Niðurlæging í boði hægri aflanna

Einkavæðing bankanna á sínum tíma var óvenjulega brött. Hún var mjög óraunsæ og byggðist fyrst og fremst á draumórum hægri manna að hygla þeim sem betur mega sín. Ljóst er að gríðarleg breyting varð á samfélaginu og nú er komið að því sem afleiðing Frjálshyggjunnar: Stöðugt fjölgar þeim sem missa fæturnar í samfélaginu og þegar þeim tekst ekki að fá hvorki atvinnu, húsnæði, fæði og húsaskjól, þá reynir á samfélagsinnviðina. En þeir eru því miður á höndunum á hægri mönnum  sem vilja skera sem mest niður og brjóta niður samfélagsþjónustuna enda er jhún tóm útgjöld að þeirra mati og engum arði skilar.

Að sækja sér hið daglega brauð til annarra er mörgum niðurlæging. Hollt er að minnast örlaga Bjarts í Sumarhúsum sem þótti vera sín versta niðurlæging að sækja sér súpudisk til fátækra verkafallsmanna. Þó hann hafði séð af jörð sinni sem hann hafði svo vel bætt á ýmsar lundir þá var missir hennar á nauðungaruppboðinu ekki svo mikil niðurlæging en að skerða kjör þeirra sem nánast ekkert höfðu.

Þetta íhald kaus 51% þjóðarinnar yfir sig og verði þessum 51% að góðu! Við hin 49% vildu kappkosta að byggja upp nýtt samfélag með nýrri stjórnarskrá og nútíma viðhorfum til landsstjórnar, m.a. með því að tengjast Evrópusambandin u og njóta þeirra borgaralegu réttinda og öryggis sem þar er að finna. Því kusum við aðra flokka en þessa afturhaldsmenn sem nú stjórna landi og lýð með ákaflega misjöfnum árangri. Við megum búast við því að stýft verði við trog það sem til skiptanna er enda hefur þessari ríkisstjórn tekist að glutra niður mikilsverðum tækifærum að bæta hag ríkissjóðs að um munar.

Ríkisstjórnin er fulltrúi skortsins sem því miður hefur allt of lengi sýnt alþýðu fólks á sér krumlurnar.

Verði þeim að góðu! 


mbl.is Utangarðsmenn aldrei fleiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 242949

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband