Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013
13.3.2013 | 23:07
Verstu afglöp í sögu Íslands
Ákvörðunin um Kárahnjúkavirkjunar verður sennilega talin vera umdeildasta ákvörðun í sögu landsins þar sem ákvörðun var tekin gegn betri vitund um að allt væri með felldu um sennilega afleiðingu á náttúru landsins. Þessi ákvörðun tengdist atkvæðaveiðum Framsóknarflokksins á Austurlandi, höfuðvígi Halldórs Ásgrímssonar fyrrum forsætisráðherra, sennilega eins af spilltustu stjórnmálamönnum síðustu áratuga.
Alltaf höfðu náttúrufræðingar gert sér grein fyrir senniegum afleiðingum virkjunarinnar en stjórnmálamenn tóku ákvörðunina, þrátt fyrir margfaldar aðvaranir. Skipulagsstofnun lagðist gegn virkjuninni enda á þeim bæ talið betra að láta náttúru njóta vafans. En Siv Friðleifsdóttir þáverandi umhverfisráðherra snéri úrskurði Skipulagsstofnunar við og leyfði virkjun með örfáum klasturslegum breytingum. Og hún fullyrðir í viðtali í dag að ákvörðun sín hafi verið vel ígrunduð eða eins og segir á heimasíðu RÚV: Siv ... telur að það hafi verið rétt ákvörðun hjá sér að heimila Kárahnjúkavirkjun, þrátt fyrir neikvæð umhverfisáhrif.
Sagt er að silfurpeningarnir 30 hafi stöðugt verið í umferð síðan Júdas Ískaríot fékk þá í hendur á sínum tíma. Þeir eru sagðir hafa ávaxtast einna best af öðrum sjóði gegnum aldirnar, farið um blóðugar hendur margra og ætíð leitað uppi bestu ávöxtunarkosta.
Spurning er hvort þeir hafi verið í umferð hér á landi skal ósagt látið. Ekki kæmi það á óvart þar sem einstakur skilningur fyrir þörfum stóriðju hefur verið sýndur af ýmsum stjórnmálamönnum íslenskum. Víða um heim þykir það jafnvel jaðra við ókurteysi sé þessum stjórnmálamönnum verið hyglað ríkulega. Þess má geta að Alkóa hinn ameríski er stórtækur aðili sem tengist hergagnaiðnaðinum ameríska og braskinu kringum vopn og vopnasölu þrátt fyrir fullyrðingar um annað. BNA hefur um 70% af vopnasölu heimsins á sínum snærum!
Þeim sem tóku ákvörðunina um byggingu Kárahnjúkavirkjunar verður ekki fyrirgefið því þeir vissu hvað þeir voru að gera!
Góðar stundir en án afglapa Framsóknarflokksins!
Vilja fund með Landsvirkjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2013 | 22:43
Einföldun blekkingarmannsins mikla
Sigmundur Davíð er ekki af baki dottinn, áfram heldur hann við sinn keyp og reynir hvað hann getur að setja fram vafasamar fullyrðingar sem ekki eiga sér nein rök í þeim tilgangi að næla í atkvæði þeirra sem ekki varast blekkinguna.
Að fullyrða að þessi ríkisstjórn hafi viljað axla einhverja Icesave ábyrgð er rugl. Auðvitað voru gerðir samningar, reyndar sá fyrst í október 2008 og seinni samningar byggðust á enda ríkisstjórnin bundin af honum. En nú hefur komið í ljós, að aldrei hefði fallið ein einasta króna á ríkissjóðs vegna Icesave vegna þess að nægar innistæður af útistandandi skuldum Landsbankans munu skila sér betur en talið var.
Í heil þrjú ár hefðu Íslendingar notið betri viðskiptakjara í skjóli hærra lánshæfismats. Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur hefur reiknað út, að hefði Ólafur Ragnar undirritað Icesave, þá hefi þjóðarbúið staðið a.m.k. 60 milljörðum betur. Það eru hátt í 200.000 á hver´t mannsbarn í landinu.
Sigmundur Davíð þusar um að skuldir heimilanna eigi að greiðast af gróða bankanna. Hvernig hann vill fara þessa leið þegir hann um enda telja þeir sem hafa þekkingu á þessum málum hana vera ófæra þó hún kunni að líta vel út á pappír. Má vísa í leiðara Fréttablaðsins mánudaginn 11.3. s.l.
Þessi formaður Framsóknarflokksins er rökþrota þó hann slái um sig vikurnar fyrir kosningar. Hann mun þegju þunnu hljóði eftir kosningar. Allt er lagt undir til að afla atkvæða þó svo að hann veit eða megi vita, að þetta gengur ekki upp.
Lýðskrumarar hafa því miður oft náð furðu miklum árangri. Sigmundur er einn af þeim varhugaverðustu sem þjóðin ætti að varast!
Góðar stundir en án lýðskrumara!
Voru til í að taka á sig Icesave-skuldirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.3.2013 | 18:18
Skynsamlegt að setja ný náttúruverndarlög
Þrátt fyrir ýmsa annmarka í frumvarpinu þá verður að telja mikilsvert að setja ný náttúruverndarlög m.a. til að koma að virkari viðurlögum vegna utanvegaaksturs og annarra efnisatriða.
Annmarkarnir eru m.a. þeir að í 21. gr. frumvarpsins er ekki tekið nægjanlega á að koma í veg fyrir rask sem getur orðið allan sólarhringinn á vötnum landsins en ekki aðeins yfir blánóttina! Eg vil banna notkun og umferð báta og annarra farartækja sem sum hver er ætlað jafnað til úthafssiglinga! Notkun slíkra farartækja er mikil sums stasðar eins og Skorradalsvatni og hefur afdrifaríkar afleiðingar á fjölbreytt fuglalíf.
Þá er mjög umdeild ákvæði um nánast einræðisrétt Náttúrufræðistofnunar um hvað megi rækta, hvernig og hvar sem setur atvinnustarfsemi í uppnám, eins og garðyrkju og skógrækt.
Æskilegt væri að þessi ákvæði væru endurskoðuð en í versta falli mætti leiðrétta þau síðar á næsta þingi ef tími dugar ekki til vegna anna.
Góðar stundir!
Vilja afgreiða frumvarp um náttúruvernd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.3.2013 | 18:19
Skynsamlegir flutningar
Mikil afglöp voru á sínum tíma að draga úr og jafnvel leggja niður strandsiglingar. Þær geta staðið vel undir kotnaði séu þær skipulagðar vandlega og kappkostað að hafa nægan flutning í ferðum.
Að sama skapi voru það mikil yfirsjón að draga þessa þungaflutninga inn í þjóðvegakerfið sem segja má að sé víða nánast ónýtt vegna þess hve viðhald þjóðvega er víða ábótavant.
Alla 20. öldina var lögð áhersla að byggja upp hafnir víða um land. Með afnámi strandflutninga varð nánast hrun í tekjum margra hafnarsjóða sem sveitarstjórnir sátu uppi með skellinn. Nú er loksins að hylla undir nýja stefnu enda ættu strandflutningar að vera mun hagkvæmari en þungaflutningar á þjóðvegum landsins þar sem yfirleitt er flutningur aðeins aðra leiðina.
Þá fá frystihúsin og geymslu úti á landi aukið vægi enda veitir ekki af að efla byggðir landsins.
Góðar stundir.
Fyrsta gámaskipið í tæp 13 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.3.2013 | 17:22
Möguleiki á fjarstýringu þingmanna?
Auðmenn hafa oft komist upp með að kaupa þingmenn og jafnvel heilu stjórnmálaflokkana. Þannig töldu þýskir stóriðjumenn eins og Krupp sig hafa tök á Hitler og nótum hans á sínum tíma þegar leynisamningur var gerður milli þeirra. Á þessum leynifundi voru einnig fulltrúar þýska hersins og júnkaranna, gamla prússneska landeigandaaðalsins.
Margt bendir til að auðmenn hafi íslenska stjórnmálamenn í vasanum. Sumarþingið 2007 einkenndist af einu þingmáli þar sem var lögleiðing samnings ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar um ný sjónarmið varðandi skattgreiðslur álbræðslunnar í Straumsvík. Þessi samningur hafði þau áhrif að talið væri að skattur til þeirra álbræðslumanna lækkaði um hálfan milljarð á ári! Sennilegt er að Framsóknarflokkurinn og Sjðálfstæðisflokkurinn hafi fengið einhverjar innspýtingar í kosningasjóði enda þykir það sjálfsagður hlutur að veita þeim stjórnmálamönnum umbun sem hafasýnt vissum hagsmunum skilning.
Þegar þingmenn koma með þessi nýju nýmóðins tæki opnast nýir möguleikar. Þeir geta komið með skilaboð frá hagsmunaaðila sem viðkomandi vilji láta koma fram á Alþingi sem þingmaðurinn sem þeir hafa í vasanumlesi fyrir þingheimi.
Því miður verður að telja að þessi nútíma tækni opni möguleika fyrir aukinni spillingu þar sem það er ekki samviska þingmannsins sem talar heldur boðskapur einhvers hagsmunaaðila sem hann er að tala fyrir.
Venja er að þingmaður í ræðustól þingsins biðji þingforseta leyfis sé lesinn texti úr bók, blaði eða tímariti. Spurning hvort þingmanni beri ekki að spyrja þingforseta leyfis um að lesa boðskiptin sem hann var að fá í tæki sínu.
Spurning hvort þessi nýja tækni opni möguleika fyrir fjarstýringu þingmanna sé leiðin til aukinnar spillingar skal ósagt látið. En sú hætta er fyrir hendi ef ekki eru settar reglur fyrir um þessi mál.
Góðar stundir.
Las af snjallsíma í ræðustóli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2013 | 18:55
Vanhæf tillaga
Athygli ber að vekja á tillögunni:
Annars vegar vantraust og hins vegar felur í tillögunni tillaga að nýrri ríkisstjórn!
Þetta er sami grauturinn í sömu skál Þórs Saaris. Þessa tillögu er hægt að taka til meðferðar á þingi. Hún er þess eðlis að henni verður ekki unnt að framfylgja.
Þessi þingmaður er með öllu vanhæfur og hefur greinilega ekkert lært frá því að hann lagði fyrri tillögu sína fram en dróg til baka.
Hann ætti að sjá sóma sinn í að draga þessa tillögu til baka eins og hún er!
Góðar stundir!
Vantrauststillagan lögð fram aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2013 | 18:47
Að hengja bakara fyrir smið
Hvers vegna beinir Þór Saari ekki vantrausttillögu sinni að Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum? Á þeim bæjum er andstaðan gegn stjórnarskrármálinu sterkust.
Þór er með tillögu sinni að greiða götu braskaraaflanna í samfélaginu sem vilja enga nýja stjórnarskrá enda telja þeir hana hafa hömlur í för með sér hvað frelsi og Frjálshyggju varðar.
Þór er með þessu tiltæki að leggjast á sveif með braskaralýðnum sem hann þó þóttist vera á móti í Búsáhaldabyltingunni á sínum tíma.
Mér finnst satt best að segja Þór Saari til vansa að minnast á útfararræðu. Þær eru af allt öðru tilefni og allt öðru vísi, farið er yfir lífshlaupið og dregnar fram betri minningar um þann sem látinn er og sem taldar eru til góðrar eftirbreytni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2013 | 17:25
Dálítill samanburður á börnum og þingmönnum
Í vetur hefi eg starfað á frístundaheimili þar sem rúmlega 120 börn eru skráð. Oft verður mikill hávaði og skvaldur þar sem hvert barn æpir upp í hróp og köll annarra. Er haft að orði að vandfundinn sé háværari vinnustaður innan marka Mosfellsbæjar.
Að mörgu leyti eru börnin lík þingmönnum. Nema að venjulega talar aðeins einn þingmaður í önnur þar sem stundum eru öll börnin meira og minna að tala og láta til sín taka. En oft er niðurstaðan engin, hvorki á þingi né á frístundaheimilinu. Eða þangað til við starfsmennirnir tökum til okkar ráða, reynum að draga niður í helstu hávaðakrökkunum. Mjög oft er verið að rífast út af litlu tilefni, legokubb eða öðru leikfangi.
Því miður hefur ekki tekist að koma stjórnarskrármálinu í gegn. Það mátti alltaf vita að innan Sjálfstæðisflokksins yrði allt gert til þess að koma í veg fyrir að við íslendingar fengjum nýja stjórnarskrá byggða á mannréttindum og lýðræði í stað þeirrar sem nú er og byggist fyrst og fremst á valdinu. Og því miður fór allt of mikill tími í mál sem skiptir eiginlega engu máli eins og það sem kennt hefur vrið við Icesave. Við hefðum hagnast meira á því að koma því vandræðamáli í höfn fyrir 3 árum eins og líkur voru á. Í ljós hefur komið að nægar innistæður voru alltaf fyrir í þrotabúi Landsbankans til að greiða skuldbindingarnar.Um það mátti aldrei ræða en umræðan blásin upp í tilfinningalegt rugl.
Þessi fjögur ár sem ein besta ríkisstjórn sem við höfum haft, voru fljót að líða. Það verður að segja eins og er að fjölmargt hefur áunnist sem Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hefðu sennilega ekki náð sama árangri við að leysa efnahagsvandann eftir bankahrunið. Þar var ekki farið í tiltektir með hagsmuni braskaranna sem stjórna þessum gömlu spillingaflokkum meira og minna. En það voru mörg mistök gerð. Sennilega var Magmamálið það sem er afdrifaríkast. Erlendur braskari komst yfir stóran hlut í Orkuveitu Suðurnesja og þar með eignast aðgang að náttúruauðlindum Íslendinga. Þessi erlendi braskari mun þrýsta á meiri nýtingu jarðvarma á Reykjanesskaganum og mun að öllum líkindum leiða til rányrkju og kulnun jarðhitans. Það er nefnilega alvarlegur misskilningur að þessi orka sé endalaus. Jarðhitasérfræðingar hafa varað við að þessi auðlind, jarðhitinn, geti gengið til þurrðar og verði nánast að engu eftir hámarksnýtingu hans í 30-40 ár.
Hvorki þingmenn Framsóknarflokksins né Sjálfstæðisflokksins vildu koma í veg fyrir þetta Magma brask. Það var miklu auðveldara að grafa undan ríkisstjórninni með Icesave því sá áróður gekk betur inn í þá sem eru auðtrúa og vilja ekki gagnrýna það sem þeim þykir óþægilegt. Þetta er fólkið sem leggst hundflatt fyrir fremur léttvægum og yfirborðkenndum áróðri Sjálfstæðisflokksins um að þeir ætli að bjarga hag heimilanna í landsinu, án þess að minnst sé aukateknu orði um hvernig þeir ætla sér það!
Halda þessir menn að kjósendur séu eins og börn sem leggja það í vana sinn að koma öllu í loft upp vegna eins legókubbs?
Útfararræður stjórnarskrárinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 243586
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar