Mikilsverð hvatning

Jón Gnarr á allt gott skilið. Hann hefur sýnt í verki að hann gegnir þessu starfi með einstakri prýði. Hann hefur gefið gömlum gildum og hefðum langt nef og með því hefur hann gert Sjálfstæðisflokkinn nánast skák og mát. Sem dæmi um það þá tók einn af núverandi borgarfulltrúm Sjálfstæðisflokksins til og hóf nám í Bretlandi sem gárungarnir töldu að hann væri að læra að verða borgarstjóri Reykvíkinga. Nú hefur sá hinn sami ákveðið að söðla um, vill yfirgefa pólitíska þrasið á þessum vettvangi og hefur verið ráðinn á ríkisfjölmiðil án auglýsingar!!! Dæmigert hvernig kerfiskallahugsunin er enn dæmigerð og ríkjandi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn kemur nærri ákvörðunum.

Lof og hvatnig Yoko Ono er Jóni Gnarr mikilsverð. Fyrrum var sagt að viðurkenningin komi að utan. Nú hefur sagan endurtekið sig. Megi lýðræðið fá að þróast og þroskast áfram undir stjórn Jóns Gnarr!


mbl.is Yoko hvetur Jón til að halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Jón hefur fært landsmönnum (og borgarbúum) aukna vídd í sínu starfi og sýnt

hversu steingelt, spillt og kerfislægt embættið hefur verið hingað til, eða fram

að því að hann tók við.

Það má ekki gleyma því að hann lofaði heldur engu (meira en hinur sem lofa öllu) og hefur

ekki sérstaklega staðið við neitt sem hann í hálfkæringi og kaldhæðni setti fram, og

þar af leiðandi ekki sekur um neitt misjafnt í starfi.

Geri Davið og hinir pótentátarnir betur, og skoðið arfleifð þess spillingameistara og hinna.

Már Elíson, 12.10.2013 kl. 19:18

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Nú er ílla komið fyrir skoðunum ykkar vinstri manna,ég hefði haldið að þetta mundi ekki henda þig,en lengi skal mannin reyna,reglur og hefð sem er sjáfgefin að hafa,er ekkert með sjáfstæðisflokkin að gera,okkur öll bara!!!!!

Haraldur Haraldsson, 12.10.2013 kl. 22:23

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Leyfi mér að líta á Jón Gnarr sem einn af okkar bestu borgarstjórum. Hann tengist á engan hátt fyrirgreiðslupólitík og spillingu sem einkenndi mjög Sjálfstæðisflokkinn meðan hann réð öllu.

Lýðræðisleg vinnubrögð hafa eflst, nú er ekki einn sterkur stjórnmálamaður sem ræður öllu eins og dögum Dabba.

Þið íhaldsmennirnir saknið hans að öllum líkindum.

Guðjón Sigþór Jensson, 17.10.2013 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 242984

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband