Skynsamleg leið

Afvopnun er skynsamlegasta leiðin til að forðast stríðsátök. Þessi borgarastyrjöld í Sýrlandi hefur verið mjög mannskæð og mikilvægt er að alþjóðasamfélagið reyni allt til þess að koma í veg fyrir að þessi átök verði meiri og verri.

Nú hefur komið í ljós að forsetinn virðist ekki hafa fyrirskipað eiturefnaárásir heldur einhverjir ónafngreindir herforingjar. Það bendir því til að alvarlegur ágreiningur hafi komið upp meðal yfirstjórnar Sýrlendinga.

Afvopnun er andstaða við vopnavæðingu og aukin stríðsátök. Að magna upp deilu er það versta sem gert er. Við skulum hafa hugfast að vopnaframleiðendur og vopnabraskarar bíða átekta til að selja þeim sem vilja auka tortryggni og þar með hatur. Á öllu má græða og vopnasala er ein arðvænlegasta leið til auðsöfnunar, viðskiptatækifæri eins og það heitir á máli bisnessmanna.

Það var miður að ekki tókst að finna friðsamlegri leið vegna Íraks fyrir rúmum 10 árum. Sennilega leiðir eitt stríð af sér nýtt og oft er það mjög mjótt á mununum að unnt sé að feta friðsamlegar leiðir. 


mbl.is Sýrlandsstjórn afhendi efnavopn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 242946

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband