Er Ísland ekki lengur mannréttindaríki?

Að mótmæla órétti er hvarvetna viðurkennd mannréttindi í öllum réttarríkjum. Því miður bendir til að sitthvað sé að bretyast eftir að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar tók við völdum síðastliðið vor. Mannréttindi eru ekki eins vel virt og áður var.

Nú er það verktakalýðræðið sem hefur fengið lögregluna til liðs við sig enda hafa verktaka víða um heim yfirvöld í vasanum.

Og nú hefur einn þekktasti fréttamaður, rithöfundur og náttúruverndarsinni, Ómar Ragnarsson, verið handtekinn. Sökin er að hafa barist drengilega gegn kolvitlausri vegagerð.

Mætti heimurinn allur vita af þessari ósvífni. 

Og af einni heimskustu ríkisstjórn í heimi sem kann ekki að haga sér eins og siðað fólk í réttarríki.

Gildir einu hvort menn taka sér alræðisvald og skella hurðum á Evrópusambandið og kunna ekki einu sinni rétt nafn á ríkjum á borð við Kazakstan sem Gunnar utanríkisráðherra nefnir „Kakastan“!

Heimskan er yfirþyrmileg. Og við Íslendingar sitjum uppi með vitlausustu ríkisstjórn allra tíma. 


mbl.is Ómar: „Ég bara sat áfram“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Það eru sem sagt ekki mannréttindi að fólk geti farið til og frá sínu heimili á þægilegan og öruggan hátt.  Nei það er miklu mikilvægara að fámenn elíta nái sínu framm með frekju og lagaklæjum.

Það er svoldið þannig að hópur sem kallar sig umhverfisverndarsinna en er í raun bara að sækjast eftir athygli og umfjöllun fær öllu ráðið í krafti hávaða og yfirgangs.

Einar Þór Strand, 21.10.2013 kl. 12:19

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nú þarftu að útskýra betur hvað þú átt við Einar. Er búið að loka gamla veginum út að Bessastöðum?

Guðjón Sigþór Jensson, 21.10.2013 kl. 12:43

3 Smámynd: Guðmundur Frímann Þorsteinsson

Þessi hópur virkar á mig eins og lítil börn í sandkassa

Guðmundur Frímann Þorsteinsson, 21.10.2013 kl. 12:47

4 Smámynd: Einar Þór Strand

Gamli vegurinn er ofullnægjandi og þá sérstaklega gatnamót hanns og Hafnarfjarðarvegar, sem eru í lægð og ekki auðvelt að gera þar mislæg gatnamót vegna þess hve mikið hefur verið byggt þar.
Þeir sem þurfa að útskýra betur hvað þeir eru að gera eru Ómar, Eiður og CO því ég hef grun um að stór hluti þjóðarinnar sé annað hvort sama um þetta svæði eða fylgjandi veginum.  En kannski er bara verið að kynda upp fyrir meiri átök þar sem VG og Samfylkingin óttast ekkert meira en að Sigmundur muni koma með einhverja leiðréttingu fyrir heimilin og það væri náttúrurlega áfall þar sem þá yrði komið í veg fyrir að kröfuhafar eignist landið eins og búið var að samja um.

Einar Þór Strand, 21.10.2013 kl. 12:52

5 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Skemmtileg blanda af úr lausu lofti gripnum tilgátum, misskilningi og samsæriskenningum hjá Einari, sem veit greinilega ekki að gatnamót nýja vegarins og Hafnarfjarðarvegar verða á sama stað og núverandi gatnamót.

Ekki veit ég af hverju vegurinn er talinn ófullnægjandi, og ekki veit ég hversu margir eru á móti vegagerð þarna. En ég er afdráttarlaust á móti þeim aðferðum sem beitt er af hálfu Vegagerðarinnar og Lögreglunni: Á meðan framkvæmdin sjálf er háð niðurstöðum dómsvaldsins heldur Vegagerðin áfram framkvæmdum með lögregluvaldi.

Svo er það kostnaðarhliðin: Þetta hlýtur að vera langdýrasta heimreið sem nokkurn tímann hefur verið farið í, með mislægum gatnamótum, tvennum undirgöngum og hvað veit ég! Bessastaðabóndinn hlýtur að hafa allnokkuð hreðjartak á einhverjum að fá slíka heimreið.

Brynjólfur Þorvarðsson, 21.10.2013 kl. 13:12

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heyrst hefur að yfirvöld í Garðabæ hafi verið búin að lofa ýmsum aðilum lóðum við gamla veginn, þess vegna þarf hann að fara.  Þetta er sem sagt ef rétt er algjörlega hagsmunagæsla við auðvaldið sem öllu ræður í dag á Íslandi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2013 kl. 13:35

7 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Rólegur Mosi.

Hér er hvortke verið að ræða ESB, utanríkismál eða fyrrum sovét"lýðveldi".

Réttur til mótmæla er sjálfsagður en þar með er ekki sagt að fólk sé undanþegið skipunum lögreglu.

Slíkt (að fara ekki að tilmælum lögreglu) er lögbrot.

Mótmælendum er ekki heimilt að fremja lögbrot.

Óskar Guðmundsson, 21.10.2013 kl. 15:17

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvaða rétt hafði lögreglan til að álykta að þetta væri ólöglegt athæfi,  hún þarf  að rökstyðja það að mínu mati.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2013 kl. 17:26

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst augljóst að verið sé að misbeita opinberu valdi. Nú eru þessi deilumál fyrir dómstólum og stjórnvöld sýna hvorki hófsemi né sanngirni. Þau líta á að samtök á sviði náttúruverndar hafi engra hagsmuna að gæta þrátt fyrir að ísland sé aðili að Árhúsarsamningunum um réttarstöðu náttúruverndarsamtaka.

Skoðanafrelsi og rétturinn að setja þau fram eru ein helgustu mannrétti okkar. Friðsöm mótmæli eru rétthærri en valdbeiting í þágu umdeildra framkvæmda. Meðan þessi deila er hjá dómstólum þá á ekki að magna deiluna og gera hana erfiðari úrlausnar.

Mér finnst koma til athugunar hvort ekki ætti að krefjast afsagnar viðkomandi ráðherra sem málið varðar ef ekki verði dregið í land og þeir handteknu beðnir afsökunar og boðnar bætur.

Guðjón Sigþór Jensson, 21.10.2013 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242989

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband