Má treysta þessu?

Loksins loksins gerist e-ð í málefnum Náttúrufræðistofnunar þegar rúm vika er í kosningar.

Stjórnvöld hafa sýnt umhverfismálum sem og náttúrufræði landsins ótrúlega mikið tómlæti á undanförnum kjörtímabilum enda þessi málaflokkur ætíð verið afgangsstærð þegar kemur að fjárveitingum. Einnig má þar t.d. geta Umhverfisstofnunar sem hefur frá stofnun verið í þvílíku fjársvelti að margir mjög hæfir starfsmenn hafa yfirgefið þá þörfu ríkisstofnun. En áherslur íslenskra stjórnmálamanna sem með völdin fara liggja auðvitaða annars staðar, því miður.

Hvort sem þessi ríkisstjórn lafir á óverulegum meirihluta eða ný ríkisstjórn og betri verði mynduð eftir þingkosningarnar að viku liðinni er óskandi að loksins sjái Náttúrurfræðistofnun í land með hentugt framtíðarhúsnæði þar sem náttúrugripasafnið verði jafnframt til húsa. Því miður var sú leið valin á sínum tíma að byggð var rándýr bygging aðeins fyrir náttúrufræðikennslu Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni.  Þar hefði verið unnt að spyrða saman áþekka starfsemi Náttúrfræðistofnun og náttúrufræðikennslu HÍ.sem hefði vissulega styrkt vel hvora aðra.

Mosi alias

 


mbl.is Auglýst eftir húsnæði fyrir Náttúrufræðistofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 243027

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband