Fum og fúsk Framsóknarflokksins

Svo virðist að Sigmundur Davíð annað hvort viti ekki eða vill ekki vita um upphaf verðtrygginga lána á Íslandi. Það var Ólafur Jóhannesson sem hafði frumkvæði að því sem forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins að á árinu 1979 voru sett sérstök lög um verðtryggingu og lánskjaravísitölu.

Í allri bankastarfsemi í heiminum er reynt að hafa það fyrirkomulag að útlánavextir séu breytilegir þannig að þeir „elti“ dýrtíðina. Á Íslandi var lengi vel n.k. „þjóðaríþrótt“ að fara í banka og fá lán á föstum vöxtum. Útgerðarmenn voru snillingar í að fá slík lán og grenjuðu út gengisfellingar til að hækka afurðaverð og lækka þannig skuldir. Lánshæfni bankanna var takmarkað og voru þúsundir dæma um mismunun um hverjir fengu lán og hverjir ekki.

Með „Ólafslögum“ eins og þessi lög hafa oftast verið síðan nefnd, var reynt að koma á móts við sparifjáreigendur sem sáu inneignir sínar bókstaflega gufa upp í braski þeirra sem sóttu hvað mest í að fá lán.

Þrjú ríki heims hafa þetta fyrirkomulag að lán séu verðtryggð. Þessi ríki auk Íslands eru Brasilía og Ísrael. Þessi þrjú ríki eiga það sameignlegt að sitja uppi með handónýtan gjaldmiðil. Reyndar höfum við setið uppi með handónýtan gjaldmiðil mun lengur en frá 1979, eða frá því að skilið var milli íslensku og dönsku krónunnar fyrir rúmum 90 árum. Er kannski meginskýringin að við kunnum ekki að stýra þessum málum?

Sigmundur Davíð hreykir sér af því að vilja afnema verðtryggingu eða takmarka hana. Það er ekki auðvelt og snemma á árinu 2009 kom þessi hugmynd fram. En þá voru það lífeyrissjóðirnir og bankakerfið sem öll útistandandi lán voru meira og minna tengd þessu fyrirkomulagi. Það er ekki auðvelt að gjörbreyta einhverju sem einu sinni hefur verið komið á.

Auðvitað væri farsælasta lausnin að lán séu með breytilegum vöxtum þannig að vaxtakjör aðlagast dýrtíðinni. En það þarf mun meira átak að koma böndum á óhóflega þenslu og eftirspurn eftir vöru og þjónustu sem sprengir upp verð. Hagvöxtur sem er hærri en náttúrulegi arðurinn er væntanlega sýnd veiði en ekki gefin. Þar kann að hafa verið tekið meira frá náttúrunni en hún er tilbúin að gefa af sér.

Er hugmynd núverandi formanns Framsóknarflokksins fum og fúsk?

Alla vega eru hugmyndir Sigmundar Davíðs lúmskulega settar fram í aðdraganda kosninga. Nú 10 vikum fyrir kosningar á t.d. að bjarga hag heimilanna!

Hefði Framsóknarflokkurinn ekki hamast gegn Icesave á sínum tíma og fengið gamlan framsóknarmann, Ólaf Ragnar í lið með sér að stoppa þessi Icesave lög, þá hefði þetta mál verið úr sögunni fyrir 3 árum með nánast nákvæmlega sömu niðurstöðu og nú. Innistæður eru nægar fyrir Icesave sem kannski var ekki alveg ljóst á sínum tíma - EN: við hefðum strax fengið betra lánshæfnimat, betri viðskiptakjör og hagstæðari vexti. Dregið hefði úr atvinnuleysi með vaxandi hagvexti. ALLT þetta hefði dregið úr dýrtíðinni og hagur okkur væri betri nú hefði þetta gengið eftir. Einnig hagur heimilanna.

Svo fullyrða menn eins og Sigmundur Davíð að ríkisstjórnin hafi ekkert gert!

Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur hefur reiknað út hvað töfin á Icesave kostaði okkur. Lágmark 60 milljarða en að öllum líkindum mun hærri fjárhæð.

Hverjum er þetta að þakka? Áróðursmeistara Framsóknarflokksins?

Er ekki oft flagð undir fögru skinni?

Góðar stundir en án Framsóknarflokksins í ríkisstjórn! Þangað á hann ekkert erindi, nema fyrir braskarana.


mbl.is Afnám verðtryggingar lykilatriði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú, þetta er rétt. það að semja ekki um málið er búið að kosta alveg gífurlega. það er búið að tefja endurreisn Íslands og í raun er óvíst til hvers þetta kann á endanum að leiða.

þetta tal Sigmundar núna um að jann ætli að fara að bjarga öllum og það bara frítt - allt bara lýðskrum sem hann hefur ekki hugsað einn sentímeter fram fyrir nefn sitt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.2.2013 kl. 12:37

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ólafs Ragnars verður sennilega minnst sem „dýrasta“ forseta landsins.  Þettya Icesave mál var flutt meira á tilfinninganótunum en með skynsamlegum rökræðum. Ekkert var unnt að sýna fram á hvernig bankarnir höfðu starfað og hvernig allar þessar skuldbindingar voru til komnar. Menn vísuðu á glannalega yfirlýsingu Davíðs Oddssonar um að við borgum ekki skuldir óreiðumanna. Þá hafði hann nýverið tæmt gjaldeyrisforða landsins í hendurnar á þessum sömu óreiðumönnum, annað hvort með engum veðum eða tryggingum eða þá mjög lélegum og ófullnægjandi.

Við höfðum allt að vinna að ná samningum í gegn til að fá fyrirgreiðslu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og koma efnahagslífinu af stað. En það var allt gert til þess að berjast gegn skynsamlegustu lausninni sem hefði að öllum líkindum orðið praktískari og ódýrari.

Við megum ekki gleyma að þorri stjórnarandstöðunnar er fulltrúi braskaranna og óreiðumannanna sem komu okkur í þetta þrot á sínum tíma. Nú er ljóst að þeir höfðu forseta lýðveldisins í vasanum og nú kemur það sennilega betur í ljós hvað „gamli framsóknarmaðurinn“ Ólafur Ragnar gerir eftir kosningar. Að öllum líkindum er hann aftur orðinn „Frammari“ en margt bendir til þess.

Guðjón Sigþór Jensson, 11.2.2013 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 242965

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband