Tengivegurinn í Helgafellshverfið

Þessi tengivegur hefur lengi verið á dagskrá. Og þegar mótmæli koma fram, er reynt að koma eins mikið á móts við þau sjónarmið með því að fella veginn betur inn í landslagið. Þessi vegur eins og hann er hannaður núna, er allt öðru vísi vegur en verið er að mótmæla.

Varmársamtökin hafa viljað halda í gamla hugmynd sem fram kom að leggja veg fyrir ofan Álafoss og þvera Varmána. Þessi framkvæmd hefði orðið nokkuð dýr. Brú af þeirri gerð sem nauðsynlegt hefði verið að byggja hefði kostað nálægt hálfum milljarði. Það er mikið fé fyrir bæjarfélag sem stendur fyrir mjög miklum framkvæmdum öðrum. Við hefðum ekki viljað hækka skattana né auka skuldir og þaðan af síður að hverfa frá öðrum framkvæmdum. Þá hefði vinsælt útivistarsvæði fyrir ofan Álafoss beðið mikið tjón og ásýnd fossins trufluð af brú. Þarna er oft töluvert fuglalíf, endur af ýmsum tegundum og þarna má sjá gamlan trjáræktarlund Ágústar Jóhannessonar forstjóra í kexverksmiðjunni Frón. Þar er m.a. hlynur sem mun að öllum líkindum vera eitt elsta tré sem gróðursett var í gömlu Mosfellssveitinni. Á að eyðileggja allt þetta til þess að þóknast nokkrum mótmælendum?

Kannski að betra hefði verið að óska eftir því að gera ráð fyrir tengingingu við Vesturlandsveg vestan við Helgafell. En þessi ósk kemur nokkuð seint því nú stendur til að byggja hringtorg þar sem Mosfellsdalsvegur/Þingvallavegur tengist Vesturlandsveg. Ef áætlanir ganga eftir á það hringtorg að vera tilbúið síðar í sumar eða lok júlí. Þeir sem þekkja vel aðstæður þarna, telja að þessi leið geti verið mjög varasöm á vetrum. Því er ekki rétt að reikna með að þessi leið sé sérstaklega heppileg.

En þessa tengibraut verður að útbúa þannig að þar sé gert ráð fyrir lægri hámarkshraða. Með því er bæði dregið úr óþægindum vegna hávaða og einnig slysahættu.

Satt best að segja finnst mér allt of mikið púður vera eytt í þetta einstaka mál. Það er eins og ekkert annað komist að en þessi blessaða tengibraut upp í Helgafellshverfi. Gott er að hafa stjórn á tilfinningum sínum og láta hugsanlega gremju sína ekki bitna á þeim sem síst skyldi.

Út frá umhverfis- og náttúruverndarsjónarmiði er meiri ástæða til að hafa áhyggjur af væntanlegri annarri tengibraut yfir í Leirvogstunguhverfið sem nú er að óðum að byggjast. Þar þarf að þvera ekki aðeins Varmá heldur Köldukvísl einnig. Sérstaklega þarf að huga að skaðleg uppleyst efni sem eru fylgifiskur bílaumferðar, tjara, brennisteinn og þungamálmar svo e-r varhugaverð efni eru nefnd, berist ekki í meira magni út í umhverfið en viðmiðunarmörk segja til um. Þar skammt frá eru náttúruverndarsvæði Varmárósarnir þar sem vex fitjasef og þar er fjölskrúðugt fuglalíf. Þessi mikla framkvæmd fer í umhverfismat og þar munu sérfræðingar hver á sínu sviði skoða gaumgæfilega hvernig best verður að þeim framkvæmdum staðið ef þessi áform verða að raunveruleika.

Mosi alias

 


mbl.is Mótmæltu framkvæmdum við Álafosskvos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 242949

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband