Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Er þörf á nýrri leiðréttingarnefnd?

Ráðamenn segja eitt í dag og allt annað á morgun. Þeir svara öðru í dag en í gær. Og fyrir kosningarnar í vor voru lögð fram hástemmd loforð sem því miður allt of margir glöptust á enda voru þau loðin og óraunhæf.

SDG skipaði margar nefndir eftir sínu höfði m.a. til að endurskoða og útfæra kosningaloforð sín. Nú er e.t.v. þörf á að skipa nýja nenfd til að leiðrétta kosningaloforðin og ýmsar þær yfirlýsingar ráðamanna einkum SDG sem hafa bæði þótt loðin og óljós. Halda mætti að forsætisráðherra væri þvoglumæltur þannig að allt það sem hann sagt og lofað megi toga og túlka eftir því sem hann sjálfur telur vera mögulegt.

Þessi ríkisstjórn er einhver sú lélegasta á öllum lýðveldistímanum. Hún hefur skilið samfélagið í næstum jafnmikillri óvissu og ríkisstjórn Geirs Haarde hérna um árið. Þessa ríkisstjórn mætti nefna „Leiðréttingarstjórnina“ enda hefur hún skilið eftir sig óvissu, gríðarlegan niðurskurð á opinberri þjónustu og tómu káki og óvissu á sumum sviðum eins og varðandi umhverfismál. Niðurskurðurinn sem la´tinn er bitna á Umhverfisstofnun hefur leitt til að fjárveitingar vegna landvörslu eru gróflega færðar niður.

Með lögum skal land byggja en ólögum og handónýtum kosningaloforðum landi eyða!

 


mbl.is Ekki um að ræða skuld ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hvers allar þessar utanfarir?

Það verður að teljast til forréttinda æðstu stjórnenda íslenska örríkisins að fara til útlanda á kostnað ríkisins. Sennilega hafa utanfarir íslenskra ráðamanna frá því í vor orðið fleiri en allar utanfarir ráðherra ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Þegar ráðherra fer á Olympísku leikana má líta á það sem hættumerki. Þannig var það undir lok ágúst 2008 þegar Þorgerður Katrín þáverandi menntamálaráðherra var að flækjast þar. Gott ef fleiri ráðamenn voru ekki þar líka. Rúmum mánuði seinna riðaði sæluríki ríkistjórnar Geirs Haarde til falls og fall þess varð mikið eins og frægt er.

 


mbl.is Gagnrýndu Rússlandsför ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikill er munur á þingmönnum

Furðulegt er að formaður nefndarinnar hafi ekki gert sér grein fyrir því hvernig þessi fjárhæð 50 milljarðar var fundin upp eða hvernig hún er til komin. Nú hefur þessi þingmaður orðið margsaga og greinilegt er að sumum í Framsókn gangi illa að gera greinarmun á lyginni og sannleikanum. Alla vega hefur honum orðið margsaga í málinu.

Nú hefur Vilhjálmur Bjarnason komið með mjög sennilega skýringu og flest bendir til að hann hafi rétt fyrir sér.

Annars er merkileg þessi 50 milljarða fjárhæð. Þetta nákvæmlega sama fjárhæð og Bakkabræður juku hlutafé í Exista með bolabrögðum. Þeir vildu ná fyrirtækinu undir sig með furðulegri og bíræfinni aðferð. Hlutaféð var aukið um 50 milljarða án þess ein einasta króna var greidd til félagsins.

Á þessum fræga hluthafafundi bar eg upp tillögu um takmörkun atkvæðaréttar:

1. að hlutafé hafi verið greitt raunverulega til hlutafélagsins og

2. að hlutafé væri ekki veðsett.

Tillagan var kolfelld með yfir 90% atkvæða! 


mbl.is Veit ekki hvernig talan varð til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skiljanleg niðurstaða

Kjarasamningar eru mjög vandmeðfarnir til að ná einhverjum árangri. Háar prósentutölur skila engu til lengri tíma en megináherslu þarf að leggja á að auka sem mest kaupmáttinn.

Vandræðagangurinn í ríkisstjórninni á einnig til að vekja tortyggni um heilindi í samfélaginu. Ríkisstjórnin vill efla hag þeirra sem betur mega sín en ber lítinn skilning fyrir kjörum þeirra sem minna mega sín.

Þegar ríkisstjórn sem gefur eftir himinháa tekjustofna frá útgerð, þá er skattfrelsismarkið búið að vera nánast lítt breytt frá upphafi. Alla vega fer fjarri að það fylgi vísitölu. Létta þarf skatta af lægstu tekjum og auka þar með ráðstöfunartekjur þeirra lægst launuðu. 


mbl.is Flóabandalagið felldi samninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vistfræði Fossár

Í fréttinni segir að veiðiskapur hafi aukist mjög í Fossá. Í tengslum við laxagegnd og veiðiskap þá hafa orðið miklar breytingar á umhverfi og vistkerfi Fossár. Fyrst kom eg á þessar slóðir fyrir nær hálfri öld. Mér er minnistætt nánast algjört gróðurleysi Þjórsárdals. Hann var þakinn metra þykkum ljósum vikri úr gosinu 1104 úr Heklu. 

Þegar Búrfellsvirkjun var byggð, var dalurinn græddur upp. En í Skjólkvíagosinu vorið 1970 breyttist ásýnd dalsins algjörlega: í stað gráa vikursins var dökk aska yfir öllu. Sums staðar mátti sjá gróðurbrúska kíkja upp gegnum öskuna, en Landsvirkjun hafði fengið Landgræðslu ríkisins til liðs við sig að græða upp landið. Eftir að dró úr sauðfjárbeit hefur landið verið að taka við sér. Í fjallshlíðum einkum en vestanverðan dalinn hefur Skógrækt ríkisins látið plantað mjög miklu af trjám sem nú er smám saman að leggja landið undir sig einkum birki sem verður að teljast til „ágengra“ en innlendra tegunda. Þessi mikla breyting á vistkerfi Þjórsárdals hefur áhrif á vatnsbúskap og eflir lífmassann. Rotnandi gróðurleyfar er undirstaða lífríkis sem laxinn þrífst á. 

Skógrækt má beita til að efla lífmassa meðfram ám og vötnum. Hún er ein áhrifaríkasta aðferðin að auka fiskgegnd og þar með auka arðsemi veiðiáa í landinu.

Góðar stundir. 


mbl.is Sættir að takast um leigu á Fossá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðlileg niðurstaða

Ef venjulegur borgari í samfélaginu hefði verið í sömu sporum og Baldur Guðlaugsson, notið innherjaupplýsinga sem hann hafði einn af örfáum haft aðgang að, selt öll sín hlutabréf, hefði þótt sjálfsagt að ákæra viðkomandi og sakfella hann.

Mjög líklegt er að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi litið þanni á málið.

Og sama má segja um mál Geirs Haarde.

Ekki hefur verið sýnt fram á að annar hvor eða báðir þessara ákærðu og sakfelldra manna hafi verið ákærðir án ástæðu. Baldur fyrir að notfæra sér vitneskju sem innherji og sá síðarnefndi sem æðsti embættismaður þjóðarinnar sem átti að sjá að allt var að fara fjandans til í efnahagsmálum þjóðarinnar en aðhafðist ekkert að! Báðir verða að teljast fagmenn hvor á sínu sviði, Baldur lögfræðingur en Geir hagfræðingur. Sá fyrri notfærði aðstöðu sína til að hagnast, sá síðarnefndi, Geir Haarde mátti vera ljóst að eitthvað varð að gera til að koma í veg fyrir bankahrunið eða alla vega grípa fram fyrir hendurnar á þeim með úrræði Fjármálaeftirlitis og Seðlabanka í huga. Ekki seinna en í febrúar 2008 var deginum ljósara að Davíð Oddssyni var fullkomlega ljóst að bönkunum yrði ekki bjargað. Hvorki hann né Geir Haarde aðhöfðust ekkert til að draga úr þessu gríðarlega tjóni þjóðarinnar.

Það er nú svo að íslensku refsilögin gera ekki aðeins ráð fyrir að sakamaður geti bakað sér refsiábyrgð með ólögmætum verknaði heldur einnig athafnaleysi eins og gerðist í máli Geirs. Honum mátti sem fagmaður efnahagsmála að ekki væri allt með felldu. Hann þiggur himinhá laun fyrir að vera forsætisráðherra og þjóðin á kröfu á hann að hann sinni starfi sínu í samræmi við það.

Mér er sem mörgum öðrum Íslendingum mjög minnisstætt þegar ráðherrar íslenska lýðveldisins fóru margir hverjir á Olympísku leikan í Kína í ágúst 2008. Þá var sem nú mikill uppgangur í handboltanum íslenska rétt eins og nú. En getur verið að „gleymst“ hafi að stjórna landinu? Allt var komið í óefni þegar líða tók á september, um mánuði seinna.

Vanrækslan varð Geir að falli, því miður. Betur hefði verið að hann hefði sinnt sínu starfi og reynt að koma í veg fyrir kollsteypuna haustið 2008. 

 


mbl.is Máli Baldurs vísað frá MDE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða erindi eiga götustrákar í fjölmiðla?

Þessi ótrúlegu fullyrðingar og fúkkyrði sem strákur þessi lét út úr sér er vart hægt að fyrirgefa. Meðan enn er til fólk sem minnist með hryllingi á grimmdarverk nasista og annara óþverra þá ætti munnsöfnuður sem þessi hvergi að þrífast.

Á meðan tugir starfsmanna RÚV var sagt upp störfum, margir með áratuga farsælt starf að baki er strákur þessi látinn gegna mikilvægu starfi. Nú má spyrja: Er það vegna skoðana hans sem vísa eindregið til fordómafullra afturhaldsskoðana á hægri vængnum sem hann er ekki látinn taka pokann sinn með skömm?

Við eigum ekki í nútímasamfélagi að líða að götustrákar vaði hér uppi með skömum og látum. Við höfum alveg nóg af svo góðu nú þegar. 


mbl.is Harma ummæli um Austurríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erum við enn á 19. öld?

Einhver fornfálegasta stofnun lýðveldisins er án efa Alþingi Íslendinga. Í stað þess að þarna séu nútímavinnubrögð er haldiu dauðahaldi í fornfálega titla og vægast sagt hlægilegt snobberí. Af hverju má ekki segja sannleikann? Mig minnir að þegar hornsteinn þinghússins var lagður, var lagt í blýhólkinn skilirí sem á stendur: Sannleikurinn gerir yður frjálsan. Gamaldags titlatog er hlægilegt í eyrum nútímamannsins.

Þýski þingmaðurinn Joschka Fischer sagði einhverju sinni í þingræðu strax eftir formlegheitin: „Herr Bundespräsident, Sie sind ein Arschloch!“. Herra þingforseti, þér eruð rassgat!

Sennilega verður þessi móðgun seint toppuð þó svo að íslenskir þingmenn hafi látið eftir sig fræg ummæli í hita leiksins: „Skítlegt eðli“ og „Gunga og drusla“.

Þingsagan væri ólíkt litríkari með kostulegum uppákomum en þessi þurrkuntulega samkoma sem fáir nenna að fylgjast með, m.a. vegna forneskjulegra formsatriða. 


mbl.is Áminnt fyrir að ræða um „svokallaðan“ ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru ökumenn blindir?

Einkennilegt má það vera að ökumenn verða ekki varir við að þeir eru á einbreiðri brú. Sjálfsagt er að draga úr hraða og forðast árekstur þar sem þrengsli eru.

Á sínum tíma úrskurðuðu tryggingarfélög oft ökumenn að báðir áttu 75% órétt í hagræðingarskyni! Það þótti mörgum blóðugt en samt tókst ekki að reka tryggingarfélög réttu megin við núllið. Eðlilega þótti einkennilegt að tjón af völdum áreksturs gæti orðið helmingi meira en tjónið sjálft (50%) en tryggingarfélögin komust upp með það enda neytendavernd nánast engin. Nú er vonandi meiri skynsemi í þessum málum en eitt er víst: hverjum og einum ökumanni ber skylda til að forðast tjón og árekstra.


mbl.is Árekstur á einbreiðri brú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mútufé berst víða

Margsinnis hefur komið í ljós hvernig háar fjárhæðir eru notaðar til að liðka fyrir viðskiptum og ákvörðunum stjórnvalda. Mútur hafa alltaf verið til en ætíð spurning hvert þær berast.

Miðað við gríðarlegan áhuga sumra stjórnmálamanna á Íslandi fyrir allskonar stórkarlalegum framkvæmdum eru mútur ekki ósennilegar hér. Hér þráast þessir stjórnmálamenn við að vilja reisa enn fleiri álbræðslur hvað sem tautar og raular þrátt fyrir að slík ákvörðun sé mjög óskynsamleg. Álverð hefur fallið mikið á undanförnum árum einfaldlega vegna aukins framboðs á áli en á stærsta markaði áls, sem sagt BNA er endurvinnsla á áli sívaxandi þáttur í efnahagslífi.

Kárahnjúkavirkjun var boxuð í gegn á sama tíma. Þar kom við sögu viðræður þáverandi forsætisráðherra Íslands og Ítalíu, en eins og kunnugt er heimsótti Davíð Oddsson Silvio Berlusconi haustið 2002. Nokkrum vikum eftir heimkomu Davíðs barst tilboð frá ítalska verktakafyrirtækinu Impregilo í byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Þetta fyrirtæki hefur oft komið við sögu þar sem mútur og ýms undarlegheit eru viðhöfð. Um Berlusconi þarf fátt að ræða, hann var ætíð mjög umdeildur. Um Davíð er það að segja að hann var á þessum tíma næst því að vera nánast einráður með Halldóri Ásgrímssyni formanni Framsóknarflokksins um nánast allar ákvarðanir stærri sem smærri sem teknar voru á Íslandi um áratuga skeið. Og þær voru aldrei bornar undir þjóðina í lýðræðislegum kosningum utan þingkosninga.

Ýmislegt bendir til að mútufé hafi margsinnis borist hingað en auðvitað verður erfitt að sanna það að svo stöddu meðan engar sannanir liggja fyrir um slíkt.

Þess má geta að ekki eru liðin nema um 10 ár frá því íslenskum stjórnmálaflokkum var gert skylt að gera opinbera grein fyrir uppruna og notum þess fjár sem þeir hafa undir höndum. Lengi vel taldi bæði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn að þessi mál væru í himnalagi enda töldu forvígismenn þessara gömlu stjórnmálaflokka enga spillingu vera hér á landi! 

Sagt er að þeir 30 silfurpeningar sem Rómverjar greiddu Júdasi Ískaríoti sem mútur til að svíkja Krist á sínum tíma hafi stöðugt verið í umferð. Hvort ávöxtur þess fjár hafi borist hingað skal ósagt látið.

Sagan á eftir að leiða sitthvað í ljós. Gerðir og ákvarðanir ráðamanna verða ætíð undir smásjá þjóðfélagsrýna, blaðamanna, fréttaháka sem og annarra. Lögregluyfirvöld fylgjast einnig gjörla með t.d. ef ástæða er til rannsóknar vegna misjafns velfengins fjár sem hingað kann að berast í þeim tilgangi að gera blóðpeninga að venjulegu fé sem ekki er ástæða að tortryggja uppruna til.

 


mbl.is Alcoa greiðir 45 milljarða í sekt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 243587

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband