Einföldun blekkingarmannsins mikla

Sigmundur Davíð er ekki af baki dottinn, áfram heldur hann við sinn keyp og reynir hvað hann getur að setja fram vafasamar fullyrðingar sem ekki eiga sér nein rök í þeim tilgangi að næla í atkvæði þeirra sem ekki varast blekkinguna.

Að fullyrða að þessi ríkisstjórn hafi viljað axla einhverja Icesave ábyrgð er rugl. Auðvitað voru gerðir samningar, reyndar sá fyrst í október 2008 og seinni samningar byggðust á enda ríkisstjórnin bundin af honum. En nú hefur komið í ljós, að aldrei hefði fallið ein einasta króna á ríkissjóðs vegna Icesave vegna þess að nægar innistæður af útistandandi skuldum Landsbankans munu skila sér betur en talið var.

Í heil þrjú ár hefðu Íslendingar notið betri viðskiptakjara í skjóli hærra lánshæfismats. Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur hefur reiknað út, að hefði Ólafur Ragnar undirritað Icesave, þá hefi þjóðarbúið staðið a.m.k. 60 milljörðum betur. Það eru hátt í 200.000 á hver´t mannsbarn í landinu.

Sigmundur Davíð þusar um að skuldir heimilanna eigi að greiðast af gróða bankanna. Hvernig hann vill fara þessa leið þegir hann um enda telja þeir sem hafa þekkingu á þessum málum hana vera ófæra þó hún kunni að líta vel út á pappír. Má vísa í leiðara Fréttablaðsins mánudaginn 11.3. s.l.

Þessi formaður Framsóknarflokksins er rökþrota þó hann slái um sig vikurnar fyrir kosningar. Hann mun þegju þunnu hljóði eftir kosningar. Allt er lagt undir til að afla atkvæða þó svo að hann veit eða megi vita, að þetta gengur ekki upp.

Lýðskrumarar hafa því miður oft náð furðu miklum árangri. Sigmundur er einn af þeim varhugaverðustu sem þjóðin ætti að varast! 

Góðar stundir en án lýðskrumara!


mbl.is Voru til í að taka á sig Icesave-skuldirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Það hefðu alltaf fallið vextir á rísjóð af Icesave hvað sem hver seigir  og ef við hefðum samþykkt samninginn þá hefðu lánskjörin versnað vegna aukinna  krafna á rísjóð. Bretar og Hollendingar vissu allan tímann að við værum ekki skyldug að greiða þetta þess vegna vildu þeir ekki semja um að þetta færi fyrir dóm. Ef þú heldur því fram að við hefðum aldrei greitt neitt því að þrotabúið bæri kostnaðinn hvers vegna voru þeir þá sárir yfir að tapa málinu?

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 13.3.2013 kl. 22:59

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Er þetta nýtt hugtak: „rísjóð“.

Jón þú verður að athuga að Icesave var eins og hver annar blekkingarvefur.

Aldrei hefði komið til að ríkissjóður hefði þurft að greiða eina einustu krónu.

Auðvitað voru gerðir samningar, reyndar sá fyrst í október 2008 og seinni samningar byggðust á enda ríkisstjórnin bundin af honum. En nú hefur komið í ljós, að aldrei hefði fallið ein einasta króna á ríkissjóðs vegna Icesave vegna þess að nægar innistæður af útistandandi skuldum Landsbankans munu skila sér betur en talið var.

Í heil þrjú ár hefðu Íslendingar notið betri viðskiptakjara í skjóli hærra lánshæfismats. Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur hefur reiknað út, að hefði Ólafur Ragnar undirritað Icesave, þá hefi þjóðarbúið staðið a.m.k. 60 milljörðum betur. Það eru hátt í 200.000 á hvert mannsbarn í landinu.

Þú ættir að lesa leiðara Fréttablaðsins s.l. mánudag. Þar er flett ofan af lýðskrumaranum.

Guðjón Sigþór Jensson, 13.3.2013 kl. 23:17

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þorsteinn Pálsson orðaði þetta ágætlega. Í rauninni kom ekkert útúr þessum fíflagangi nema skaðakostanaður og tjón fyrir Ísland sem ekki er enn séð fyrir endann á. Málið er í rauninni alveg í sömu stöðu:

,,Icesave-skuldin féll ekki niður með þjóðaratkvæðagreiðslunni. Hún féll ekki niður með EFTA-dómnum. Þrotabú gamla Landsbankans þarf að sjálfsögðu að standa skil á þessari skuld. Ein af stærstu eignum þess er skuldabréf sem nýi Landsbankinn þarf að greiða. Hann á ekki gjaldeyri til að borga með og Seðlabankinn ekki heldur. Stór hluti þessa vanda er þannig enn óleystur í banka skattborgaranna."

http://visir.is/hin-hlidin/article/2013703099987

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.3.2013 kl. 23:17

4 Smámynd: Jörundur Þórðarson

Það er alveg sama hvað við segjum sem erum svo heimsk að trúa Sigmundi, þú myndir aldrei fallast á röksemdir okkar. Staðreyndirnar tala sínu máli. Framsókn sagði að okkur bæri ekki að greiða þessar kröfur Breta og Hollendinga. Það reyndist rétt.

Framsókn sagði í febrúar 2009 að það væri hægt að koma til móts við heimilin með ca 20% niðurfellingu lána. Ný ríkisstjórn fór aðrar leiðir. Hún færði lánin í hendur nýrra eigenda bankanna. Hún bjó til 110% leið til að hjálpa heimilunum, erlendir sérfræðingar lýstu þeirri leið sem fáránlegri leið (lunacy). Reyndin varð líka sú að hún skaffaði störf fyrir lögfræðinga en gagnaðist engu heimili. Stór kostnaður - enginn árangur. Jóhanna reyndi að koma ábyrgðinni á umboðsmann skuldara.

Svo talar þessi ríkisstjórn um frábæran árangur hjá sér. Reyndin er önnur. Reyndin er sú að hún hefur ekki tekið á við neitt, hún bíður alltaf eftir að fá vandamálin í fangið. Svo sem eins og ÍLS o.fl. Hún planar 85 milljarða nýtt sjúkrahús þegar skuldirnar eru að sliga okkur. Fjármögnunar kostnaður við það áætlaður 20 milljarðar haha hagsýn húsmóðir haha

Jörundur Þórðarson, 14.3.2013 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 242969

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband