Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
17.5.2007 | 07:35
Nýja tíma með breyttum áherslum - en án Framsóknar takk fyrir!!
Dæmigerðir framsóknarmenn:
Í kosningunum fóru framsóknarmenn virkilega halloka. Þeir misstu mjög mikið fylgi en svo er að sjá að þeir virðast ekki átta sig á því að vitjunartími þeirra í Stjórnarráðinu er liðinn. Og þeir virðast heldur ekki geta gert upp hug sinn hvort þeir eigi að skunda hið snarasta út úr Stjórnarráðinu - eða vera kjurir. Ekki verður bæði bitið í kökuna eða hún eftirlátin öðrum!
Framsókn hefur oft verið núið um nasir að vita ekki með vissu hvort hún vilji hægri eða vinstri snú, inn eða út. Svo virðist sem þeir líti með eftirsjá valdastólana sem þeir hafa setið. Framsókn hefur ekki alltaf tekið réttar ákvarðanir, sumar meira að segja mjög flausturslegar með Sjálfstæðisflokknum. Stuðningur við Bushstríðið, kvótabraskið, bankabraskið, símabraskið, umdeild ákvörðun um Kárahnjúkavirkjun sem líkur benda til að hafi verið til að bjarga ítalska fyrirtækinu frá gjaldþroti, brögðin sem þeir beittu gamla fólkið og öryrkjana, undirlægjuhátturinn við Bandaríkin, opnun möguleika á að selja orkuveitur og vatnið - á að segja meira?
Nei ætli sé ekki betra að þegja - kannski þessi villuráfandi stjórnmálaflokkur sem Framsókn er fari fyrr eða síðar að átta sig á niðurstöðum kosninganna. Tími þeirra í Stjórnarráðinu er úti!!!
Nýja tíma með breyttum áherslum - en án Framsóknar takk fyrir!!
Mosi
Viðræður stjórnarflokka enn í gangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.5.2007 | 07:16
Nú er að bretta upp ermarnar og spýta í lófana
Gott að heyra að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu muni láta meira á sér bera næstu mánuðina. En væri ekki óskandi að sjá oftar lögregluþjóna í lögreglubílum tiltæka við fjölfarnar umferðargötur? Eftir að umferðadeild lögreglunnar virðist lunginn af starfi lögreglunnar fara fram að því virðist bak við luktar dyr. Áður fyrr voru lögreglumenn einnig áberandi gangandi um Miðbæinn og Laugaveginn. Þeir leiðbeindu ferðamönnum og ókunnugum að vísa rétta leið og veittu ýmsa aðstoð. Þetta tengdi lögreglumanninn betur við hinn almenna borgara. Nú þykir þetta kannski of dýrt eða hvað?
Mér hefur þótt allt of mikið bera á notkun nagladekkja þó meira en mánuður sé liðinn frá því að þeir naglatrúuðu áttu að skipta yfir á venjulega sumarhjólbarða. Er það kannski þessir slóðar og þverhausar sem treysta ekki að fyrir löngu er komið sumar? Gæti kannski komið vetur aftur? Þessir negldu hjólbarðar eyðileggja ótrúlega mikið ef ef þeir trúa ekki skora eg á þá að fara með réttskeið og tommustokk að mæla, t.d rásirnar á Laugaveginum hversu djúpar þær eru eftir nagladekkin. Ef nagladekk yrðu skattlögð sem ekki væri óeðlilegt fyrst þau eru ekki bönnuð, þá myndi að sjálfsögðu draga úr notkun þeirra. Fimm til tíu þúsund króna skattur á hvert nagladekk væri ekki fjarri lagi. Umhverfisskattar eru hvarvetna að ryðja sér til rúms og mætti huga að þessum málum í samræmi við annað. Ef eg fer með spýtnarusl í Sorpu þarf eg að borga fyrir það. Auðvitað fellur einhver kostnaður hjá Sorpu að eyða eða urða. Sama er um annað sorp sem greitt er fyrir með fasteignagjöldum.
En besta mál að lögreglan verði sýnilegri.
Nú er að bretta upp ermarnar og spýta í lófana strákar og hafa hendur í hári lögbrjótana!
Lögreglan í höfuðborginni lætur mikið á sér bera | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.5.2007 | 10:59
Fordæmum ekki of snemma
Þessi erfiða deila er að taka nýja og verri stefnu. Þó svo að grunur beinist að þeim sem látið hafa ti sínl taka í þessum mótmælum er ekki útilokað að einhverjir aðrir en sem fylgja Varmársamtökunum hafi gripið tækifærið til að klína skömmina á þau. Að sjálfsögðu þyrfti að rannsaka þessi skemmdarverk eins og hvert annað lögreglumál. Því skulum við varast að hafa stór orð meðan ekki liggur ljóst fyrir hver eigi hlut að máli. Svona tilfelli þekkist í refsirétti og má minnast eins af bestu Derrick þáttunum þar sem morðingi gekk laus en grunurinn beindist eðlilega fyrst að þeim sem hafði látið hafa eftir sér stór hatursorð til þess sem myrtur var.
Eignarspjöll ber að líta grafalvarlegum augum. Til þeirra er stundum gripið í stundaræði og er málstað aldrei til nokkurs framdráttar. Einhvern tíma á dögum Þorskastríðsins við Breta veturinn 1972-1973 réðst sannkallaður skríll á sendiráð Breta við Laufásveg og linnti ekki látum fyrr en nánast hver einasta rúða hafði verið mölvuð. Sú saga fylgdi að starfsmaður sendiráðsins mátti fjör sitt að launa að hann skreið undir sterklegt eikarborð meðan grjótið og öll glerbrotin bókstaflega rigndu inn í herbergið þar sem hann var staddur. Þessar aðgerðir voru Íslendingum ekki til framdráttar og urðum við eðlilega að bæta Bretum skaðann. Þar fóru miklir fjármunir í súginn sem betur hefðu veriði nýttir í annað þarflegra.
Sjálfur var eg áhorfandi að þessum viðburði og mátti sjá þar ýmsar kunnugar persónur í þjóðlífinu í dag. Þar voru bæði Heimdellingar, ungir Framsóknarmenn og félagar úr Æskulýðsfylkingunni sem urðu í þetta skipti sammála þennan dag, að vera sammála um að brjóta rúður! Mér fannst sem ungur maður þetta nokkuð einkennilegt enda var mikið rifist um málefni sem í dag þættu léttvæg fundin. Óskandi væri að ungt og tápmikið fólk sem og þeir sem eldri erum, séum sammála um eitthvað sem er til gagns.
Kannski þessa deilu um tengibrautina ofan við Álafoss mætti skoða í ljósi annarra viðburða. Við gætum að öllum líkindum dregið af þeim ýmsa lærdóma.
Mosi
Skemmdarverk unnin á vinnuvélum í Álafosskvos | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2007 | 11:42
Tengivegurinn í Helgafellshverfið
Þessi tengivegur hefur lengi verið á dagskrá. Og þegar mótmæli koma fram, er reynt að koma eins mikið á móts við þau sjónarmið með því að fella veginn betur inn í landslagið. Þessi vegur eins og hann er hannaður núna, er allt öðru vísi vegur en verið er að mótmæla.
Varmársamtökin hafa viljað halda í gamla hugmynd sem fram kom að leggja veg fyrir ofan Álafoss og þvera Varmána. Þessi framkvæmd hefði orðið nokkuð dýr. Brú af þeirri gerð sem nauðsynlegt hefði verið að byggja hefði kostað nálægt hálfum milljarði. Það er mikið fé fyrir bæjarfélag sem stendur fyrir mjög miklum framkvæmdum öðrum. Við hefðum ekki viljað hækka skattana né auka skuldir og þaðan af síður að hverfa frá öðrum framkvæmdum. Þá hefði vinsælt útivistarsvæði fyrir ofan Álafoss beðið mikið tjón og ásýnd fossins trufluð af brú. Þarna er oft töluvert fuglalíf, endur af ýmsum tegundum og þarna má sjá gamlan trjáræktarlund Ágústar Jóhannessonar forstjóra í kexverksmiðjunni Frón. Þar er m.a. hlynur sem mun að öllum líkindum vera eitt elsta tré sem gróðursett var í gömlu Mosfellssveitinni. Á að eyðileggja allt þetta til þess að þóknast nokkrum mótmælendum?
Kannski að betra hefði verið að óska eftir því að gera ráð fyrir tengingingu við Vesturlandsveg vestan við Helgafell. En þessi ósk kemur nokkuð seint því nú stendur til að byggja hringtorg þar sem Mosfellsdalsvegur/Þingvallavegur tengist Vesturlandsveg. Ef áætlanir ganga eftir á það hringtorg að vera tilbúið síðar í sumar eða lok júlí. Þeir sem þekkja vel aðstæður þarna, telja að þessi leið geti verið mjög varasöm á vetrum. Því er ekki rétt að reikna með að þessi leið sé sérstaklega heppileg.
En þessa tengibraut verður að útbúa þannig að þar sé gert ráð fyrir lægri hámarkshraða. Með því er bæði dregið úr óþægindum vegna hávaða og einnig slysahættu.
Satt best að segja finnst mér allt of mikið púður vera eytt í þetta einstaka mál. Það er eins og ekkert annað komist að en þessi blessaða tengibraut upp í Helgafellshverfi. Gott er að hafa stjórn á tilfinningum sínum og láta hugsanlega gremju sína ekki bitna á þeim sem síst skyldi.
Út frá umhverfis- og náttúruverndarsjónarmiði er meiri ástæða til að hafa áhyggjur af væntanlegri annarri tengibraut yfir í Leirvogstunguhverfið sem nú er að óðum að byggjast. Þar þarf að þvera ekki aðeins Varmá heldur Köldukvísl einnig. Sérstaklega þarf að huga að skaðleg uppleyst efni sem eru fylgifiskur bílaumferðar, tjara, brennisteinn og þungamálmar svo e-r varhugaverð efni eru nefnd, berist ekki í meira magni út í umhverfið en viðmiðunarmörk segja til um. Þar skammt frá eru náttúruverndarsvæði Varmárósarnir þar sem vex fitjasef og þar er fjölskrúðugt fuglalíf. Þessi mikla framkvæmd fer í umhverfismat og þar munu sérfræðingar hver á sínu sviði skoða gaumgæfilega hvernig best verður að þeim framkvæmdum staðið ef þessi áform verða að raunveruleika.
Mosi alias
Mótmæltu framkvæmdum við Álafosskvos | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2007 | 10:37
Baugur í heilbrigðismálin
Já þetta er merkilegt nokk. Hvað skyldu þeir segja sem eru ákafastir að einkavæða hér á landi en einhverra hluta vegna eru tortryggnir gagnvart þeim Baugsmönnum? Kannski að þessi bresku fyrirtæki í heilbrigðisgeiranum sem reka sjúkrahús bjóði síðar í rekstur Landspítala! Ekki væri það ólíklegt ef fram fer sem fram horfir. Hvað segja þeir þá sem vilja helst ekki heyra neitt sem tengist fyrirtækjasamstæðunni Baug?
Annars verður að dást að þeim Baugsmönnum fyrir mikla áræðni og mikinn dugnað. En alltaf er spurning þegar umtalsverð áhætta er tekin: kemur að því að veðjað verði á rangan hest og hvaða afleiðingu má reikna með því?
Oft kemur sitt hvað síðar í ljós sem hefði haft áhrif á ákvarðanatöku og öðru vísi ákvörðun hefði verið tekin ef allar forsendur hefðu legið fyrir.
Mosi
Baugur að fjárfesta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2007 | 09:16
Allt ofbeldi er fyrirlitlegt
Þegar þess er minnst að þangað til þessi umdeildu samtök sökktu tveim hvalveiðibátum (sem kannski væri betur nýtt til hvalaskoðunar) og frömdu skemmdarverk í Hvalstöðinni í Hvalfirði, þá voru langflestir Íslendingar á því að hætta hvalveiðum. Með þessum umdeildu skemmdaverkum á sínum tíma snérist þetta við: hvalveiðar hafa verið mörgum Íslendingum hugleiknar þó svo að þær borgi sig ekki.
Ef þessi Paul Watson ætlar sér að gera gagn, ætti hann að leggja áherslu á að taka upp friðsamleg mótmæli. Ofbeldi er og verður alltaf tortryggilegt af öllu heiðvirðu fólki.
Mér fannst t.d. þessi mótmæli austur við Kárahnjúka og við álstassjónina á Reyðarfirði hér um árið ekki til fyrirmyndar. Því miður verður að segja að þegar ofbeldi kemur við sögu eða ólögmætar athafnir, þá hefur slíkt í för með sér tortryggni sem er yfirfærð einnig á þá sem ekki vilja beita slíku en leggja áherslu á friðsöm mótmæli.
Spurning hvort handtaka þessara Sea Shephard karla skili nokkru er stór spurning. Kannski það sé eftirsóknarvert af þeim að verða handteknir til þess að vekja athygli. Þá væri hyggilegra að doka við og athuga kannski aðrar aðferðir. Í þorskastríðunum var t.d. enskum togurum bannaðar allar bjargir hér á landi. Kannski væri unnt að beita svipuðum aðferðum.
Ef þeir hins vegar valda einhverjum tjóni er handtaka lögreglu réttmæt en þá þarf að rannsaka málið og leggja fyrir dómstóla ef sakir eru miklar. Við verðum að treysta lögreglunni að sjá um þessi mál en ekki taka sjálf lögin í okkar hendur. Það gerir enginn heilvita maður.
En vonandi valda þessi samtök ekki meira tjóni á viðhorfum okkar hinna sem vilja beita friðsömum aðferðum við að mótmæla. Aðferðir mótmælenda sem beitir ofbeldi er til þess fallið að valda okkur hinum erfitt fyrir. Við fáum á okkur sama stimpil og ofbeldismaðurinn án þess að hafa gefið tilefni til þess.
Alla vega leyfi eg mér að mótmæla öllum hugmyndum um mótmæli sem hefur ofbeldi í för með sér í hvaða mynd sem er.
Mosi
Skip Sea Shepherd leggur af stað áleiðis til Íslands í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2007 | 14:30
Góð hugmynd
Því miður er ekki góð reynsla af minnihlutastjórnum á Íslandi. Víða erlendis eru minnihlutastjórnir eðlilegur hluti af lýðræðislegum veruleika. Minnihlutastjórnir leita mjög mikið til stjórnarandstæðunnar um samvinnu og eru ýms góð dæmi um að lagasetning minnihlutastjórna hafi reynst jafnvel endingarbetri en lög sem meirihlutastjórn setur.
Við þurfum að setja inn ákvæði í stjórnarskrána um minnihlutastjórnir, að þær geti fengið ákveðið svigrúm til að starfa. Því miður eru stjórnmálin á Íslandi oft mjög eldfim og jafnvel eitruð. Hafa margir brennt sig illa í þeim efnum og bera þess jafnvel ekki bætur.
Myndun minnihlutastjórrna geta leyst vissan vanda. Marga minnist þess þegar mjög löng stjórnarkreppa stóð yfir hér á landi um 1980 og lokst tókst Gunnari Thoroddsen þeim mikla hæfileikamanni að mynda meirihlutastjórn. Því miður lenti sú stjórn í miklum hremmingum m.a. vegna gríðarlegrar hækkunar á olíu 1979 sem olli mikilli dýrtíð og verðbólgu á næstu árum. Þá hafði verið tekin upp vísitöluhækkanir í bankakerfinu sem var eins og olía á eldinn. Þáverandi meirihluti í Reykjavík, visntri menn, tóku upp viðræður við Hafnarfjörð, Garðabæ og Kópavog um umfangsmiklar framkvæmdir að tengja hitaveitu við öll þessi bæjarfélög. Þetta dró þann dilk á eftir sér eftir að Davíð Oddsson tók við starfi borgarstjóra í Reykjavík hækkaði gjaldskrá Hitaveitunnur upp úr öllu valdi og átti sinn þátt í að kynda undir dýrtíðarbálið sem auðvitað ríkisstjórninni var kennt um!!
Svona er pólitíkin - því miður mjög óvægin og enginn skilningur fyrir hendi um að starfa saman þó nauðsyn reki stundum til þess.
Minnihlutastjórn er mjög góður möguleiki á Íslandi um þessar mundir!
Mosi
Hafa áhuga á myndun minnihlutastjórnar í skjóli Framsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2007 | 12:07
Mikill missir
Alltaf er miður þegar við missum góðan mann fyrir borð. Vonandi kemur Mörður aftur inn í næstu kosningum og þá tví- ef ekki þríefldur af krafti og þori!
Gangi þér allt í haginn Mörður!
Kveðja
Mosi alias
Mörður Árnason: Hundfúll" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2007 | 11:47
Frábær Mosfellingur á þingi
Mig langar til að óska Ragnheiði bæjarstjóra okkar Mosfellinga til lukku með mjög góðan árangur í þingkosningunum s.l. laugardag.
Við eignumst ábyggilega frábæran talsmann fyrir okkur Mosfellinga á þingi þar sem Ragnheiður er! Nú þarf að fylgja hugmyndinni um framhaldsskóla í Mosfellsbæ eftir!
Gangi þér allt í haginn Ragnheiður!
Mosi alias
Ragnheiður: Spennandi kjörtímabil framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2007 | 09:06
Pyrrhosarsigur ríkisstjórnarinnar
Einu sinni var kóngur einn sem Pyrrhos var nefndur og ríkti í konugsríki því sem kennt var við Epíros, hérað í norðvestur Grikklandi. Kóngur þessi kom borgríkinu Tarenta á Suður Ítalíu til aðstoðar gegn Rómverjum. Vann hann sigur á Rómverjum sem var honum dýru verði keyptur og er sagt að hann hafi þegar hann kannaði valinn en manntjón var mjög mikið: Vinni eg annan slíkan sigur er úti um mig.
Hefur oft til þessa verið vitnað og má segja nú að afloknum þingkosningum á Íslandi vorið 2007 hafi ríkisstjórnin unnið Pyrrhosarsigur. Þó ríkisstjórnin hafi haldið velli með mjög naumum meirihluta en minnihluta greiddra atkvæða er hún eins og flak eitt. Hún líkist langskipi sem enn flýtur sem verður vart lengi því kapparnir og ræðaranir á bakborða eru ýmist fallnir eða fyrir borð stokknir.
Mosi alias
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 243586
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar