Nú er að bretta upp ermarnar og spýta í lófana

Gott að heyra að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu muni láta meira á sér bera næstu mánuðina. En væri ekki óskandi að sjá oftar lögregluþjóna í lögreglubílum tiltæka við fjölfarnar umferðargötur? Eftir að umferðadeild lögreglunnar virðist lunginn af starfi lögreglunnar fara fram að því virðist bak við luktar dyr. Áður fyrr voru lögreglumenn einnig áberandi gangandi um Miðbæinn og Laugaveginn. Þeir leiðbeindu ferðamönnum og ókunnugum að vísa rétta leið og veittu ýmsa aðstoð. Þetta tengdi lögreglumanninn betur við hinn almenna borgara. Nú þykir þetta kannski of dýrt eða hvað?

Mér hefur þótt allt of mikið bera á notkun nagladekkja þó meira en mánuður sé liðinn frá því að þeir naglatrúuðu áttu að skipta yfir á venjulega sumarhjólbarða. Er það kannski þessir slóðar og þverhausar sem treysta ekki að fyrir löngu er komið sumar? Gæti kannski komið vetur aftur? Þessir negldu hjólbarðar eyðileggja ótrúlega mikið ef ef þeir trúa ekki skora eg á þá að fara með réttskeið og tommustokk að mæla, t.d rásirnar á Laugaveginum hversu djúpar þær eru eftir nagladekkin. Ef nagladekk yrðu skattlögð sem ekki væri óeðlilegt fyrst þau eru ekki bönnuð, þá myndi að sjálfsögðu draga úr notkun þeirra. Fimm til tíu þúsund króna skattur á hvert nagladekk væri ekki fjarri lagi. Umhverfisskattar eru hvarvetna að ryðja sér til rúms og mætti huga að þessum málum í samræmi við annað. Ef eg fer með spýtnarusl í Sorpu þarf eg að borga fyrir það. Auðvitað fellur einhver kostnaður hjá Sorpu að eyða eða urða. Sama er um annað sorp sem greitt er fyrir með fasteignagjöldum.

En besta mál að lögreglan verði sýnilegri.

Nú er að bretta upp ermarnar og spýta í lófana strákar og hafa hendur í hári lögbrjótana!


mbl.is Lögreglan í höfuðborginni lætur mikið á sér bera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 242949

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband