Samstöðu um hvað?

Ólafur Ragnar kemur alltaf á óvart. Eftir að hafa klofið þjóðina í tvær andstæðar fylkingar vill hann samstöðu! Það er eðlilega spurt um hvað vill Ólafur samstöðu?

Um að gefa útgerðinni kvótanna? Að halda áfram blekkingunni um Icesave einhvers versta áróðursþvættings í sögu Íslands?

Ólafur Ragnar hefur reynst n.k. flækjufótur um skynsamlega pólitíska umræðu. Hann hefur með ákvörðunum sínum gert mörg mál flóknari og erfiðari en skynsamlegt hefði verið.

Við hefðum betur átt að velja Þóru eða Ara sem forseta hérna um árið. 


mbl.is Ólafur hvetur til samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið rétt, Guðjón Sigþór. Forseta ræfillinn er einhver ömurlegasti pólitíkus, sem þjóðin hefur orðið að þola.

Fullur af hræsni, monti og opportunisma. Og ekki bætti úr skák, þegar hans "snob squaw" kom inn í myndina.

Sem tímir ekki einu sinna að borga skatta á skerinu, sem elur hana þó mjög vel.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.1.2014 kl. 14:37

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Hann talaði ekkert um það hvort hann ætlaði sér að hætta og hvenær.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 1.1.2014 kl. 15:24

3 Smámynd: rhansen

Bloggið breytist ekki eða  gáfur Bloggra ,Gleðilegt Bull ár !!

rhansen, 1.1.2014 kl. 16:41

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nú hvet eg til hófsamlegrar og sanngjarna umræðu. Umdeild mál ber að skoða gaumgæfilega niður í kjölinn og forðast æsingar.

Sigmundi Davíð tókst að draga Icesave málið niður í einhvern tilfinningan táradal með ómældu þjóðernisofstæki. Enginn vill kannast við það nú enda voru endurgreiðslur af útistandandi skuldum Landsbankans mun hærri en nam skuldbindingunum tengdum Icesave. Hvers vegna má ekki ræða það nú og það gríðarlega tjón sem Sigmundur Davíð olli þjóðinni?

Með þessu bolabragði lék hann nákvæmlega sama leik og Björn Jónsson ristjóri Ísafoldar þá hann æsti bændur á Suðurlandi gegn símanum 1905, eitt mesta fólskuverk sem um getur og nú bætti Sigmundur um betur.

Tjónið sem þeir félagarnir vegna tafanna um Icesave kostaði okkur a.m.k. 60 milljarða. Þjóðremban getur orðið ansi dýrkeypt en til eru menn sem vilja ekkert viðurkenna en hefja sig til æðstu metorða á vægast sagt umdeildan hátt.

Guðjón Sigþór Jensson, 1.1.2014 kl. 16:41

5 identicon

nu.4. guðjón. ef þettað er hófsemd vil ég helst ekki sjá öfgarnar hjá guðjóni. hefur guðjón hugmind afhverju seinasta stjórn samþygti þennan icesve samníng hún virtist ekkert vimlja berjast fyrir honum gat verið að þau vildu að hann yrði feldur svo þau gætu sagt mönnum úti að þau hafi reint en ekki tekist ef svo er eru vinnubrögðin skiljanleg en einsog báðir stjórnarflokkarnir letu þá vildu þau að sammnígunum yrðu feldir utan þess fyrsta því þau lögðu mikið á sig til að fela þann samníng a.m.k. 6ö.ma.kr tap veit hvrki ég né guðjón. en hitt veit ég að þá hefð þettað orðið ríkiskuldir og hefðum gétað lent í því sama og argentína eflaust vildi guðjón það . það var eingin endurskoðunaráhvæði í þessum samníngi ef ílla hefði farið

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 1.1.2014 kl. 17:31

6 identicon

Einsog vanalega er Guðjón límdur á sinn vegg með doubletapi.

Ekkert mun hagga hans trú á vinsti.....ekkert, sama þót þeir hafi slegið met í fylgishruni.

Það eru allir vitlausir nema hann.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 1.1.2014 kl. 18:47

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

"Nú hvet eg til hófsamlegrar og sanngjarna umræðu. Umdeild mál ber að skoða gaumgæfilega niður í kjölinn og forðast æsingar."

Jæja...Guðjón gleðilegt ár.  Ætlar þú að taka að þér að kenna bloggurum öfgalausa umræðu? 

Ekki grunaði mig að þú gætir komið mér í svona gott skap fyrsta dag ársins.  Takk fyrir það. Kanntu annann?  Hehehe.

Benedikt V. Warén, 1.1.2014 kl. 23:17

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Varðandi meintar öfgar:

Hvort eru staðreyndir eða blekkingar meira virði?

Icesave málið er mjög dæmigert æsingamál rétt eins og mótmæli sunnlenskra bænda sumarið 1905 gegn símamálinu. Þá æsti ritstjóri Ísafoldar Björn Jónsson grfunlaust fólk gegn Hannesi Hafstein. Hliðstæðurnar eru mjög augljósar. Sigmundur Davíð vissi eða mátti vita að nægar innistæður voru fyrir skuldbindingum Icesave. Þrátt fyrir það æsir hann eins og Björn Jónsson 104 árum áður kjósendur gegn þáverandi stjórnvöldum. Símamálið var umdeilt á sínum tíma, samningur Hannesar Hafstein við Mikla norræna símafélagið var auðvitað umdeildur og gagnrýnin beindist fyrst og fremst að unnt var að tengjast útlöndum ódýrar með loftskeytum. En þau voru ótrygg og ekki alltaf örugg. Með símanum tengdist landið smám saman sem loftskeytin gátu ekki þá uppfyllt vegn þess að tæknin var enn ný.

Mér finnst gagnrýnendur mínir ekki ætla að átta sig á staðreyndum. Fyrr eða síðar vaknar ljóið upp fyrir þeim og mættu þeir kíkja í netútgáfu Mbl. frá 6. sept. síðastliðnum. Þar eru fremur hógvær frétt um endalok Icesave málsins þar sem sagt er frá því að innheimst hafi hærri fjárhæðir af útistandandi skuldir Landsbankans en nemi skuldbindingum Icesave. En sumir vilja fremur trúa lyginni en sannleikanum. Blekkingarnar vegna Icesave hafa reynst okkur dýrar og ekki er ólíklegt að þeir SDG og ÓRG reynist okkur dýrustu stjórnmálamenn síðasta áratugs.

Guðjón Sigþór Jensson, 2.1.2014 kl. 14:19

9 identicon

no .8. guðjón : veslíngs ég. svona smáatriði skuldir nýja landsbankans við þann gamla eru ekki ríkiskuldir í versta falli munu innisdtæðistryggíngin fala á ríkisjóð og tapast eithvað ímindað eigiðfé í nýja landsbankanum en auðvitað vil ég trúa lýginni því hún er sæt á bragðið en sanleikur guðjóns er beiskur það gerir víst blásíran sem hann nodar í drykkinn.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 2.1.2014 kl. 20:33

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þegar heimtur úr safni Landsbankans á útistandandi skuldum hafa reynst betri en skuldbindingar vegna Icesave þá finnst mér það vera hártoganir og útúrsnúningur af versta tagi að þeir sem voru á móti samningum á sínum tíma, haldi áfram þessu þrasi. Þið eruð heimaskítsmát og hafið engin haldbær rök að halda einhverju öðru fram. Hvers vegna ekki að viðurkenna að þetta þras um Icesave var leiksýning í boði Sigmundar Davíðs?

Guðjón Sigþór Jensson, 3.1.2014 kl. 08:13

11 identicon

no.10. guðjón: var þá aldei ætlunin að standa við greiðsluáætlunina fyrst heimtur eru betri en áætlanir sögðu vissi" steingrímur "ekki hvað hann var að semja um nú er landsbankinn að reina að semja uppá nýtt ef þeir ættu fyrir greiðslum þyrftu þeir ekki að semja uppá nýtt er það og þurfa að greiða meiri vexti þettað var eingin leiksíníng hjá sigmundi það mátti ekki gera þessar skuldir að ríkiskuldum. nóg vandræði verða að greiða eða seja um lán 2015-20. kreppan klárast ekki fyr en það er búið en gétur ríkið orðið gjaldþrota með því að neita að samþykja icesavesamnínginn er einu vandræðunu minna

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 3.1.2014 kl. 09:10

12 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eigi veit eg betur en að greiðslur úr þrotabúi Landsbankans gangi greiðar fyrir sig en upphaflega var áætlað.

Því miður trúðu allt of margir kjaftæðinu í Sigmundi Davíð varðandi Icesave.

Guðjón Sigþór Jensson, 5.1.2014 kl. 21:53

13 identicon

no.12. guðjón : það er nokkuð sem ég skil ekki í einu orðinu seigjast þeir ekki géta staðið við greiðslur í framtíðini en nú geta þeir borgað fyrirfram. seðlabankin hlítur að hafa leift þeim að gera þetað afhverju veit ég ekki þar sem þettað er senilega gert með leifi fjármálaráðherrans. géri ég ráð fyrir sé vegna fyihugaðrar skattgreiðla hvað þeim geingur til að öðruleiti skil ég ekki þessa aðgerð þetað mun ekki hálpa geinginu. held það sé skára að trúa sigmundi en steingrími

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 5.1.2014 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 242981

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband