Gleymdist hagræðingin og skuldir heimilanna?

Hvað á 300.000 manna þjóð að gera við allt of mikið af ráðherrum? Eitt af afrekum síðustu ríkisstjórnar var að fækka ráðherrum og sameina ráðuneyti.

Nú á að þenja allt út á nýjan leik og stórauka kostnað af nýjum ráðherrum til að treysta betur völdin. Í hvaða tilgangi var þetta annars gert? 


mbl.is Nýr ráðherra kynntur fljótlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað voru margir sem gegndu ráðherraembætti hjá síðustu ríkisstjórn ásamt aðstoðarmönnum og blað og fjölmiðlafulltrúum

sæmundur (IP-tala skráð) 1.9.2013 kl. 14:41

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ja ,það voru tveir ráðherrar með umhverfiráðuneytið,Svandís og Bílstjórinn.En sammála því að þessi fjölgun er algjör óþarfi.Hefur 300000 manna þjóð efni á þessu?Svarið er.Nei.Þjóðin hefur ekki efni á neinum þessara þingbundinna ráðherra.Það á að ráða fagmenn utan þingsins í verkin.

Jósef Smári Ásmundsson, 1.9.2013 kl. 14:50

3 Smámynd: Tryggvi Helgason

Var það ekki ætlunin, þá er þessi nýja ("vinstri") stjórn var mynduð, að lækka útgjöld hins opinbera ?

En þeim virðist svegjast á því að lækka útgjöld um "pínulitið" eitt og hálft prósent.

Réttari tala fyrir niðurskurð væri auðvitað fimmtán prósent, - jafnvel meira.

Umhverfisráðuneyti er gjörsamlega óþaft fyrir þessa þjóð, svo og umhverfisráðherra. Þetta á að leggja niður algjörlega nú þegar. það er að segja með "manni og mús", -sem og að afnema þessi friðlönd og þjóðgarða, - (að maður mynnist nú ekki á melrakkaskrattann sem þarf að útríma).

Tryggvi Helgason, 1.9.2013 kl. 16:08

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæmundur:

Stjórn Jóhönnu tókst um síðir að draga saman rekstrakostnað Stjórnarráðsins verulega. Hægri mönnum hefur aldrei tekist það.

Eitthvað ertu að gantast Jósef. Auðvitað fór bílsstjórinn aldrei með ráðherraembætti.

Ekki átta eg mig á því hvert þú ert að fara Tryggvi og gefa í skyn en eigum við ekki að halda uppi málefnalegri umræðu?

Guðjón Sigþór Jensson, 1.9.2013 kl. 18:25

5 Smámynd: Tryggvi Helgason

Fyrirgefðu Guðjón, þetta var kannske ekki nægilega skýrt hjá mér.

Að mínu mati þá er núverandi stjórn vinstri stjórn en ekki hægri stjórn.

"Vinstri II" væri ef til vill rétta nafnið. Enda er oft svo að "verkin sýna merkin" - eða þannig.

Þessi stjórn setti sér það sjálf að skera niður ríkisútgjöld um 1,5 prósent. Ráðherrarnir virðast engan veginn ráða við það verkefni og eru gjörsamlega úrræðalausir. Ef þeir ráða ekki við sitt hlutverk, er þá ekki réttast að þeir segi af sér ?

Umhverfisráðuneytið er með öllu þarflaust og því ber að leggja það niður. Einnig að leggja af friðlönd og þjóðgarða, - einnig að mínu mati, - það sparar mikla peninga. Svo og að þjóðin hefur ekki efni á enn einum ráðherra, allra síst ráðherra sem er með öllu þarflaus.

Og eins og þú nefnir þá bólar ekkert á því að styðja við heimilin í landinu með því að afnema verðtrygginguna.

Tryggvi Helgason, 1.9.2013 kl. 19:42

6 identicon

það fór allur kraftur í hagræðinguna en gleimdi alveg að stjórna landinu svo tap þjóðfélagsins var mikkið

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 2.9.2013 kl. 08:43

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eigi get eg verið sammála þér Tryggvi að leggja beri niður umhverfisráðuneyti. Það er nauðsynlegt þó svo að ekki allir landsmenn sjái augljóst gagn af því.

Grínmyndin í Fréttablaðinu um helgina er mjög dæmigerð. Þeir félagarnir Sigmundur og Bjarni eru í skógarhöggi og geta valið milli tveggja trjáa að fella. Illu heilli réðust þeir að „tekjutrénu“ en létu „skuldatréð“ lifa!

Kristinn:

Því miður er grundvallarforsenda sjálfstæðrar þjóðar að hafa efnahagslegt sjálfstæði og vera ekki nöðrum háð. Á þetta benti Jón Sigurðsson á sínum tíma en fáir virtst hafa áttað sig á þessu. Allt var helvítis Dönunum að kenna eða þannig var viðkvæðið.

Það var mikilsverðast að koma skikkan á efnahagsmálin og bjarga því sem bjargað varð.

Guðjón Sigþór Jensson, 2.9.2013 kl. 16:40

8 identicon

guðjón: eithvað hefur guðjón miskilið mig þegar ég skrifaði um hagræðíngu þá átti ég við að seinast ríkistjórn var altaf að skipta um ráðhrra sameina ráðuneiti þanig að allur krafturin fór þessa ríngavlleisu en efnahagsmálin gleimdust alveg nema korteri fyrir kosníngar. þú færð ekki efnahagslegt sjálfstæði með því einu að skipta stöðugt um ráðherra. gétt bara ómögulega séð að seinasta ríkistjórn hafi komið skikki á efnahagsmálin. enda átti E.B. eflaust að bjarga öllui

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 10:05

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Gríðarleg óreiða var nánast á öllum sviðum samfélagsins veturinn 2008-09. Það var því mikilvægt að fá hæfasta fagfólkið að fara í endurreisnina. Gylfi Magnússon er mjög fær hagfræðingur og kom á yfirvegaðan hátt tillögu að leið út úr vandræðunum. Og Ragna Árnadóttir hélt um dómsmálin og gerði vel það sem henni var trúað fyrir.

Það var því framsýni þáverandi ríkisstjórnar að fá fagfólk til að koma samfélaginu á réttan kjöl. Það er svo önnur saga þegar villikettirnir ruku út um víðan völl. Þá var reynt að lægja öldurnar en allir vildu fá að ráða sem auðvitað gengur ekki.

Það varð vatn á myllu þeirra stjórnmálaflokka sem ábyrgð báru á kolvitlausri einkavæðingu bankanna.

Guðjón Sigþór Jensson, 5.9.2013 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband