Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Er viðgerð raunhæf?

Gömul hús þarfnast mikils viðhalds. Mörgum er eftirsjá að gömlum húsum og er það skiljanlegt. Hins vegar getur viðhald og viðgerðir verið bæði kostnaðarsöm og fyrirhafnarmikil, m.a. vegna lélegra byggingarefna í upphafi. Gömlu steinhúsin voru oft byggð af vanefnum og farin ódýrasta og hagkvæmasta leiðin.

Þó svo að gömul hús kunni að vera viðgerðarhæf er alltaf spurning hversu raunhæft það er. Fúaspýtum er unnt að skipta út en hvernig er ástand sökkuls og fleira sem máli skiptir? Hús sem ekki er talið hafa verið íbúðarhæft fyrir 20 árum getur varla talist í betra ástandi núna.

Þó svo að hús standi uppi, þá er spurning um innra burðarvirki þess og álitamál hvort geti borið uppi nýtt og efnismeira byggingarefni.

Oftast er hagkvæmasta leiðin að mæla allt upp, taka myndir, rífa allt sem ekki verður notað og endurgera mannvirkið sem líkast því sem upphaflega var. Þetta hefur víða verið gert með góðum árangri.

Austur í Suðursveit á þeim fyrirmyndarbæ Smyrlabjörgum var gamla húsið frá 1937 rifið en nýtt tvöfalt stærra hús byggt í nánast sama stíl og það fyrra. Þetta mættu fleiri taka sér fyrir hendur, þarna er gamlar byggingar endurgerðar og allt lítur út eins og áður var. Þarna er farin hagkvæm leið sem jafnframt er ódýrari.

Austur á Fáskrúðsfirði er unnið að endurgerð Franska spítalans. Ástand hans var vægast sagt hörmulegt eftir meira en hálfrar aldar veru á Hafnarnesi þar sem vindur og veður léku bygginguna grátt. Mjög líklegt er að einungis innviðir hússins hafi verið nýtanlegir.

Kárastaðir hafa verið kunnugt kennileiti í þjóðleið. Vonandi er að unnt verði að endurgera húsið í sama stíl og áður ef viðgerð þess telst ekki raunhæf.

Góðar stundir. 


mbl.is Vill friðlýsa „handónýtt“ íbúðarhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri ástæður?

Í fréttinni er getið þess til að ný mælitækni hafi sýnt fram á að hugsanlega hafi fjallið ekki verið mælt nógu nákvæmlega. Þá er minnst á sem hugsanlega skýringu að skýra megi lækkunina til loftslagsbreytinga.

Til viðbótar þessu þá er ekki ósennilegt að grunnurinn undir fjallinu hafi sigið. Vesturströnd beggja Ameríkualfanna er á mörkum flekaskila þar sem fjöll hafa hlaðist upp. Nú er ekki ósennilegt að fellingar kunni að hníga rétt eins og hækka.

Nú vil eg taka það skýrt fram að eg er áhugamaður um jarðvísindi en hef ekki neina lærdómsgráðu í þeim efnum.

Góðar stundir. 


mbl.is McKinley lækkar um 25 metra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brot á stjórnarskrá?

Gamla íslenska stjórnarskráin byggist á þrígreiningu ríkisvaldsins þar sem sérhver þáttur ríkisvaldsins gengur ekki inn á valdssvið annars.

Nú hefur það gerst að núverandi utanríkisráðherra hafi tekið þá ákvörðun að ganga þvert á samþykkt Alþingis frá 2009 þar sem samþykkt var að hefja viðræður við Evrópusambandið. Með þessu er utanríkisráðherra að grípa fram fyrir hendurnar á valdi þingsins og eru stjórnarsinnar á því að ganga áfram eftir þeirri braut?

Þetta er greinilega brot á stjórnarskránni. Þarna er verið að misnota vald sitt og ef til vill er verið að fremja valdníðslu gagnvart Alþingi.

Greinilegt er að stjórnarsinnar sem ferðinni ráða, virðast ekki átta sig á ákvæðum stjórnarskrárinnar. Ættu þeir að kynna sér fræðirit um stjórnskipunarrétt og stjórnarfarsrétt áður en þeir misnota valdið sitt meir.

Nú þegar hefur heil deild í Utanríkisráðuneytinu verið lögð niður með einu pennastriki. Mun það ekki draga úr atvinnuleysi. 


mbl.is „Össur líflegur en ekki nákvæmur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimilið er friðheilagt

Þegar mótmælin gegn ríkisstjórn Geirs Haarde og setu Davíðs Oddssonar stóðu sem hæst, datt engum heilvita manni að ráðast persónulega að ráðamanni, hvorki persónu viðkomandi eða heimili. Þar var friðhelgiheimilis virt. Og svo á það að vera enda lengi verið gildandi réttur sem bundinn er í stjórnarskrá síðan 1874.

Birgitta hefur ætíð verið mikill baráttumaður mannréttinda. Sumum hefur þótt hún ganga of langt og eru ekki ánægðir. Þeir sem ekki eru sáttir eiga að ræða á málefnalegan hátt um hvað þeim standi ekki á sama. Og umfram allt á að virða friðhelgi heimilisins.

Eg hefi leyft mér að dást að baráttuhug þeim sem Birgitta hefur sýnt og vonandi eru mér sem flestir sammála. Orðið er frjálst og svo skal það lengi vera. Við þurfum ekki einhverja sjálfskipaða sérfræðinga hvað við viljum.

Góðar stundir!


mbl.is Alvarlegar ásakanir Steinunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna má Jón Baldvin ekki flytja fyrirlestra í Háskóla Íslands?

Jón Baldvin á sér marga stuðningsmenn og fleiri sem átta sig á þeirri lögleysu að koma í veg fyrir að hann flytji fyrirlestra.

Orðið er og verður frjálst. Hver tilhneyging til að koma í veg fyrir eðlilega umræðu í samfélaginu er ekki í þágu lýðræðis.

Það er gjörsamlega óþolandi að lagðir séu steinar í götu frjálsrar umræðu á Íslandi. Eftir bankahrunið hefur því miður orðið sífellt meira áberandi að vissir hagsmunaaðilar í samfélaginu vilja útiloka frjáls umræðu og beina henni inn á brautir einræðis og þröngsýni.

Dæmi um það er t.d. ótrúleg framganga sumra aðila í samfélaginu gegn skynsamlegri læausn Icesavemálsins á sínum tíma. Nú hefur Morgunblaðið staðfest 6. þ.m. að þessi fjandskapur út í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur á sínum tíma vegna Icesave var algjörlega út í hött. Nær 600 milljarðar hafa skilað sér úr þrotabúi Landsbankans, langt umfram sem svörtustu útreikningar kváðu á um. Tilgangurinn var auðvitað sá að grafa sem hraðast undan trausti þeirrar ríkisstjórnar.

Nú er komin ný og allt önnur ríkisstjórn sem með einhliða ákvörðun vill útiloka alla umræðu um Evrópusambandið án þess að spyrja þing eða þjóð. Hver er lýðræðishugmynd þessara manna?

Orðið er og skal ætíð vera frjálst. 


mbl.is Jón Baldvin skoðar málshöfðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forgangsverkefni?

Sjálfsagt þykir mörgum að byggja brýr sem víðast. En er þetta jafneinfalt? Brú yfir Norðlingafljót kallar á nýjan veg um Arnarvatnsheiði rétt eins og þegar Seyðisá handan Langjökuls, norðarlega á Kjalveg kallaði á bætta vegi um Kjöl. Sá vegur er ekki enn kominn þó liðin séu um 20 ár frá brúargerðinni og mörg góðæri og slæm ár að baki.

Spurning hvort ekki mætti byggja brú sem nýtist göngufólki en fram að þessu hefur eitt aðalsportið verið fólgið í að vaða ána, stundum í misjöfnum veðrum. 

En sjálfsagt mættu brúaráhugamenn leggja fram nánari rökstuðning fyrir þessari hugmynd og hver sé tilgangurinn. Ef brú verður byggð þarna má alveg reikna með meiri umferð þarna og jafnvel auknum utanvegaakstri sem nægur er fyrir.  


mbl.is Vilja brú yfir Norðlingafljót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave: In memoriam

Minningagrein Morgunblaðsins um Icesave birtist á dögunum.

Ekki er minnst einu aukateknu orði á þau mistök að blása þetta vandræðamál upp á sínum tíma og í þeim tilgangi einum að grafa undan ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Alltaf var töluverð vissa fyrir því að nægar eignir væru í þrotabúinu og á þeirri vitneskju byggðust samningarnir um Icesave.

Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur bloggaði á sínum tíma um grófa útreikninga sína hvað töfin við að koma þessu vandræðamáli frá, kostaði íslenska þjóðarbúið. Við hefðum strax getað öðlast betra lánskjara, viðskiptakjara og vaxta hjá erlendum viðsemjendum okkar, undið fyrr ofan af atvinnuleysinu og komið þessum frægu hjólum atvinnulífsins fyrr að snúast.

En meirihluti þjóðarinnar lét glepjast af svartagallsrausinu mikla, stjórnuðu af þeim félögum Sigmundi Davíð, Ólafi Ragnari og öðrum afturhaldsmönnum.

Þetta eru með dýrari afglöpum í sögu Íslendinga fyrr og síðar.

En mikið var að Mogginn hefur lýst málinu lokið og það á farsælan hátt.

Eg bið forláts  að hafa ekki vakið fyrr athygli á þessari mikilsverðu staðreynd, rakst á þetta í Morgunblaðinu á bókasafninu.

Góðar stundir. 


mbl.is 579 milljarðar endurheimst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsamleg leið

Afvopnun er skynsamlegasta leiðin til að forðast stríðsátök. Þessi borgarastyrjöld í Sýrlandi hefur verið mjög mannskæð og mikilvægt er að alþjóðasamfélagið reyni allt til þess að koma í veg fyrir að þessi átök verði meiri og verri.

Nú hefur komið í ljós að forsetinn virðist ekki hafa fyrirskipað eiturefnaárásir heldur einhverjir ónafngreindir herforingjar. Það bendir því til að alvarlegur ágreiningur hafi komið upp meðal yfirstjórnar Sýrlendinga.

Afvopnun er andstaða við vopnavæðingu og aukin stríðsátök. Að magna upp deilu er það versta sem gert er. Við skulum hafa hugfast að vopnaframleiðendur og vopnabraskarar bíða átekta til að selja þeim sem vilja auka tortryggni og þar með hatur. Á öllu má græða og vopnasala er ein arðvænlegasta leið til auðsöfnunar, viðskiptatækifæri eins og það heitir á máli bisnessmanna.

Það var miður að ekki tókst að finna friðsamlegri leið vegna Íraks fyrir rúmum 10 árum. Sennilega leiðir eitt stríð af sér nýtt og oft er það mjög mjótt á mununum að unnt sé að feta friðsamlegar leiðir. 


mbl.is Sýrlandsstjórn afhendi efnavopn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er eignarréttur?

Eignarrétturinn er einn mikilsverðasti þáttur borgaralegra réttinda. En spurning er hvar mörkin eru. Í Rómarrétti var eignarrétturinn tengdur við samband hlutar (andlag eignarréttar) viðeiganda hlutarins. Þannig var ljóst að hlutur sem var eigendalaus, þar sem tengingin hafði rofnað, þá var jafnvel litið svo á að eigandinn hefði gefið upp eignarréttinn. Þannig er ljóst að hlutum sem er fleygt eru eigendalausir.

En skrásettir hlutir eru tengdir eigenda sínum þó svo að tengslin rofni. Þannig á eigandinn hlutinn þó svo honum hafi verið stolið eð hann hafi týnst.

Í þessu tilfelli bar finnanda að skila þessum fundna hlut til lögreglu og jafnvel má reikna með að hann hafi bakað sér refsiábyrgð með því að slá eign sinni á símann sem sjálfsagt er töluverðs virði. Einnig kann að reyna á hvort finnandinn hafi hagnýtt sér símann þannig að hann gæti notað inneign eða gjaldfærslu símafyrirtækisins gagnvart símaeigandanum. Í opinberu máli ætti að vera tiltölulega auðvelt að rekja símtöl, við hvaða númer hefur verið hringt í og finna út hver hagnýtti sér símann.

Refsirétturinn er einn skemmtilegasti og athyglisverðasti vettvangur innan lögfræðinnar sem hugsast má. Er bæði fróðlegt og skemmtilegt að lesa gömul dómsmál þar sem reynir á hin ýmsu svið þessarar fræðigreinar.


mbl.is Sekt fyrir að slá eign sinni á síma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misjafnlega góðir bílar

Fyrir 11 árum keypti eg Toyotu Coralla Touring bíl 4x4 af árgerð 1997. Þetta var fínn bíll sem dekrað hafði verið við. Þetta var velmeðfarinn notaður bílsskúrsbíll frá Akureyri. Hann entist í ein 6 ár en honum varð að aldurtila að ekið var í veg fyrir hann á Sæbrautinni. Þá var búið að aka honum hátt í 250 000 km.

Eftir þetta óhapp festi eg kaup á annarri Toyoto líkrar gerðar en ekki 4x4, því miður. Þetta eintak er andstæða forvera síns, þarf töluverðs viðhalds enda hafði hann verið mikið á ferðinni í saltdrullunni á Keflavíkurveginum. En það þarf að dedúa dáldið við bíla hvort sem þeir eru framleiddir á mánudögum eða öðrum dögum, í Japan eða Tyrklandi eins og sá sem eg hefi núna. 

En meðferð á bílum er misjöfn. Faðir minn hvatti mig að aka þannig að eins væri að bíllinn væri troðfullur af postulíni. Það þyrfti að aka bíl eins „mjúkt“ og unnt er. Faðir minn fann að jafnaði til ef bílarnir hans lentu í misfellu á vegunum, hvað þá djúpri holu. Nú stendur flestum á sama enda margir með skítnóg af peningum. 


mbl.is 40 milljónir Toyota Corolla seldar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 243596

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband