Fúsk eða fagleg umfjöllun?

Ljóst er að Guðmundur Bjarnason kemur að þessu máli sem stjórnmálamaður án þess að hann hafi neinar faglegar forsendur að fjalla um þessi mál sem sérfræðingur. Framsóknarflokkurinn hefur lengi fúskað í ýmsu varðandi mikilsverð málefni og þar hefur verið teflt jafnvel fúskurum fremur en fagmönnum á sviði þeirra mála sem flokkur þessi vill þó hafa stjórn á. En hann vill skjóta sér undan ábyrgð.

Guðmundur segir í yfirlýsingu sinni:

„Bankarnir óðu hins vegar hömlulaust inn á markaðinn með 90% og síðar allt að 100% lán án skilyrða eða takmarkana. Hvorki var kaup eða bygging íbúðar forsenda lánveitinga né nokkurt hámark á lánveitingum“.

Furðulegt má telja að þessi maður sem var einn af æðstu stjórnmálamönnum landsins og innvígður í Framsóknarflokknum sem á þessum tíma lofaði 110% lánum skuli nú koma með þá yfirlýsingu að bankarnir báru ábyrgð á því sem vitleysisgangur Framsóknarflokksins bauð þjóðinni!

Greinilegt er að Guðmundur á erfitt með að verja hendur sínar. Fúskið í fjármálum er því miður allt of alvarlegt að unnt sé að taka sjónarmið hans alvarlega. Þessi maður ætti að skoða betur hverju þessi vægast sagt einkennilegi flokkur lofaði kjósendum! Og hann skal standa við öll þau loforð ellegar að öðrum kosti hundur heita!

Þetta er flokkurinn sem afhenti ríkisbankana ábyrðgarlausum áhættusæknum ævintýramönnum sem einskis svifust og skildu þjóðina eftir á barmi þjóðargjaldþrots. Það var visntri stjórn sem kom landi og lýð frá þessum vanda sem Framsóknarflokkurinn vill nú mikla sig af.

Því miður hafa allt of margir fallið í þá freistni að velja fúskara fremur en ábyrga fagmenn til ábyrgðar.

Framsóknarflokkurinn er greinilega flokkur fúskara og fagurgala. Því miður telja þeir sig vera með öllu ábyrgðarlausa og hafna yfir gagnrýni með því að gefa út háfleyg kosningaloforð sem ljóst er að verða aldrei efnd.

 

 


mbl.is Segir skýrsluna fulla af slúðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Dellan sem vellur upp úr Guðmundi Bjarnasyni vegna skýrslunnar er slík, að Framsóknarflokkur nútímans ætti að útiloka þetta skoffín um aldur og ævi frá allri þátttöku í félagsstarfi flokksins. Hleypa honum ekki einu sinni inn í starf eldri Framsóknarmanna. Ekki einu sinni Framsóknarvist! Þvílíkur déskotans hroki, þvílík déskotans blinda á eigið vanhæfi. Guðmundur Bjarnason, Hallur Magnússonog allir þeir sem ráðnir voru af Framsóknarbullum, meðmæltum af hópi samflokksfélaga og óhæfra stjórnmálamanna fyrirkreppustjórnanna tveggja ættu hreinlega að grjóthalda kjafti þessa dagana og ekki svo mikið sem láta frá sér hið minnsta "píp" á meðan þessi snarbilaða þjóð reynir að gleyma aumingjaskap þeirra og vanhæfi til flestallra verka, sem þeir voru ráðnir til af sannarlega pólitískum ástæðum. Hallur og Guðmundur teljast þessa dagana einhverjar aumkunnarverðuustu druslur sem uppi hafa dagað úr hendi gamla framsóknarflokksins og ættu að snarhalda kjafti, svo ekki fari ver en þegar er orðið þeirra orðspor.

Halldór Egill Guðnason, 9.7.2013 kl. 03:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 242837

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband