Siðareglur hefðu komið í veg fyrir svona hneyksli

Augljóslega hafa orðið þarna mjög alvarleg mistök. Hvort sem þau eru af gáleysi fulltrúa Allsherjarnefndar sem fóru yfir umsagnirnar eða mögulegs ásetningsbrots viss aðila að koma hagsmunum skjólstæðings síns fram með óvenjulegum hætti, skal eigi fullyrt á þessari stundu.

Lögfræðingar sem unnið hafa að réttindamálum sem tengjast umsóknum ríkisborgararéttar á Íslandi eru furðu slegnir. Að í skjóli ráðherra sé unnt að koma svona máli í gegn þegjandi og hljóðalaust - uns blaðran spryngur. Aðrir sem eru í áþekkri stöðu og viðkomandi einstaklingur sem naut þess að vera tilvonandi tengdadóttir viðkomandi ráðherra eru mjög hissa á að hér séu engar siðareglur gildandi hvorki á Alþingi né í Stjórnarráðinu varðandi mikilvægar ákvarðanir sem teknar eru í landinu.

Annars má óska viðkomandi einstakling til lukku að eiga góðan að en hér er um mjög afleitt fordæmi að ræða sem er ekki góð auglýsing hvorki fyrir viðkomandi ráðherra né þann stjórnmálaflokk sem viðkomandi starfar fyrir.

Mosi alias


mbl.is Bjarni segist ekki hafa neitað Sigurjóni um gögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrst að alsherjarnefnd talar um að farið sé að lögum hjá nefndinni, þá væri gaman að líta á þessa umfjöllun um nefndina í öðru máli:

http://www.photo.is/bb2/viewtopic.php?t=179

http://www.photo.is/bb2/viewtopic.php?t=181

http://www.photo.is/bb2/viewtopic.php?t=182

íslenskur karlmaður (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 12:34

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mosi áttar sig ekki á þessum tilvísunum. Hvaða tilvik eru þetta?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 3.5.2007 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 242934

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband