Hættan er frá hægri - sveiflan er háskaleg

Þegar eg var í námi í HÍ fyrir langt löngu voru þessar fylkingar vinstri og hægri manna að jafnaði mjög áþekkar. Þær skiptust á völdum en ætíð var mjótt á mununum.

Nú virðist sem gríðarleg hægri sveifla sé í Háskólanum og verður það að teljast miður. Samkeppnin er sennilega að baki, núna gera hægri menn það sem þeim sýnist án þess að taka minnsta tillit til þeirra sem eru á öndverðum meiði.

Hægri öflin hafa verið að færa sig upp á skaftið á undanförnum misserum og hafa fengið mikinn stuðning í forseta lýðveldisins, Ólafi Ragnari þá hann synjaði Icesave lögunum samþykki. Þetta hefur reynst okkur dýrt spaug rétt eins og léttúð og kæruleysið í aðdraganda hrunsins.

Slagorð hægri manna er að allt sem aflaga fer í samfélaginu sé vinstri mönnum að kenna. Gegndarlaus áróður hefur farið fram og á sennilega hægrimaðurinn Hannes Hólmsteinn hugmyndafræðingur braskaranna meginþátt í því enda hefur hann fengið að leika lausum hala í Háskólanum þrátt fyrir að vera talinn hafa farið mjög frjálslega um hugverk annarra.

Því miður virðist gagnrýn hugsun vera á undanhaldi í Háskólanum og er það miður. Það virðist gleymt sem hægri menn komu okkur í: nefnilega hrunið með tilheyrandi vandræðum.

Mætti biðja guðina um að forða oss frá meiri hægri meinvillu! Einhvern tíma verður komið nóg af því góða!


mbl.is Vaka fékk 77% atkvæða í HÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hver er hættan við þetta Guðjón?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.2.2013 kl. 00:50

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Og til hamingju VAKA!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.2.2013 kl. 00:51

4 identicon

... og af hverju heldurðu að það sé hægri sveifla í Háskólanum, Guðjón?

Gæti það hugsanlega tengst stefnu stjórnvalda undanfarin ár?

Egill Þór Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 8.2.2013 kl. 01:04

5 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Nú hafa íslendingar haft það einstaka ástand í 4 ár að hafa hreina vinstristjórn. Árangurinn lætur ekki á sér standa. Fólk sér að líklega er best að vera ekki að veðja á þetta vinstra lið. En það er frábært að samfylkingin sem hefur verið nær 6 ár óslitið í stjórn ber ekki ábyrgð á neinu jafnvel þó bankar fjármálaeftirlit og íbúðalánsajóður hafi nú allt heyrt undir ráðuneyti samfylkingarmanna fyrir hrun. Eins er það mögnuð kenning að það sé allt Ólafi Ragnari og Hannesi H að kenna. En eitt ferð þú rangt með Guðjón það er þegar þú segir "Hægri öflin hafa verið að færa sig upp á skaftið á undanförnum misserum og hafa fengið mikinn stuðning í forseta lýðveldisins, Ólafi Ragnari þá hann synjaði Icesave lögunum samþykki." Því það sem hefur orsakað þessa hægri sveiflu er vinstri stjórnin,

Hreinn Sigurðsson, 8.2.2013 kl. 01:20

6 identicon

Rassamældu þig :)

Hjalti Enok (IP-tala skráð) 8.2.2013 kl. 05:45

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hætta á hverju, Guðjón? Meira af vitleysunni frá Jóhönnustjórn? Öfgafrumvörpum um stjórnarskrá (með fullveldisframsalsheimild, jafnvel núna fyrir bara 2/3 alþingismanna til að ákveða það án þess að bera það undir þjóðina!!! - sú er tillaga sósíalísks meirihluta hinnar afkáralegu "stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Valgerðar Bjarnadóttur), árásum á kristinn sið o.s.frv.

Og þú virðist einráðinn í því að auglýsa þig sem einn af síðustu Icesave-móhíkönunum sem halda áfram í algerri blindni að atyrða vörn herra Ólafs Ragnars Grímssonar fyrir þjóðarhagsmuni, vörn sem reyndist okkur ekki aðeins ómissandi, heldur laukrétt í samræmi við lög og reglur réttarsamfélagsins.

Ég held þú ættir að hugsa þig tvisvar um, hvort þú ætlir að leggja þitt ágæta nafn, bókasafnsfræðingsins, leiðsögumannsins og rithöfundarins, við Icesave-ranglætisforynju verstu ríkisstjórnar í sögu lýðveldisins.

Jón Valur Jensson, 8.2.2013 kl. 09:48

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Guðmundur: þó margt sé gott að finna hjá hægri grænum þá er þessi stefna ykkar byggð á meinloku. Það fer aldrei saman rányrkja sem þið fylgið en viljið kynna ykkur sem umhverfissinna.

Egill, Hreinn og Jón:

Uppskera óánægjunnar hjá hægri mönnum í Háskólanum er m.a. vegna verstu áróðursherferðar braskaranna á Íslandi á hendur ríkisstjórninni vegna Icesave. Enginn græddi á að tefja Icesave málið nema braskaranir og þeir hægrimenn sem vilja ala á óvild og tortryggni. Voru þeir með forsetann, Ólaf Ragnar í vasanum og gerðu hann að strengjabrúðu valdsins?

Við erum fyrst núna að njóta betra lánshæfismats en það gat orðið 3 árum fyrr. Við höfum tapað 60-100 milljörðum í boði klíku hægrimanna á Íslandi að mati virts og eins reyndasta viðskiptafræðings landsins. Betri viðskiptakjör, lægri vextir voru strax í boði fyrir 3 árum með meiri hagvexti og minnkandi atvinnuleysi. En þetta hentaði ekki hægrimönnum, þeir gátu ekki trúað að vinstri stjórn gæti hreinsað eftir sukkpartí og óreiðu hægri manna í aðdraganda hrunsins.

En vonandi áttið þið ykkur á þessu þó seint sé. Og vonandi efnið þið ekki til nýs sukkpartýs sem við vinstri mennirnir verðum að þrífa óhroðann eftir

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 8.2.2013 kl. 10:27

9 identicon

Ég spyr í alvörunni ... hvaða déskotans máli skiptir það hvað þessir krakkar kjósa?  Eitt sinn var ég nemandi í H.Í. og mér þótti stúdentapólitíkin vera alfa og ómega alls.  Þá var rætt og rifist um alþjóðamál og sitthvað sem manni fannst skipta einhverju máli.  Í dag er verið að diskútera hvort Landsbókasafnið eigi að vera opið klukkustund lengur um helgar eða ekki. 

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 8.2.2013 kl. 15:08

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Vörumst hægri hættuna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.2.2013 kl. 15:32

11 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Og hvað er nafn þessa reyndasta viðskiptafræðings landsins, Guðjón?

Það er yfirleit að lánshæfismat lækka þegar skuldirnar aukast og hækka þegar skuldirnar lækka.

Eins og gerðist þegar dómsorð IceSave var opinberað, þá lækkuðu skuldir Ríkissjóðs og lánsmat sjóðsins hækkaði.

Er þessi reyndasti viðskiptafræðingur með einhverja aðra þeóríu hvernig lánsmöt eru gerð?

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 8.2.2013 kl. 16:07

12 identicon

Fengid ad lani fra Joni Magnussyni. 

Nú liggur fyrir að ákvarðanir Steingríms J. Sigfússonar varðandi sparisjóðinn í Keflavík mun kosta skattgreiðendur 25 milljarða króna.  Tap af aðgerðum Steingríms vegna Sjóvá-Almennar tryggingar kostar 4 milljarða og Byr-ákvarðanir Steingríms kosta a.m.k.  100 milljónir. 

Þessu til viðbótar fengu VBS, Saga Capital og Askar Capital  52 milljarða frá Steingrími þegar hann lánaði þessum félögum þá fjárhæð.  Í ákvörðun eftirlitsstofnunar EFTA kemur fram hvað VBS og Saga Capital mátu þennan ríkisstuðning til margra milljarða þannig að það þarf enginn að velkjast í vafa um það.

Beint tap ríkisins vegna Steingríms er hátt í 80 milljarðar króna. 

Þá er ótalið mögulegt tjón vegna gengisákvæða í uppgjörssamningum Landsbankans. Undirverðlagning við sölu bankanna til kröfuhafa (vogunarsjóða). 

Sem betur fer tókst Steingrími ekki að koma 500 milljarða Icesave kröfunni til viðbótar á þjóðina eins og hann lagði til eftir sumarsamninga flokksbróður hans Svavars Gestssonar, sem sá enga ástæðu til að gæta hagsmuna íslensku þjóðarinnar af því að það var komið sumar. 

Thetta er tjon bara eftir einn mann, en thad er i lagi af thvi ad hann er vinstri madur...!!!! 

Tharf eitthvad ad segja meira um vinstri stjornir.......?????????

Varist Vinstri Slysin.

Sigurdur Kristjan Hjaltested (IP-tala skráð) 8.2.2013 kl. 16:12

13 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hægri hættan felst helst í því að við fáum að halda eftir einhverju af þessum peningum sem við vinnum fyrir, og fáum sjálf að ráða hvað við notum þá í.

Hún felst í að við þurfum ekki að borga skuldir einhverra stórfyrirtækja.

Hún felst í að við gætum kannski um frjálst höfuð strokið.

Skerí sjitt. Engin furða að þú óttist það.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.2.2013 kl. 17:54

14 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

H.T. Bjarnason: Fólk komið á þrítugsaldurinn ætti að vera skynsamlegt og velja eftir vel ígrundaðri yfirvegun. Hægri áróðurinn hefur verið mjög mikill og ekki allt sanngjarnt frá þeim íhaldsbæjum.

Sammála þér Ómar Bjarki, hættan er frá hægri rétt eins og í umferðinni!

Jóhann: Ekki veit eg hversu ungur þú ert en Björgvin Guðmundsson var um langan tíma borgarfulltrúi Alþýðuflokksins fyrir um 4 áratugum. Hann telur þetta Icesave mál vera áróðursmál sem hefur kostað okkur allt of mikið.

Sigurður: Ef þú ert að vitna í Jón Magnússon fyrrum formann Neytendasamtakanna og þingmann og föður Jónasar Fr. sem virðist hafa verið steinsofandi alla daga sem hann var forstjóri Fjármálaeftirlitisins, þá held eg þetta sé hvorki holl né góð lesning fyrir óharðnaða sál. Jón minnist á svonenfd vinstri slys sem voru hjávær í kosningunum 1974.

Hægri slysin hafa því miður verið mun afdrifaríkari og alvarlegri enda hefur aldrei komið að því að allt samfélagið færi á hvolf í bankahruninu í boði íhaldsmannanna í Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.

Og er það „slys“ að verið sé að koma okkur út úr blindgötu Frjálshyggjunnar?

Guðjón Sigþór Jensson, 8.2.2013 kl. 18:20

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þvermóðska þín, Guðjón, og einstrengingsháttur í sambandi við Icesave og forsetann virðist mér sýna að þín umræða sé orðin að jaðartilfelli, bæði ga-ga og út út kú.

Jón Valur Jensson, 8.2.2013 kl. 18:30

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

... út úr kú !

Jón Valur Jensson, 8.2.2013 kl. 18:31

17 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Guðjón,

Þetta datt mér í hug að það væri einhver sem getur ekki tekið rökræðu um málefni Björgvin Guðmundsson http://gudmundsson.blog.is/blog/bjorgvin_gudmundsson/about/ er þetta fuglinn sem þú telur bezta viðskiptafræðing Íslands?

Ef svo er þá get ég sagt að hann hefur rétt á sinni skoðun, en það þýðir ekki það að hann hafi rétt fyrir sér, að hann hafi einhverja nýja formúla hvernig lánsgeta er reiknuð út af matsfyrirtækjum er eitthvað nýtt.

Skuldir fara upp lánsgetumat fer niður, skuldir fara niður lánsgetumat fer upp svo einfallt er þetta. Ef Björgvin þessi Guðmundsson heldur einhverju öðru fram, þá er maðurinn ruglaður, þó svo að hann sé 10 árum yngri en ég.

Ef Svavarssamningurin hefði verið samþykktur þá hefðu skuldir Ríkissjóðs farið upp og lánsgetumat farið niður.

Eftir IceSave dómsorðið þá fóru mögulegar skuldir Ríkissjóðs niður og hvað gerðu matsfyrirtækin, lánsgetumat Ríkisjóðs fór upp svo einfallt er þetta Guðjón minn.

Að maðurinn hafi verið borgarfulltrúi (A) eru engin meðmæli, er ekki Jón Gnarr borgarfulltrúi og borgarstjóri, gerir það hann að einhverjum fjármálaséfræðing? Ég held ekki nema síður sé.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 8.2.2013 kl. 18:49

18 Smámynd: Theódór Norðkvist

Held það sé frekar vafasamt að túlka þessi úrslit í HÍ sem hægri sveiflu. Kosningar til Stúdentaráðs hafa lítið með þjóðmálin að gera. Ef stefnuskrár Vöku og Röskvu eru skoðaðar kemur í ljós að þær eru mjög svipaðar.

Theódór Norðkvist, 8.2.2013 kl. 21:12

19 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Að fá aðstoð Alþjóða gladeyrisvarasjóðsins var Icesavið þannig mál að ekki var unnt að ganga fram hjá því. Hér varð bakahrun sem leiddi af sér mikla efnahagskreppu. Að telja eitthvað annað nú, er ekkiálveg í samræmi við orsakir og afleiðingu.

Hægri menn eiga mjög erfitt með að sætta sig við að fyrsta Icesave samkomulagið var undirritað 11. okt. 2008 af ríkisstjórn Geirs Haarde, sem minnst er að hafi beðið guð að blessa Ísland!

Ekki þekki eg hver Jóhann í Las Vegas er og hvaða staður það sé. Annars vegar borg í BNA sem er einna þekktust fyrir spilavíti og gljálífi. Svo var einhver umdeildur skemmtistaður í Reykjavík nefndur þessu nafni sem misjafnt orð fór af að ekki sé meira sagt. Sumir náðu ekki að komast lifandi þaðan.

Alla vega ekki að vænta góðra áhrifa af umhverfi því þannig að ljóst er að viðhorf til þeirra sem hafa aðra skoðun verði nokkuð einkennileg.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 9.2.2013 kl. 09:16

20 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

„Alþjóða gjaldeyrisvarasjóðsins“ átti það auðvitað að vera! Svona er að líta ekki nákvæmar á skrifin!

Guðjón Sigþór Jensson, 9.2.2013 kl. 09:18

21 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Enn ert þú að þvaðra um að " fyrsta Icesave samkomulagið var undirritað 11. okt. 2008 af ríkisstjórn Geirs Haarde. Þetta er ekki rétt, Það rétta er að til er minnisblað sem segir hvað var verið að ræða á þessum tíma. En þú skirrist ekki við að ljúga ef það þjónar málstað þessarar aumu stjórnar sem þú styður. Sýndu nú framá sönnun þess að þetta samkomulag hafi verið undirritað. Ég bað þig um að sanna þetta í öðru bloggi hjá þér http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/1280146/ Sú sönnun hefur ekki komið ennþá. Þetta er enn lygi hjá þér þó þú tyggir þetta upp aftur.

Hreinn Sigurðsson, 9.2.2013 kl. 13:37

22 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Hinsvegar ákváðu bretar og hollendingar að borga innistæður á þessum reikningum út og rukka íslenska ríkið um það. Samningaviðræður voru í gangi um hvernig íslenska ríkið ætti að taka við þessum skuldbindingum, en ekki var samþykktur neinn icesave samningur fyrr en Svavars samningurinn

Hreinn Sigurðsson, 9.2.2013 kl. 13:45

23 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Guðjóni er nákvæmlega sama um hvort það sem hann skrifar er rétt eða ekki og yfirleit eru skrif hans heimildasnauð eða engin. Hann hagræðir sannleikanum eftir því sem það hentar hans málstað.

Hvar ég er í heiminum skiptir ekki miklu máli, en á þessum stað þar sem ég er þá er það kallað forclosure capital of the world. Með öðrum orðum, græðgin var gífurleg fyrir 2008 eins og hún var á Íslandi.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 9.2.2013 kl. 16:17

24 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hreinn: Hvernig getur þú sannað að ríkisstjórn Geir Haarde hafi EKKI undirritað fyrsta Icesave samkomulagið 11.10.2008? Síðari samningar gengu út á að eitthvað væri hald í þessu fyrsta samkomulagi. Síðar hefur komið í ljós að mun meira er fé er til en sem nemur þessum skuldbindingum gamla Landsbankans.

Jóhann: Auðvitað skiptir máli hvar þú ert, hvort þú sért í tengslum við raunveruleikann eða einhverjum afdölum þar sem fréttir berast eftir dúk og disk! Mér finnst sem fleirum málflutningur þinn vera nokkuð mikið á skjön við það sem hefur verið að gerast.

Guðjón Sigþór Jensson, 9.2.2013 kl. 23:17

25 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Guðjón þú þarft ekkert að tala niður til mín, ég býst við því að ég sé í sömu aðstöðu til og með jafnvel betri aðgang að fréttum eins og þú.

En eins og ég les þín skrif þá er þetta ekki alltaf coherent hjá þér; eins og til dæmis að halda því fram að bara af því að maður hefur verið borgarfulltrúi fyrir (A) þá sé hann einn hæfasti viðskiðtafræðingur og fjármálaspekulant Íslands.Þín skrif í athugasemd á mbl.is bloggi ekki mín.

Og að minnisblað sé samningur, sínir að málflutnigur þinn er ekki upp á marga fiskana.

Líttu þér nærri þegar þú ert að útbíta niðurlægingum.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 9.2.2013 kl. 23:55

26 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og hvaða "guðir" eru þetta, sem þú minnist þarna á í lok pistilsins, Guðjón?

Ertu fjölgyðistrúar?

Jón Valur Jensson, 10.2.2013 kl. 15:07

27 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Jóhann: ekki dettur mér að tala niður til nokkurs manns. Hins vegar þykir mér þú hefja þig á hærri stall en ástæða er til og gerir lítið úr skoðunum annarra sem þér þykir miður góðar. En þær reynast kannski réttari en þær sem byggjast á tilfinningu fremur en yfirvegun!

Jón: Eigum við ekki að telja alla guði veraldarinnar réttháa svo framarlega sem þeir eru réttsýnir og sanngjarnir? Lítið álit hefi eg á guðum þeim sem eru refsiglaðir og vígreifir. Kannski mætti alveg eins hugsa sér guðsmyndina sem móður, rétt eins og myndlíkingin um Móður jarðar. Annars finnst mér svonefnd kvennaguðfræði eiga mikmið erindi. Þar er viðfangsefnið nálgað á allt annan hátt en verið hefur. Margt er auðveldara að útskýra og þar með betra að skynja og skilja.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 10.2.2013 kl. 22:16

28 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Guðjón skrifar: Mér finnst sem fleirum málflutningur þinn vera nokkuð mikið á skjön við það sem hefur verið að gerast.

Ef svona skrif er ekki til að gera lítið úr þeim sem þetta er skrifað um, þá hlýt ég að hafa tapað eitthvað mikið í íslenzku kunnáttuni í gegnum árinn. Málefnalegt er það ekki.

Ég hef verið málefnalegur í þessari umræðu um "hættan er frá hægri - sveiplan er háskaleg." Ég hef dregið í efa heimildarmann sem þú notaðir. Einu rökin sem þú gafst fyrir hans hæfileika að hann hafi verið Borgarfulltrúi fyrir (A). Það gerir ekki manninn að fjármálasérfræðing og alls ekki einum þeim bezta á íslandi.

Guðjón skrifar: Ekki veit eg hversu ungur þú ert en Björgvin Guðmundsson var um langan tíma borgarfulltrúi Alþýðuflokksins fyrir um 4 áratugum. Hann telur þetta Icesave mál vera áróðursmál sem hefur kostað okkur allt of mikið.

Mitt svar: Að maðurinn hafi verið borgarfulltrúi (A) eru engin meðmæli, er ekki Jón Gnarr borgarfulltrúi og borgarstjóri, gerir það hann að einhverjum fjármálaséfræðing? Ég held ekki nema síður sé.

Mín ástæða fyrir svarinu er að borgarsjóður hefur sýnt það í gegnum árin að það hafa ekki verið neinir fjármálasnillingar sem hafa verið borgarfulltrúar.

Guðjón skrifar: Auðvitað skiptir máli hvar þú ert, hvort þú sért í tengslum við raunveruleikann eða einhverjum afdölum þar sem fréttir berast eftir dúk og disk!

Fyrsta lagi þá hef ég skrifað undir með kveðju frá Las Vegas í öllum mínum athugasemdum þannig að þetta er alveg út í hött hjá þér.

Eða heldur þú að Las Vegas sé í einhverjum afdölum þar sem fréttir berast eftir dúk og disk.

Þetta eru útúrsnúningar hjá þér var alls ekki málefnalegt.

Það er enginn að að setja sig á einhvern hærri stall í þessari umræðu nema þú, talar niður til þeirra sem eru að rökræða við þig ef þér líkar ekki rökin, þá er eina leiðin hjá þér að niðurlægja manninn og reyna að gera lítið úr honum.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 10.2.2013 kl. 23:10

29 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka þér skoðanaskiptin Jóhann. Auðvitað erum við ekki sammála um allt og það þarf ekki endilega að vera að allir geti verið sammála. En mín söguskoðun byggist á raunsæi og athugunum með hliðsjón af sögunni en oft vilja sömu mistökin endurtaka sig.

Því miður er lævís áróður oft að smeygja sér inn í skoðanir. Má þar nefna ýmsar yfirlýsingar Sigmundar Davíðs formanns Framsóknarflokksins sem er ansi brattur í mörgu. Þegar betur er að gáð eru þær nánast marklausar en virðast ætla að ná sínum tilgangi.

Góðar kveðjur til las Vegas.

Guðjón Sigþór Jensson, 11.2.2013 kl. 11:35

30 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Guðjón mikil ósköp, þér er guðvelkomið að hafa þínar skoðanir og ég er viss um að hún byggist á raunsæi og athugunum með hliðsjón að málefninu.

Það er nú svo að alltaf er hægt að gagnrína það sem sett er fram og jafnvel koma með andstæða raunsín, heimildum og athugunum á málefninu sem er verið að ræða, sérstaklega póltízk málefni.

Og þú getur verið viss um þegar ég sletti fram skoðunum, þá hef ég einhverja heimild þar að baki. Hversu góð hún er, það er hægt að deila um það.

Takk fyrir kveðjurnar Guðjón.

Innileg kveðja til þín Guðjón frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 11.2.2013 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 242985

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband