Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
6.9.2013 | 12:00
Í hvorn fótinn hyggst forsætisráðherrann stíga?
Ætla mætti að auðmaðurinn tími ekki að leita sér lækninga við þessu meini en velji fremur að vera eins sundurlaus og unnt er að hugsa sér.
Hvort þetta sé það sem koma skal, verður fróðlegt að fylgjast með.
Fótabúnaður Sigmundar vekur athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2013 | 21:40
Góð hugmynd
Gamalkunn aðferð er að safnast saman á Austurvelli og mótmæla einhverju sem ofarlega er á baugi. Nú er hvatt til að koma til að hvetja þingheim til dáða. Góð hugmynd en hversu árangursríkt það kann að vera, veður að koma í ljós.
Með hliðsjón af reynslu undanfarinna ára og jafnvel áratuga duga málaferli gegn stjórnvöldum ekki til ef vilji er fyrir hendi að knýja þau til efnda. Öryrkjabandalagið efndi tvívegis til málaferla gegn ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og vann í bæði skiptin. En sú ríkisstjórn virtist finna smugur til að koma sér frá efndum þrátt fyrir að fullyrt væri að mikið góðæri væri í landinu. En góðærið var fyrir raskarana, þá ríku og hátekjumennina auðvitað líka en aumkast var yfir þeim með því að lækka skattana og afnema eignaskattinn.
En öryrkjarnir og þeir sem minna mega sín gleymdust í góðærinu.
Boða til hvatningarfundar á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.9.2013 | 10:12
Skiljanleg sjónarmið
Hver vill kaupa landbúnaðarafurðir sem vitað er að hafa verið framleiddar við ófullnægjandi aðstæður? Langsamlega flestir bændur eru meðvitaðir um eins og vandaðir kaupmenn að þeir selja aðeins einu sinni gallaða vöru.
Sem neytandi vil eg ekki kaupa landbúnaðarvörur sem eg veit að eru framleiddar með þeim hugsunarhætti að framleiða meira að magni en gæðum. Því miður eru nokkrir skussar í landbúnaðinum sem eyðileggja markaðinn fyrir öðrum þar sem þeir hugsa meira um magnið en gæðin. Þeir reisa sér hurðarás um öxl, hafa allt of mikið af búfé sem þeir geta ekki undir neinum kringumstæðum sinnt eins og ber að vænta.
Ill meðferð á skepnum á ekki vera verðlaunuð með því að taka þessa skussa í sátt án þess að þeir hafi sinnt sínum skyldum gagnvart búsmala sínum og samfélaginu.
Þeir eiga að finna sér önnur verkefni sem þeir ráða betur við og eru ekki öðrum til vansa.
MS vill ekki mjólkina frá Brúarreykjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2013 | 08:10
Fyrstu skóladagarnir
Svo lengi sem eg man eftir hefur eftirspurn að taka sér far með strætisvögnum fyrstu skóladagana alltaf verið meiri en sætaframboð. En fljótlega dregur úr og fleiri nota aðra möguleika.Verst er þegar einn fer með einkabíl sem er það dýrasta fyrir hann sem einstakling og samfélagið allt.
Núverandi almenningsflutningakerfi er vanbúið undir núverandi kringumstæðum að mæta þessu álagi. Rekstaraðilinn sem rekur strætisvagnakerfið verður að miða rekstur sinn við að reka þjónustuna allt árið og þá er alltaf spurning hvernig unnt sé að mæta auknu álagi. Það hefur verið gert með stærri vögnum og fleiri svo lengi sem það er unnt.
Námsmenn eru mikilvægir viðskiptavinir Strætó og það þarf að gera þeim sem flestum mögulegt að nýta sér þjónustuna sem reynt er að hafa eins hagkvæma og unnt er.
Víða má bæta þjónustuna m.a. með því að stuðla betur að stundvísi vagnanna. Á þessu er mikill brestur m.a. vegna mikillrar umferðar á álagstímum. Þannig seinkar þeim vögnum mjög síðdegis sem leið eiga austur Miklubraut. Fyrir nokkrum árum var ráðin bót á þessu með lagningu sérstakrar akstursreinar fyrir Strætó í vestur átt. En svigrúmið er mjög lítið m.a. frá Stakkahlíð og vestur að Snorrabraut, nema með töluverðum tilfæringum sem íbúar nærliggjandi húsa verða sennilega ekki ánægðir með.
Þetta var því miður svona | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.9.2013 | 16:14
Niðurlæging í boði hægri aflanna
Einkavæðing bankanna á sínum tíma var óvenjulega brött. Hún var mjög óraunsæ og byggðist fyrst og fremst á draumórum hægri manna að hygla þeim sem betur mega sín. Ljóst er að gríðarleg breyting varð á samfélaginu og nú er komið að því sem afleiðing Frjálshyggjunnar: Stöðugt fjölgar þeim sem missa fæturnar í samfélaginu og þegar þeim tekst ekki að fá hvorki atvinnu, húsnæði, fæði og húsaskjól, þá reynir á samfélagsinnviðina. En þeir eru því miður á höndunum á hægri mönnum sem vilja skera sem mest niður og brjóta niður samfélagsþjónustuna enda er jhún tóm útgjöld að þeirra mati og engum arði skilar.
Að sækja sér hið daglega brauð til annarra er mörgum niðurlæging. Hollt er að minnast örlaga Bjarts í Sumarhúsum sem þótti vera sín versta niðurlæging að sækja sér súpudisk til fátækra verkafallsmanna. Þó hann hafði séð af jörð sinni sem hann hafði svo vel bætt á ýmsar lundir þá var missir hennar á nauðungaruppboðinu ekki svo mikil niðurlæging en að skerða kjör þeirra sem nánast ekkert höfðu.
Þetta íhald kaus 51% þjóðarinnar yfir sig og verði þessum 51% að góðu! Við hin 49% vildu kappkosta að byggja upp nýtt samfélag með nýrri stjórnarskrá og nútíma viðhorfum til landsstjórnar, m.a. með því að tengjast Evrópusambandin u og njóta þeirra borgaralegu réttinda og öryggis sem þar er að finna. Því kusum við aðra flokka en þessa afturhaldsmenn sem nú stjórna landi og lýð með ákaflega misjöfnum árangri. Við megum búast við því að stýft verði við trog það sem til skiptanna er enda hefur þessari ríkisstjórn tekist að glutra niður mikilsverðum tækifærum að bæta hag ríkissjóðs að um munar.
Ríkisstjórnin er fulltrúi skortsins sem því miður hefur allt of lengi sýnt alþýðu fólks á sér krumlurnar.
Verði þeim að góðu!
Utangarðsmenn aldrei fleiri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2013 | 14:16
Gleymdist hagræðingin og skuldir heimilanna?
Hvað á 300.000 manna þjóð að gera við allt of mikið af ráðherrum? Eitt af afrekum síðustu ríkisstjórnar var að fækka ráðherrum og sameina ráðuneyti.
Nú á að þenja allt út á nýjan leik og stórauka kostnað af nýjum ráðherrum til að treysta betur völdin. Í hvaða tilgangi var þetta annars gert?
Nýr ráðherra kynntur fljótlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.8.2013 | 18:07
Dokið!
Að fara út í einhliða hernaðaraðgerð getur endað í skelfilegri blindgötu. Þetta hefur margsinnis gerst og dæmin svo mörg að myndi æra óstöðugan að telja allt upp.
Það er mjög skynsamlegt af Obama að leggja ákvörðun um þetta fyrst fyrir bandaríska þingið. Á meðan tíminn líður getur komið fram nýjar upplýsingar sem máli kunna að skipta.
Allur hernaður er rándýr. Hver tilraun að finna friðsamlega lausn kostar aðeins brot af hernaðarbrjálæðinu. Allir tapa af því, hvort sem eru óbreyttir borar í því landi þar sem átök eru eða bandarískir skattgreiðendur.
Obama vill grípa til aðgerða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.8.2013 | 13:26
Skynsamlegt - en hvað með þarfagreiningu?
Stærri bílar eiga að vera utan húsagötur. Sá böggull fylgir skammrifi að við Þórsgötu eru tveir gististaðir, Hótel Odense á Þórsgötu 1 og Gistiheimilið Sunna í hinum enda götunnar og er við hornið Þórsgötu 26 og Njarðargötu. Að sækja farþega og fara með farþega á gististaði sem þessa er martröð.
Svipað ástand er við nokkra aðra gististaði í Reykjavík, Hótel Skjaldbreið á Laugavegi 16, Hótel Frón á Laugavegi 22 rétt ofan við Klapparstíg, Hótel Klöpp á horni Hverfisgötu og Klapparstíg, Hótel Plaza í Aðalstræti og Hótel Borg eru dæmi um gististaði þar sem ekki hefur verið hugsað um aðkomu hvorki stórra farþegabíla né annarra stærri bíla t.d. vegna aðfanga og aðra þjónustu. Annað hvort er umferð stærri bifreiða bönnuð eða ekki gert ráð fyrir að slíkar bifreiðar geti stoppað til affermingar eða fermingar.
Það gleymist því furðuoft þegar farið er í að veita leyfi til breytinga hvort sem er á húsum eða götum að sjá fyrir og gera ráð fyrir aðkomu þjónustu þessara gististaða. Og svo á að breyta Landsímahúsinu, byggja við og hefja rekstur gríðarstórs hótels. En aðkoma gesta og þjónustu virðist eiga að mæta afgangi og þetta mikilsverða atriði látið daga uppi milli vita án þess að viðhlítandi lausn sé fyrir hendi.
Þegar eg starfaði í Iðnskólanum í Reykjavík á sínum tíma ræddu arkitektarnir sem þar störfuðu á Hönnunarbraut og sumir starfa þar enn undir nýju heiti skólans, um þarfagreiningu. Þarfagreining var lykilorð í kennslunni þar sem mikil áhersla væri lögð á að væntanlegur hönnuður þyrfti fyrst að gera sér grein fyrir öllum þörfum áður en hannað er. Þarfagreining mætti sjálfsagt kenna stjórnmálamönnum sem koma til með að taka ákvarðanir. Ef þeim eru allar upplýsingar og þarfir kunnar, ættu þeir að geta tekið betri og vandaðri ákvarðanir.
Banna hópbifreiðar á Þórsgötu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.8.2013 | 12:40
Áróður eða upplýst umræða?
Það sem kemur frá konu þessari virðist vera eintóm upptalning af neikvæðum upplýsingum. Það er eins og ekki sé nein vonarglæta til hjá þessari bresku konu sem virðist ekki hafa upplifað neitt gott í vistinni hjá Evrópusambandinu.
Mjög líklegt er að Evrópusambandið taki breytingum. Þau ríki sem ekki geta uppfyllt Maastrickt sáttmálann, verður ýtt til hliðar en þau ríki þar sem opinber fjármál og efnahagur er rekinn með skynsemi, mun halda áfram.
Þegar Árni prófastur Þórarinsson sagði frá göllum illa innrættra Snæfellinga þá var fundið að því að nauðsynlegt væri að ýja einhverju góðu samanvið svo að innrætingin og áróðurinn gangi betur inn í fólk. Allir sem sýna skynsemi bíða átekta og vilja fá meira að heyra áður en úrskurður er kveðinn um gæði og galla.
Ljóst er að fjarri fer að Evrópusambandið sé gallalaust. En kostirnir eru margir og meira að segja mjög miklir. Þar byggist allt á því að stjórnmálamenn kunni að stýra landi og lýð með farsæld og varfærni. Það er því langt í land að núverandi og fyrrverandi stjórnmálamenn átti sig á þessu.
Góðar stundir.
Telur að ESB muni hrynja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.8.2013 | 16:41
Gefum orðið frjálst!
Jón Baldvin er fróður vel og kemur vel frá sér því sem hann veitir. Þó svo að honum hafi orðið á í messunni sem flestum dauðlegum mönnum þá ætti fólk að kunna að fyrirgefa, - enda sé ekki höggvið í sama knérunn að fornum sið.
Fyrirgefningin er einhver sú mesta náð sem hefur fylgt kristindómnum og verður vonandi stunduð svo lengi sem menningin lifir. Það er eins og það gleymist að ef beðist er fyrirgefningar og sá brotlegi hafi margsýnt sýnt iðrun og veitt syndaaflausn, - er þá réttlætanlegt að halda viðkomandi í banni um aldur og ævi? Sumir vilja telja að Jón Baldvin hafi gert jafnvel stærra axarskaft en gagnvart stúlkunni með því að draga Davíð Oddsson til valda á sínum tíma en alkunna er hvernig sú saga reyndist öll og endaði með skelfingu einkavæðingu bankanna.
En sjálfsagt á ekki að rifja slíkt upp í öðrum sóknum, nóg er nú orðið samt af vitleysunum og hremmingum af þeirra völdum.
Þess má geta að forsprakki einkavæðingar veður uppi eins og kommúnisminn og hefur sjaldan haft sig jafnmikið í frammi og einmitt nú. Hannes Hólmsteinn hefur verið hugmyndafræðingur og boðberi Frjálshyggjunnar á Íslandi. hann hefur dregið hingað til lands alls konar fræðimenn og faríséa í Frjálshyggjunni og ekki hefur verið amast við því. Alla vega ekki mikið ef vera kann nokkur andmæli frá okkur sem höfum haldið okkur á vinstri línunni í íslenskum stjórnmálum. Og sjálfsagt hefur enginn Íslendingur fyrr né síðar dregið nokkra þjóð jafn illa á asnaeyrunum og það sjaldgæfa eintak af Guðlaugsstaðakyninu.
Góðar stundir!
Félagsvísindasvið leggur ekki mat á deilurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 243600
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar