Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Raunsætt að meta framtíð áliðnaðar á Íslandi

Lengi vel var því haldið fram að Ísland væri fyrirheitna land álbræðslna. Nú er að koma á daginn hversu tæpt er að trúa á endalausan hagvöxt vegna áliðnaðar, nú er komið að endamörkunum.

Ljóst er að álfyrirtækin leiti hagkvæmustu lausna hvað sem gamaldags stjórnmálamönnum halda fram.

Nú „gleypa“ álbræðslurnar 3 um 70% af allri framleiddri raforku í landinu og til viðbótar tekur kínverska járnblendið um 10% til viðbótar. Fróðlegt væri að sjá tekjur Landsvirkjunar og annarra orkusölufyrirtækja á skiptingu tekna. Ekki er ólíklegt að einungis þriðjungur tekna þeirra komi frá stóriðjunni en hinir tveir þriðju hlutar frá almenningsveitunum.

Þegar álbræðsla Alkóa á Reyðarfirði opnaði, lokaði Alkóa tveim álbræðslum á Ítalíu. Ekki er ólíklegt að einhverntíma komi að því að öllum álbræðslunum á Íslandi verði lokað vegna óhagkvæmni við að flytja hráál langan veg og unnið ál langar leiðir þangað sem það verður unnið.

Reyðarfjarðarævintýrið varð okkur dýrkeypt reynsla ásamt bankaeinkavæðingunni. 


mbl.is Hvaða álver á Íslandi lokar fyrst?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðrétting

Sequoia sempervirens er skyld zypressum og er af þeirri ætt. Þessi hávaxna trjátegund hefur verið nefnd risafura á Íslandi þó svo að trjátegundin sé ekki af ætt furutegunda.

Furuættkvísin er nefnd pinus og strandfurunar eru til af ýmsum undirtegundum. Einna þekktust sem vex hér á landi er stafafura, pinus contorta sem vaxið hefur mjög vel hér á landi. 


mbl.is Hæstu tré heims í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Læra bændur af reynslunni?

Fyrrum var fremur nauðsyn en þörf bænda að reka sauðfé á afrétti. Margsinnis hefur léttúð í þá átt komið mörgum bændum í koll. Í byrjun september s.l. var eitt af þessum vetrarveðrum sem skyndilega skella á og Kári sýnir enga miskunn. Um 10.000 fjár draps eða var saknað. Þetta var samfélaginu dýrt, um 100 milljónum var varið til að bæta bændum tjón eða um 10.000 krónur á dilk. Í þeirri tölu var talinn ýms kostnaður við björgun.

Í dag er ekki þörf á að hafa meira en 350.000-400.000 ær á fóðrum á vetrum. Kjötframleiðsla á ekki að vera meiri en innanlandsmarkaðurinn þarfnast. Allt umfram er bruðl á landgæðum og tálvon um að geta fengið fyrir framleiðslukostnaði. Það er nefnilega svo að engin kjötframleiðsla er eins óhagkvæm og af sauðfé. 

Til þess að bændur geti staðist betur samkeppni, verða þeir að hagræða í rekstri sínum. Þeir eiga að lágmarka afföll og kosnað, sauðfjárhald ekki undanskilið.

Góðar stundir!  


mbl.is Bændur varaðir við norðanhvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

3ja flokks lögfræðingar?

Núverandi ríkisstjórn virðist byggja á eigin sjálfsblekkingum þar sem verið er að finna „óvini ríkisins“ m.a. í formi Evrópusambandsins. Ísland utan Evrópusambandsins verður auðveldari bráð fyrir kínverska auðvaldið, það er kannski markmið ríkisstjornarinnar að gera okkur háðari Kínverjum og hagsmunum þeirra. Tíbet var innlimað í Kína fyrir 60 árum. Ef við sitjum uppi með annað eins lið og nú myndar ríkisstjórnina, þá verður sennilega ekki langt í það að kínverskir hagsmunir hafi innlimað Ísland inn í valdakerfi sitt. Ætli mörgum kotbóndanum þætti þá ekki þröngt fyrir sínum dyrum?

 

Þessir forystusauðir ríkisstjórnarinnar hafa alls ekki kynnt sér nægjanlega stjórnskipunarrétt svo dæmi sé nefnt. Þrískipting ríkisvaldsins virðist vera sumum ráðherrum jafnfjarlægt og fjarlægustu sólkerfi. Þrígreining ríkisvaldsins gengur út á að hver þáttur virði ákvarðanir hinna þáttanna. Framkvæmdarvaldið hefur því miður verið allt of sterkt og seilist sífellt inn á valdssvið löggjafarvaldsins sem er líklega veikasti hlekkurinn í valdakerfi landsins.

 Þegar Sigurður Líndal var upp á sitt besta kvað hann eitt mikilvægasta hlutverk sitt að forða landi og lýð undan lélegum lögfræðingum. Þegar lögfræðingar treysta sér ekki  taka að sér málflutningsstörf, að stjórna fyrirtækjum né  ganga í þjónustu ríkisins, þá láta menn kjósa sig til Alþingis. Þetta kom fram hjá Sigurði veturinn 1972-73 í fyrirlestrum hans um almenna lögfræði.

Sigurður vildi skipta lögfræðingastéttinni í 3 hópa:

Bestu lögfræðingarnir helga sig málflutning og taka að að sér stjórn fyrirtækja.

Næst bestu ganga í opinbera þjónustu, gerast dómarar, sendiherrar, sýslumenn og lögfræðingar ýmissra stofnana.

Lökustu lögfræðingarnir taka sæti á Alþingi!

Svo mætti bæta fjórða hópnum við: þeir sem gera ekkert af framansögðu. 

Er sýn Sigurðar lögfræðiprófessors að sanna sig nú, rúmlega 4 áratugum síðar?


mbl.is Engin viðræðuslit án aðkomu Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kennarastarfið er erfitt og mjög vanmetið

Sú var tíðin að menntamálaráðherra sem þá var Sverrir Hermannsson hóf mikla herferð gegn kennurum. Sverrir þessi átti mikinn þátt í að gera hlutverk kennarans minna virði og smám saman varð kennarastarfið að kvennastétt með tilheyrandi launalækkun. Þetta var fyrir um 3 áratugum og enn er verið að höggva í sama knérunn, nú með óánægju einhvers sem ekki treystir sér að gefa upp hver hún sé í raun og veru.

Þess má geta að skólahald var lengi vel aðlagað störfum til sveita og svo var lengi einnig með Alþingi meðan það var setið af þingmönnum sem langflestir tóku starf sitt af alvöru. Þá voru laun þingmanna sambærileg við taxta verkamanna í Reykjavík. Nú virðist Alþingi vera meira og minna troðfullt af trúðum sem hver og einn vill lýsa yfir eigin ágæti. Og þeir eru nú á ágætislaunum.

Nú virðist vera í bígerð ný herferð gegn kennurum rétt eins og allar syndir heimsins sé þeim að kenna.

 


mbl.is „Allt of margir frídagar kennara“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kórvilla Gunnars utanríkisráðherra: grafið undan réttarríkinu

Greinilegt er að Gunnar utanríkisráðherra gerir sér ekki grein fyrir þrískiptingu ríkisvaldsins. Alþingi ályktaði á sínum tíma og samþykkt var að sækja um aðild að Evrópusambandinu. 

Nú telur hann sig hafa vald til að breyta ályktun Alþingis eftir eigin ákvörðun þó svo að hann sé einn sér einungis um 1.5% þingheims.

Mjög líklegt er að Gunnar treysti sér ekki að leggja fram nýja þingsályktun sem breytir fyrri ályktun þingsins sem samþykkt var fyrir um 4 árum. Margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru fylgendur aðildar að Evrópusambandinu og nægir þar að nefna þyngdarviktarmenn á borð við Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Vilhjálm Bjarnason.

Ótrúlegt er að þessir þingmenn láti ekki meira í sér heyra. Forysta Sjálfstæðisflokksins er reikul og ráðvillt og veit ekkert hvaða ákvörðun eigi að taka eftir að hafa verið dregin inn í ríkisstjórn lýðskrums og undarlegra stjórnarhátta sem miðast að því að grafa undan réttarríkinu.

En broskarlahátturinn í vor sem leið varð skynseminni yfirsterkari. 


mbl.is Telur álitið grafa undan stöðu Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varkárni er þörf!

Varkárni Ögmundar Jónassonar fyrrum innanríkisráðherra var fyrir borð fleygt, nú er annar stjórnarherra kominn sem vill gjarnan viðræður og jafnvel leyfa stórfelld kaup kínverskra aðila á landi.

Í þýska tímaritinu Der Spiegel 25.maí 2010 var grein um kínverska fjárfestingu. Þar kemur fram stórfelld áform Kínverja þar sem þeir huga að koma ár sinni betur fyrir borð, kaupa ódýrt hafnir, hráefni og aðrar auðlindir. Þessa grein ætti Hanna Birna að lesa gaumgæfilega áður en hún tekur afdrifaríkar ákvarðanir. 

Kínversk fjárfesting er á vegum kínverskra stjórnvalda, ekki einkaaðila þó svo að svo kann að vera að forminu til.

Ef Kínverjar vildu kaupa Þingvelli væri ábyggilega annað hljóð í strokknum en þeir eru að undirbúa stórtæka fjárfestingu hér og vilja gjarnan stefna að völdum hér og auknum umsvifum. Hljómar ekki betur: Made in Iceland en Made in China?

 


mbl.is Fundaði með fulltrúum Huangs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr ritstjóri

Þessi litli sæti páfagaukur væri tilvalinn ritsjóri Morgunblaðsins. Hann er að öllum líkindum hugmyndaríkur, úrræðagóður, sanngjarn og að öllum líkindum ódýr í rekstri.

Mikið myndi áskrifendum fjölga enda myndi Morgunblaðið verða fréttablað allra landsmanna, laust við hið pólitíska þras, slúður og ómerkilegheit.

Góðar stundir! 


mbl.is Páfagaukur í óskilum við Hádegismóa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grunnþjónustu vantar víðar

Víða mætti betur standa að undirbúningi við eflingu ferðaþjónustu. Einna mest hefur borið á byggingu gististaða en ferðastaðirnir sjálfir eru flestir eins og þeir hafa verið í áratugi. Bæði við Geysi og Gullfoss eru bílastæði of fá einkum fyrir hópferðabíla. Sama má segja um Þingvöll. Má geta þess að bílastæðin við Dettifoss eru bæði stærri og nýtískulegri.

Göngustígar hafa ekki verið endurnýjaðir nema að litlu leyti og þarf víða að leggja miklu meiri áherslu á að bæta úr.

Þá þarf að fjölga ferðamannastöðum. Ómar Ragnarsson  benti á sínum tíma á hve Eldvörpin á Reykjanesi hafi mikið gildi í þágu ferðaþjónustu. Ekkert hafa ferðamálayfirvöld gert í því að bæta aðstæður þar og væri það eðlilega eitt af forgangsverkefnum í ferðaþjónustunni. Kannski vakna menn við það að þar verði allt traðkað sem auðveldlega mætti koma í veg fyrir stígagerð og merkingum. Því miður hefur Reykjanesið verið vettvangur rányrkju á gufuorku og pólitíkusarnir vilja halda sinni stefnu á þeirri braut.

Í gær var hringt í mig og spurt hvort unnt væri að fá mig í ferð sem leiðumann. Auðvitað gekk það ekki þar sem eg er búinn að bóka mig fyrir löngu í ferðir. Greinilegt er að fjölga þarf fagfólki á öllum sviðum. Ella er hættan á fúski og láglaunastörfum fjölgi. 


mbl.is Óundirbúin fyrir fjöldann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað vakir fyrir Kínverjum?

Umsvif Kínverja eru einkennileg. Þeir virðast hafa meir áhuga fyrir að leggja undir sig heiminn en að taka til í eigin ranni.

Þess má geta að einbýlishús Ólafs Thors í Garðastræti var gert að höfuðstöðvum Vinnuveitendasambandsins á sínum tíma. Nú dugar það rétt fyrir umsvif kínverska viðskiptafulltrúans hér á landi. Og Kínverjar reka hér á landi eitt stærsta sendiráð i N-Evrópu hér með fjölmennari sendisveit en Bandaríkjamenn og Rússar til samans!

Mér finnst þessi umsvif tortryggilegri en Evrópusambandið en gagnvart því eigum við að setja skilyrði þar sem sjónarmið okkar og aðstæður vegna atvinnuhátta verði viðurkennd í einu og öllu.

Góðar stundir!


mbl.is Sóðalegt við sendiráð Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband