Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
21.10.2013 | 12:09
Er Ísland ekki lengur mannréttindaríki?
Að mótmæla órétti er hvarvetna viðurkennd mannréttindi í öllum réttarríkjum. Því miður bendir til að sitthvað sé að bretyast eftir að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar tók við völdum síðastliðið vor. Mannréttindi eru ekki eins vel virt og áður var.
Nú er það verktakalýðræðið sem hefur fengið lögregluna til liðs við sig enda hafa verktaka víða um heim yfirvöld í vasanum.
Og nú hefur einn þekktasti fréttamaður, rithöfundur og náttúruverndarsinni, Ómar Ragnarsson, verið handtekinn. Sökin er að hafa barist drengilega gegn kolvitlausri vegagerð.
Mætti heimurinn allur vita af þessari ósvífni.
Og af einni heimskustu ríkisstjórn í heimi sem kann ekki að haga sér eins og siðað fólk í réttarríki.
Gildir einu hvort menn taka sér alræðisvald og skella hurðum á Evrópusambandið og kunna ekki einu sinni rétt nafn á ríkjum á borð við Kazakstan sem Gunnar utanríkisráðherra nefnir Kakastan!
Heimskan er yfirþyrmileg. Og við Íslendingar sitjum uppi með vitlausustu ríkisstjórn allra tíma.
Ómar: Ég bara sat áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2013 | 19:02
Drengilegur fallinn formaður
Guðmundur fallinn formaður Öryrkjabandalagsins stóð sig ágætlega. Hann sýndi af sér drengilega framkomu við það að lúta lægra haldi fyrir þeim sem fékk fleiri atkvæði. Óskandi er að hagsmunum skjólstæðinga Öryrkjabandalagsins verði sem best borgið.
Alltaf hætta á að tapa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2013 | 18:54
Er þetta svaravert?
Ísland skríði ekki fyrir ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.10.2013 | 18:59
Hugmynd á brauðfótum
Því miður eru Íslendingar mjög nýjungagjarnir. Allt of margir hlaupa upp milli handa og fóta og halda að nýtt gullævintýri sé upp runnið. En þegar betur er á botninn hvolft eru maðkar í mysunni:
Kínverskir fjarfestar halda að sér höndum uns þeir eru fullvissir að hagsmunir þeirra séu gulltryggðir. Þeir vilja flytja inn eigið vinnuafl, tryggja sér eignarrétt og frumkæðisrétt framfyrir þá sem fyrir eru. Þetta er líkt og þegar hvíti maðurinn sölsaði undir sig veiðilendur indíána í Ameríku.
Þetta þýska fyrirtæki Bremenport er einkennileg uppfinning nokkurra þýskra athafnamanna. Borgin Bremen er eins og mörg þýsk sveitarfélög nálægt því að vera í þeirri stöðu að geta ekki bætt við sig auknum skuldum. Þeim er ekki heimilt að fjárfesta. Bremen stendur nefnilega ekki allt of vel fjárhagslega sem þeir sem vilja kynna sér þetta betur ættu að gera. Og þýskum sveitarfélögum er ekki heimilt að stunda áhættufjárfestingar eins og þessi hugmynd um Finnafjarðarhöfn. Líkt og Reykjavíkurborg og syðstu nágrannasveitarfélögin á Vesturlandi sem reka Faxaflóahafnir, þá er það Bremenport sem rekur höfnina í Bremenhafen. En sennilega er Faxaflóahöfnum betur stjórnað en Bremenport, þar er kappkostað að gæta hófs og forðast mikla áhættu.
Mér þætti ekki ósennilegt að þessar hugmyndir um höfn í Finnafirði séu eins óraunhæfar eins og að byggja höfn einhvers annars staðar. Forsendan er að flytja þangað þúsundir fólks til að sinna þeim störfum sem þar kunna að myndast. Kannski að hugmynd Kínverja sé að flytja þorra Reykvíkinga þangað norður í þetta krummaskuð ef þeir fá ekki nægar undirtektir hjá löndum sínum að flytjast þangað.
Viðlegukantur hafnarinnar yrði 5 km | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.10.2013 | 18:29
Lykillinn að betri fjármálum
Rebúblikanar hafa farið m ikinn í stjórnmálum í Bandaríkjunum. Þeir hafa lengi þótt herskáir og sýnt af sér mjög mikla óbilgirni.
Lykillinn að betri fjárhag Bandaríkjanna er ekki að skera niður heilbrigðisþjónustuna og efla einkavæðingu heldur að skera niður til hermála. Ríki á borð við Bandaríkin og Ísrael eyða langt um efni fram til hermála. Fremur ber að leita diplómatískra lausna fremur en að beita hervaldi eins og tíðkast hefur í allt of mörgum tilfellum.
Ljóst er að herför Rússa í Afganistan gróf hratt undan efnahag þeirra. Líkt er núna komið hjá Bandaríkjamönnum og Ísrael. Þar hafa harðlínumenn fengið að ráða allt of mikið og allt of lengi. Þegar menn á borð við Obama vill leita annara leiða, þá rísa öfgamennirnir upp milli handa og fóta og vilja setja Demókrötum úrslitakosti. Nú ætti Obama að taka af skarið og skera 25% niður til hermála en verja heilbrigðisþjónustuna. Með því gæti fljótlega mega sjá í land með skuldabaslið og taka fyrir óþarfa eyðslu og bruðl.
Þá er nauðsynlegt fyrir Bandaríkjamenn að auka meir skattlagningu á eyðslu eins og t.d. á eldsneyti. Nú er bensínlítinn verðlagður innan við einn bandarískan dal vestra eða minna en íslenska ríkið skattleggur bensínlítrann hérlendis. Aðeins þetta atriði myndi geta fært ríkissjóði Bandaríkjanna auknar tekjur og stuðla að betri nýtingu eldsneytis og jafnframt draga úr mengun.
Eitt lykilatriðið hjá okkur Íslendingum að koma okkur út úr verstu hremmingum bankahrunsins var að þáverandi ríkisstjórn bar þá gæfu að finna skynsamlega leið út úr ógöngunum sem ríkisstjórn braskaranna kom okkur í. Þá hjálpaði mikið herleysið enda er fátt í opinberum rekstri sem er jafndýrt og þungt í vöfum og herrekstur.
Góðar stundir.
Lögin samþykkt og staðfest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.10.2013 | 18:15
Hvers vegna vítisengillinn fær gjafsókn?
Þó svo að mál þetta hafi verið undir yfirskyni mannréttinda þá er mér með öllu óskiljanlegt að þessi maður sem tengist félagi sem hefur ofbeldi og ofríki á stefnuskrá sinni hafi fengið gjafsókn.
Gjafsókn á aðeins að veita þegar um er að ræða prinsípp mannréttindamál og þegar um efnaminni borgara er að ræða. Í þessu tilfelli hefði vítisengillinn getað sjálfur innt af hendi málskostnað af málaferlunum sem mér finnst kröfurnar vera ansi klénar.
Máttu vísa Vítisengli úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.10.2013 | 18:06
Mikilsverð hvatning
Jón Gnarr á allt gott skilið. Hann hefur sýnt í verki að hann gegnir þessu starfi með einstakri prýði. Hann hefur gefið gömlum gildum og hefðum langt nef og með því hefur hann gert Sjálfstæðisflokkinn nánast skák og mát. Sem dæmi um það þá tók einn af núverandi borgarfulltrúm Sjálfstæðisflokksins til og hóf nám í Bretlandi sem gárungarnir töldu að hann væri að læra að verða borgarstjóri Reykvíkinga. Nú hefur sá hinn sami ákveðið að söðla um, vill yfirgefa pólitíska þrasið á þessum vettvangi og hefur verið ráðinn á ríkisfjölmiðil án auglýsingar!!! Dæmigert hvernig kerfiskallahugsunin er enn dæmigerð og ríkjandi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn kemur nærri ákvörðunum.
Lof og hvatnig Yoko Ono er Jóni Gnarr mikilsverð. Fyrrum var sagt að viðurkenningin komi að utan. Nú hefur sagan endurtekið sig. Megi lýðræðið fá að þróast og þroskast áfram undir stjórn Jóns Gnarr!
Yoko hvetur Jón til að halda áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.10.2013 | 17:54
Hver er viðmiðunin?
Mælinga sýna að lægðir hafa verið dýpri og vindar á Íslandi hafa fært sig upp á skaftið.
Og mælingar um aukinn styrk CO2 sýnir ótvírætt að breytingar hafa orðið hvort sem sumir vilja viðurkenna það eða ekki. Þessar sveiflur geta varla verið duttlungafullar og tilviljanakenndur, unnt er að sýna fram á orsök og afleiðingar breyttra veðurfarsskilyrða.
Hitt er svo annað mál hvað beri að teljast eðlilegt og við hvað eigi að miða. Sveiflur hafa alltaf verið og sumar mun stórkarlalegri en þær sem við erum að f´+ast við núna. Eigum við t.d. að hafa alla gróðurfarssögu Íslands í huga en talið er að hér hafi verið hitastig um 10-15 C hærra en nú, sbr. surtarbrandslögin þar sem þar er að finna gróður sem vaxið hefur við mun hlýrri aðstæður. Ísöldin sker sig óneitanlega úr.
Fróðlegt væri að fá álit sérfræðinga um þessi mál enda óþarfi að þrasa um eitthvað sem venjulegur maður kann ekkert á.
Góðar stundir!
Ótrúlegar hitatölur í október | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.10.2013 | 14:49
Einn góðan háskóla takk fyrir!
Þessi einkavæðingardella hefur lítið skilað sér en aukinn kostnað á yfirstjórn skólanna. Við sem lítil þjóð verðum að hagræða sem mest og sameining skóla er það sem koma skal rétt eins og sameining sveitarfélaga.
Góðar stundir!
Styrkur að sameina HÍ og HR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Sú var tíðin að mikil virðing var borin fyrir þeim eldri. Í heil 6 ár starfaði eg hjá Pósti og síma á árunum 1981-87 og við yngri gátum aldrei reiknað með því að fá störf ef einhver með lengri starfsaldur sótti líka um. Nú er öldin önnur við sem eldri erum teljumst vera out off erum með öðrum orðum ekki í takt við nútímann. Yngra fólkið fær yfirleitt alltaf starfið sem auglýst er jafnvel þó ekki hafi tilskilin réttindi, hvort sem er hjá því opinbera og þessum svonefnda frjálsa og opna lýðræðislega atvinnumarkaði. Hefi eg sjálfur sára reynslu af því og varð undir í kærumáli hjá Umboðsmanni Alþingis þar sem þó var krafist atvinnuréttinda en nemandi ráðinn - hvorki meira né minna. Svona er nú það. Við sem eldri erum og komin nálægt eftirlaunum erum talin lítt eiga erindi á vinnumarkaðinn nú í dag. Hef sent inn marga tugi ef ekki hundruði umsókna en án árangur. Svona er nú það.
Nú er eg 61 árs og hefi síðan 2008 verið að mestu utan vinnumarkaðarins nema á sumrin en þá er nánast rifist um starfskrafta mína hjá ferðskrifstofunum vegna langrar og farsællrar reynslu sem leiðsögumaður. En að sækja um starf á bókasafni, skjalasafni eða öðru safni áþekku er tómt mál að tala um þrátt fyrir þekkingu, reynslu og starfsréttindi. Við fundum yngri umsækjanda sem er ódýrari starfskraftur en þú!
Svona er Ísland í dag, sorry því miður!