Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
13.2.2013 | 12:45
Verðugt verkefni fyrir Wikileaks
Um miðja síðustu öld rannsakaði FBI skattamál Halldórs Laxness að ósk íslenskra yfirvalda. Þó meira en 50-60 ár séu liðin hafa þessi skjöl aldrei verið opinberuð né fræðimönnum veittur aðgangur að þeim.
Kannski Wikileaks gæti haft uppi á þessum skjölum og komið fræðaheiminum til aðstoðar.
Eg skil Birgittu mjög vel. Það er skítt að vera tortryggður fyrir að vera góður borgari.
Góðar stundir.
![]() |
Birgitta neitar að lifa í ótta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.2.2013 | 11:06
Fum og fúsk Framsóknarflokksins
Svo virðist að Sigmundur Davíð annað hvort viti ekki eða vill ekki vita um upphaf verðtrygginga lána á Íslandi. Það var Ólafur Jóhannesson sem hafði frumkvæði að því sem forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins að á árinu 1979 voru sett sérstök lög um verðtryggingu og lánskjaravísitölu.
Í allri bankastarfsemi í heiminum er reynt að hafa það fyrirkomulag að útlánavextir séu breytilegir þannig að þeir elti dýrtíðina. Á Íslandi var lengi vel n.k. þjóðaríþrótt að fara í banka og fá lán á föstum vöxtum. Útgerðarmenn voru snillingar í að fá slík lán og grenjuðu út gengisfellingar til að hækka afurðaverð og lækka þannig skuldir. Lánshæfni bankanna var takmarkað og voru þúsundir dæma um mismunun um hverjir fengu lán og hverjir ekki.
Með Ólafslögum eins og þessi lög hafa oftast verið síðan nefnd, var reynt að koma á móts við sparifjáreigendur sem sáu inneignir sínar bókstaflega gufa upp í braski þeirra sem sóttu hvað mest í að fá lán.
Þrjú ríki heims hafa þetta fyrirkomulag að lán séu verðtryggð. Þessi ríki auk Íslands eru Brasilía og Ísrael. Þessi þrjú ríki eiga það sameignlegt að sitja uppi með handónýtan gjaldmiðil. Reyndar höfum við setið uppi með handónýtan gjaldmiðil mun lengur en frá 1979, eða frá því að skilið var milli íslensku og dönsku krónunnar fyrir rúmum 90 árum. Er kannski meginskýringin að við kunnum ekki að stýra þessum málum?
Sigmundur Davíð hreykir sér af því að vilja afnema verðtryggingu eða takmarka hana. Það er ekki auðvelt og snemma á árinu 2009 kom þessi hugmynd fram. En þá voru það lífeyrissjóðirnir og bankakerfið sem öll útistandandi lán voru meira og minna tengd þessu fyrirkomulagi. Það er ekki auðvelt að gjörbreyta einhverju sem einu sinni hefur verið komið á.
Auðvitað væri farsælasta lausnin að lán séu með breytilegum vöxtum þannig að vaxtakjör aðlagast dýrtíðinni. En það þarf mun meira átak að koma böndum á óhóflega þenslu og eftirspurn eftir vöru og þjónustu sem sprengir upp verð. Hagvöxtur sem er hærri en náttúrulegi arðurinn er væntanlega sýnd veiði en ekki gefin. Þar kann að hafa verið tekið meira frá náttúrunni en hún er tilbúin að gefa af sér.
Er hugmynd núverandi formanns Framsóknarflokksins fum og fúsk?
Alla vega eru hugmyndir Sigmundar Davíðs lúmskulega settar fram í aðdraganda kosninga. Nú 10 vikum fyrir kosningar á t.d. að bjarga hag heimilanna!
Hefði Framsóknarflokkurinn ekki hamast gegn Icesave á sínum tíma og fengið gamlan framsóknarmann, Ólaf Ragnar í lið með sér að stoppa þessi Icesave lög, þá hefði þetta mál verið úr sögunni fyrir 3 árum með nánast nákvæmlega sömu niðurstöðu og nú. Innistæður eru nægar fyrir Icesave sem kannski var ekki alveg ljóst á sínum tíma - EN: við hefðum strax fengið betra lánshæfnimat, betri viðskiptakjör og hagstæðari vexti. Dregið hefði úr atvinnuleysi með vaxandi hagvexti. ALLT þetta hefði dregið úr dýrtíðinni og hagur okkur væri betri nú hefði þetta gengið eftir. Einnig hagur heimilanna.
Svo fullyrða menn eins og Sigmundur Davíð að ríkisstjórnin hafi ekkert gert!
Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur hefur reiknað út hvað töfin á Icesave kostaði okkur. Lágmark 60 milljarða en að öllum líkindum mun hærri fjárhæð.
Hverjum er þetta að þakka? Áróðursmeistara Framsóknarflokksins?
Er ekki oft flagð undir fögru skinni?
Góðar stundir en án Framsóknarflokksins í ríkisstjórn! Þangað á hann ekkert erindi, nema fyrir braskarana.
![]() |
Afnám verðtryggingar lykilatriði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.2.2013 | 23:08
Lán eru oft ígildi hengingaróla
Í Bolungarvík búa nálægt 900 manns. Nú er tekið lán upp á 55 milljónir til að endurgreiða eldri lán, að vísu með hagstæðum vöxtum, tæp 3% sem ekki telst mikið. En þetta er tiltölulega há fjárhæð fyrir fáa íbúa þar sem atvinna er ekki alltaf næg.
Vandræðagangur í atvinnumálum margra útgerðarsveitarfélaga var vegna kvótabrasksins. Þá opnaðist möguleiki fyrir þá sem fengu úthlutaða kvóta að gera hann að féþúfu og fara burt með fjármunina.
Þetta var kórvilla sem verður fyrst og fremst að skrifast á yfirsjónarreikning Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Fyrst var heimilt að veðsetja kvótann rétt eins og áður tíðkaðist að veðsetja væntanlegan afla. Þetta var þjóðaríþrótt útgerðarmanna sem oft bárust mikið á í einkalífi en útgerðin að jafnaði rekin eins og nokkurs konar hreppsómagi. Skuldir útgerðarinnar hafa ætíð verið miklar og útgerðarmenn báru sig að jafnaði afarilla, gáfu út tímarit og grenjuðu eftir gengisfellingum sem hækkaði afurðaverð en lækkaði skuldirnar í bönkunum.
Skuldir verða ekki lengur látnar hverfa með gengisfellingum eins og áður var og því getur orðið erfitt fyrir fámenn sveitarfélög að standa undir skuldaklyfjunum þegar kvóti hefur verið seldur úr byggðarlagi. Nú hefur Atvinnuvegaráðuneytið veitt Bolvíkingum sérstakan byggðarkvóta, sbr.http://www.atvinnuvegaraduneyti.is/media/byggdakvoti/Bolungarvikurkaupstadur-12-nov-2012.pdf
Vonandi gengur það eftir að fámenn sveitarfélög nái að krafsa í skuldabakkann. Best og affarasælast er að skulda ekki nein um neitt eins og var lífspeki Bjarts í Sumarhúsum uns þingmaðurinn Ingólfur Arnarson taldi honum trú um að stækka og auka búskapinn, byggja og taka lán. Svo hrundi allt þegar afurðaverð féll og Bjartur gat ekki staðið lengur í skilum.
Þingmenn geta verið mörgum sveitungum sínum dýrir, já meira að segja rándýrir.
Góðar stundir!
![]() |
Bolungarvík tekur 55 milljóna króna lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2013 | 22:09
Er undirbúning áfátt?
Nokkrum sinnum hefur borið við að sjórnmálaleg átök hlýst af ákvörðunum sem betur hefði mátt undirbúa. Að fara með opinbert vald getur verið mun vandasamara en ætla má við fyrstu sýn.
Ákvörðun landshöfðinga að setja Skúla Thoroddsen af sem sýslumann á Ísafirði var mjög umdeild og olli miklum róstum vestra.
Suðurgötuslagurinn skömmu eftir fyrri heimsstyrjöldina var vegna umdeildrar ákvörðunar um brottvísun rússnesk drengs varð átök sem talin er hafa verið meira af pólitískum ástæðum en af heilbrigðissjónarmiðum. Kannski að menn voru minnugir drepsóttar þeirrar sem nefnd hefur verið Spánska veikin, hafi valdið ýmsum áhyggjum af meintum alvarlegum augnsjúkdómi hafi verið ástæðan.
Verkfallsátök voru lengi vel mjög alvarleg. Og sennilega markar Góttóslagurinn 7.nóv.1932 einn alvarlegasta atburðinn sem sennilega hefði mátt afstýra.
Þá kom til mjög alvarlegra átaka 30. mars 1949 vegna tillögu ríkisstjórnarinnar að Íslendingar gengju í Nató. Síðan um miðja 20. öld hefur margsinnis orðið átök og oft þeim sem hlut áttu að máli ekki málstað neins til framdráttar.
Árið 1938 voru sett lög um stéttarfélög og vinnudeilur. Þá var ein merkasta ríkisstjórn landsins, sem nefnd hefur verið Stjórn hinna vinnandi stétta. Í þessum lögum er merk lagagrein sem mætti vera fyrirmynd í flestum málum: Þar er lögð sú skylda á deiluaðila að magna ekki deiluna meir en verið hefur. Svo ein falt sem það er, þá má undirbúa ákvörðun betur. Ef ljóst er að framundan sé erfið ákvörðun, þá mætti hugsa sér að kalla saman þá aðila sem málið varðar, það kynnt og reynt að finna friðsama lausn á sem breiðustum grunni. En þetta er því miður ekki alltaf hægt þegar ljóst er að t.d. hagsmunagæsla gangi þvert og engan samkomulagsgrunn er að finna.
Á Alþingi Íslendinga er vægast sagt furðulegt ástand. Samkoma þessi er eins og þegar grenjandi ljón eru samankomin þar sem menn steyta hnefana hver móti öðrum. Þessi átakastjórnmál minna því fremur á box en friðsamlega samkomu þar sem þingmenn gætu unnið sín störf meira í samstarfi en í stöðugum átökum. Þannig gleymast mörg mál og menn rjúka upp milli handa og fóta eins og Sigmundur Davíð núna þegar hann vill bjarga heimilunum, 10 vikum fyrir kosningar! Hvað var maðurinn að aðhafast síðustu 4 árin?
Ef Íslendingar eiga eftir að bera þá gæfu að fá viðunandi skilmála við inngöngu í Evrópusambandið verður strax grundvöllur að fækka þingmönnum. Þurfum við alla þessa öskrandi stríðshjörð?
Undirbúningur ákvarðana þarf að vinna á mun breiðara sviði en verið hefur. Með því mætti fækka tilefnum til átaka.
Góðar stundir!
![]() |
Hlutu varanlega áverka við Gúttó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.2.2013 | 09:44
Spillingaröflin bíða átekta
Mikil líkindi eru að þegar hafi farið fram viðræður í bakherbergjum valdamanna í Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum um nýja helmingaskiptastjórn hægri manna. Eitt af þeim verkefnum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf talið vera á sinni könnu er endurskoðun stjórnarskrár.
Nú er mikið í húfi fyrir þessa aðila að komast aftur til valda. Þeir munu vilja halda einkavæðingu áfram, skipta Landsbankanum, Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur, RÚV sömuleiðis og þá verða vatnsveitur væntanlega einkavæddar líka enda mögulegt að græða á þeim.
Skattar hátekjumanna verði lækkaðir eða felldir niður svo þeim verði ekki íþyngt frekar í gljálífi sínu og umsetningu.
Ljóst er að allur hávaðinn og uppistandið í þinginu undanfarin 4 ár var með því markmiði að grafa undan vinstri stjórninni. Allt ómögulegt og sjálfsagt í áróðrinum að snúa staðreyndum á haus. Hverju skiptir að fullyrða aðafleiðingin komi á undan orsökinni eins og eðlilegt er?
Sumir hægrimenn eru svo brattir að jafnvel fullyrða að ekkert bankahrun hefði verið og vís í kæruleysislega framgöngu sína.
Sigmundur Davíð flytur langa áróðursræðu á aðalfundi Framsóknar um að þora. Ekki um það sem hann þorði ekki heldur mörgu snúið að ríkisstjórninni sem hann segir ekki hafa þorað að taka á skuldum heimilanna! Sjálfsagt hefði sjálfur Goebbels verið nokkuð ánægður með framsetninguna á fullyrðingum Sigmundar þar sem staðreyndum er ýmist snúið á haus eða þær hálfsagðar.
Mjög líklegt eru hægrimenn búnir að virkja forsetann til að stýra stjórnarmyndun inn á æskilega og rétta braut. Hann hefur verið mjög hallur undir hægrimenn og ekki ólíklegt að hann sé orðinn framsóknarmaður öðru sinni.
Þá mun væntanlega fara hetjur um héruð til að boða fagnaðarerindi áframhaldandi álhyggju enda eftir miklu að slægjast. Rammaáætlunin verður sennilega sögulegt plagg eftir nokkur misseri. Auðmennirnir halda áfram að græða, við þrælarnir berum allt samfélagið uppi, skatta og skyldur.
![]() |
Ekki ný stjórnarskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.2.2013 | 17:07
Ballið byrjar
Fyrir hverjar kosningar byrja skoðanakannanir. Í flestum lýðræðislöndum heims eru settar reglur um hverjir megi gera skoðanakannanir, hvaða aðferð sé heimil og að birta eigi allar skoðanakannanir. Það er nefnilega svo að sumar af þessum skoðanakönnunum eru í raun skoðanamyndandi áróður, fúsk undir yfirskyni vísinda.
Þá eru reglur sem kveða á um hvenær ekki megi gera skoðanakannanir og birta þær, tiltekinn tíma áður en kosning fer fram.
Hér á íslandi höfum við horft upp á margskonar fúsk í þessum efnum. Stundum er verið með leiðandi spurningum að fá hagstæða niðurstöðu. Þannig virðist vera nokkuð algengt að spurt sé hvort líklegt sé að velja Sjálfstæðisflokkinn sé viðmælandi ekki fús að gefa upp skoðun sína! Svona skoðanakannanir, eru fúsk af versta tagi og þykja vera allt að því lágúrulegar. Líklegt er að þeir sem vilja fá bestu niðurstöðu láti frekar endurtaka nákvæmlega sömu skoðanakönnunina oftar og birti aðeins þá hagstæðustu. Þá eru dæmi um að niðurstaða skoðanakannana sé ekki birt vegna þess að hún þótti ekki vera í samræmi við væntingar þess sem óskaði eftir skoðanakönnun! Það er nefnilega svo, að vönduð skoðanakönnun þar sem gætt er allra vísindalegra krafna um rétta aðferðafræði við gerð kannana, er rándýr, enda þarf að gæta þess vandlega að við val á þeim sem spurðir eru, séu þannig valdir að allir kjósendur hafi möguleika að lenda í valinu.
Mjög mikilvægt er að settar séu reglur um skoðanakannanir og þær reglur í nágrannalöndunum okkar hafðar að fyrirmynd.
Sérstaklega einkennilegt er að lög um skoðanankannanir hafi ekki verið settar hér á landi. Líklegt er að ef ríkisstjórnarflokkarnir hefðu ekki verið í þessu endalausa innihaldslitla pexi um Icesave, Stjórnlagaþingið, stjórnarskrármálið, kvótamálið, landsdómsmálið og önnur hávaðamál sem eru þyrnar í augum fulltrúa braskaranna í Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum, þá hefði unnist tími til að sinna betur þessum málum.
Góðar stundir með von um betri og vísindalegri skoðanakannair en við höfum fengið að verða vitni að!
![]() |
Framsókn fengi 19,5% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.2.2013 | 00:02
Hættan er frá hægri - sveiflan er háskaleg
Þegar eg var í námi í HÍ fyrir langt löngu voru þessar fylkingar vinstri og hægri manna að jafnaði mjög áþekkar. Þær skiptust á völdum en ætíð var mjótt á mununum.
Nú virðist sem gríðarleg hægri sveifla sé í Háskólanum og verður það að teljast miður. Samkeppnin er sennilega að baki, núna gera hægri menn það sem þeim sýnist án þess að taka minnsta tillit til þeirra sem eru á öndverðum meiði.
Hægri öflin hafa verið að færa sig upp á skaftið á undanförnum misserum og hafa fengið mikinn stuðning í forseta lýðveldisins, Ólafi Ragnari þá hann synjaði Icesave lögunum samþykki. Þetta hefur reynst okkur dýrt spaug rétt eins og léttúð og kæruleysið í aðdraganda hrunsins.
Slagorð hægri manna er að allt sem aflaga fer í samfélaginu sé vinstri mönnum að kenna. Gegndarlaus áróður hefur farið fram og á sennilega hægrimaðurinn Hannes Hólmsteinn hugmyndafræðingur braskaranna meginþátt í því enda hefur hann fengið að leika lausum hala í Háskólanum þrátt fyrir að vera talinn hafa farið mjög frjálslega um hugverk annarra.
Því miður virðist gagnrýn hugsun vera á undanhaldi í Háskólanum og er það miður. Það virðist gleymt sem hægri menn komu okkur í: nefnilega hrunið með tilheyrandi vandræðum.
Mætti biðja guðina um að forða oss frá meiri hægri meinvillu! Einhvern tíma verður komið nóg af því góða!
![]() |
Vaka fékk 77% atkvæða í HÍ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.2.2013 | 22:17
Eru hjúkrunarfræðingar á flæðiskeri staddir?
Meðaldagvinnulaun hjúkrunarfræðinga 381.566 krónur eru sennilega nálægt meðaldagvinnulaunum á Íslandi í dag.
Sjálfur væri eg sáttur með laun sem þessi, starfa sem vetrarmaður í 37.5% starfi á sennilega háværasta vinnustað í Mosfellsbæ, Skólaseli Varmárskóla, laun eru 85.882 á mánuði sem eru rétt rúmlega helmingurinn af atvinnuleysibótum, kannski nær 7-8% af launum bæjarstjóra. Kannski væru þessi laun ágætis laun fyrir svona 25 árum!
Það verður að hafa húmor fyrir staðreyndum sem þessum.
En eftir veturinn kemur sumarið við. Og þá vilja allar ferðaskrifstofur fá gamlingjann til starfa sem reynsluríkan leiðsögumann enda hefur hann verið farsæll í sínum störfum á 3ja áratug, varkár og vill gera dvöl allra sem þægilegasta en samt eftirminnilegasta.
Sú var tíðin að hjúkrunarkonur voru ógiftar og barnlausar. Fyrstu kjúkrunarkonurnar voru meira að segja nunnur sem komu hingað til að líkna. Núna eru þær eins og venjulegt fólk enda bæði kyn sem teljast til hjúkrunarfræðinga. Og allir þurfa eðlilega sitt!
Góðar stundir!
![]() |
Með 381 þúsund í dagvinnulaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.2.2013 | 12:08
Að draga úr tjóni
![]() |
Tvö til þrjú tonn af síld drápust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.2.2013 | 17:00
Hvað er íslenskur fiskur og hvað útlenskur?
Íslendingar voru brautryðjendur útfærslu landhelgi lengi vel. Þorskastríð 1958, 1972 og síðast nokkrum árum síðar miðaðist við að tryggja lífsafkomu íslensku þjóðarinnar. Engin þjóð Evrópu byggir jafnmikið á afkomu sinni og Íslendingar.
Við sýndum Bretum mikla þolinmæði á sínum tíma. Þrátt fyrir að þeir sendu hingað togara með allt of þéttum möskvum, svonefndum ryksugutogurum sem slepptu engu kviku, þá fengu þeir um tíma að veiða meira af þorski og öðrum bolfiski en við veiðum sjálfir í dag! Og þrátt fyrir að þeir sendu freigátur og dráttarbáta sem reyndu margsinnis að sigla litlu íslensku varðskipin í kaf og stofna tugum manna í lífshættu!
Þegar flökkustofnar eins og makríll veður hér uppi þá er spurningin hvort um íslenskan eða útlendan fisk sé að ræða. Vel er kunnugt að þessi fisktegund er alæta og etur allt sem að kjafti kemur. Hún tímgast hratt og stækkar einnig mjög hratt. Þetta sjáum við á ýmsu: sandsíli bókstaflega hvarf fyrir ströndum Íslands til mikils tjóns fyrir fuglategundir eins og kríu og lunda sem hrökkluðust við illan leik úr hreiðrum vegna fóðurskorts. Eg hefi séð t.d. á suðurströnd Snæfellsness hvernig makríltorfa er mjög nærri landi, háhyrningum og súlum til mikillrar gleði þar sem þau bókstaflega eru í veislu!
Það er því spurning hvort eignarréttur fylgi þessari fiskiflökkutegund sem syndir víða í sjónum. Fyrir gamla sjómenn þá þætti þeim eðlilegt að líta svo á að sá fiskur sem þeir veiða innan landhelgi og hafi til þess leyfi, sé íslenskur en hvorki, spánskur, franskur, hollenskur eða skoskur. Alla vega hafa fiskar þessir ekki sjálfviljugir gefið í skyn hverrar þjóðar þeir eru.
Góðar stundir!
![]() |
Gagnrýna Íslendinga harðlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar