Vansæmandi hegðun

Ekkert afsakar hegðun sem þessa. Starfsmenn á Keflavíkurflugvelli vinna sín störf eins og þeim er lagt fyrir.

Síðast þegar eg fór til útlanda með konu minni þá vorum við með 3 fremur litlar töskur. Í minnstu töskunni voru íslensk matvæli á borð við reyktan lax, frosnar rækjur og kavíartúpa sem er vinsælt að fá meðal vina og ættingja erlendis. Þar sem aðeins er heimilt að innrita eina tösku í flugafgreiðslu var okkur ráðlagt að taka minnstu töskuna sem handfarangur sem við gerðum. Við skönnun komu kavíartúpurnar í ljós og voru þær gerðar upptækar þar eð fræðilega mögulegt er að skipta um innihald þeirra. Við sögðum ekkert, vorum að hugsa um að eta eitthvað af kavíarnum en hættum við þar sem stórneysla kavíars getur haft óþægileg áhrif þegar hans er neytt eingöngu.

Áfram héldum við enda voru eftirlitsmenn að framkvæma fyrirmæli sem munu vera upprunnin í BNA. En mikið fannst okkur furðulegt að samskonar kavíartúpur mátti kaupa á uppsprengdu verði í einni búðinni og auglýsir sig sem „duty free“!

Þeir sem ekki eru tilbúnir að sýna tilhlýðilega framkomu eins og ekki geta setið á sér að vera fullir á leiðinni í flug, ættu að sitja á strákum sínum. Að öðrum kosti að halda sig heima og fara hvergi eins og Gunnar á Hlíðarenda.

Góðar stundir! 


mbl.is Meinað að fara um borð vegna óláta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 242983

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband