Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Gúrkutíð?

Frétt um að einhver prins úti í heimi hafi brotið á sér einhverja tána finnst mér bera vitni um að lítið markvert sé að gerast í fjölmiðlum. Er ekki sitthvað mikilsverðara að fjalla um en þetta smámál? 

Nú er fjallað um meint dýraníð á Íslandi og það er grafalvarlegt mál. Hvers vegna ekki að fjalla meira um það en brotnu tána breska prinsins?

Nú nýtur breski prinsinn sennilega betri þjónustu en lamaða heilbrigðiskerfið á Íslandi veitir Íslendingum en það hefur verið fjársvelt árum ef ekki áratugum saman. 

 


mbl.is Harry prins tábrotnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæði nöfnin eru rétt

Þegar lesið er rit Guðlaugs R. Guðmundssonar sagnfræðings og fyrrum kennara: „Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar“ (Safn til sögu Garðabæjar, 3ja bindi) má sjá að bæði nöfnin eru rétt.

„Garðahraun liggur vestan markalínunnar milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar, milli Balakletta og Engidals. Allt Hafnarfjarðarhraun hét upphaflega Garðahraun“ bls.91.

„Gálgahraun er fremsti hlutinn af hrauninu norðvestan við Álftanesveg. Þar lá vegurinn til Bessastaða allt fram á nítjándu öld“ bls.96.

Þannig að allir mega vel við una hvort sem þeir sem vilja friða hraunið eða halda áfram eyðileggingu þess. 


mbl.is Gálgahraun eða Garðahraun?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vertíð björgunarsveita

Nú sýna margir af sér mannalæti og halda á heiðar og fjöll til að skjóta rjúpur. Áður fyrr voru rjúpur jólamatur fátæklinga sem ekki gátu leyft sér lambakjöt eða sauðakjöt um jólin. Ótrúlega margir bændur á Íslandi átti ekki svo mikinn bústofn að þeir gætu leyft sér einhvern munað.

Afkoma bænda var fyrrum ákaflega bágborin. Sr. Þorkell Bjarnason á Reynivöllum í Kjós lýsir afkomu bænda í Kjós 1885. Á einum bæ voru 3 kýr, 17 ær og 9 gemlingar. Á bænum voru 8 manns í heimili og af þessu varð fólkið að lifa. Aðrir bændur í sókninni höfðu það ekki betra. Ætli þetta hafi ekki verið víðar um land áþekk lífsskilyrði? Um þetta má lesa t.d. í Lesbók Morgunblaðsins 1958, bls.455.

Nú eru veiðimenn yfirleitt vel útbúnir og þokkalega líkamlega á sig komnir. Töluverður kostnaður fyrir veiðimennsku en eitt þarf að reikna með: Björgunarsveitir hafa ekki enn sem komið er, sett upp taxta vegna aðstoðar og björgunar. Þetta er ámælisvert enda víða um lönd sem ekki þekkist annað en að björgunarsveitir rukki fyrir þjónustu sína, a.m.k. einhverju leyti. Þá er möguleiki á að tryggja sig og þá er það tryggingarfélaganna að setja viðskiptavinum sínum skilmála.

Ef sá sem fer á hálendið, tölum ekki vanbúinn og þarf hugsanlega á aðstoð að halda, fer að öllum líkindum ekki vanbúinn og illa undirbúinn.

En með rjæupnaveiðitímanum hefst umdeild vertíð björgunarsveitanna. Sennilega eru ekki allir atvinnurekendur landsins sáttir við að missa kannski 10% af mannskapnum vegna björgunarstarfa glæfralegra samborgara. Atvinnurekendur hafa sýnt mikinn skilning, en dregur hann kannski þann dilk á eftir sér að minna verður úr möguleika að hækka launin?

 


mbl.is Rjúpnaskyttur halda til fjalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísbendingar eða fullgildar sannanir?meira og minna

Ekki kemur fram hvort hleranir á símum þjóðarleiðtoga hafi verið sannaðar en vísbendingar eru um það.

Ljóst er að njósnir hinna ýmsu leyniþjónusta eru umfangsríkar og á þeim bæjum kunna menn sér kannski ekki hóf. En með tölvutækninni mun vera unnt að komast tæknilega að ótrúlegum upplýsingum.

Þannig má rekja upplýsingar sem lekið hafa úr gagnagrunnum gegnum þann aðila sem hefur möguleika að afla sér upplýsinga úr gagnagrunni sem almennt ber að fara leynilega með. Dæmi um slíkt eru upplýsingar á heilbrigðissviði og löggæslu. Þar er t.d. unnt að rekja og skoða hverjir hafa leitað að og sótt upplýsingar sem aðeins völdum aðilum er veittur aðgangur að.

Varðandi hleranir á símum er að öllum líkindum erfiðara að rekja og sömuleiðis netpóstar (e-mail) en þau kerfi eru sögð meira og minna galopin og þeir sem skoða, skilja ekki alltaf slóð eftir sig sem unnt er að rekja síðar.

Annars er þessi tölvuheimur alveg ótrúlegur. Það kom berlega í ljós t.d. hvernig braskaralýðurinn gat búið sér til gríðarlegan auð úr nánast engu í aðdraganda hrunsins en látið aðra borga brúsann og taka afleiðingunum. 


mbl.is Hleruðu 35 þjóðarleiðtoga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er nýr Álftanesvegur gróðabrall?

Í DV í dag er greint frá nýrri hlið deilunnar um vegagerðina í Gálgahrauni: „Engeyingar stórgræða á nýjum Álftanesvegi: fjölskylda fjármálaráðherrans á land sem liggur að vegi um Gálgahraun“.

Ef rétt reynist þá er skiljanlegur allur hasarinn sem fylgt hefur þessari deilu og það ofurkapp sem lagt hefur verið í að framkvæma fyrst og spyrja síðar hvort rétt hefði verið að leggja út í þessa framkvæmd.

Stjórnvöld hafa hagað sér eins og staurblint aufturhald. Reynt er að brjóta niður alla mótspyrnu með hörðu án þess að minnsta tillit sé tekið til annarra hagsmuna. Mannréttindi jafnvel brotin og Íslandi þokað í átt til fasisma.

Sjálfsagt munu miklar umræður hefjast í kjölfar þessarar deilu um hraunið. Nú hefur það verið stórskemmt af einbeittum ásetningi með að vegurinn skuli lagður hversu mikil skynsemi kann að vera í því.

Og sjálfsagt munu vindar gnauða um Garðabæinn í allan vetur og ýmsum þótt nóg af því góða. En hvernig þetta gróðabrall fer skal ósagt látið.

Sumir eru tilbúnir að selja ömmu sína ef þeir mega græða. 


mbl.is Eiga von á bótakröfu vegna tafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýting skattfjár

Hanna Birna sú sama og sigaði lögreglunni á friðsama mótmælendur og lét handtaka Ómar Ragnarsson og fleiri, ber fyrir sig einkennileg rök: Að yfirvöldum beri að nýta skattféð sem best! Vísar hún þar í vegagerð um Gálgahraun. Er ráðherran með öllum mjalla?

Auðvitað ber stjórnmálamönnum að nýta skattféð sem best en eitthvað hefur Hanna Birna ruglast í ríminu hvað forgangsröð í samfélaginu varðar: Er mikilvægara að tryggja verktaka verkefni fremur en að reka Landspítalann með nauðsynlegum fjárframlögum? Nú eru margir landar við dauðans dyr og binda vonir sínar við að rekstur Landspítalns verði betur tryggður. Tækjabúnaður er úreltur okki fást nauðsynlegir varahlutir nema eftir dúk og disk. 

Hanna Birna virðist gjörsamlega veruleikafirrt. Hún er innanríkisráðherra sérhagsmuna og ætti að leita sér aðstoðar að finna sér stað í samfélaginu þar sem skynsemin og réttætið er meira metið en í hinu afar þröngsýna Innanríkisráðuneyti. 

Þeir tveir milljarðar sem verktakinn vill fá fyrir verkefni sitt væri betur nýttur til að bæta tækjakost Landspítalans sem og að efla þjónustu sem spítala þessum er ætlað að þjóna. 


mbl.is „Hvar er ráðherra?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttlæti en ekki fasisma

Ákvörðun Hönnu Birnu um að beita lögreglu gegn mótmælum í Gálgahrauni er eins og skvett sé úr pólitískri hlandfötu framan í friðsamt fólk sem er á öðru máli en hún. Þessi ákvörðun jaðrar við að vera á sömu nótum og þegar einræðisherrar misnota póilitískt vald sitt og brjóta niður andstæðinga sína. 

Hanna Birna er talsmaður aukinna árásarmeðala lögreglunnar m.a. að lögreglan fái rafbyssur. Það verður aukin harka ef mótmæli gegn misnotkun pólitísks valds á Íslandi heldur áfram.

Það er ótrúlegt að enginn innan ráðuneytisins hafi tekist að koma vitinu fyrir ráðherrann. Eru lögfræðingar Innanríkisráðuneytisins skammsýnir þursar, kannski 3ja eða 4ða flokks lögfræðingar sem ekki er treyst til annarra verka annars staðar? Ákvörðun Hönnu Birnu byggist á ákaflega lélegri lögfræði enda engin rök fyrir því að halda áfram á þeirri braut eins og Hanna Birna vill. Hún vill einstefnu í þágu hagsmuna verktaka en vill ekki hlusta á rök og réttindi gagnaðila sinna.

Nú er deila þessi fyrir dómstólum.Svo gæti farið að Garðabær, Vegagerðin og önnur stjórnvöld sem og verktaki tapi málinu en þá er búið að eyðileggja þau verðmæti sem Gálgahraunið er. Hvernig hafa þessir aðilar hugsað sér að bæta fyrir allt það tjón sem hefur verið valdið með vísvitandi vitund og með einbeittum ásetningi? Það er ekki hugsað að hugsanlegum afleiðingum séu dómstólir ekki hallir undir yfirvöld. En vel kann að vera að dómstólar séu undir þrýstingi að komast að niðurstöðu sem er þessum sömu yfirvöldum ásættanleg. Það eru dæmi um að mútum sé beitt erlendis á áþekkum tilfellum en helst vil eg í ítrustu lög ekki trúa að dómstólar sýni ósjálfstæði sitt.

Þetta Gálgahraunsmál er að mínu viti prófsteinn á það hvort Ísland teljist til réttarríkis. Eins og  ú er í pottinn búið er eg fremur svartsýnn.

Við þurfum að mótmæla áfram þessum fasisma sem okkur höfum verið sýnd!


mbl.is Mótmælendur sungu ættjarðarsöngva
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á lögreglunni að vera stjórnað af stjórnmálamönnum?

Umdeildar ákvarðanir teknar af stjórnmálamönnum eru sjaldnast sérlega lýðræðislegar. Að knýja í gegn framkvæmdum sem ekki styðjast við meirihluta þjóðarinnar minna óneitanlega á valdboð einræðisherra fyrri tíma.

Hanna Birna hefur sýnt af sér þá umdeildu djörfung að taka yfir alla stjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að handtaka mótmælendur. Þessi ákvörðun er vægast sagt mjög umdeild og nýtur hvergi stuðnings í lýðfrjálsu landi. Þessi ákvörðun hefur það í för með sér að lögreglunni sé stjórnað í þágu stórnmálaafla og er þá ekki ansi stutt í fasismann?

„Með lögum skal land byggja en ólögum eyða“ eru einkunnarorð lögreglunnar. Nú er verið að siga lögreglunni tugum sama að skipun innanríkisráðherra á fámenna friðsama sveit mótmælenda til að framfylgja ákvörðunum byggðum á ólögum. 

Mætum sem flest við Innanríkisráðuneytið í hádeginu og mótmælum þeim vísi að fasisma sem nú er að vaða uppi í samfélaginu í boði Sjálfstæðísflokksins og Framsóknarflokksins! 


mbl.is Mótmælendur bornir af svæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru verktakar með lögregluna í vasanum?

„Með lögum skal land byggja en með ólögum eyða“ segir í Njáls sögu og eru einkunnarorð lögreglunnar. Þessi deila er mjög sérstök að því leytinu til að hún er fyrir dómstólunum. Í stað þess að doka þá er verktakalýðræðið látið vera með lögregluna í vasanum. Unnt hefði verið að fara út í mun ódýrari vegaframkvæmd og ná sama árangri með endurgerð og breikkun núverandi vegar. Þetta mikla fé hefði betur mátt nýtast til Landspítalans.
 
Verktakar vilja gjarna nýta sem best vélar og mannskap. Þeir eru vakandi yfir möguleikum til verktöku og ýta undir framkvæmdir, kannski með loforðum um framlög til þeirra stjórnmálamanna sem sýna hagsmunum þeirra skilning. Þetta er þekkt um allan heim og nefnist mútur. Hvers vegna er aldrei bent á að sama gæti verið hér. Eru hagsmunatengsl milli verktakans, bæjarstjórnar Garðabæjar og innanríkisráðherrans sem fyrirskipar lögreglu að hefja handtökur?
 
Þetta deilumál er magnað upp meðan enn er verið að vinna að lögfræðilegri lausn þess fyrir dómstólum. 

Spurning dagsins er því þessi: Eru verktakar með lögregluna í vasanum?
 
Mætum sem flest í mótmælastöðu við Innanríkisráðuneytið í hádeginu! 

mbl.is Mótmæla við innanríkisráðuneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur lögreglan ekkert þarflegra að gera?

Sennilega er lögreglustarfið eitt það erfiðasta sem unnt er að hugsa sér. Í mótmælunum veturinn 2008-2009 reyndi mjög mikið á lögregluna og það verður að segja yfirmönnum hennar sem og óbreyttum liðsmönnum að betur hafi tekist til en oft voru krítísk augnablik. Reynt var að forðast átök og hnjask eftir því sem tök voru á.

Nú horfir öðru vísi til: Tiltölulega fámennur hópur friðsamra mótmælenda er handtekinn að kröfu innanríkisráðherra, Vegagerðarinnar og verktaka. Þessum deilumáli hefur verið vísað til dómstóla sem vonandi vinna hörðum höndum eftir því sem unnt er að komast að skynsamlegri niðurstöðu. Yfirvöld hafa lýst yfir að náttúruverndarmenn hafi ekki lögvarðan rétt til að koma að þessu máli, þeirra samtök séu nánast persona non grata.

Það er með öllu óþolandi að til séu yfirvöld í lýðfrjálsu landi sem sýna þvílíkan valdhroka að fullyrða að Árósasamningarnir sem Ísland er aðili að og fjallar um rétt náttúruverndarsamtaka að beita mótmælum. Svandís Svavarsdóttir ákvað í sinni ráðherratíð að umdirrita og staðfesta þessa aðild og ekki er kunnugt að ríkisstjórnin hafi breytt þeirri ákvörðun.

Lögreglan hefur það verkefni að gæta laga og réttar. En er hlutverk hennar að beita ólögum og órétti gagnvart friðsömum mótmælendum?

Þessi deila er um margt mjög undarleg. Yfirvöld hafa ekki sýnt mótmælendum neitt annað en valdhroka og hafa magnað deiluna. Nú blasir við að Gálgahraun verði eyðilagt og því fórnað í þágu umdeildra framkvæmda. 

Og enn má aftur spyrja: Hefur lögreglan ekkert þarflegra að gera en að handtaka friðsama borgara?

Það kann að vera örstutt á geðþóttaákvörðunum yfirvalda sem þekktust eru fyrir engin vettlingatök. Við skulum ekki innleiða vinnubrögð Görings, Göbbels, Pinochets og annarra miskunnarlausra böðla. Vonbandi sjá íslensk yfirvöld betur að sér.


mbl.is Spennustigið hátt í hrauninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband