Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
14.7.2013 | 21:23
Kemur þetta okkur við?
Þegar einhver slasast í umferðinni þá er sá hinn sami ekki nafngreindur. Hvort Wessmann þessi hafi lent í slysi eða ekki kemur okkur venjulegum mörlanda akkúrat ekkert við.
Sumir þjóðfélagsþegnar eru ansi ýtnir að koma nafni sínu á framfæri. Hvort það sé til þess að skapa sér samúð eða e-ð skiptir okkur ekki neinu máli.
Vonandi verður þessi óheppni fljótur að ná sér en mættum við venjulegt fólk veigra okkur við að heyra öllu meira af frægu fólki.
Góðar stundir.
Róbert Wessman lenti í óhappi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.7.2013 | 23:20
Ekkert þarfara?
Faðma Fiat í Kringlunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.7.2013 | 09:30
Dýrustu dilkarnir
Ein heimskasta ákvörðun er að beita Almenninga. Þarna geta kindurnar ráfað eftirlitslausar um alla afrétti, engar hindranir eru að þær sæki í Þórsmörk og jafnvel Goðaland. Þessir gömlu afréttir eru þeir varhugaveðustu, erfiðustu til smölunar og mannfrekustu. Þannig var það talið dagsverk 18 manna að smala Almenninga forðum og bæta má þó nokkrum dögum við vegna Þórsmerkur og Goðalands séu heimtur slæmar.
Mjög sennilegt er að hvergi á landinu séu meiri afföll af fé og þarna innfrá enda hættur víða í snarbröttum móbergshálsum og hlíðum.
Hver á að borga smölun?
Mjög líklegt er að sauðfjárbændur þessir reyni að koma kostnaði yfir á sveitarfélagið fremur en að kosta sjálfir smölunina.
Talið er að dagsverkið sé líklega nálægt 15 þúsund krónum ef ekki meir. Það kostar því hátt í 400.000 að smala hvern dag. Þetta verða dýrustu dilkar í sögu Íslands.
Þá er eftir að meta þær gróðurskemmdir sem stafa af beitinni og við smölun.
Ekki ætla eg að kaupa lambakjöt frá bændum þessum enda eru þeir ekki meðvitaðir um hvað sé búskapur með umhverfismál í huga. Þetta er heimska og heimskuna virðist ekki vera unnt að lækna. Þessir bændur eru fastir í gamallri rómantík sem ekki er tengd neinum raunveruleika.
Umhugsunarvert er að sýslumaðurinn í Vík, Anna Birna Þráinsdóttir, virðist vera talsmaður þessarra umdeildu sauðfjáraðila sem beita vilja Almenninga. Er það hlutverk sýslumanns að grafa undan réttarríkinu? Almenningar eru ekki fýsilegt beitarland sökum viðkvæms gróðurs og mikils kostnaðar. Sauðfjárbændum ber að taka tillit til annarra hagsmunaaðilja í landinu og sýslumanninum í Vík einnig.
Bændur nýta beitarrétt við Þórsmörk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.7.2013 | 22:47
Breskir braskarabræður
Þessir Tchenguiz bræður munu Íslendingar ætið minnast sem einhverra gæfusnauðustu braskara sem hingað hafa komið. Þeir höfðu 46% af lánasafni Kaupþings, gríðarlegt fé sem nú mun vera að öllum líkindum með öllu glatað eða fyrirkomið í skattaparadísum fjarri íslenskum veruleika.
Það er ótrúlegt hve þessir menn gátu mjólkað íslenskt samfélag. Annar bræðranna var síbrosandi, var í stjórn Exista og sló um sig rétt eins og aðrir, Bakkabræður og fleiri frægir með endemum.
Það er sérkennilegt að formgalli í rannsókn breskra skattyfirvalda hafi gefið þeim tilefni að leggja fram himinháar skaðabótakröfur. Og að ráða sérstaka njósnara til að afla sönnunargagna gerir þetta eins og í bestu reyfurum sakamálabókmenntanna.
Brask er eitthvert auðvirðulegasta starf sem unnt er að hugsa sér. Að skilja eftir sig slóða vanefnda, blekkinga, svika og óreiðu virðist hafa verið n.k. stjórnenda Kaupþings banka. Þeir virðast hafa treyst viðskiptavinum sínum á borð við Robert Tch. og fleiri áþekkra.
Svona menn ættu að vera gerðir útlægir í venjulegu samfélagi og með öllu heimilt að koma hingað til lands nema greiða skuldir sínar.
Og það er ótrúlegt að Framsóknarflokkurinn virðist vera meira og minna eins og lifandi eftirmynd þessara skuggalegu manna. Á þeim bæ vilja menn ráða öllu og ráðstafa eignum og fé en þjóðin má borga brúsann.
Tchenguiz með ísraelska njósnara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.7.2013 | 21:54
Er forsetinn samkvæmur sjálfum sér?
Þau rök sem Ólafur Ragnar setur nú fram um að verða ekki við áskorun 15% þjóðarinnar, gæti hann alveg eins geta sett fram við milliríkjasamningana sem kenndir voru við Icesave.
Því miður var það mal allt sett í einhvern tilfinningaríkan táradal sem nú fyrir löngu er vitað að frestaði einungis endurreisn samfélagsins. Sú ákvörðun féll ákaflega vel að sjónarmiðum Sigmundar Davíðs sem gerðist hvoru tveggja í senn, einn yfirlýsingaglaðasti þingmaðurinn og síðar brattasti kosningaloforðamaðurinn sem minnir óneitanlega á Silvío Berlúskóní.
Eg hefi oft verið að velta fyrir mér hvort Sigmundur Davíð hafi Ólaf Ragnar í vasanum eða Ólafur Ragnar Sigmund í vasanum. Óneitanlega er mjög áberandi hversu samtvinnað starf þeirra er. Ólafur Ragnar gerir allt sem kemur Sigmundi að gagni en öðrum stjórnmálamönnum að sem mesta ógagni.
Ljóst er að sterkasta stjórnarandstaða ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur sat hvergi annars staðar nema á Bessastöðum.
Nú hefur forsetinn dregið í land í landsföðurslegum ákvörðunum sínum. Meðan ríkisstjórn Jóhönnu sat, var hvert tækifæri notað til að grafa undan þeirri stjórn undir forystu þeirra félaga Ólafs Ragnars og Sigmundar.
Við sem töldum að veiðileyfigjald sé jafnmikilvægt samfélaginu rétt eins og aðrar skyldur og skattar samfélagsþegna, erum mjög ósátt við ákvörðun Ólafs Ragnars í dag. Hann er greinilega eins og hver annar hagsmunaaðili samfélagsins til verndar þeim sem betur mega sín. Kvótabraskarar gerðu kvótann að verslunarvöru og meira að segja að féþúfu í eigin þágu. Þeir skyldu sum sveitarfélög á vergangi og töldu sig engu þurfa til þess að svara. Aðalatriðið' var að græða og græða mikið.
Veiðigjaldið var að flestra ályti hóflegt afgjald enda væri kominn tími til að útgerðin legði eitthvað af mörkum til samfélagsins fyrir afnot af þeim náttúruauðlindum sem þjóðin á sameiginlega. Veiðigjaldið miðaðist við afkomu en var ekki hugsað sem flatur skattur eins og íhaldsmenn vilja gjarnan. Því miður er svo að kvótaeigendur telja sig eiga þennan rétt ekki sem afnotarétt heldur sem beina eign sem þeir hafa greitt hverjum öðrum fyrir. En í mörgum tilfellum var verið að koma arðinum af útgerðinni í vasa vina og vandamanna eins og mörg dæmi eru um.
Ólafur Ragnar hefur í dag gengið erinda LÍÚ. Hann getur varla talist forseti allrar þjóðarinnar öllu lengur.
Mjög líklegt er að settar verði fram kröfur um að hann segi af sér áður en kjörtími hans er úti um mitt ár 2016. Við eigum kröfu á að hafa forseta sem hlustar og ígrundar á sjónarmið 15% atkvæðisbærra Íslendinga. Okkur varðar lítt um eigingjörn sjónarmið auðmanna sem ætíð hafa kappkostað að koma sér undan að taka þáttí þjóðfélagsrekstrinum.
Hvetur til varanlegrar sáttar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.7.2013 | 21:59
Fúsk eða fagleg umfjöllun?
Ljóst er að Guðmundur Bjarnason kemur að þessu máli sem stjórnmálamaður án þess að hann hafi neinar faglegar forsendur að fjalla um þessi mál sem sérfræðingur. Framsóknarflokkurinn hefur lengi fúskað í ýmsu varðandi mikilsverð málefni og þar hefur verið teflt jafnvel fúskurum fremur en fagmönnum á sviði þeirra mála sem flokkur þessi vill þó hafa stjórn á. En hann vill skjóta sér undan ábyrgð.
Guðmundur segir í yfirlýsingu sinni:
Bankarnir óðu hins vegar hömlulaust inn á markaðinn með 90% og síðar allt að 100% lán án skilyrða eða takmarkana. Hvorki var kaup eða bygging íbúðar forsenda lánveitinga né nokkurt hámark á lánveitingum.
Furðulegt má telja að þessi maður sem var einn af æðstu stjórnmálamönnum landsins og innvígður í Framsóknarflokknum sem á þessum tíma lofaði 110% lánum skuli nú koma með þá yfirlýsingu að bankarnir báru ábyrgð á því sem vitleysisgangur Framsóknarflokksins bauð þjóðinni!
Greinilegt er að Guðmundur á erfitt með að verja hendur sínar. Fúskið í fjármálum er því miður allt of alvarlegt að unnt sé að taka sjónarmið hans alvarlega. Þessi maður ætti að skoða betur hverju þessi vægast sagt einkennilegi flokkur lofaði kjósendum! Og hann skal standa við öll þau loforð ellegar að öðrum kosti hundur heita!
Þetta er flokkurinn sem afhenti ríkisbankana ábyrðgarlausum áhættusæknum ævintýramönnum sem einskis svifust og skildu þjóðina eftir á barmi þjóðargjaldþrots. Það var visntri stjórn sem kom landi og lýð frá þessum vanda sem Framsóknarflokkurinn vill nú mikla sig af.
Því miður hafa allt of margir fallið í þá freistni að velja fúskara fremur en ábyrga fagmenn til ábyrgðar.
Framsóknarflokkurinn er greinilega flokkur fúskara og fagurgala. Því miður telja þeir sig vera með öllu ábyrgðarlausa og hafna yfir gagnrýni með því að gefa út háfleyg kosningaloforð sem ljóst er að verða aldrei efnd.
Segir skýrsluna fulla af slúðri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.7.2013 kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.7.2013 | 18:54
Aðgengi að upplýsingum
Meginregla upplýsingalaga er sú, að sérhver borgari getur krafist þess að fá upplýsingar sem varða hann.
Hér er um söfnun upplýsinga sem kunna að teljast þess eðlis að ekki beri að veita aðgang að þeim. Hér þarf að setja fram mjög skýrar reglur hvernig haga beri öflun upplýsinga, tilgangi söfnunar, skráningu þeirra, varðveislu og hverjir hafi aðgang að þeim. Í hvaða tilfellum ber að halda slíkum upplýsingum og skýrslum leyndum og hversu lengi á að halda þeirri leynd?
Hægri menn vilja hafa sem frjálsastar hendur um öflun og skráningu upplýsinga, sérstaklega um andstæðinga þeirra. Þeir vilja einnig tryggja að aðgengi þessara upplýsinga sem minnsta og að einungis fáir eigi aðgang að þeim. Með vinstri mönnum er þessu öfugt farið: Þar vilja menn hafa reglurnar sem skýrastar þar sem heimildir fyrir öflun og skráningu upplýsinga sé í samræmi við lö-g og reglur.
Þar sem þarna er um mjög grátt svæði ber að fara varlega. Það er óþægilegt fyrir almennan borgara að verið sé að fylgjast með öllu sem hann kemur nálægt, skrá upplýsingar en leyna öllu eins og um brotamann af versta tagi kann að ræða. Þetta tíðkast í löndum þar sem yfirvöld telja sig hafa frjálsar hendur að ákveða hverjir séu persona non grata, þ.e. njóta ekki borgaralegra réttinda.
Við erum í töluverðri hættu að teljast til slíkra landa ef aðgangur að opinberum upplýsingum er heftur.
Það er því fagnaðarefni að Úrskurðarnefnd um upplýsingarmál hafi ljáð máls á því að Eva Hauksdóttir fái aðgang að upplýsingum sem varðar hana.
Eva fær aðgang að skýrslunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.7.2013 | 07:27
Fyrir löngu tímabært
Skjól af skógi er fyrir löngu þekkt. Auðvitað átti fyrir löngu að vera búið að planta trjám meðfram vegum þar sem vindur hamlar öryggi í samgöngum. En nú þarf að byrja sem fyrst.
Þekktir staðir eru á Snæfellsnesi, undir Hafnarfjalli í Melasveit, á Kjalarnesi, undir Eyjafjöllum og Öræfajökli og í Hamarsfirði rétt hjá Djúpavogi. Þar var eg veðurtepptur í um 4-5 klukkutíma með ferðahóp í fyrrasumar.
Nú hefur þegar verið byrjað á þessu starfi í Melasveit en það er alltof veigalítið, örmjótt skjólbelti sem eitt sér gerir ekkert gagn.
Vilja trjábelti á Kjalarnesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.6.2013 | 16:47
Ótrúlegt!
Þegar slys verða þá er spurt: mátti koma í veg fyrir slysið?
Í þessu tilfelli er ung stúlka við vinnu við vægast sagt mjög krítískar og hættulegar aðstæður. Þarna hefðu vanir menn að öllum líkindum séð betur fyrir hvernig átti að standa að þessu verki.
Fram kemur að leiðbeiningar hafi stúlkan ekki fengið nema mjög almennar. Þarna hefur upplýsingaskylda og að öllum líkindum góð verkstjórn brugðist.
Alvarleg slys eru dapurleg.
Þetta er ekki eina alvarlega slysið sem verður í álbræðslu á Íslandi og kemst í fréttir. Fyrir nokkrum árum varð slys í álbræðslunni á Grundartanga þar sem þungt stykki féll á starfsmann. Starfsfélagi hans brást við og slasaðist við björgunarstörfin. Bæði fyrirtækið og tryggingafélagið neita bótaábyrgð eins og í þessu tilfelli. Það er umhugsunarvert hvernig hugsunarháttur stjórnenda þesara fyrirtækja er gagnvart slösuðum starfsmönnum. Flestir myndu samþykkja bótaskyldu og bæta fyrir líkamstjón og tekjutap.
Er kannski svo komið hjá þessum álfyrirtækjum að ekki megi undir neinum kringumstæðum reikna með neinum útgjöldum vegna slysa?
Þess má geta að á sínum tíma voru öryggismál í ábræðslunni í Straumsvík til fyrirmyndar hér á landi. Þar á bæ var einna fyrst lögð gríðarleg áhersla á slysavörnum og tryggja sem best öryggi starfsmanna, m.a. með notkun öryggishjálma. Er orðin breyting með nýjum eigendum?
Vann málið gegn Alcan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.6.2013 | 16:27
Hvað er sjálfsvörn?
Eitthvað er bogið við fréttina.
Sjálfsvörn má aðeins beita með sams konar aðferðum og yfirvofandi árás er framkvæmd með. Að skjóta mann með byssu þegar ráðist er á hann, getur varla verið sjálfsvörn nema sá drepni hafi einnig verið vopnaður og gert sig líklegan að verða fyrri til.
Í öllum réttarríkjum eru gerðar miklar kröfur til sönnunar og sérstaklega hugað að hvort sjálfsvörn sé raunveruleg. Það er alveg ljóst að beita byssu við að drepa annan getur varla verið sjálfsvörn hafi hinn ekki beitt neinum vopnum. Það er nefnilega auðveld skýring á ólöglegu athæfi að bera sig sjálfsvörn þegar slíkt hefur ekki átt sér stað.
Íslenskir dómstólar viðurkenna ákaflega sjaldan sjálfsvörn í árásarmálum.
Myrti unglingsdreng í sjálfsvörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 8
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 243610
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar