Eðlileg niðurstaða

Ef venjulegur borgari í samfélaginu hefði verið í sömu sporum og Baldur Guðlaugsson, notið innherjaupplýsinga sem hann hafði einn af örfáum haft aðgang að, selt öll sín hlutabréf, hefði þótt sjálfsagt að ákæra viðkomandi og sakfella hann.

Mjög líklegt er að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi litið þanni á málið.

Og sama má segja um mál Geirs Haarde.

Ekki hefur verið sýnt fram á að annar hvor eða báðir þessara ákærðu og sakfelldra manna hafi verið ákærðir án ástæðu. Baldur fyrir að notfæra sér vitneskju sem innherji og sá síðarnefndi sem æðsti embættismaður þjóðarinnar sem átti að sjá að allt var að fara fjandans til í efnahagsmálum þjóðarinnar en aðhafðist ekkert að! Báðir verða að teljast fagmenn hvor á sínu sviði, Baldur lögfræðingur en Geir hagfræðingur. Sá fyrri notfærði aðstöðu sína til að hagnast, sá síðarnefndi, Geir Haarde mátti vera ljóst að eitthvað varð að gera til að koma í veg fyrir bankahrunið eða alla vega grípa fram fyrir hendurnar á þeim með úrræði Fjármálaeftirlitis og Seðlabanka í huga. Ekki seinna en í febrúar 2008 var deginum ljósara að Davíð Oddssyni var fullkomlega ljóst að bönkunum yrði ekki bjargað. Hvorki hann né Geir Haarde aðhöfðust ekkert til að draga úr þessu gríðarlega tjóni þjóðarinnar.

Það er nú svo að íslensku refsilögin gera ekki aðeins ráð fyrir að sakamaður geti bakað sér refsiábyrgð með ólögmætum verknaði heldur einnig athafnaleysi eins og gerðist í máli Geirs. Honum mátti sem fagmaður efnahagsmála að ekki væri allt með felldu. Hann þiggur himinhá laun fyrir að vera forsætisráðherra og þjóðin á kröfu á hann að hann sinni starfi sínu í samræmi við það.

Mér er sem mörgum öðrum Íslendingum mjög minnisstætt þegar ráðherrar íslenska lýðveldisins fóru margir hverjir á Olympísku leikan í Kína í ágúst 2008. Þá var sem nú mikill uppgangur í handboltanum íslenska rétt eins og nú. En getur verið að „gleymst“ hafi að stjórna landinu? Allt var komið í óefni þegar líða tók á september, um mánuði seinna.

Vanrækslan varð Geir að falli, því miður. Betur hefði verið að hann hefði sinnt sínu starfi og reynt að koma í veg fyrir kollsteypuna haustið 2008. 

 


mbl.is Máli Baldurs vísað frá MDE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 242925

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband