Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Mikilvægt neytendamál

Flest bendir til að ef stjórnmálamönnum detti sú fáranlega hugmynd að taka ákvörðun um að leggja kapal til Skotlands, væri slíkt ávísun á hækkun rafmagns til neytenda á Íslandi. Meðan rafmagnsverð er hærra erlendis mun ekki líða á löngu uns verð á raforku til almennings hækki upp úr öllu valdi.

Allar stórkarlalegar hugmyndir um gróðavænlega sölu á raforku til Evrópu byggjast á fremur barnslegri trú að við getum orðið orkubú fyrir Evrópu! Í raun getum við í mesta falli skaffað Skotum og kannski eitthvað af Englendingum næga raforku með því að fórna nánast öllum okkar fossum og náttúruauðlindum. 

Kapall til Skotlands er rándýr. Þá bætist við mikið flutningstap um 35% og ekki er unnt að útiloka ef bilun verði á, verði tekjutap kannski sem varir mánuði.

Hugmyndir sem þessar eru eins og hver önnur heimska sem best væri að gleyma, - og sem allra, allra fyrst! 


mbl.is Tenging við Evrópu verði skoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saga til næsta bæjar

Alltaf er gaman þegar fram kemur ný heimild um sögulegan atburð. Að þessu sinni um ferð sem mun fyrst hafa verið farin akandi í bifreið eða sjálfrennireið eins og bílar munu fyrst hafa verið nefndir.

Vonandi eiga fleiri heimildir eftir að líta dagsins ljós, þær kunna að leynast víða og koma vonandi sem fyrst fram svo unnt verði að varðveita þær sem best.

 


mbl.is Söguleg langferð á bíl 1904
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran blívur

Þó svo að mörg vandamál séu innan Evrópusambandsins, þá er ljóst að sameiginlegur gjaldmiðill Evrópu er kominn til að vera. 

Meginforsenda þessa gjaldmiðilssamvinnu er að Evrópuríkin standi við ákvæði Maastrichtsamningsins sem eru þrjú: 

1. Hallalaus fjárlaga hins opinbera 

2 Skuldir þess opinbera séu innan marka og

3. Að dýrtíð sem og skuldir annara aðila í ríkinu séu innan viðmiðunarmarka.

Við Íslendingar erum fjarri því að geta uppfyllt þessi skilyrði en hollt er hverri þjóð að uppfylla þau. 

Framsónarflokkurinn i dag er dæmi um eitthvert versta afturhald í stjórnmálum. Þeir eru á móti allri skynsemi og vilja helst af öllu draga okkur inn í einhvern afdal þar sem við fáum helst engar fregnir né nýjungar frá nálægustu ríkum. Hins vegar vildu þeir gera viðskiptasamning við Kína og þá um hvað? Með þessum samningi er verið að opna leið inn í Evrópu með kínverskar framleiðsluvörum sem margar hverjar eru framleiddar við kringumstæður sem hvergi innan Evrópu væri talið mannsæmandi. Í Kína eru mannréttindi ekki talin mikils virði, hvorki einkalyfi né sá sjálfsagði réttur til að lifa í frjálsu samfélagi. Við getum minnst þess aðTíbet var innlimað í Kína skömmu eftir miðja síðustu öld. Ísland gæti jafnvel orðið auðveldari biti fyrir miljarða þjóðfélag Kína að innlima. Allt er það fyrst og fremst undir hagsmunum Framsóknarflokksins og Sigmundar Davíðs komið!

Við Íslendingar eigum að sjálfsögðu að tengjast sem best og traustast Evrópu. En með hliðsjón með þeim eðlilegu skilyðum þar sem sérstaða atvinnuhátta er, sjávarútvegs og landbúnaðar.

Þurfum við á Framsóknarflokki að halda sem vill byggja framtíð okkar undir forsendum forræðishyggumannanna í þeim flokki?

Alþjóðasamfélagið treystir Evrópusambandinu þó svo skammsýnir Framsóknardraugar reyni að telja okkur trú um annað.

Evrópusambandið og evran blívur - þrátt fyrir forræðishyggju Framsóknarforystunnar!

 


mbl.is Mörg vandamál enn óleyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðferði hverra?

Við búum á tímum umburðarlyndis og frjálsra tjáningarmáta, aukins lýðræðis og mannréttinda. Því miður vefst fyrir sumum þjóðarleiðtogum hvernig framkvæma megi þessi nýju viðhorf. Í Úganda þykir stjornvöldum sjálfsagt að berja niður sérhverja tegund mannréttinda eins og hvað kynhneigð snertir.

Á íslandi telja stjórnvöld sér ein bær að ákveða hvort Íslendingar eigi að halda áfram viðræðum við Evrópusambandið eðður ei. Við eigum ekki að fá nýja stjórnarskrá nema þá sem afturhaldsamasti lögfræðingur landsins telur landinu þörf á. Við eigum ekki að fá nýtísku náttúruverndarlög. Allt er núna nánast undir einræði eins stjórnmálaflokks, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokkurinn virðist hlýða honum í einu og öllu!

Einhver versta niðurlæging nokkurs stjornmálaflokks er að eftirgefa mikilvægustu ráðherraembættin en taka fegins hendi erfiðasta og vanþakklátasta ráðherraembættinu, fjármálaráðuneytinu. Er hægt að leggjast lægra fyrir ofurvaldi Framsóknarflokksins?

Sigmundur Davíð komst upp með að grafa undan ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur vegna Icesave. Nú er Icesave draugurinn uppvakinn og er einbeittur að beita spjótum sínum að Sigmundi Davíð?

Í síðasta samningi um Icesave vildi Sjalfstæðisflokkurinn velja skástu leiðina að semja og þá hefði þetta vandræðamál verið úr sögunni fyrir eitt skipti fyrir öll. Af hverju var Sjálfstæðisflokkurinn að semja við þennan sama vandræðamann um nýja ríkisstjórn í stað þess að doka við og vera aftur í lykilaðstöðu?


mbl.is Til varnar siðferði þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreindýrahorn eru eftirsóknarverð

Líklega eru hreindýrahorn ein vinsælasta utanhússkreyting á Norðurlöndunum. Hér á landi má víða sjá hreindýrahorn undir þakskeggi húsgafla einkum stærri sumarhúsa. Spurning hvort þau hafi ekki táknrænt gildi, rétt eins og dýr bíll utan við hús.

 Tilkomumikil horn tarfa eru eftirsóknarverð og eru ábyggilega nokkuð eftirsóknarverð.

Hreindýraveiðar eru ábyggilega spennandi en ekki gæti eg stússast í þessu. Kann ekki einu sinni á veiðistöng hvað þá byssur. 

Og svo er varla hægt að finna náunga jafn lítið fyrir snobb og annað fínerí.


mbl.is Tarfar vinsælli en kýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að rukka fyrir aðgang sem er í eigu annars aðila

Þessi uppákoma við Geysi er alveg einstök. Hvernig má það vera að einhverjir gróðamenn eigi að komast upp með að taka upp greiðsluskyldu fyrir aðgengni að svæði sem er í eigu annars aðila, þ.e. ríkisins.

Ef einkaframtakinu verður heimilt að gera þetta væri ekkert því til fyrirstöðu að aðrir taki sig til, setji upp rukkunaraðstöðu og taki gjald fyrir að skoða Gullfoss, Þingvelli, Seljalandsfoss, Skógarfoss, Giðafoss, Dettifoss og aðra þekkta ferðamannastaði. Og ef menn nenna ekki að leggja á sig að fara út á land, þá gætu menn tekið upp á að rukka erlenda ferðamenn sem og innlenda sem leið eiga um Austurvöll eða Skólavörðuholt í Reykjavík. Mjög algengt er að erlendir ferðamenn eyði töluverðum tíma at taka myndir af Dómkirkjunni sem og Hallgrímskirkju sem þykir að mörgu leyti einstök í heiminum.

Og menn gætu með dálítillri þolinmæði orðið loðnir um lófana, og það alveg skattlaust enda er fremur ólíklegt að nokkur vilji fá kvittun fyrir einhverjum hundraðköllum.

Einkaframtakið getur verið ágætt en þegar verið er að koma ár sinni betur fyrir borð á kostnað annarra þá er þetta ekki það sem koma skal.

Nú er það nýjasta í máli einkaframtaksins við Geysi að borið er fyrir sig formgalli við afsal frá 19. öld! Þessi meinti formgalli hefur aldrei áður komið til umræðu og ætli það sé ekki nokkuð seint tekið á þessu máli?

 

 


mbl.is Ríkið mun bregðast við gjaldtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smápeningar

Í samanburði við þá ákvörðun undir lok septembermánaðar 2008 að afhenda gjaldeyrisvarasjóð íslensku þjóðarinnar óreiðumönnum án tilhlíðilegra veða og trygginga , var eitt mesta glapræði sem hægt er að hugsa sér. Þá fengu braskaranir í Kaupþing banka 500 milljarða á silfurfati eftir einhverja leynifundi á vegum þáverandi forystu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Þessir 500 milljarðar, hvað varð um þá, hvernig var þessum gríðarlegu fjármunum ráðstafað og hvar skyldi hafa orðið af þessu gríðarlega mikla fé.

8-15 milljarðar eru því smápeningar í samanburði við þessa 500 milljarða sem Geir Haarde, Davíð Oddsson, braskaranir í Kaupþinbanka, Framsóknarflokkurinn og sjálfsagt fleiri geta svarað þjóðinni betur hvað varð af.

Í stjórnmálum er allt of mikið um að draga athyglina frá stóru málunum séu þau óþægileg og beina athyglinni að því sem minna máli skiptir. Þannig tókst Sigmundi Davíð að draga athygli þjóðarinnar frá braskinu og sukkinu í Kaupþingbanka en leiða athyglina að Icesave málinu, blása það upp og gera að einhverjum versta Írafells-Móra 21. aldarinnar.  Í dag veit hvert mannsbarn á Íslandi að Icesave rausið var sjónarspil, leikrit samið, sett upp á fjalirnar, stýrt af núverandi forsætisráðherra þar sem hann lék aðalhlutverkið. Hefði sama fyrirhöfn, tími og kraftur farið í að rannsaka hvað varð um þessa 500 milljarða, hefði kannski verið unnt að endurheimta eitthvað af þessum gjaldeyrisvarasjóði þjóðarinnar og verja til verðugri verkefna en afhenda hann bröskurum og óreiðumönnunum sem hafa fengið allt of frjálsar hendur.

 


mbl.is Leiðréttingin getur kostað 8-15 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grafalvarlegt mál

Atarfsemi tölvuþrjóta getur verið mjög ábótasöm en oft er reynslan sú að glæpir borga sig aldrei. Tövunotkun leiðir það af sér að unnt er að rekja upplýsingar og markmið tölvuþrjóta er að afvegaleiða lögregluna og klippa á upplýsingaleiðir.

Merkilegt er að 4 klukkuíimar eru frá birtingu fréttar þessarar og enginn hefur ástæðu til að blogga um hana. Allir geta þó verið sammála um að gera ekki tölvuþrjótum eins erfitt fyrir og mögulegt er og koma í veg fyrir iðju þeirra.

Vonandi áttar ríkisstjórnin sig á að þarna þarf að veita meira fé til varna. 


mbl.is Íslensk fyrirtæki skotmörk þrjóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkrar áleitnar spurningar

1. Hver tók þá pólitísku ákvörðun að ákæra nokkra Hraunavini? Af gefnu tilefni má einnig spyrja hver það var sem ákvað að fella niður rannsókn og ákæru gegn skemmdarverkum sem framin voru á síðasta ári í skóglendi norðan og beint neðan við Rituhóla 5 og 7 í Breiðholti? Þar voru framin umfangsmikil skemmdarverk sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu telur rétt að fella niður en í máli Hraunavina var nærvera þeirra í náttúrunni talin refsiverð að mati ákæruvaldsins.

Bæði þessi mál „lykta“ af pólitískum skítaþef þar sem skemmdarvörgum er sleppt en friðsamt fólk, margir eldri heiðarlegir borgarar.  

2. Af hverju eru ekki fleiri ákærðir og þar með gefið tækifæri að spyrja spurninga fyrir dómi? Þorði ákæruvaldið ekki að ákæra Ómar Ragnarsson? Þessi framkvæmd að eyðileggja Garðahraun er mjög umdeild sem þúsundir hafa mótmælt. Engin ástæða er til svo stórkarlalegra framkvæmda þegar unnt væri að lappa upp á núverandi veg með minni tilkostnaði. 

3. Eru hagsmunir þess anga Engeyjarættarinnar sem hefur hagsmuni af þessari vegagerð hafnir yfir gagnrýni? Bjarni Benediktsson sat í bæjarstjórn Garðabæjar og kom að undirbúningi og ákvörðun um vegagerð þessa. Nú er maður þessi fjármálaráðherra sem á að gæta hagsmuna skattborgara. Með þessari framkvæmd er verið á niðurskurðartímum að fara í rándýra umdeilda framkvæmd.

4. Nokkrir þeirra ákærðu eru ekki búsettir innan varnarþings Héraðsdóms Reykjaness. Þannig er einn búsettur í Mosfellsbæ og a.m.k. einn í Reykjavík. Varnarþing þeirra er í Héraðsdómi Reykjavíkur en ekki Reykjaness. Þarna er stefnt á röngu varnarþingi rétt eins og henti lögfræðinga í Njáls sögu. Þarna er formgalli á ferð sem sjálfstætt er grundvöllur frávísunar máls.

5. Allur málatilbúnaður vekur furðu venjulegs fólks. Meðan önnur mál mikilvægari eru látin liggja milli hluta er ráðist á friðsama borgara sem ekki hafa sýnt af sér hvorki ofbeldi, ofríki, þjófnaði eða skemmdarverkum nema því að sýna mannréttindi sín í verki og mótmæla valdníðslu gagnvart náttúru landsins.

Má benda í þessu samhengi að í gærkveldi var viðtal Egils Helgasonar í RÚV við Guðrúnu Johnsen um nýja bók hennar um hrunið. Þar kemur fram að hlutur endurskoðenda bankanna í aðdraganda hrunsins hefur enn ekki verið rannsakaður en Vilhjálmur Bjarnason hefur bent á hlutverk og ábyrgð endurskoðenda með' vísan í lög um bókhald. Er talið nauðsynlegra að auka álag á dómstóla með hundómerkilegum málatilbúnaði en ekki beina athygli og áherslum þar sem mun meiri ástæða er til að rannsaka og jafnvel ákæra ef ljóst er að lögbrot hafi verið framin?

Viðtalið við Guðrúnu verður endurflutt kl.18.30 í dag. 


mbl.is Neituðu öll sök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

N 1 hópurinn

Nú hefur ríkisstjórnin skipað enn einn hópinn til að búa til einhverjar reglur byggðar á loðnum, þokukenndum og óljósum loforðum Framsóknarflokksins. 

Og auðvitað á að reyna að finna eins ódýrar leiðir sem mega helst ekki kosta neitt. Nú á að setja fram reglur um ráðstöfun séreigna í lífeyrisréttindum.

Það eru fleiri en skuldugir baslarar sem þurfa kannski að komast í sparnað sinn. Þannig eru þúsundir atvinnuleysingja sem hafa verið á skrá í 4 ár að detta af atvinnuleysiskráningu. 

Það verður sennilega næsta (h)rós í hnappagat ríkisstjórnarinnar hvernig „dregið“ er úr atvinnuleysi á þennan hátt!

Þessi ríkisstjórn á eftir að verða okkur landsmönnum dýr, meira að segja rándýr. Einhver lifandis ósköp fara í kostnað vegna nefnda um alla mögulega hluti.


mbl.is Tveir starfshópar skipaðir af ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 243587

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband