Ætla sem fyrst á eftirlaun

Sú var tíðin að mikil virðing var borin fyrir þeim eldri. Í heil 6 ár starfaði eg hjá Pósti og síma á árunum 1981-87 og við yngri gátum aldrei reiknað með því að fá störf ef einhver með lengri starfsaldur sótti líka um. Nú er öldin önnur við sem eldri erum teljumst vera „out off“ erum með öðrum orðum ekki í takt við nútímann. Yngra fólkið fær yfirleitt alltaf starfið sem auglýst er jafnvel þó ekki hafi tilskilin réttindi, hvort sem er hjá því opinbera og þessum svonefnda frjálsa og opna lýðræðislega atvinnumarkaði. Hefi eg sjálfur sára reynslu af því og varð undir í kærumáli hjá Umboðsmanni Alþingis þar sem þó var krafist atvinnuréttinda en nemandi ráðinn - hvorki meira né minna. Svona er nú það.  Við sem eldri erum og komin nálægt eftirlaunum erum talin lítt eiga erindi á vinnumarkaðinn nú í dag. Hef sent inn marga tugi ef ekki hundruði umsókna en án árangur. Svona er nú það.

Nú er eg 61 árs og hefi síðan 2008 verið að mestu utan vinnumarkaðarins nema á sumrin en þá er nánast rifist um starfskrafta mína hjá ferðskrifstofunum vegna langrar og farsællrar reynslu sem leiðsögumaður. En að sækja um starf á bókasafni, skjalasafni eða öðru safni áþekku er tómt mál að tala um þrátt fyrir þekkingu, reynslu og starfsréttindi.  Við fundum yngri umsækjanda sem er ódýrari starfskraftur en þú!

Svona er Ísland í dag, sorry því miður! 



mbl.is Ætlar á eftirlaun á næsta ári 85 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 242988

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband