Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013

Ballið byrjar

Fyrir hverjar kosningar byrja skoðanakannanir. Í flestum lýðræðislöndum heims eru settar reglur um hverjir megi gera skoðanakannanir, hvaða aðferð sé heimil og að birta eigi allar skoðanakannanir. Það er nefnilega svo að sumar af þessum „skoðanakönnunum“ eru í raun skoðanamyndandi áróður, fúsk undir yfirskyni vísinda.

Þá eru reglur sem kveða á um hvenær ekki megi gera skoðanakannanir og birta þær, tiltekinn tíma áður en kosning fer fram.

Hér á íslandi höfum við horft upp á margskonar fúsk í þessum efnum. Stundum er verið með leiðandi spurningum að fá hagstæða niðurstöðu. Þannig virðist vera nokkuð algengt að spurt sé „hvort líklegt sé að velja Sjálfstæðisflokkinn“ sé viðmælandi ekki fús að gefa upp skoðun sína! Svona „skoðanakannanir“, eru fúsk af versta tagi og þykja vera allt að því lágúrulegar. Líklegt er að þeir sem vilja „fá“ bestu niðurstöðu láti frekar endurtaka nákvæmlega sömu „skoðanakönnunina“ oftar og birti aðeins þá hagstæðustu. Þá eru dæmi um að niðurstaða skoðanakannana sé ekki birt vegna þess að hún þótti ekki vera í samræmi við væntingar þess sem óskaði eftir skoðanakönnun! Það er nefnilega svo, að vönduð skoðanakönnun þar sem gætt er allra vísindalegra krafna um rétta aðferðafræði við gerð kannana, er rándýr, enda þarf að gæta þess vandlega að við val á þeim sem spurðir eru, séu þannig valdir að allir kjósendur hafi möguleika að lenda í valinu.

Mjög mikilvægt er að settar séu reglur um skoðanakannanir og þær  reglur í nágrannalöndunum okkar hafðar að fyrirmynd.

Sérstaklega einkennilegt er að lög um skoðanankannanir hafi ekki verið settar hér á landi. Líklegt er að ef ríkisstjórnarflokkarnir hefðu ekki verið í þessu endalausa innihaldslitla pexi um Icesave, Stjórnlagaþingið, stjórnarskrármálið, kvótamálið, landsdómsmálið og önnur hávaðamál sem eru þyrnar í augum fulltrúa braskaranna í Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum, þá hefði unnist tími til að sinna betur þessum málum.

Góðar stundir með von um betri og vísindalegri skoðanakannair en við höfum fengið að verða vitni að!


mbl.is Framsókn fengi 19,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættan er frá hægri - sveiflan er háskaleg

Þegar eg var í námi í HÍ fyrir langt löngu voru þessar fylkingar vinstri og hægri manna að jafnaði mjög áþekkar. Þær skiptust á völdum en ætíð var mjótt á mununum.

Nú virðist sem gríðarleg hægri sveifla sé í Háskólanum og verður það að teljast miður. Samkeppnin er sennilega að baki, núna gera hægri menn það sem þeim sýnist án þess að taka minnsta tillit til þeirra sem eru á öndverðum meiði.

Hægri öflin hafa verið að færa sig upp á skaftið á undanförnum misserum og hafa fengið mikinn stuðning í forseta lýðveldisins, Ólafi Ragnari þá hann synjaði Icesave lögunum samþykki. Þetta hefur reynst okkur dýrt spaug rétt eins og léttúð og kæruleysið í aðdraganda hrunsins.

Slagorð hægri manna er að allt sem aflaga fer í samfélaginu sé vinstri mönnum að kenna. Gegndarlaus áróður hefur farið fram og á sennilega hægrimaðurinn Hannes Hólmsteinn hugmyndafræðingur braskaranna meginþátt í því enda hefur hann fengið að leika lausum hala í Háskólanum þrátt fyrir að vera talinn hafa farið mjög frjálslega um hugverk annarra.

Því miður virðist gagnrýn hugsun vera á undanhaldi í Háskólanum og er það miður. Það virðist gleymt sem hægri menn komu okkur í: nefnilega hrunið með tilheyrandi vandræðum.

Mætti biðja guðina um að forða oss frá meiri hægri meinvillu! Einhvern tíma verður komið nóg af því góða!


mbl.is Vaka fékk 77% atkvæða í HÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru hjúkrunarfræðingar á flæðiskeri staddir?

Meðaldagvinnulaun hjúkrunarfræðinga 381.566 krónur eru sennilega nálægt meðaldagvinnulaunum á Íslandi í dag.

Sjálfur væri eg sáttur með laun sem þessi, starfa sem vetrarmaður í 37.5% starfi á sennilega háværasta vinnustað í Mosfellsbæ, Skólaseli Varmárskóla, laun eru 85.882 á mánuði sem eru rétt rúmlega helmingurinn af atvinnuleysibótum, kannski nær 7-8% af launum bæjarstjóra. Kannski væru þessi laun ágætis laun fyrir svona 25 árum!

Það verður að hafa „húmor“ fyrir staðreyndum sem þessum.

En eftir veturinn kemur sumarið við. Og þá vilja allar ferðaskrifstofur fá „gamlingjann“ til starfa sem reynsluríkan leiðsögumann enda hefur hann verið farsæll í sínum störfum á 3ja áratug, varkár og vill gera dvöl allra sem þægilegasta en samt eftirminnilegasta.

Sú var tíðin að hjúkrunarkonur voru ógiftar og barnlausar. Fyrstu kjúkrunarkonurnar voru meira að segja nunnur sem komu hingað til að líkna. Núna eru þær eins og venjulegt fólk enda bæði kyn sem teljast til hjúkrunarfræðinga. Og allir þurfa eðlilega sitt!

Góðar stundir!


mbl.is Með 381 þúsund í dagvinnulaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að draga úr tjóni

Þegar lifandi verðmæti er á ferð, þá þarf að kanna fyrst áður en sprengt er. Ef til vill hefði verið unnt með einhverjum ráðum að hrekja síldina burt eða veiða hana áður en til sprengingar kemur. Í fréttinni segir að kostnaður við að hreinsa höfnina sé mjög mikill. Ætli hefði ekki verið möguleiki á að breyta þessu fremur í verðmæta vöru en útgjöld?
mbl.is Tvö til þrjú tonn af síld drápust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er íslenskur fiskur og hvað útlenskur?

Íslendingar voru brautryðjendur útfærslu landhelgi lengi vel. Þorskastríð 1958, 1972 og síðast nokkrum árum síðar miðaðist við að tryggja lífsafkomu íslensku þjóðarinnar. Engin þjóð Evrópu byggir jafnmikið á afkomu sinni og Íslendingar.

Við sýndum Bretum mikla þolinmæði á sínum tíma. Þrátt fyrir að þeir sendu hingað togara með allt of þéttum möskvum, svonefndum ryksugutogurum sem slepptu engu kviku, þá fengu þeir um tíma að veiða meira af þorski og öðrum bolfiski en við veiðum sjálfir í dag! Og þrátt fyrir að þeir sendu freigátur og dráttarbáta sem reyndu margsinnis að sigla litlu íslensku varðskipin í kaf og stofna tugum manna í lífshættu!

Þegar flökkustofnar eins og makríll veður hér uppi þá er spurningin hvort um íslenskan eða útlendan fisk sé að ræða. Vel er kunnugt að þessi fisktegund er alæta og etur allt sem að kjafti kemur. Hún tímgast hratt og stækkar einnig mjög hratt. Þetta sjáum við á ýmsu: sandsíli bókstaflega hvarf fyrir ströndum Íslands til mikils tjóns fyrir fuglategundir eins og kríu og lunda sem hrökkluðust við illan leik úr hreiðrum vegna fóðurskorts. Eg hefi séð t.d. á suðurströnd Snæfellsness hvernig makríltorfa er mjög nærri landi, háhyrningum og súlum til mikillrar gleði þar sem þau bókstaflega eru í veislu!

Það er því spurning hvort eignarréttur fylgi þessari fiskiflökkutegund sem syndir víða í sjónum. Fyrir gamla sjómenn þá þætti þeim eðlilegt að líta svo á að sá fiskur sem þeir veiða innan landhelgi og hafi til þess leyfi, sé íslenskur en hvorki, spánskur, franskur, hollenskur eða skoskur. Alla vega hafa fiskar þessir ekki sjálfviljugir gefið í skyn hverrar þjóðar þeir eru.

Góðar stundir!


mbl.is Gagnrýna Íslendinga harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hákarlaveiðar

Þá er komið að því að Sérstakur saksóknari gefi ákærur út á hvern hákarlinn á fætur öðrum. Ákæran er fremur stutt eða einungis 4 síður mun styttri og gagnorðari en gegn Sigurði Einarssyni & Co hérna um árið og illa gekk að fá hingað til lands til að standa reikningsskap gerða sinna.

Nú er komið að Bjarna Ármannssyni þeim sama og spyrti saman fjárfestingarbanka og viðskiptabanka sem að sögn kunnáttumanna í bankamálum gangi ekki upp vegna þess hve eðli þessara mismunandi banka er ólík. En kannski að sameining Fjárfestingabankans þar sem Bjarni var fyrst bankastjóri og Íslandsbanka sem var viðskiptabanki og fyrri bankastjórar hraktir frá störfum.

Vonandi gengur Sérstökum hákarlaveiðarnar vel asð veiða í net réttvísinnar. Oft er þörf en nú nauðsyn.

Góðar stundir! 


mbl.is Bjarni ákærður fyrir röng skattframtöl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konungsríki fyrir hest!

Einhver versti konungur Breta var Ríkharður 3. Í hinstu orrustunni var augljóst hver endalokin yrðu. Þá átti hann á flóttanum að hafa kallað: „Konungsríki fyrir hest!“ en í leikriti Shakespeares er þetta einn af hápunktum verksins.

Fróðlegt er að vísindamenn hafi fundið líkamsleifar konungs þessa og að gamlar sögusagnir séu staðfestar.

Góðar stundir!


mbl.is Ríkharður III. er fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vansæmandi hegðun

Ekkert afsakar hegðun sem þessa. Starfsmenn á Keflavíkurflugvelli vinna sín störf eins og þeim er lagt fyrir.

Síðast þegar eg fór til útlanda með konu minni þá vorum við með 3 fremur litlar töskur. Í minnstu töskunni voru íslensk matvæli á borð við reyktan lax, frosnar rækjur og kavíartúpa sem er vinsælt að fá meðal vina og ættingja erlendis. Þar sem aðeins er heimilt að innrita eina tösku í flugafgreiðslu var okkur ráðlagt að taka minnstu töskuna sem handfarangur sem við gerðum. Við skönnun komu kavíartúpurnar í ljós og voru þær gerðar upptækar þar eð fræðilega mögulegt er að skipta um innihald þeirra. Við sögðum ekkert, vorum að hugsa um að eta eitthvað af kavíarnum en hættum við þar sem stórneysla kavíars getur haft óþægileg áhrif þegar hans er neytt eingöngu.

Áfram héldum við enda voru eftirlitsmenn að framkvæma fyrirmæli sem munu vera upprunnin í BNA. En mikið fannst okkur furðulegt að samskonar kavíartúpur mátti kaupa á uppsprengdu verði í einni búðinni og auglýsir sig sem „duty free“!

Þeir sem ekki eru tilbúnir að sýna tilhlýðilega framkomu eins og ekki geta setið á sér að vera fullir á leiðinni í flug, ættu að sitja á strákum sínum. Að öðrum kosti að halda sig heima og fara hvergi eins og Gunnar á Hlíðarenda.

Góðar stundir! 


mbl.is Meinað að fara um borð vegna óláta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Páll fer vel af stað

Óhætt má segja að Árni Páll fari vel af stað. Hann kemur á óvart og væntanlega má búast við mörgum góðum tillögum frá honum til að tryggja jöfnuð og gott ástand í xsamfélaginu.

Við erum enn í sárum eftir vægast sagt ömurlegan viðskilnað Frjálshyggjunnar í efnahagsmálum þjóðarinnar. Þessi ríkisstjórn hefur ekki átt neitt sældarbrauð að njóta að stýra landi og þjóð gegnum hvert gjörningaveðrið á fætur öðru. Meira að segja forsetinn á Bessastöðum breytti embætti sínu í skotgrafir!

Nú er framtíðin að móta nýtt samfélag úr þeim rústum sem Frjálshyggjan skildi eftir sig. Samfylkingin og VG hafa unnið stórmerkilegt starf.

Góðar stundir!


mbl.is „Kyrrstaða er ekki valkostur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 243586

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband