þá ráðherrar betur að viðurkenningu komnir en margir aðrir sem sýnt hafa af sér tilefni að verða heiðraðir!

Mosi alias

Guðjón Sigþór Jensson, 3.5.2007 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 242980

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband