Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Stjórnmál er suðupottur sem sumir brenna sig illa á

Oft hefur verið sagt að heiðarlegt fólk eigi ekkert erindi í pólitík. Þar eru allskonar skilmingar af ýmsu þar sem ekki eru alltaf heiðarlegar. Oft eru menn lostnir í launsátri og komið mjög refslega við fólk. Þar eru oft hagsmunaaðilar og hagsmunagæsluaðilar. Eitt augljósasta dæmið á síðari tímum má þar nefna kvótamálið. Kvótakerfi var innleitt að forgöngu Framsóknarflokksins 1983 til reynslu í eitt ár. Síðan var kvótinn festur í sessi, útgerðarmönnum leyft að veðsetja hann og ráðstafa sem sína eign. Með þessu gátu þeir sem höfðu kvóta gert hann að féþúfu.

Vinstri stjórnin hugðist leggja sérstakt auðlindagjald á kvótann, sem er hugsuað sem n.k. greiðsla fyrir afnot hans, rétt eins og tíðkast á venjulegum leigumarkaði. Þessu var harðlega mótmælt af hagsmunaaðilum og núverandi ríkisstjórn með kvótabraskarana að bakhjarli breytti lögm vinstri ríkisstjórnarinnar og nánast afnam gjaldið. Um 40.000 Íslendingar mótmæltu og hvöttu forseta lýðveldisins, Ólaf Ragnar Grímsson að neita staðfestingu og leggja málið undir þjóðaratkvæði.

Ekki varð forseti við þessari ósk þar sem hann taldi sig vera fremur bundinn velvilja ríkisstjóirnarinnar en þjóðarinnar. Þar brást hann illilega trausti þjóðarinnar.

Stjórnmálin er vettvangur þar sem helst menn sem einskis svífa. Þeir þurfa helst af öllu að vera vel að sér í riti Macchiavellis, Furstanum en það rit er um 500 ára um þessar mundir. Þar eru ráðleggingar hvernig krækja má sér í völd og halda þeim. Sennilega er Davíð Oddsson einn af þekktari núlifandi lærisveinum Macchiavellis og sennilega má bæta Ólafi Ragnari og Sigmundi Davíð við. Þessir þrír menn sem nefndir hafa verið hafa verið einstaklega seigir og ekkert virðist þeim vaxa í augum. 

Þeir Ólafur og Sigmundur tala um samstöðu þjóðarinnar. Hvernig geta þessir menn vogað sér að tala um samstöðu þjóðar sem þeir hafa nýlega klofið? Davíð Oddsson er einangraður og eru völd hans ekki nema svipur frá sjón sem áður var í byrjun aldarinnar. Þá var hann „hæstráðandi til sjós og lands“ og enginn þorði að andmæla honum í Sjálfstæðisflokknum nema örfáir. Þeir sem það þorðu, máttu þola niðurlægingu og vera ýtt út í ystu myrkur rétt eins og Kremlverjar sendu andstæðinga sína í Gulagið.

Stjórnmál hafa nokkrum sinnum heillað hugsunarfólk. Það hefur náð töluverðum áhrifum eins og Birgitta Jónsdóttir sem eg held að sé einn merkasti stjórnmálamaður þjóðarinnar af þeim sem fremur stutt hafa verið á þingi. Stjórnmalin eru afar harður skóli og þar dugar ekki að kveifa sér eins og núverandi forsætisráðherra hefur þó gert nokkrum sinnum. Ef hann þolir ekki boðaföllin og brimið, á hann að finna sér annan starfsvettvang þar sem hann þarf ekki að beita blekkingum.

Góðar stundir. 

 


mbl.is Píratar þoli ekki álagið til lengdar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjörsamlega vanhæf ríkisstjórn

Þessi ríkisstjórn virðist ekkert skilja hvorki í skynsemi og sanngirni. Þeim er ekkert heilagt. Þessi ríkisstjórn er samansafn af vandræðagemlingum sem virðast aðeins kunna að brosa, gefa loðin loforð og svíkja, snúa útúr og gera lítið úr skoðunum annarra. Náttúruvernd virðist vera í augum þessara kalla vernd virkjunarmöguleika gegn náttúru landsins.

Nú ætlar þessi ríkisstjórn að slátra 3 fossum á einu bretti: Kjálkaversfossi, Gljúfurleitarfossi og Dynk sem er einn sérstæðasti foss landsins. Einhver mjög óraunhæf rómantík knýr þessa ríkisstjórn og forseta landsins áfram að hér megi virkja nánast endalaust og útvega allri Evrópu rafmagn. Í raun verður aðeins Færeyingum og í mesta lagi Skotum útvegað nægt rafmagn og þá verður búið að virkja og eyðileggja alla fossa landsins. Ekkert virðist vera heilagst þessu virkjanaliði.

Ríkisstjórnin er með allt meira og minna niður um sig, hefur tekið ákvarðanir sem þjóðinni ber einni að taka. Sennilega hefur engin ríkisstjórn hérlendis hvikað jafn frá lýðræði og þessi. Það er margt sem hefur verið hort í átt til fasisma og einræðis. 


mbl.is Kunna að leita til dómstóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samstöðu um hvað?

Ólafur Ragnar kemur alltaf á óvart. Eftir að hafa klofið þjóðina í tvær andstæðar fylkingar vill hann samstöðu! Það er eðlilega spurt um hvað vill Ólafur samstöðu?

Um að gefa útgerðinni kvótanna? Að halda áfram blekkingunni um Icesave einhvers versta áróðursþvættings í sögu Íslands?

Ólafur Ragnar hefur reynst n.k. flækjufótur um skynsamlega pólitíska umræðu. Hann hefur með ákvörðunum sínum gert mörg mál flóknari og erfiðari en skynsamlegt hefði verið.

Við hefðum betur átt að velja Þóru eða Ara sem forseta hérna um árið. 


mbl.is Ólafur hvetur til samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var Icesavemálið ofblásið?

Þegar samningarnir um Icesave voru í burðarliðunum var alltaf vitað að útistandandi skuldir gamla Landsbankans voru mjög miklar. Talið var jafnvel að þær stæðu undir öllum skuldbindingunum. Þetta var staðfest núna í haust, sjá Morgunblaðið 6. sept. s.l.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur taldi langhagkvæmast að ganga að samningum við Breta og Hollendinga. Með því væri verið að byggja upp traustið eftir að það varð að engu í bankahruninu. Það er eitt það mikilvægasta í viðskiptum að geta treyst þeim sem við eigum í viðskiptum við. Þannig var áætlað að lánshæfismatið yrði strax okkur hagstæðara frá því að við vorum taldir í svonefndum „ruslflokki“. Þá myndu viðskipta- og vaxtakjör verða okkur hagstæðara fyrir vikið og allt myndi bæta hag íslenska þjóðarbúsins. Því miður sáu ýmsir ævintýramenn íslenskra stjórnmála sér gott tækifæri að grafa undan ríkisstjórn Jóhönnu, Sigmundur Davíð núverandi forsætisráðherra og Ólafur Ragnar. Gripið var til einhverrar mestu herferðar í sögu þjóðarinnar gegn ríkisstjórn og samningar gerðir tortryggilegir. Talað var jafnvel um landráð í þessu sambandi. Nú hefur allt annað komið í ljós, þessi áróðursherferð sem því miður tókst allt of vel hefur reynst okkur ansi dýrt spaug.

Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur komst að þeirri niðurstöðu að töfin vegna Icesave hafi kostað Íslendinga a.m.k. 60 milljarða. Það eru hátt í 200.000 á hvern Íslending sem áróður Sigmundar Davíðs hefur kostað okkur, um 1.2 milljónir á hverja vísitölufjölskyldu. Nú hefur sami maður sem er mesti auðmaðurinn á Alþingi lofað í aðdraganda kosninga skuldaniðurfellingu og leiðréttingum án þess að séð verði hvernig þau mál verði. Mjög ófullkomnar efnir kosningaloforða hans eru að vísu komnar fram en gagnast allt of fáum.

Ýmsir erlendir fjármálasérfræðingar hafa gagnrýnt Íslendinga töluvert á undanförnum árum. Þeir hafa með ábyrgum hætti bent okkur á að við lítum allt of mikið á skammtímahagsmuni en gleymum okkur að setja fram raunhæfa stefnu til langframa. Sjálfur hefi eg verið sömu skoðunar. Þegar eg átti hlut í fyrirtækjum eins og Atorku, Existu og bönkunum þá fannst mér vera meira virði að setja fram langtímamarkmið. Á meðan voru stjórnendur á ofurlaunum að glímas við skammtímalausnir sem síðar komu í ljós að var að reyna að bjarga því sem bjargað var og að eta fyrirtækin að innan. Við þessu áttum við venjulegir hluthafaor og lífeyrissjóðir engin svör og engin ráð. Nú er hlutir okkar einskis virði.

Þessir stjórnendur settu landsmenn í þessa erfiðu stöðu sem þó ríkisstjórn Jóhönnu kappkostaði að koma okkur sem fyrst út úr. 

Icesave málið mun að öllum líkindum koma þeim í koll sem blésu það upp á sínum tíma. Þeir fóru mikinn og afvegaleiddu þjóðina.

Sú afvegaleið stendur enn yfir. 


mbl.is Greiða fyrirfram 50 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingskörungurinn Steingrímur J. Sigfússon

Sennilega er Steingrímur einn merkasti þingskörungur þjóðarinnar. Hann hefur þótt stundum beinskeyttur og það ekki að ástæðulausu. Hann tók að sér mjög erfitt hlutverk að endurreisa efnahag þjóðarinnar í samvinnu og samráði við þann aðila sem vinstri menn töldu lengi vel vera n.k. tákn heimskapítalismans, Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. En Steingrím má telja real pólitíkus, stjórnmálamanns sem lítur á verkefni samtíðarinnar með raunsæi en ekki þeirri rómantík sem núverandi ríkisstjórn virðist vera dolfollin. Í mjög sanngjörnum ritdómi Ólafs Þ. Harðarsonar prófessors um bók Steingríms er farið yfir sögusviðið. Bein tilvísun í ritdóminn er þessi: http://www.irpa.is/article/view/1232/pdf_301
mbl.is Steingrímur talaði lengst á haustþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir hugðust græða offjár?

Mál sem þetta er dæmigert fyrir hvernig freistingar geta orðið miklar. Sennilega hefði mátt komast hjá upptöku með því að líma yfir tilekna mynd af þekktri látinni leikkonu til að koma á móts við sjónarmið þeirra hjá ÁTVR sem eru mjög fastir við reglur sem er svo sem skiljanlegt.

Þó svo eg er enginn vinur tóbaks og fíknar þá held eg flestum finnist miður að sjá vörum sem kostað hafa offjár kastað á glæ. Hérna um árið var töluvert um að umframbirgðum af landbúnaðarvörum væri ekið á sorphaug og jarðýta látin aka yfir svo fullvíst væri að kæmi engum mannverum að notum. Töluverðar umræður urðu af og fjölmiðlar gegndu mikilsverðu hlutverki. Spurning er hvort ekki væri unnt að koma þróunarríkjum að gagni með það andvirði þeirra vara sem eytt væri ella.


mbl.is Á svartan markað í stað förgunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er heil brú í þessu?

Samtök atvinnurekenda sleit viðræðum við launþegasamtök þegar óskað var eftir fastri krónutöluhækkun. Þar virtist allt verða vitlaust á þeim bæ yfir þvílíkri ofrausn og bent á að þetta gæti haft hvetjandi áhrif að hækka öll laun gegnum allt kerfið. Í staðinn var boðið upp á 2% hækkun launa sem verður að teljast sérkennilegt að boðið er upp á h.u.b. helming vísitöluhækkunar eins og launþegar geti lifað af einhverjum prósentum.

Núna er verið að hækka töluvert launakjör forstjóra Íbúðalánasjóðs. Eins og staðan er í dag þá ætti ekki að vera grundvöllur fyrir launahækkun á þeim bæ. Og skyldi atvinnurekendum eins og launþegum ekki vera einkennilegt að þetta sé á sama tíma og leysa eigi úr launaþrætu með 2% tilboði!

Það verður að segja eins og er að launþegum og atvinnuleysingjum hefur verið sýnd mikil fyrirlitning gegnum tíðina. Við eigum að lifa á einhverjum prósentum þó hver heilvita maður geri sér grein fyrir því að það eykur ekkin kaupmátt launa.

Allir sem hafa skoðað launa- og kjaramál gegnum tíðina þá erum við með handónýtan gjaldmiðil í hönudunum. Og ástæðan er að við erum ekki nægjanlega tengd helstu viðskiptalöndum okkar. Núna sitjum við uppi með ríkisstjórn sem virðist vera óvenju skilningssljó á staðreyndir. Í Stjórnarráðinu er nú stritað við að koma einhverjum fjárlögum í það horf að formsins vegna verði þau án halla. Það getur verið lofsvert en aðferðin við það er venjulegu fólki ógeðfelld. Þetta á að gerast með gríðarlegum niðurskurði á flestum sviðum en breiðu bökunum verður hlíft. Lækka á skatta og ívilna þeim ríku! Munurinn milli ríkra og snauða verður yfirgengilegur.

Þessi ríkisstjórn er að byggja upp nýtt klíkusamfélag sem verður verkalýð landsins óvinsamlegra en nokkur fyrri ríkisstjórn. 


mbl.is Hækkuðu laun forstjóra Íbúðalánasjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsamleg ákvörðun

RÚV hefur verið logandi í deilum vegna niðurskurðar. Páll stóð ekki með hagsmuni RÚV né starfsmanna gegn vaxandi ágengni fjandsamlegs ríkisvalds. Í Grikklandi var rekstur ríkisins á opinberum fjölmiðlum hætt og allt gefið einkareknum fjölmiðlum. RÚV var á sömu leið. Páll var hallur undir einkarekstur og stefna hans var í eðli sínu endalaust stríð við starfsmenn RÚV sem og alla þá landsmenn sem vilja RÚV eins og það hefur verið hluti af þjóðarsálinni.

Líklega hefði Páll betur átt að standa með starfsmönnum sínum í glímunni gegn stjórnvöldum og hóta uppsögn ef þessi niðurskurðaráform yrðu ekki endurskoðuð. Páll hefur eins og landshöfðingi undir lok veldis síns verið eins og lús milli stjórnarinnar og Alþingis., í tilfelli Páls milli stjórnarinnar og starfsmanna. Þessar deilur innan stofnunarinnar hefðu aldrei átt að ganga jafn langt og raunin varð.

Einkennilegt er að þessi ríkisstjórn hefur safnað að sér meiri óánægju og tortryggni en efni standa til. Nánast allt er skilið eftir í uppnámi, kannski að hugmyndir stóðu þannig til. 

Útvarpsstjórar hafa langsamlega flestir reynst vel. Þeir hafa verið vel menntaðir og viljað halda hagsmunum RÚV í heiðri: Jónas Þorbergsson, Vilhjálmur Þ. Gíslason, Andrés Björnsson, Markús og Heimir, þeir vildu forðast deilur sem Páll virtist líka.

Páll finnur sér sjálfsagt fljótlega nýtt starf. Hann deilir og drottnar ekki lengur RÚV. Farvell Páll! Hans verður að öllum líkindum ekki saknað.  Hann hefur tekið skynsamlega ákvörðun enda vart öllu lengur vært í starfi.


mbl.is Páll hættir sem útvarpsstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á krossgötum

Fámenn þjóð sem býr í afskekktu og harðbýlu landi ber að leita sem nánast samstarfs við nágrannaríkin þar sem menningartengsl, söguleg og viðskiptatengsl hafa ætíð verið mikil. Ekki er ósennilegt að endnanlegur skilnaður við Dani hafi verið nokkuð flausturslegur en um það má lesa í grein eftir Svan Kristjánsson í Skírni vorhefti 2010. Við höfum því miður ekki haft nógu góða stjórn á fjármálunum og margt farið út í vitleysu. Efnahagsstjórnin hefur lengi verið á brauðfótum og þar er helst að kenna að ráðamenn hafa ekki alltaf verið sérlega raunsæir.

 


mbl.is Utanríkismál ofviða Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þýskan er hljómfagurt mál

Tungumál eru mjög misjöfn. Þau eru misþung, sum er léttara að nema en önnur og sameiginlegt á íslenskan þýskunni að vera með erfiðari málum. En bæði þessi mál eru hljómfögur og má heyra það í söng.

Íslenskan er að öllum líkindum eldri sem bókmál, verður það þegar með ritöld á Íslandi og mótast mjög snemma sem slíkt. Þýskan sem bókmál verður það með Lúther sem var afburða stílisti og þýddi ótalmargt á þýska tungu.

Enskan mótast sem ritmál með klassískum rithöfundum og skáldum sem Shakespeare og þannig má áfram telja. 

Nú þykir mér nokkuð undarlegt að hollenska skuli ekki vera talin vera „ljótara“ tungumál. Hún er málfræðilega séð ekki mjög ólík en framburðurinn er hreint skelfilegur áheyrnar og erfið nema innfæddum. Nú ber að varast að flokka mál eftir því hvort þau séu fögur eða ljót. Þau hafa tengst menningu og sögu þeirra landa þar sem þau eru vaxin úr. Þess má geta að litlu munaði við atkvæðagreiðslu í upphafi bandaríska þingsins þegar ákveðið var hvaða tungumál skyldi vera talað í þinginu. Munaði sárafáum atkvæðum að enskan varð þýskunni vinsælli. Hefðu Bandaríkjamenn tekið sér þýsku í stað ensku hefði „hrognamálið“ orðið enn skelfilegra og sennilega hefði flestum málsmetandi Þjóðverjum fyrr og síðar fallist hendur að heyra þýsku með amerísku tungutaki. Sennilega hefði þeim Gotthe og Schiller verða brugðið og báðir snúið sér við í gröfum sínum að heyra þýskuna talaða með þannig tungutaki. 

 


mbl.is Er þýska heimsins ljótasta tungumál?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband