Eru hjúkrunarfræðingar á flæðiskeri staddir?

Meðaldagvinnulaun hjúkrunarfræðinga 381.566 krónur eru sennilega nálægt meðaldagvinnulaunum á Íslandi í dag.

Sjálfur væri eg sáttur með laun sem þessi, starfa sem vetrarmaður í 37.5% starfi á sennilega háværasta vinnustað í Mosfellsbæ, Skólaseli Varmárskóla, laun eru 85.882 á mánuði sem eru rétt rúmlega helmingurinn af atvinnuleysibótum, kannski nær 7-8% af launum bæjarstjóra. Kannski væru þessi laun ágætis laun fyrir svona 25 árum!

Það verður að hafa „húmor“ fyrir staðreyndum sem þessum.

En eftir veturinn kemur sumarið við. Og þá vilja allar ferðaskrifstofur fá „gamlingjann“ til starfa sem reynsluríkan leiðsögumann enda hefur hann verið farsæll í sínum störfum á 3ja áratug, varkár og vill gera dvöl allra sem þægilegasta en samt eftirminnilegasta.

Sú var tíðin að hjúkrunarkonur voru ógiftar og barnlausar. Fyrstu kjúkrunarkonurnar voru meira að segja nunnur sem komu hingað til að líkna. Núna eru þær eins og venjulegt fólk enda bæði kyn sem teljast til hjúkrunarfræðinga. Og allir þurfa eðlilega sitt!

Góðar stundir!


mbl.is Með 381 þúsund í dagvinnulaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Einkar athygglisvert.

Hver eru meðallaun kennara?

Ég sendi þér s.s. hlekk á þitt egið blogg þegar að næsti hópur fer fram með sínar kröfu.

Það eru nefnilega kennarar.

Óskar Guðmundsson, 6.2.2013 kl. 23:35

2 identicon

Sæll Guðjón, þessi tala gefur ekki rétta mynd af meðalgrunnlaunum hjúkrunarfræðinga sem vinna á Landspítalanum.

Eftirfarandi tölur eru nærri lagi þó að ég skagi ekki upp í meðaltalið á mínum aldurshóp eftir 10 ára starfsreynslu á Landspítalanum og að klára masterspróf.

Samkvæmt kjarakönnun Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga frá nóvember 2012 eru meðaldagvinnulaun almennra hjúkrunarfræðinga 353.708 krónur fyrir fullt starf. Þegar þessi laun eru greind niður á aldurshópa, þá eru meðaldagvinnulaun hjúkrunarfræðinga á aldrinum 25-34 ára 318.707 kr., 35-44 ára 378.496 kr., 45-54 ára 402.249 kr. og 55-71 árs 402.908 kr. Allar þessar tölur miðast við fullt starf. Byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga á Landspítala eru 280.907 krónur.

Oddny Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2013 kl. 00:12

3 identicon

Ja en sjadu nu,

ERU thad EKKI gomlu hjukkrunarfraedingarnir sem eru best menntadir og best reyndir og best reidubunir til ad takast a vid hjukrun!

Ju that eru sko gomlu vedurfraedingarnir sem vinna a medan hinir ungu sitja og horfa a og laera.  Einn dag verda their ju gamlir hjukrunarfraedingar lika!

Nema ad their fari til Norge,

Jonsi.

Jonsi (IP-tala skráð) 7.2.2013 kl. 00:53

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Óskar: Nú er eg giftur kennara sem bjargar mér þegar eg á ekki fyrir reikningnum frá Visa.

Oddný: Auðvitað er meðaltalsútreikningur mjög oft út í hött. Gott dæmi er sem hagfræðingurinn Björn Arnórsson sem var hagfræðingur fyrir BSRB fyrir 30 árum. Hann nefndi dæmi um mann sem væri með annan fótinn í sjóðandi vatni (+100C) en hinn fótinn í ísklumpi sem væri -26C. Þessum manni ætti að líða nokkuð vel svona meðaltalslega litið!

100-26= 74 sem er 2x37.

Jonsi: Auðvitað lærum við mikið af reynslunni. En tilhneyging er að ráða fremur ungt fólk til starfa með ferska menntun á lægsta kaupi og minnst réttindi!

Góðar stundir! 

Guðjón Sigþór Jensson, 7.2.2013 kl. 23:42

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Meðallaun eru mjög villandi, þar inni eru t.d. allir deildarstjórar sem eru og eiga að vera á hærri launum vegna aukinnar ábyrgðar. Álagið á hjúkrunarfræðinga er oft ómennskt og ekkert óeðlilegt við að háskólamenntuð og mikilvæg starfsstétt eins og hjúkrunarfræðingar, séu með mannsæmandi laun. Ef það þarf að skera niður er nær að byrja á möppudýrunum og silkihúfunum, öllum þeim stéttum sem skapa engin verðmæti fyrir þjóðarbúið, aðeins kostnað.

Theódór Norðkvist, 8.2.2013 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 242984

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband