Lykillinn að betri fjármálum

Rebúblikanar hafa farið m ikinn í stjórnmálum í Bandaríkjunum. Þeir hafa lengi þótt herskáir og sýnt af sér mjög mikla óbilgirni.

Lykillinn að betri fjárhag Bandaríkjanna er ekki að skera niður heilbrigðisþjónustuna og efla einkavæðingu heldur að skera niður til hermála. Ríki á borð við Bandaríkin og Ísrael eyða langt um efni fram til hermála. Fremur ber að leita diplómatískra lausna fremur en að beita hervaldi eins og tíðkast hefur í allt of mörgum tilfellum.

Ljóst er að herför Rússa í Afganistan gróf hratt undan efnahag þeirra. Líkt er núna komið hjá Bandaríkjamönnum og Ísrael. Þar hafa harðlínumenn fengið að ráða allt of mikið og allt of lengi. Þegar menn á borð við Obama vill leita annara leiða, þá rísa öfgamennirnir upp milli handa og fóta og vilja setja Demókrötum úrslitakosti. Nú ætti Obama að taka af skarið og skera 25% niður til hermála en verja heilbrigðisþjónustuna. Með því gæti fljótlega mega sjá í land með skuldabaslið og taka fyrir óþarfa eyðslu og bruðl.

Þá er nauðsynlegt fyrir Bandaríkjamenn að auka meir skattlagningu á eyðslu eins og t.d. á eldsneyti. Nú er bensínlítinn verðlagður innan við einn bandarískan dal vestra eða minna en íslenska ríkið skattleggur bensínlítrann hérlendis. Aðeins þetta atriði myndi geta fært ríkissjóði Bandaríkjanna auknar tekjur og stuðla að betri nýtingu eldsneytis og jafnframt draga úr mengun.

Eitt lykilatriðið hjá okkur Íslendingum að koma okkur út úr verstu hremmingum bankahrunsins var að þáverandi ríkisstjórn bar þá gæfu að finna skynsamlega leið út úr ógöngunum sem ríkisstjórn braskaranna kom okkur í. Þá hjálpaði mikið herleysið enda er fátt í opinberum rekstri sem er jafndýrt og þungt í vöfum og herrekstur.

Góðar stundir. 

 


mbl.is Lögin samþykkt og staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband