Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011
31.12.2011 | 18:52
Stjórnin styrkist
Þessi breyting á ábyggilega eftir að styrkja núverandi ríkisstjórn. Allt tal um annað eru vonir nokkurra stjórnarandstæðinga sem sjá allt til foráttu sem ríkisstjórnin hefru verið að vinna að. Fáar ríkisstjórnir hafa átt við jafnmikla erfiðleika og sú sem nú situr. Þar eru efnahagserfiðleikarnir mestir, arfur frá fyrri ríkisstjórnum Sjálfstæðisflokksins. Sennilega hefði tekið mun lengri tíma að koma Þjóðarskútunni aftur á flot hefðu Sjallanir verið enn í ríkisstjórn. Enginn hefði verið gerður ábyrgur og engar sakamálarannsóknir settar af stað enda flestir sem tewngdust hruninu voru einnig tengdir Sjálfstæðisflokknum.
Við skulum minnast þess, að núverandi ríkisstjórn hugðist fækka ráðuneytum. Og það lág fyrir allan tímann. Það er ekki létt verk að sameina ráðuneyti og til þess þarf víðsýni og mikil vinna. Formaður VG telur sig geta tekist á við þetta verkefni og einginn heilvita maður sem þekki Steingrím vænir hann um neitt annað en að hann vinni að þessu máli að heilindum. Allt tal um eitthvað annað er alveg út í hött.
Jón Bjarnason er vandaður maður en hann er ekki líklegri en Steingrímur að geta komið þessu erfiða verkefni að sameina ráðuneyti. Þar reynir á fjölda álitamála sem Steingrímur er líklegri öðrum fremur að koma farsællega í höfn.
Góðar stundir.
Mun veikari eftir breytingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.12.2011 | 06:41
6 ára gömul frétt?
Í ljós kemur að Morgunblaðið segir frá þessu 17. febrúar 2006 eða fyrir nær 6 árum!
Ólafur Ragnar er greinilega enn með hugann við þá tíma sem einkenndust af uppgangi í aðdraganda hrunsins. Gott væri að henn hefði kynnt sér betur og í þaula allar hugsanlegar afleiðngar þess að hafna samningaleiðinni við Breta og Hollendinga vegna klúðurs Landsbankamanna vegna Icesave.
Eða er Davíð að tína allt til, í þeim tilgangi að efla sem mest samstarf sitt við forsetann?
En gott er að vita að Bessastaðavaldið kynni sér einnig eitthvað nytsamt sem komið getur þjóðinni að gagni. Ekki veitir af að sameina hana aftur eftir alla Icesave martröðina.
Forsetinn kynnir sér græna tækni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2011 | 20:29
Óviturlegar fullyrðingar þingmanns
Greinilegt er að Ásmundur Einar geri sér ekki grein fyrir forgangsröðun verkefna eftir hrunið mikla. Fyrst þurfti að koma bankakerfinu og efnahagskerfinu aftur af stað. Átti að byrja á því að fella niður skuldir um 20% einsog Sigmundur Davíð vildi fyrir síðustun kosningar? Sú hugmynd byggðist fremur á ábyrgðarlausu lýðskrumi fremur en skynsemi enda til þess fallin að auka fylgi Framsóknarflokksins með vinsælu slagorði eins og 110% lánastefnu eins og Framsóknarflokkurinn vildi fyrir kosningar skömmu eftir 2000 og er rótin að fjárhagsvandræðum langflestra einstaklinga. Framsóknarflokkurinn er ein versta óheillakráka íslenskra stjórnmála enda hafa margir ævintýramenn komið þar við sögu á síðustu árum sem oft hafa hugsað meira um og sýnt vilja sinn í verki með því að hygla sér og sínum fremur en að stuðla að almannahag.
Eg er sem þúsundir fylgismanna VG mjög óánægður með þá ákvörðun að Ásmundur Einar stökk fyrir borð ásamt Atla og Lilju. Sú ákvörðun þeirra varð í raun hvalreiki fyrir þá braskara sem enn eru meira og minna með stjórnartaumana bak við tjöldin. Völd núverandi ríkisstjórnar eru takmörkuð og henni því oft ranglega kennt um það sem aflaga fer í samfélaginu. Öðru máli gildir um þá ríkisstjórn sem hyglaði og efldi hag braskaranna í aðdraganda bankahrunsins. Innan stjórnarandstöðunnar eru margir fulltrúar þessara braskaraafla sem nú þurfa að öllum líkindum að gæta betur að réttarstöðu sinni þegar rannsókn hrunsins nær meiri árangri. Ekki ætlar góður drengur úr Dölum vestur að verja það svínarí? Og að ganga í flokk Framsóknarmanna þar sem eru fyrir ábyrgðarlausir fulltrúar braskaranna er enn meiri vanvirða við kjósendur Ásmundar.
Með von um betri stundir í nánustu nframtíð en án Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.
Gamlir hundar sem engar breytingar vilja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.12.2011 | 10:10
Mengandi starfsemi
Á Vesturlöndum er að verða algengara með hverju árinu að allir aðilar sem hafa einhverja mengandi starfsemi beri að greiða fyrir. Nú þurfa álver og áþekk fyrirtæki að útvega sér mengunarkvóta, oft með miklum kostnaði.
Hér á landi hefur lengi vel verið viðkvæðið: Lengi tekur sjórinn við og lýsir kæruleysi okkar gagnvart umhverfinu. Hingað til hefur ekki verið rukkað fyrir mengun sérstaklega en kolefnisgjald hefur verið sett á innflutt eldsneyti.
Á næstu árum verða að öllum líkindum meir kröfur settar og þá sérstaklega sérstakur skattur á mengandi starfsemi, m.a. á álver. Mengunargjald þekkist hvarvetna í iðnríkjunum og er eðlilegt að vaxandi kröfur séu gerðar til meir hollustu umhverfisins.
Eðlilegt er, að athyglin beinist að flugeldum, blysum og brennum. Gríðarleg mengun er af völdum þessa og ljóst að erfitt verður að leggja umhverfisgjald á iðnaðinn sé þessi starfsemi sé látin afskiptalaus. Kannski mætti draga stórlega úr innflutningi og notum af blysum og flugeldum með því að leggja umhverfisskatt á þetta og leyfisumsókn fyrir brennu sé samsvarandi miðað við magn eldsmatar.
Margt sem fleygt er á brennur má nýta betur. Þannig má nota vörubretti til að mynda skjól fyrir skógrækt á erfiðum vindasömum stöðum eins á Kjalarnesi, undir Eyjafjöllum, Hafnarfjalli og að ógleymdum Öræfum þar sem oft er mjög vindasamt.
Góðar stundir.
Á við allan iðnaðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.12.2011 | 01:00
Furðuleg yfirlýsing Davíðs
Þetta er vægast sagt mjög kostuleg traustyfirlýsing manns sem hrakti forsetaembættið úr Stjórnarráðshúsinu á sínum tíma. Davíð og Ólafur voru engir perluvinir í þinginu, öðru nær. Man nokkur eftir frægu styggðaryrði sem ÓRG hafði um DO hérna um árið?
ÓRG klauf þjóðina í tvær fylkingar í stað að sameina hana með afstöðu sinni gegn Icesave samningunum. Með þeim var einföld lausn fengin en féll íhaldsmönnum ekki í geð enda hafa þeir ekki viljað fallast á að hafa borið neina ábyrgð á hruninu.
Davíðs verður sennilega minnst fyrir að hafa skipað 26 sendiherra úr röðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks það rúma ár sem hann gegndi sem utanríkisráðherra. Er þetta ekki Íslandsmet í embættaveitingum ef ekki Norðurlandamet ef ekkiEvrópumet og jafnvel heimsmet?
Með þessu voru flestir raftar á sjó dregnir, vildarvinir og velunnarar þáverandi stjórnarherra.
Hvað skyldi þetta hafa kostað fátæka þjóð?
Davíð Oddsson hefur reynst okkur Íslendingum dýr gegnum tíðina, meira að segja rándýr.
Samskiptin við Ólaf alltaf verið eðlileg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.12.2011 | 17:48
Hvað felst í þessum gerðardómi?
Gerðardómur er afleiðing þess ágreinings milli tveggja eða fleiri aðila að þeir feli þartilvöldum aðilum, yfirleitt lögmönnum og fagmönnum, að yfirfara mismunadi kröfur, rök og mótrök þegar ágreiningur verður milli þessara aðila og úrskurða hvað rétt er. Nú virðist eins og þessi gerðardómjr gangi að því vísu, að fyrirliggjandi sé það sama magn orku sem talið var að væri fyrir hendi og HS gæti útvegað. Nú hefur annað komið í ljós, jarðhitaorkan hefur verið ofmetin og ekki er til sú orka sem björtustu vonir voru sem samningurinn um orkuveisluna byggðist á.
Margir íslenskir fagmenn vissu það allan tímann að þessi orka væri ofmetin. Og þeir vöruðu við. En það voru vissir stjórmálamenn sem tóku af skarið og töldu að unnt væri að semja um þessa orku. Nú þurfa þessir aðilar að stíga fram og standa reikningsskap gerða sinna. Voru þeir að blekkja og þá hverja? Vissu þeir eða máttu vita að allan tímann var deginum ljósara að orkan sem um var samið var ekki til?
Spurning er hvað felst í þessum gerðardómi? Ljóst er að ef engin brögð hafi verið í tafli og allar forsendur samningsins standist, þá geti HS hafa bakað sér skaðabótaábyrgð gagnvart Norðuráli. Hins vegar er deginum ljósara að hvert uppsett MW er margfalt dýrara en var fyrir 5-7 árum í því bjartsýniskasti sem þá gekk yfir ýmsa á Suðurnesjum.
Þessi gerðardómur er ekki góð tíðindi og er glöggt dæmi um hve mikilvægt er að huga að því fornkveðna: Í upphafi skal endann skoða.
Betur hefði verið að bjartýnismennirnir hefðu verið mun raunsærri á sínum tíma. Þá hefði þessi áldraumur með tilheyrandi martröð verið kannski fremur vond hugleiðing en blákaldur raunveruleikinn.
Engin deila milli HS Orku og OR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.12.2011 | 17:28
Nú er komið að því
Útblástur af CO2 og öðrum eiturefnum er nú háð verslun og viðskiptum. Fram að þessu hefur losun mengandi efna verið gjaldfrjáls. Ein skýringin á hve álfyrirtæki hafa verið þaulsætin í íslensku þjóðlífi er m.a. vegna þess að þau hafa ekki greitt eina einustu krónu í þessi mengunargjöld.
Nú er komið að því að mengandi starfsemi nýtur ekki ókeypis starfsumhverfis. Hér eftir þarf að greiða gjald fyrir.
Álbræðslurnar hafa fram að þessu ekki þurft að hafa áhyggjur. Gerðardómurinn á dögunum um óbilgjarna kröfu á hendur Hitaveitur Suðurnesja um afhendingu á miklu orkumagni til fyrirhugaðrar álbræðslu í Keflavík hefur að öllum líkindum haft mark af þessu: að knýja þessa niðurstöðu fram áður en greiða þarf fyrir mengunina af starfseminni.
Við erum að sigla inn í gjörbreytt rekstrarumhverfi fyrirtækja. Nú þarf að taka meira tillit m.a. til umverfis en áður. Vonandi fagna sem flestir en alltaf eru einhverjir sem malda í móinn og sjá þessum breyttu aðstæðum allt til foráttu.
Góðar stundir!
Icelandair kaupir losunarheimildir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.12.2011 | 18:08
Vitaóþörf þingsályktunartillaga
Sennilega svíður stjórnarandstöðunni þessi ákæra á hendur Geir Haarde mjög. Hann sem forsætisráðherra og sérfræðingur í þjóðhagfræði mátti vera ljóst hvert stefndi. Hann gerði ekkert til að forða okkur frá bankahruninu. Hann steinsvaf á verðinum og svo var í Stjórnarráðinu, Fjármálaeftirlitinu og Seðlabanka. Alls staðar steinsváfu menn á verðinum meðan braskaranir tæmdu bankana og fjármálafyrirtækin.
Þegar skipsstjóra verður á í messunni, þá ber hann ábyrgð á áhöfninni, skipi og farmi. Honum ber skylda að sýna varkárni og reynslu í störfum sínum. Ekkert var gert í Stjórnarráðinu fyrr en allt var um seinan. Þjóðarskútan strandið og þar var Geir Haarde við stýrið.
Alþjóðasamfélagið var gapandi yfir aðhaldsleysinu og kæruleysinu í Stjórnarráðinu í aðdraganda hrunsins. Ekkert var gert til að afstýra því. Hingað komu sérfræðingar á sviði hagsýslu, hagfræði, alþjóðlegrar hagstjórnar, peningamarkaða, bankamála og þar fram eftir götunum. Þeir vöruðu við kæruleysinu að eitthvað varð að gera.
Því miður voru Geir og félagar hans uppteknir við að gera ekkert neitt. Það mátti ekkert trufla frjalshyggjudrengina við að naga innan bankana og fyrirtækin enda höfðu miklar gjafir borist í kosningasjóðina.
Auðvitað verður þessari þingsályktunartillögu vísað frá með rökstuddri dagskrá.
Geir Haarde mætti sýna af sér iðrunarmerki og biðjast vægðar. Honum varð á í messunni og eðlilegt er að hann axli þá ábyrgð sem honum ber.
Góðar stundir!
Málið gegn Geir verði fellt niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2011 | 18:30
Óvenjulegar kröfur í langri greinargerð
Jón Magnússon, lögmaður Björns Bjarnasonar, hefur lagt óvenjulegar kröfur fram í einkamáli gegn Jóni Ásgeir þar sem krafist er auk hárra miskabóta og málskostnaður, að stefndi sæti refsingu og vísað í 234. gr. hegningarlaganna. Greinargerð Jóns er nokkuð löng og verður að vísa í hana þar sem hún er birt á heimasíðu lögmannsins.
Óvenjulegt er margt í málshöfðun þessari. Það er ekki á hverjum degi sem fyrrum dómsmálaráðherra höfðar mál gegn manni sem nánast hefur verið lagður í einelti á undanförnum árum. Þar hefði verið betra að dómsmálaráðherrann fyrrverandi hefði fylgst betur umeð öðru sem var á döfinni meðal íslenskra athafnamanna. Ríkisbankarnir voru í höndunum á mönnum sem jafnvel höfðu meiri áhuga fyrir fótboltasparki á Englandi fremur en að reka banka með sæmd. Þessir aðilar voru meira og minna undir verndarvæng þáverandi stjórnvalda. Þarna var hvorki gætt hófs né jafnræðis meðal þessara útrásarvíkinga. Meðan atferli Jóns Ásgeirs var stöðugt undir árvökulum augum þáverandi stjórnvalda, forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og ríkissaksóknara má fullyrða eftir á að hyggja að sömu aðilar steinsváfu á verðinum gagnvart glórulausri meðferð braskara á bönkunum og fjármálalífi landsmanna.
Þegar eg sótti tíma hjá Sigurði Líndal sem lengi var einn þekktasti prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands kom hann einu sinni sem oftar inn á meiðyrði og þar með hegningarlög. Taldi hann að málaferli ætti hver skynsamur að forðast og þá sérstaklega þeir sem telja sig hafa verið ærumeiddir. Málaferli eru dýr, meira að segja rándýr og þau ættu að forðast sem heitan eldinn. Varðandi málaferli vegna ærumeiðinga sagði Sigurður að þau eru í eðli sínu þannig að yfirleitt megi með góðum og gildum rökum ná einhverjum árangri í málaferlum en oft eru rifjuð upp einhverjar glósur og fullyrðingar sem ef til vill betur væru gleymdar.
Nokkuð einkennilegt er að deiluaðilar reyni ekki til þrautar að ná sáttum. Rýr sátt er kannski skömminni skárri en fyrirhöfnin og fjármunirnir sem til þarf að kosta.
Góðar stundir
Krefst álags á málskostnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.12.2011 | 15:35
Atvinnulíf í dróma: endurvekjum plaströraverksmiðjuna á Reykjalundi
Áður var blómlegt atvinnulíf í plaströrum á Reykjalundi í Mosfellsbæ. Framleiðslan gekk vel, hún stóðst strangar gæðaprófanir og var einnig mjög hagkvæm í verði fyrir kaupendur. Um 2 tugir manna höfðu atvinnu við þessa starfsemi: við framleiðslu, flutninga, þjónustu og samsetningu. Nú er þessi verksmiðja vannýtt meðan innflutningur á hliðstæðri vöru sem væntanlega er óhagkvæmari er flutt um langan veg frá útlöndum.
Í landinu er nú um 7% atvinnuleysi og hliðstætt atvinnuleysi er einnig í Mosfellsbæ. Í sept. s.l. voru 306 á atvinnuleysisskrá í Mosfellsbæ en mest var atvinnuleysi skráð 431 í apríl 2009.
Það er vægast nsagt mjög dapurlegt að þessi röraverksmiðja sé ekki nýtt í þágu samfélagsins. Reynsla og þekking glatast auk þess sem verðmæti verða ekki til meðan hún safnar ryki og ryði.
Því miður eru margir stjórnmálamenn nokkuð brattir og telja að áhersla á aukinn áliðnað sé eini vænlegi vaxtabroddurinn á Íslandi. Nú hefur komið á daginn að slíkar hugdettur beri að dragastórlega í efa enda virðist margt benda til að komið er að kaflaskilum í þeim efnum. Verð á áli fer væntanlega lækkandi vegna aukinnar endurvinnslu og meðvitundar um að draga sem mest úr urðun.
Það er hyggilegra að hlúa að ýmsum litlum fyrirtækjum sem skapa verðmæti í heimabyggð. Líklegt er, að ef þessi verksmiðja væri starfandi nú, væru atvinnulausir í Mosfellsbæ töluvert innan við 300.
Mættu sveitastjórnir hafa þetta í huga, ekki aðeins í Mosfellsbæ heldur um allt land. Við erum að kaupa dýrar, óhagkvæmar og glutra niður dýrmætum atvinnutækifærum.
Mosi
Danir selja hitaveiturör til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar