Verstu afglöp í sögu Íslands

Ákvörðunin um Kárahnjúkavirkjunar verður sennilega talin vera umdeildasta ákvörðun í sögu landsins þar sem ákvörðun var tekin gegn betri vitund um að allt væri með felldu um sennilega afleiðingu á náttúru landsins. Þessi ákvörðun tengdist atkvæðaveiðum Framsóknarflokksins á Austurlandi, höfuðvígi Halldórs Ásgrímssonar fyrrum forsætisráðherra, sennilega eins af spilltustu stjórnmálamönnum síðustu áratuga.

Alltaf höfðu náttúrufræðingar gert sér grein fyrir senniegum afleiðingum virkjunarinnar en stjórnmálamenn tóku ákvörðunina, þrátt fyrir margfaldar aðvaranir. Skipulagsstofnun lagðist gegn virkjuninni enda á þeim bæ talið betra að láta náttúru njóta vafans. En Siv Friðleifsdóttir þáverandi „umhverfisráðherra“ snéri úrskurði Skipulagsstofnunar við og leyfði virkjun með örfáum klasturslegum breytingum. Og hún fullyrðir í viðtali í dag að ákvörðun sín hafi verið vel ígrunduð eða eins og segir á heimasíðu RÚV: Siv ... telur að það hafi verið rétt ákvörðun hjá sér að heimila Kárahnjúkavirkjun, þrátt fyrir neikvæð umhverfisáhrif.

Sagt er að silfurpeningarnir 30 hafi stöðugt verið í umferð síðan Júdas Ískaríot fékk þá í hendur á sínum tíma. Þeir eru sagðir hafa ávaxtast einna best af öðrum sjóði gegnum aldirnar, farið um blóðugar hendur margra og ætíð leitað uppi bestu ávöxtunarkosta.

Spurning er hvort þeir hafi verið í umferð hér á landi skal ósagt látið. Ekki kæmi það á óvart þar sem einstakur skilningur fyrir þörfum stóriðju hefur verið sýndur af ýmsum stjórnmálamönnum íslenskum. Víða um heim þykir það jafnvel jaðra við ókurteysi sé þessum stjórnmálamönnum verið hyglað ríkulega. Þess má geta að Alkóa hinn ameríski er stórtækur aðili sem tengist hergagnaiðnaðinum ameríska og braskinu kringum vopn og vopnasölu þrátt fyrir fullyrðingar um annað. BNA hefur um 70% af vopnasölu heimsins á sínum snærum!

Þeim sem tóku ákvörðunina um byggingu Kárahnjúkavirkjunar verður ekki fyrirgefið því þeir vissu hvað þeir voru að gera!

Góðar stundir en án afglapa Framsóknarflokksins!


mbl.is Vilja fund með Landsvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband