Bloggfærslur mánaðarins, september 2012

Hvaðan voru víkingarnir?

Víkingaöld er tímabilið 800-1000 gjarnan nefnt í sögu Evrópu.

Þessi ribbaldalýður sem olli miklum vandræðum á Bretlandseyjum, Normandí og ströndum Vestur - Evrópu kom frá héruðunum suður af núverandi höfuðborg Noregs, Óslóarfirði.

Fyrrum hét fjörður þessi Víkin og þar af var þessi vandræðalýður nefndur og kallaðist „víkingar“.

Sjálfsagt eimir eitthvað af góðum vísbendingum um þennan forna ribbaldahátt í sögubókum eins og Íslendingasögum. En þess ber að geta að þær eru flestar færðar í letur þegar nokkuð er um liðið að þessi skelfilegi ribbaldatími var liðinn. Þó var Sturlungaöldin síðara blómaskeið ribbaldanna sem töldu sér allt heimilt. Jafnvel að taka með sér bændasyni og egna þeim í sinni þágu í grimmúðleg vígaferli á borð við Örlygsstaðabardag þar sem tugir manna voru vegnir og hundruðir særðir.

Ofbeldi á sér enga málssvara og er gott til þess að vita að þessar gömlu frásagnir eru greindar til þess að fá betri skilning á þessum hroðalegu voðaverkum.

Góðar stundir!


mbl.is Víkingarnir illa liðnir heima fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsti tunglfarinn?

Spurning er hvort þessi maður hafi nokkurn tíma stigið fæti á tungli og nokkur eftir hann. Af hverju hafa tunglferðir lagst af eftir nálægt 40 ár fyrst þær áttu að hafa tekist 1969?

Það ár var einn umdeildasti forseti USA Richard Nixon við völd sem lét sér ekkert ómögulegt. Á þessum árum var umdeilt stríð í Víetnam og sami forseti beitti sér fyrir vægast sagt mjög sóðalegri byltingu í Chile 1973.

Sagt er að mjög fær kvikmyndaleiksstjóri, Steven Spielberg hafi verið fenginn til að sviðsetja „tunglheimsóknina“ sumarið 1969. honum hafi yfirsést nokkur atriði. T.d. þykir tortryggilegt að birta skuli hafi komið úr tveim gagnstæðum áttu  eins og ljóskösturum hafi verið beitt til að ná sem ákjósanlegustu myndum af „afrekinu“ mikla.

Richard Nixon var einhver umdeildasti og furðulegasti forseti BNA sögunnar og spurning er enn hvaða umdeildu ákvarðanir hann hafi tekið á embættisferli sínum. En eitt er víst: Áróðurstríð gegn Rússum stóð sem hæst og mikilvægt að auglýsa sem mest ágæti BNA.

Eg vil taka fram að BNA er í mörgum atvikum fyrirmyndarríki. En það truflar mig þegar sífellt er verið að vísa til mannréttinda í því ríki þegar hugmyndir koma fram um að takmarka byssueign. Það er eins og það teljist til mannréttinda að fá að skjóta fyrst en spyrja svo.

Við megum auk þess minnast þess að ekkert ríki heims er tengt jafnmikið hernaðartækjasölu og BNA. Talið er að sala þeirra um þessar mundir sé um 75% af allri vopnasölu heims í dag. Hagsmunir hernaðartækjabraskara er því gríðarmikill og er miður.

Af hverju taka Bandaríkjamenn ekki betur þátt í flóttamannavandanum sem fyrst og fremst bitnar á ríkjum Evrópu?

Góðar stundir!


mbl.is Armstrong borinn til votrar grafar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað viljum við rækta góð tengsl

Sjálfsagt er að rækta góð tengsl en án hernaðarumsvifa.

Herstöðin Ísland var furðulegt fyrirbæri á dögum Kalda stríðsins. Svo virðist sem hagsmunir vissra hagsmunaafla hér á landi að hafa herstöðina, hafi verið fyrst og fremst verið fjárhagslegir enda herstöðin rót mikillrar fjármálaspillingar sem tengdust Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki á sínum tíma. Eina leifin af þeirri starfsemi tengist Gunnlaugi fyrrum alþingismanni og aðaleigenda í fyrirtækinu Kögun og nú er í umdeildum málaferlum við blaðamann.

Við eigum að huga að framtíðinni: Herlaust land er staðreynd síðan 2003 sem sýnir og sannar að við getum búið hér í friði og spekt við allar þjóðir. En eigum við ekki að vera varkár smáþjóð: Kínverjar eru t.d. að byggja upp gríðarmikið flotaveldi. Þeir hafa verið að koma sér fyrir á þessari eyju. Þeir hafa viðskiptahagsmuni, hafa keypt Járnblendisverksmiðjuna af Norðmönnum og eru með mjög fjölmennt sendiráð hér á landi. Sagt er að í því sé jafnvel fjölmennara sendisveit en sem tengist Bandaríkjamönnum og Rússum sameiginlega.

Við eigum að tengjast í náinni framtíð betur þeim þjóðum sem standa okkur sem næst í menningu, viðskiptum og stjórnmálum. En umfram allt:

Friðsamleg samskipti við alla sem vilja hafa þann háttinn á!

Góðar stundir!


mbl.is Nauðsynlegt að loka herstöðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merk saga

Ferðaþjónustan á sér fjölbreytta og merka sögu.

Lengi vel voru hestar aðalfaraskjótinn og mjög oft voru kirkjur gististaðir erlendra ferðamanna meðan á ferðum þeirra var hér um landið. Gististaðir voru engir fyrr en um um 1880 þegar fyrsti vísirinn kemur fram.

Fjöldaferðamennska hefst sumarið 1905 þegar þýska Hapag skipafélagið sendir 2 skip til Íslands með milli 700 og 800 ferðamenn. Þetta skipafélag hóf fyrst skipulagðar siglingar til Suðurlanda 1890 og sló sú hugmynd strax í gegn.

Fyrir nær 20 árum hóf eg að skoða þessa sögu en eg lauk prófi frá Leiðsöguskóla Íslands vorið 1992. Eigi hefi ekki orðið var við mikinn áhuga af þessari sögu fram að þessu. Það er því gleðiefni að Samtök ferðaþjónustunnar hafi ákveðið að hefja skrif á sögu ferðaþjónustunnar sem er mjög forvitnileg í alla staði.

Góðar stundir.


mbl.is Skrifa sögu ferðaþjónustunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rökleysa þingmannsins

Í fréttinni segir:

„Í niðurlagi greinarinnar spyr Birgir: Hvað er orðið um sjálfstæði Seðlabankans gagnvart ríkisstjórninni þegar bankastjórinn stýrir stefnumótunarvinnu fyrir stjórnina í einu viðkvæmasta og umdeildasta álitamáli íslenskra stjórnmála?“

Fram kemur að seðlabankastjóri er formaður viðræðunefndarinnar. Ætli honum sé ekki manna best treystandi að gæta hagsmuna þjóðarinnar og þar með bankans einnig?

Grein Birgis Ármannssonar eru vangaveltur byggðar meira og minna á rökþrotum. Sjálfstæðisflokkurinn er í sárum, núna síðast eftir að þingflokksformaðurinn var settur af og fulltrúi braskaranna settur inn.

Sennuilega er eina sem máli virðist skipta að braskið geti haldið áfram á kostnað okkar hinna.

Góðar stundir en án leiðsagnar Sjálfstæðisflokksins.

Mosi


mbl.is Gjaldmiðill og sjálfstæði Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fulltrúi svartasta íhaldsins

Jón Gunnarsson hefur lengi verið iðinn við að túlka skoðanir og sjónarmið svartasta íhaldsins á Íslandi.

Hann virðist ekki átta sig á þeim breytingum sem orðið hafa á íslensku samfélagi frá því braskarar stýrðu landinu og nú þegar völd þeirra hafa verið skorin verulega niður.

Jón vill greinilega vera talsmaður úr myrkasta skoti samfélagsins þar sem afturhaldsöflin eru.

Að tala um blekkingar núverandi ríkisstjórnar ætti hann að skoða betur þann blekkingarleik sem viðgekkst varðandi einkavæðingukvótans og bankanna. Kárahnjúkabilunin magnaði upp braskið í boði Framsóknar og Sjálfstæðisflokks með allt of hátt skráðri krónu. Svo hrundi spilaborg blekkinganna miklu.

Góðar stundir en án leiðsagnar Jóns Gunnarssonar!


mbl.is Ár hinna glötuðu tækifæra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upplausn í Sjálfstæðisflokknum?

Mikið virðist hafa gengið á í Walhöllu höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins. Greinilegt er að þar virðist ekki vera samhugur um nokkurn skapaðan hlut enda hafa ýmsir þingmenn hanns vægast sagt skrautlegan feril að baki. Sumir hafa tengst fjármálabraski, aðrir grunaðir um ansi frjálslega aðkomu að bankahruninu og a.m.k. einn með refsidóm að baki.

Hér virðist vera tilraun um að stilla upp liðinu á nýjan leik í aðdraganda kosninga að vori. Hvort hún takist eða að Sjálfstæðisflokkurinn hverfi af sviðinu í þeirri mynd sem hann er nú í, skal ósagt látið.

Sjálfstæðisflokkurinn er upphaflega samruni tveggja flokka: Íhaldsflokks Jón Þorlákssonar og Borgaraflokksins sem þótti fremur veigalítill á sínum tíma.

Innan Sjálfstæðisflokksins eru einstaklingar sem hafa reynst vel einkum þeir sem hafa komið við sögu sveitarstjórnarmála. Aðrir hafa mun þrengri og afmarkaðri reynslu í stjórnmálum, kannski meira af fjármálum og þar með vafasömu braski.

Góðar stundir.


mbl.is Illugi aftur þingflokksformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Agalaust samfélag

Ökukennsla er yfirleitt til mikillrar fyrirmyndar þar sem ökukennarar leggja áherslu á að aldrei sé brotin nein umferðarregla. Eins og lýst er í fréttinni þá veitist maður án nokkurs löglegs tilefnis að ökukennara sem er við störf sín og beitir hann fantabragði.

Mörg dæmi eru um að samfélagið okkar er meira og minna án nokkurs aga. Sumir líta á það sem frelsisskerðingu að fá ekki að gera það sem þeim sýnist. Þetta dæmi er ef til vill örlítið sýnishorn af því sem hefur veerið að þróast í samfélagi okkar.

Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar tók sér oft furðulegt vald til að leyfa uppivöðslusömum braskaralýð að gera það sem þeim sýndist. Bönkunum var stjórnað eins og spilavíti og saman við Kárahnjúkaævintýrið varð allt að martröð þjóðarinnar. Meira að segja innstu koppar í búri þáverandi ríkisstjórnar voru mjög nálægt æðstu braskarakokkunum í bankahruninu og sitja jafnvel enn á þingi.

Þá var umdeild stuðningsyfirlýsing við einkastríð Bush og Blair 2003 furðuleg í alla staði og stóð engan veginn nokkra reglu innan stjórnsýslu né stjórnarfarsréttar.

Gamalt orðatiltæki segir að frelsi eins endar þar sem nefið á næsta manni er. Það væri æskilegra að sem flestir læri að haga sér fremur til fyrirmyndar en skammar.

Góðar stundir!


mbl.is Veittist að prófdómara í ökuprófi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgðarleysi stjórnarandstöðu

Einkennilegt er að núverandi stjórnarandstaða virðist ekki gera sér grein fyrir alvöru þessa mikilsverða máls að styðja dyggilega að baki núverandi ríkisstjórn í samningum við Efnahagssamband Evrópu vegna makríldeilunnar. Svo virðist sem enginn átti sig á því að ríkisstjórnin er að reyna að ná smaningum fyrir alla þjóðina en ekki fyrir ríkisstjórnina eingöngu.

Í öllum landhelgisdeilum okkar stóð þjóðin að baki þeimstjórnvöldum sem vildu gera ítrustu kröfur. Þannig gerðu viðræðuaðilar sér grein fyrir því að öll þjóðin stóð að baki en ekki aðeins ríkisstjórnin. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að á meðan ríkisstjórnin fær ekki stuðning okkar allra í þessum samninbgum þá draga væntanlega viðræðuaðilar lappirnar enda engin hvatning að semja við aðila sem er sundraður.

Stjórnarandstæðan hefur sýnt þessu máli eindæma fálæti og kæruleysi. Á þeim bæjum virðist engin skilningur vera fyrir brýnustu þjóðþrifamálum þjóðarinnar. Þeir eru á móti öllu, hverju einasta máli og engu verður þokað.

Ríkisstjórnin á allt gott skilið það sem hún hefur gert vel. Mörg mistök hafa að vísu verið gerð, sum þeirra vegna þess að stjórnarandstaðan hefur ef til vill verið áhugalítil og ekki lagt neina áherslu á samvinnu eða samstarf af neinu tagi.

Og þá er bessastaðavaldið sérkapítuli út af fyrir sig. Spurning hvernig þingræðið verði áfram þróað á Íslandi með þennan afarumdeilda forseta áfram við völd sem líklegur er til að snúast á móti hverju þjóðþrifamáli á fætur öðru.

Góðar stundir!


mbl.is Telja samningaleiðina hafa brugðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rótin að vandanum

Allt skynsamlegt fólk vill friðsamlega sambúð, bæði milli einstaklinga, fjölskyldna og þjóða.

Því miður er friðarhreyfing og friðsamlegar lausnir sem „eitur“ í huga þeirra hagsmunaafla sem viulja stuðla sem mest að tortryggni og koma í veg fyrir friðsamlegar lausnir. Þar eru hernaðarframleiðendur og sölumenn hergagna sem flestir hverjir tengjast Bandaríkjunum en USA er langumfangmesti vopnaframleiðandi heims í dag. Talið er að sala hergagna frá USA hafi numið yfir $80 milljörðum. Rússar sem komu næstir á eftir USA seldi fyrir tæpar $5 milljarða eða um 6% af veltu Bandaríkjanna. Aðrar hergagnaþjóðir eins og Kínverjar, Svíar og Þjóðverjar seldu enn minna.

Talið er að mest af vopnum fari til uppbyggingar herveldum kringum Ísrael og austur með Asíu. Er þar væntanlega „arfur“ frá George Bush sem með flausturslegri innrás sinni í Írak hafi hlotist af fleiri vandræði en talin eru hafa verið leyst. Alla vega hefði ekki verið útilokað að koma Saddam Hussein frá völdum með mun ódýrarri aðferð, t.d. að styðja við bakið á Kúrdum sem lengi áttu í samskiptaerfiðleikum við þann vandræðamann.

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á allt gott skilið en því miður virðast orð hans falla í grýttan farveg hjá þeim sem stýra mestu hergagnabröskurum heims.

Með ósk um friðsamlegri framtíð.


mbl.is Friður í fjársvelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 243587

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband