Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
4.2.2013 | 16:40
Hákarlaveiðar
Þá er komið að því að Sérstakur saksóknari gefi ákærur út á hvern hákarlinn á fætur öðrum. Ákæran er fremur stutt eða einungis 4 síður mun styttri og gagnorðari en gegn Sigurði Einarssyni & Co hérna um árið og illa gekk að fá hingað til lands til að standa reikningsskap gerða sinna.
Nú er komið að Bjarna Ármannssyni þeim sama og spyrti saman fjárfestingarbanka og viðskiptabanka sem að sögn kunnáttumanna í bankamálum gangi ekki upp vegna þess hve eðli þessara mismunandi banka er ólík. En kannski að sameining Fjárfestingabankans þar sem Bjarni var fyrst bankastjóri og Íslandsbanka sem var viðskiptabanki og fyrri bankastjórar hraktir frá störfum.
Vonandi gengur Sérstökum hákarlaveiðarnar vel asð veiða í net réttvísinnar. Oft er þörf en nú nauðsyn.
Góðar stundir!
![]() |
Bjarni ákærður fyrir röng skattframtöl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.2.2013 | 12:22
Konungsríki fyrir hest!
Einhver versti konungur Breta var Ríkharður 3. Í hinstu orrustunni var augljóst hver endalokin yrðu. Þá átti hann á flóttanum að hafa kallað: Konungsríki fyrir hest! en í leikriti Shakespeares er þetta einn af hápunktum verksins.
Fróðlegt er að vísindamenn hafi fundið líkamsleifar konungs þessa og að gamlar sögusagnir séu staðfestar.
Góðar stundir!
![]() |
Ríkharður III. er fundinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.2.2013 | 12:16
Vansæmandi hegðun
Ekkert afsakar hegðun sem þessa. Starfsmenn á Keflavíkurflugvelli vinna sín störf eins og þeim er lagt fyrir.
Síðast þegar eg fór til útlanda með konu minni þá vorum við með 3 fremur litlar töskur. Í minnstu töskunni voru íslensk matvæli á borð við reyktan lax, frosnar rækjur og kavíartúpa sem er vinsælt að fá meðal vina og ættingja erlendis. Þar sem aðeins er heimilt að innrita eina tösku í flugafgreiðslu var okkur ráðlagt að taka minnstu töskuna sem handfarangur sem við gerðum. Við skönnun komu kavíartúpurnar í ljós og voru þær gerðar upptækar þar eð fræðilega mögulegt er að skipta um innihald þeirra. Við sögðum ekkert, vorum að hugsa um að eta eitthvað af kavíarnum en hættum við þar sem stórneysla kavíars getur haft óþægileg áhrif þegar hans er neytt eingöngu.
Áfram héldum við enda voru eftirlitsmenn að framkvæma fyrirmæli sem munu vera upprunnin í BNA. En mikið fannst okkur furðulegt að samskonar kavíartúpur mátti kaupa á uppsprengdu verði í einni búðinni og auglýsir sig sem duty free!
Þeir sem ekki eru tilbúnir að sýna tilhlýðilega framkomu eins og ekki geta setið á sér að vera fullir á leiðinni í flug, ættu að sitja á strákum sínum. Að öðrum kosti að halda sig heima og fara hvergi eins og Gunnar á Hlíðarenda.
Góðar stundir!
![]() |
Meinað að fara um borð vegna óláta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.2.2013 | 21:55
Árni Páll fer vel af stað
Óhætt má segja að Árni Páll fari vel af stað. Hann kemur á óvart og væntanlega má búast við mörgum góðum tillögum frá honum til að tryggja jöfnuð og gott ástand í xsamfélaginu.
Við erum enn í sárum eftir vægast sagt ömurlegan viðskilnað Frjálshyggjunnar í efnahagsmálum þjóðarinnar. Þessi ríkisstjórn hefur ekki átt neitt sældarbrauð að njóta að stýra landi og þjóð gegnum hvert gjörningaveðrið á fætur öðru. Meira að segja forsetinn á Bessastöðum breytti embætti sínu í skotgrafir!
Nú er framtíðin að móta nýtt samfélag úr þeim rústum sem Frjálshyggjan skildi eftir sig. Samfylkingin og VG hafa unnið stórmerkilegt starf.
Góðar stundir!
![]() |
Kyrrstaða er ekki valkostur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.1.2013 | 17:15
Hver bætir tjón ef vatnsleiðslan hefði rofnað?
Eins og segir í fréttinni fór þetta óhapp betur en á horfðist. Hver væri bótaréttur OR gagnvart annars vegar tryggingafélagi bílsins ef vatnsleiðslan hefði rofnað og eins gagnvart viðskiptavinum sínum ef þeir gætu sýnt fram á tjón vegna skorts á vatni?
Þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að skoða. Þessi vatnsleiðsla er ein sú mikilvægasta þó svo að OR fær heitt vatn einnig frá höfuðborgarsvæðinu einkum Mosfellsbæ og sennilega er heitt vatn byrjað að renna frá Hellisheiðarvirkjun að einhverju leyti.
Þetta mál þarf að skoða og gera viðhlítandi ráðstafanir. Væri t.d. þörf á að setja vegrið meðfram veginum eða jafnvel færa annað hvort veginn eða byggja nýja leiðslu fjær veginum? Sennilega væri vegrið ódýrari kostur og hefði auk þess í för með sér að ekki sé ekið af veginum t.d. á vélsleðum undir leiðsluna.
Góðar stundir.
![]() |
Hurð skall nærri hælum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2013 | 23:17
Draugagangur verði endanlega kveðinn niður
Icesave draugurinn hefur verið ein aðalpersónan í íslenskri pólitík eftir hrunið. Ríkisstjórn Geirs Haarde samþykkti fyrsta Icesavesamninginn 11.10.2008 sem hefur verið n.k. ígildi Írafells-Móra síðan. Ófáir hafa óttast Móra þennan, uppvakning sem hefur fylgt þjóðinni sem mara frá hruninu mikla þegar braskarar í boði Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks skildu allt eftir í rúst.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur unnið þrekvirki að koma efnahagsmálum þjóðarinnar aftur í rétt horf. En sumir stjórnmálamenn með einkum forystusauði Framsóknarflokksins hafa reynt að halda lífi í Írafells-Móra til að hræða líftóruna úr íslensku þjóðinni. Það er nefnilega svo að auðugasti þingmaður sem nú situr Alþingi Íslendinga er einmitt formaður Framsóknarflokksins. Bandalag hans við gamlan framsóknarmann sem nú situr á Bessastöðum virðist hafa borið mikinn ávöxt. Þeir hafa verið ótrúlega samstíga að ætla mætti að sami maður stýri forsetavaldinu og hinum gamaldags Framsóknarflokki.
Það hafa verið lögð stórgrýti á veg þjóðarinnar að betri framtíð. Við gátum fyrir þremur árum fengið mun betri viðskiptakjör ef þetta Icesave hefði verið látið tilheyra sögunni eins og tækifæri þá gafst. Þá hefðu vextir verið lægri, hagvöxtur í landinu meiri sem og erlend fjárfesting. Dregið hefði verið mun hraðar úr atvinnuleysi og allt samfélagið komist fyrr út úr kreppunni. En þetta hentaði ekki framsóknarmönnunum. Þeir vildu kreppuna áfram þrátt fyrir harmakvein heimilanna svo þeir gætu fært sér betur í nyt þau tækifæri sem síðar kynnu að koma þeim í hendur.
Auk þessa legg eg til að þessi steinrunni og margspillti valdaklíkuflokkur Framsókn verði lagður niður, rétt eins og Karþagó forðum daga!
Góðar stundir!
![]() |
Óskar Íslendingum til hamingju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2013 | 22:50
Svo þetta var bara prump?
![]() |
Ekkert vantraust frá Framsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2013 | 12:09
Blaður um draugagang í gömlum blaðamanni
Ósköp er Óli Björn Kárason seinheppinn. Hann virðist ekki átta sig á því að þessa niðurstöðu í Icesave málinu mátti fá þegar fyrir 3 árum. Allar skuldbindingar gagnvart Icesave munu vera uppfylltar, staðreynd sem sjá mátti fyrir að yrði áður en langt um líður.
Enn er tilraun gerð til að efna til að vekja upp gamaln draug. Þennan draug hugði íslenska ríkisstjórnin kveða niður 11.10.2008 með fyrsta samkomulaginu um Icesave. Við síðari samninga um Icesave kom í ljós, að bjartsýni mætti viðhafa gagnvart eignasafni þrotabús Landsbankans. Útistandandi kröfur hafa endurheimst jafnvel betur en björtustu vonir voru fyrir 3 árum þegar reynt var öðru sinni að kveða Icesave drauginn niður.
Og nú reynir fyrst Sigmundur Davíð og nú Óli Björn Kárason að viðhalda draugatrú Íslendinga.
Icesave draugurinn virðist hafa haft mun meiri áhrif en sjálfur Írafells-Móri. Það virðist vera gjörsamlega vonlaust að leiða þessa draugatrúarmenn fyrir sjónir að draugur þessi er ekki lengur til og hefur í raun aldreri verið til. Enn ætlar þeir félagar að halda við draugatrúnni.
Draugar og vofur sem skelfa heiminn er eins og hvert annað blaður úr fortíðinni sem er nútímafólki til vansæmdar. og það er illur leikur að reyna að hræða fólk og það jafnvel um hábjartan daginn.
Þessi blaðamaður á ekkert erindi á Alþingi. Við höfum enga þörf fyrir draugatrúarmönnum!
Góðar stundir en án drauga!
![]() |
Opnað fyrir nýtt Icesave og tímasprengja tengd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2013 | 23:16
Hvernig á að skilja þetta?
Annað hvort er eitthvað bogið við fréttaflutninginn eða hef eg misskilið eitthvað um ummæli svonefndan forseta: að láta eigi bankastofnanir fara í þrot en ekki halda þeim á floti á kostnað almennings.
Sé rétt eftir forseta þessum þá botna eg hvorki upp né niður.
Fleiri en eg hafa efasemdir um inngrip forseta þessa inn í söguna:
Ice save: Tafirnar hafa kostað þjóðarbúið mikið
Slóðin er:
http://gudmundsson.blog.is/blog/bjorgvin_gudmundsson/entry/1279839/
Góðar stundir!
![]() |
Forsetinn vekur heimsathygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.1.2013 | 23:05
Skógrækt áfram!
Auðvitað ber að halda áfram því farsælda starfi á sviði skógræktar sem hófst í Heiðmörk árið 1949 með undraverðum árangri. Í Ársriti Skógræktarfélags Íslands 1975 var dregið saman sögulegt yfirlit 25 ára skógræktar í Heiðmörku. Þar kemur fram að árangur hafi farið fram úr vonum. Síðan eru liðin 37 ár og við getum staðfest sem njótum þess að ganga um göngustígana þar að þetta hafi verið mikil framsýni.
Skógrækt er það sem á að vera markmið allra Íslendinga: Að bæta landið gæði þess og verðmæti!
Við eigum að koma okkur sem víðast skóglendi: til skjóls, til verndar öðru lífi, til fegrunar landsins og ekki síst að auka verðmæti landsins!
Góðar stundir!
![]() |
Halda áfram skógrækt í Heiðmörk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar