Bloggfærslur mánaðarins, september 2012
3.9.2012 | 11:36
Mikilvægt að ná sáttum með samningum
Engin þjóð Evrópu er jafnháð fiskveiðum og Íslendingar.
Makríllinn er flökkustofn sem virðir engin mörk, heldur fer þangað sem nægt æti er í sjónum. Nú er hann byrjaður að gera sig heimankominn hér, meira að segja sagður byrja að hrygna og fjölga sér.
Makríllinn er mjög duglegur að eta nánast allt sem fyrir er. Þannig keppir hann við kríuna og lundann um sandsíli og varð líklega meginástæðan fyrir lökum árgöngum undanfarinna ára þar sem þessir fuglar fengu mikla samkeppni um fæðuna. Aðrir fuglar eins og súlan hefur tekið þessu fagnandi og hefur víða mátt sjá súluna veiða makríl sér til matar, jafnvel uppi við ströndina. Þannig hefi eg orðið vitni að því á ströndinni á Snæfellsnesi undanfarin sumur þar sem bæði súla sem háhyrningur hafa verið á makrílveiðum á ströndinni við Langaholt (Garða) á Snæfellsnesi.
Steingrímur J. og ráðuneytisfólkið hans er líklegt til að ná viðunandi samningum við Evrópusambandið sé allt með felldu. Samningar ganga út á að aðilar gefi eitthvað eftir til að liðka fyrir samningum og sýna gagnaðila skilning á mismunandi sjónarmiðum. Þar er mikilvægt að allar mikilsverðar upplýsingar liggi fyrir.
Því miður er nú svo komið fyrir okkur Íslendingum að þeir sem hafa hæst og stýra umræðunni eru andstæðingar núverandi ríkisstjórnar. Þessum aðilum er mikilvægast að spilla sem mest fyrir, gera okkar menn tortryggilega og nýta hvert tækifæri til að auka óvinsældir ráðamanna.
Þetta eru aðilarnir sem tengjast hrunmönnum beint eða óbeint og eru jafnvel aðilar að þeim skuggalegu skúmaskotum. Núverandi ráðamenn komu hvergi nærri bankahruninu en hafa kappkostað að leiða þjóðina út úr erfiðleikunum og tekist það að verulegu leyti.
Betur hefði tekist til hefði andófið gegn Icesave lögunum ekki komið til. Aldrei stóð til að við Íslendingar borguðu eina einustu krónu nema öll útistandandi útlán gamla Landsbankans væru afskrifuð sem var mjög óraunhæft. Í stað þess að skoða allar hliðar þess máls gaumgæfilega var valin sú leið að draga umræðuna inn í dramatískan og tilfinningaríkan táradal eins og ekki væri nein önnur skynsamleg lausn til. Auðvitað er gert ráð fyrir í milliríkjasamningum þeim möguleika að allt fari á versta veg sem ekki hefur reynst raunin.
Hefði Ólafur Ragnar undirritað Icesave lögin á sínum tíma væru þessi mál nú úr sögunni. En það var áróðursgildið sem vakti fyrir andstæðingum ríkisstjórnarinnar og Ólafur öðlaðist þannig fylgi þriðjungs þjóðarinnar á vægast sagt mjög vafasömum forsendum.
Enn á eftir að leiða þessi Icesave mál til lykta og ekki er líklegt að sú leið verði hagkvæmari þjóðinni þegar öll kurl verða dregin til grafar. Þjóðin átti mest undir því komið að komast sem fyrst út úr erfiðleikunum sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn stofnaði til með skammsýnni einkavæðingu bankanna og að ógleymdri Kárahnjúkavirkjuninni sem varð önnur meginrót og forsenda brasksins mikla.
Eg hefi trú á að stjórnvöld okkar finni réttu leiðina til hagstæðra samninga.
Góðar stundir.
Enginn samningur betri en slæmur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 243587
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar