Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011
10.12.2011 | 21:31
Góð hugmynd
Í dag var eg í sjálfboðavinnu hjá Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar. Við erum með vinsælan útivistarskóg í Hamrahlíðinni vestan í Úlfarsfelli. Þar hefur verið plantað meira en milljón trjáplöntum síðan 1957 og eru hæstu trén í dag nálægt því að vera 20 metrar. Fyrir um 20 árum byrjuðum við að selja jólatré sem hefur orðið sífellt vinsælla með hverju árinu sem líður. Lengi vel voru það einkum Mosfellingar og aðrir velunnarar Skógræktarfélags Mosfellsbæjar sem komu í skóginn.
Það er mjög spennandi einkum fyrir yngstu kynslóðina að fara með mömmu sinni, pabba og systkinum í skóginn fyrir hver jól, velja tré og kannski fá að saga sjálf með hjálp auðvitað!
Í dag komu mörg hundruð til okkar í skóginn, m.a. börn úr tveim leikskólum. Jólasveinarnir voru viðstaddir börnunum til skemmtunar og deildu mandarínum og piparkökum úr pokum sínum. Auk þess tugir manns með börnin sín. Þetta fólk var með gjafabréf frá þvi fyrirtæki sem það starfaði fyrir en gerður hafði verið samningur að það keypti jólatré fyrir starfsmenn sem það vildi. Mun það vera í fyrsta skipti að fyrirtæki gefur starfsmönnum sínum jólatré sem jólagjöf í stað bókar, konfektkassa eða einhvers annars sem gleður góðan starfsmann.
Satt best að segja er þetta virkilega ánægjulegt og hvetjandi fyrir skógrækt í landinu að fyrirtæki beini starfsmönnum sínum í skóginn. Aukinn skilningur er fyrir því mikilvæga starfi skógræktarfélaganna í landinu að rækta tré. Skógurinn veitir okkur mikið skjól, yndi og dýrmæt tækifæri að fylgjast með og sjá annað spennandi í náttúrunni eins og fugla.
Góðar stundir!
10.12.2011 | 21:02
Gamla lumman - en hvað með sameiningu lífeyrissjóða?
Undarlega oft er Vilhjálmur Egilsson í viðtali. Og alltaf er sama lumman á ferðinni rétt eins og gömul grammófónplata er sett í gang. Lengi var það gamla lagið að engin ástæða sé fyrir því að verkalýðurinn hafi of hátt kaup og enginn möguleiki á hækkun.
Svo þegar verið er að reyna að vinda ofan af þeim gríðarlega vanda sem kæruleysi Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda hrunsins olli, þá eru allar hugmyndir sungnar í bann.
Auðvitað er vandi á höndum hvar bera eigi niður til að fjármagna lausnir. Þess má geta að einkavæðing bankanna leiddi til gríðarlegs eignataps lífeyrissjóða vegna hlutabréfa sem allt í einu reyndust vera einskisvirði vegna kæruleysis Vilhjálms og annarra forystusauða Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins við einkavæðingu ríkisbankanna og í aðdraganda bankahrunsins.
Sameining lífeyrissjóða er það sem raunhæft er. Hvaða vit er að hafa tugi lífeyrissjóða þar sem við þess vegna gætum haft einn eða kannski tvo? Kerfið er einfalt: launþegar öðlast vissan rétt, yfirleitt 2% fyrir hvert ár sem þeir greiða í lífeyrissjóð eða að framlög þeirra verða metin til stiga sem ákvarða fjárhæð við töku lífeyris. Kannski mætti fara í sameiningarmál lífeyrissjóða jafnframt sem sá rekstrarkostnaður sem sparist, gangi tímabundið til vekefna sem hugmynd um tímabundna skattskyldu þeirra væri að ræða. Hvað segir Vilhjálmur um þá hugmynd?
Góðar stundir!
Skerðast lífeyrisgreiðslur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.12.2011 | 00:13
Hversu miklu tjóni hefur þessi maður valdið?
Þegar Hannes Smárason var í essinu sínu efndi hann til umfangsmikillra forretninga sem því miður kom á daginn að stóðu meira og minna á brauðfótum.
Eitt þessara fyrirtækja var Geysir Green Energy sem virðist hafa verið n.k. skúffufyrirtæki byggt á bókhaldsfiffi. Það keypti heilu fyrirtækin sem voru í mjög góðum rekstri eins og Jarðboranir að mestu gegn hlutabréfum. Líklegt er að almenningsfyrirtækið Atorka hafi fallið vegna þessarra bókhaldsæfinga. Var Geysir Green e.t.v. til þess stofnað að koma mætti eigum til erlendra aðila eins og raunin hefur orðið með Magma?
Tugir þúsunda Íslendinga töpuðu nánast öllu sparifé sínu í formi hlutabréfa. Sama má segja um lífeyrissjóði. Hannes Smárason virðist ekki hafa riðið gæðing sínum með miklu siðgæði um hinn íslenska fjármálaheim. Eftir hrunið er eins og hann hafi skilið eftir sig sviðna jörð, rétt eins og stríðshernaður hafi geysað þar grimmdarlega um grundir allar.
Við eigum ekki góðar minningar um þennan mann. Og þegar hann gerir himinháar kröfur í bankana sem hann átti þátt í að hreinsa fyrir hrunið, þá ættu yfirvöld að stoppa svona lagað með því að kyrrsetja þessar kröfur meðan ekki hefur verið greitt úr þessari gríðarlegu óreiðu sem þessi maður hefur valdið samfélaginu.
Með von um betri stundir!
Á inni 1,13 milljarða kröfu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2011 | 23:51
Góðar (flug-) fréttir
Ísland er smám saman að verða vinsælt ferðamannaland. Við getum verið stolt af landinu okkar sem sífellt er að verða vinsælla. Sjálfur hef eg umgengst erlenda ferðamenn undanfarin 20 sumur mér til mikillrar ánægju. Margir iðrast þess að hafa ekki farið fyrr til Íslands.
Þegar um 3 vikur eru eftir af árinu hafa um 520.000 erlendir ferðamenn farið um Leifsstöð. Í raun eru þeir fleiri: með skemmtiferðaskipunum koma eitthvað yfir 100.000 ferðamenn yfir sumartímann og með Norrænu sennilega um 50.000 ef ekki fleiri. Þetta er gríðarlegur fjöldi og eru aukin umsvif í ferðaþjónustu einn besti vaxtabroddur í atvinnulífi landsmanna.
Nú boða flugfélög fjölgun ferða, þ. á m. eitt þekktasta flugfélag heims, Lufthansa.
Þetta ár sem nú er senn liðið var metár í íslenskri ferðaþjónustu. Allt bendir til að næsta ár verði aftur metár og ef sama verður áfram, líður ekki á löngu að hingað koma milljón ferðamanna yfir árið.
Því miður hægði bygging Kárahnjúkavirkjunar á þessari þróun á sínum tíma enda var óraunhæft ofurgengi íslensku krónunnar þrándur í götu. Ýmsir stjórnmálamenn hafa litið á stóriðju sem þann vaxtarbrodd sem vænlegastur er. Í ljós hefur komið að sú stefna var röng. Arðsemin af Kárahnjúkavirkjuninni er mun minni en vænst var og þau náttúruverðmæti sem fórnað var, verða aldrei bætt og þaðan af síður endurheimt.
Við eigum bjarta framtíð í vændum svo framarlega sem við lærum að meta gæði og kosti náttúru landsins. Við verðum að sinna betur náttúruvernd þar sem það á best við, t.d. varðveita betur þjóðgarðana okkar og viðkvæma vinsæla staði sem við viljum beina ferðafólki að.
Góðar stundir!
Lufthansa mun fjölga ferðum sínum til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2011 | 23:33
Byrjar ballið aftur?
Einu sinni var eg heillaður af hugmyndafræði Eyjólfs Konráðs Jónssonar (Eykonar) og Albert Guðmundssonar um almenningshlutafélög. Hugmyndin var einföld með tvöföldu markmiði: Að almenningur gæti fjárfest sparnað sinn í hlutabréfum fyrirtækja sem væru vel rekin og gæfu góðan arð annars vegar. Hins vegar að fyrirtækin juku rekstrarfé sitt með nýju hlutafé og væru þá síður háð lánsfé til rekstrar.
Síðar var eins og andskotinn kæmi í spilið. Fram komu menn sem keyptu og keyptu hlutafé með ódýru lánsfé með veði í hlutabréfunum. Þannig urðu ýms stöndug fyrirtæki yfirtekin jafnvel með tæknibrögðum eins og gerðist í Existu: Þar var hlutafé aukið um 50 miljarða án þess að ein einasta króna væri greidd til fyrirtækisins! Yfirtökuboð um 2 krónur fyrir hverjar 100 voru send öllum hluthöfum!
Svona fjármálasóðaskapur tíðkaðist undir verndarvæng Sjálfstæðisflokksins og sofandaháttar þáverandi Fjármálaeftirlits.
Tugir þúsunda Íslendinga á miðjum aldir töpuðu sparnaði sínum í formi hlutabréfa sem nam hundruðum miljarða. Lífeyrissjóðir töpuðu ekki minni fjárhæðum.
Hvort sama ball fjármálabrallaranna sé að byrja núna skal ekki fullyrt. En rétt er að setja tvenn sáraeinföld skilyrði fyrir atkvæðarétti í hlutafélögum: Annars vegar að fé hafi veriðraunverulega greitt til félagsins og að veðsettir hlutir beri ekki atkvæðisréttur.
Meðan svo er dettur engum heilvita manni að hætta sparifé sínu í hendurnar á mönnum sem stunda viðskipti sem enda á líkan hátt og hjá fyrri fjárglæframönnum.
Góðar stundir
Hlutafjárútboði í Högum lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.12.2011 | 22:41
Umskipti í Hæstarétti?
Hæstiréttur hefur lengi verið talin ein íhaldsamasta stofnun samfélagsins. Bókasöfn eru í eðli sínu fremur íhaldssöm, enda þarf mikla fyrirhöfn að breyta bókasafni. Á því sviði hefi eg nokkra reynslu.
Hæstiréttur sýnir nú á sér nýja hlið: Þó borin hafi verið fram sú viðbára, að viðkomandi hafi verið á tónleikum á sama tíma og hann kvað sig vera veikan, telur Hæstiréttur það væntanlega ósannað.
Lengi vel var Hæstiréttur síðasta hálmstrá atvinnurekenda og þeirra sem með auðinn fara. Nú er brotið blað.
Hæstiréttur tekur málsstað einstaklingsins fram yfir hagsmuni fyrirtækisins og er þetta væntanlega fordæmisgefandi dómur í framtíðinni.
Góðar stundir
ISAVIA gert að greiða bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.12.2011 | 22:27
Frábær heimildamynd um Halldór Laxness og samtíð hans
Í kvöld var eg viðstaddur frumsýningu nýrrar heimildarmyndar um Halldór Laxness eftir tengdason hans, Halldór Þorgeirsson.
Þessi kvikmynd er um klukkustund í flutningi. Dregnir eru upp megindrættir ævi þessa merkasta rithöfundar 20. aldar. Sýnd eru stutt myndskeið sem tilheyra aldarandanum, hvaða heimsögulegu atburðir voru efst á baugi þegar Laxness stóð á krossgötum í lífi sínu.
Ákveðin uppbygging spennu er í myndinni, gegnum kreppuna miklu, ofsóknir Stalíns, uppgöngu þjóðernissinna, heimsstyrjöldina síðari og loks kalda stríðið. Viðtöl eru við rithöfunda og fræðimenn sem koma við sögu Halldórs, kynntust honum eða hafa rannsakað njósnir á vegum CIA og FBI. Í myndinni kemur augljóslega fram hvernig réttur rithöfunda hafa oft verið fótum troðnir, það er ekki aðeins í sálarlausum kommúnismanum þar sem afburðarithöfundar á borð við Boris Pasternak (Doktor Zivagó) eru látnir sæta ofsóknum, heldur einnig vestrænir rithöfundar á frjálsu Vesturlöndum.
Árið 1946 seldist Sjálfstætt fólk í hálfri milljón eintaka í Bandaríkjunum og gagnrýnendur fóru hamförum í ritdómum sínum um bókina. Þannig kvað einn ritdómari að yfir 10 milljónir manns væru í svipaðri stöðu og íslenski rithöfundurinn lýsir fátækum bónda á Íslandi. Halldór Laxness fékk að súpa seyðið af Atómstöðinni, einhverri kostulegu íroníu íslenskra skáldverka, sem kannski samsvarar gríni á borð við Heljarslóðaorrustu Benedikts Gröndals. Vitað er að bréfasamskipti fóru milli íslenskra og bandarískra yfirvalda um meint skattalagabrot Halldór vegna tekna hans af Sjálfstæðu fólki. Þessi skjöl hafa ekki fengist birt eftir 60 ár. Eitt er víst, að Halldór var dæmdur í Hæstarétti Íslands fyrir skattsvik í ársbyrjun 1955, sama árið og hann fékk þann æðsta heiður sem nokkurn rithöfund getur látið sig dreyma um, Nóbelsverðlaunin. Þeir sem vilja lesa sig nánar um þetta er bent á 26. bindi Hæstaréttardóma sem er fyrir árið 1955.
Þessu máli var lokað með því að bandarísku skjölin voru afhent Utanríkisráðuneyti BNA og þar eru þau sama sem glötuð þar sem þau eru gjörsamlega lokuð fræðimönnum og koma því engum að gagni.
Þetta mál er dæmigert hvernig opinberu valdi er misbeitt. Ritskoðun er sett á Halldór þannig að allar hans bækur voru ekki prentaðar í BNA fyrr en á allra síðustu árum.
Þessi heimildakvikmynd er höfundi, Halldóri Þorgeirssyni til mikils sóma. Hann er virkilega flinkur kvikmyndagerðarmaður sem kemur efninu mjög vel frá sér.
Bestu þakkir!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.12.2011 kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2011 | 23:53
Umdeildur þingmaður
Varla kemur Vigdís Hauksdóttir í ræðustól Alþingis öðru vísi en með stóryrðum og skömmum. Jafnvel þingkonur í sama flokki og hún finnst nóg af svo góðu.
Af misjöfnu verða þingmenn frægir. Guðlaugur Þór þótti lengi vel með stóryrtari þingmönnum. Þegar kosningar voru framundan, varð hann einnig stórtækur, gekk í fyrirtæki og kom með fullar hendur fjár en hefur sjálfsagt lofað gulli og grænum skógum til baka. Þannig var fyrir kosningarnar 2007 var hann með tugi milljóna frá ýmsum fyrirtækjum sem voru að hluta í almenningseigu. Mörg þessara fyrirtækja fóru illa í hruninu eins og almenningsfyrirtækið Atorka. Úr því tók Guðlaugur eina milljón.
Eg hefi lengi talið Guðlaug þennan einn versta kjaftaskinn á þingi. Nú hefur hann fengið skæða samkeppni þar sem Vigdís Hauksdóttir er.
Þau prýða ekki Alþingi, því miður.
Siv skammaði Vigdísi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.12.2011 | 16:03
Eldfimt ástand
Þegar hersveitir hafa verið sendar til Mosku er ekki von á góðu fremur en þegar alvarlegir hnökrar hafa komið í ljós við framkvæmd kosninga.
Ekki hefur neitt heyrst frá eftirlitsmönnum frá Mið og vestanverðri Evrópu en venja er að erlendir aðilar fylgist með kosningum sem ber að taka alvarlega, að allar reglur séu virtar og mannréttindi virt. Nú gæti farið illa ef valdhafar eða mótmælendur sitja ekki á strák sínum.
Ef blóðsúthellingar brjótast út, þá er ekki mikil von um að unnt verði að byggja upp lýðræði og mannréttindi á friðsamlegan hátt.
Haustið 2008 í aðdraganda hrunsins á Íslandi var eg staddur í Rússlandi. Mér líkaði vel við land og þjóð enda er þetta ágætis fólk. En þetta fólk hefur lengi sætt harðstjórn og má ekki við að lýðræðisþróunin gangi til baka því það á allt betra skilið.
Góðar stundir
Hersveitir til Moskvu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2011 | 22:12
Lýðræði Rússa í bernsku
Allt of lengi sátu Rússar uppi með einræði. Fyrst voru það keisaranir, síðan bolsévikkar og kommúnistar, þá tóku nokkrir gasprarar við eins og Jeltsin sem Gorbasjow kvað hafa verið verstu mistök sín að hafa ekki komið honum fyrir sem sendiherra fjarri Rússlandi.
Einn var sá keisari Rússa sem talinn er hafa verið mjög hlynntur þingræði eins og Bretar hafa þróað. Hann hét Alexander og var 2. með því nafni. Hann stundaði nám í Englandi á 4. áratug 19. aldar, kyntist Viktoríu prinsesse sem síðar varð Viktoría drottning. Voru kærleikar með þeim en gripið var fram fyrir hendur þeirra enda töldu þáverandi ráðgjafar konungs Breta óæskilegt að Bretland og Rússland bindust þannig böndum. Viktoría giftist Albert prins sem frægur varð.
Af Alexander er það að segja að hann vildi snúa Rússum til lýðræðis. En 1.mars 1881 var sprengja sprengd í nánd við þar sem keisarinn var og var hann ásamt frekari lýðræðisþróun í Rússlandi þar með úr sögunni.
Pútín hefur reynt að halda friðinn en sagður vera slægur og undirförull. Hann er ekki líklegur til að verða sá leiðtogi sem Rússar bera almennt traust til.
Það er óskandi að Rússar beri þá gæfu að finna leið til lýðræðis og aukinna mannréttinda.
Mosi
Fjölmenn mótmæli gegn Pútín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 243436
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar