Þýskan er hljómfagurt mál

Tungumál eru mjög misjöfn. Þau eru misþung, sum er léttara að nema en önnur og sameiginlegt á íslenskan þýskunni að vera með erfiðari málum. En bæði þessi mál eru hljómfögur og má heyra það í söng.

Íslenskan er að öllum líkindum eldri sem bókmál, verður það þegar með ritöld á Íslandi og mótast mjög snemma sem slíkt. Þýskan sem bókmál verður það með Lúther sem var afburða stílisti og þýddi ótalmargt á þýska tungu.

Enskan mótast sem ritmál með klassískum rithöfundum og skáldum sem Shakespeare og þannig má áfram telja. 

Nú þykir mér nokkuð undarlegt að hollenska skuli ekki vera talin vera „ljótara“ tungumál. Hún er málfræðilega séð ekki mjög ólík en framburðurinn er hreint skelfilegur áheyrnar og erfið nema innfæddum. Nú ber að varast að flokka mál eftir því hvort þau séu fögur eða ljót. Þau hafa tengst menningu og sögu þeirra landa þar sem þau eru vaxin úr. Þess má geta að litlu munaði við atkvæðagreiðslu í upphafi bandaríska þingsins þegar ákveðið var hvaða tungumál skyldi vera talað í þinginu. Munaði sárafáum atkvæðum að enskan varð þýskunni vinsælli. Hefðu Bandaríkjamenn tekið sér þýsku í stað ensku hefði „hrognamálið“ orðið enn skelfilegra og sennilega hefði flestum málsmetandi Þjóðverjum fyrr og síðar fallist hendur að heyra þýsku með amerísku tungutaki. Sennilega hefði þeim Gotthe og Schiller verða brugðið og báðir snúið sér við í gröfum sínum að heyra þýskuna talaða með þannig tungutaki. 

 


mbl.is Er þýska heimsins ljótasta tungumál?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband