Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011

Jón Baldvin er glöggur

Þegar Jón Baldvin lætur frá sér grein eða flytur má, þá er lesið gaumgæfilega og hlustað á Jón. Hann er glöggur rýnir, sér víða hvar athygli ber að gefa. Það verða líklega margir sem vilja hlusta á Jón sem er menntaður hagfræðingur. Miður er að námskeiðið er aðeins ætlað félögum Samfylkingar en líklegt er að margir fleiri sem utan Samfylkingar eru vildu fylgjast með.

Nú vekur forvitni hvaða þætti Jón staldrar einna mest við. Aðdragandi hrunsins var ámælisverð stjórnum banka og fyrirtækja undir takmarkalausri Frjálshyggju. Gríðarleg skuldsetning og valdagræðgi í skjóli veðsettra hlutabréfa var fyrst og fremst meginástæða hrunsins. Sparnaður þúsunda Íslendinga varð að engu og eignir lífeyrissjóða í hlutafélögunum varð allt í einu einskis virði. Enginn virtist hafa minnstu efasemdir, hvorki hagfræðingar, stjórnmálamenn né lögfræðingarnir í Sjálfstæðisflokknum.

Kaldhæðnislegt er, að það var Jón Baldvin sem bauð Davíð Oddssyni helmingaskipta ríkisstjórn fyrir rúmum 20 árum og þáverandi ríkisstjórn var þar með úr sögunni. Ekki leið á löngu að Frjálshyggjan varð allsráðandi í efnahagslífi þjóðarinnar. Og það var sama Samfylking sem var einnig í helmingaskiptastjórn með Sjálfstæðisflokknum þegar þjóðarskútan var í ólgusjó undir lok september 2008 og strandaði með brauki og bramli!

Hver þáttur Samfylkingar var í hruninu skal ósagt látið. En var formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún jafnsofandi og kapteinninn í brúnni Geir Haarde ásamt öðrum í áhöfninni?

Það verður fróðleg útlistun Jóns Baldvins á hruninu og aðdraganda þess.

Mosi


mbl.is Námskeið um Rannsóknarskýrsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rannsaka þarf svona brot

Í lögum um bókhald frá 1994 segir m.a. í 37. gr.:

„Svofelld háttsemi bókhaldsskylds manns eða fyrirsvarsmanns lögaðila telst ætíð meiri háttar brot gegn lögum:
1. Ef hann færir ekki tilskilið bókhald fyrir sjálfan sig eða lögaðila þannig að hann uppfylli ekki kröfur laga í meginatriðum.
2. Ef hann varðveitir ekki fylgiskjöl eða önnur bókhaldsgögn eða gerir það á svo ófullnægjandi hátt að ógerningur sé að rekja bókhaldsfærslur til viðskipta og byggja bókhaldsbækur og ársreikning á þeim.
3. Ef hann rangfærir bókhald eða bókhaldsgögn, býr til gögn sem ekki eiga sér stoð í viðskiptum við aðra aðila, vantelur tekjur kerfisbundið eða hagar bókhaldi með öðrum hætti þannig að gefi ranga mynd af viðskiptum og notkun fjármuna, enda varði brotið ekki við 158. gr. almennra hegningarlaga.
4. Ef hann eyðileggur bókhald sitt eða lögaðila, í heild eða einstakar bókhaldsbækur, skýtur þeim undan eða torveldar aðgang að þeim með öðrum hætti. Sama á við um hvers konar bókhaldsgögn sem færslur í bókhaldi verða raktar til“.

Auðvitað ber að rannsaka þetta mál og fá á hreint hvaða hvatir lágu að baki ákvörðunar að því að bókhald viðkomandi var eyðilagt. Það á ekki að líðast að skýr lagaboð séu hundsuð. Slíkt gæti orðið fordæmi fyrir aðra skussa í viðskiptum en þeir virðast vera of margir.

Bókhaldslögin kveða auk þess á að bókhald skuli varðveitt um 6 áramót.


mbl.is Bókhaldið strimlar í svörtum pokum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maðkar í mysunni

Ljóst er, að fjárglæfranir voru mjög bíræfnir. Sennilega hefði einkvæðing bankanna verið farsælli að ríkisstjón Davíðs Oddssonar afhenti þá þjófum sem hefðu látið sér nægja að ræna þá einu sinni. En í raun voru þeir margrændir.

Uppræting spilavítisins hefur tekið of langan tíma. Rannsóknarnefnd Alþingis og rannsókn sérstaks saksóknara og liðs hans hefur unnið þrekvirki.

Leyfi mér að vísa á færslu mína: „Uppræting spilavítisins“ á slóðinni: http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/1208803

Með þeirri von að þjóðin beri þá gæfu að draga einhvern lærdóm af þessu. Mér sýnist á öllu að fylgi Sjálfstæðisflokksins sem í raun er  eins og klapplið sé að nálgast 40%. Er fólk gengið af göflunum? Vill það raunverulega fulltrúa braskarna aftur í Stjórnarráðið?

Mosi


mbl.is Tengslin urðu Glitni að falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppræting spilavítisins

Einkavæðing Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins á bönkunum endaði með skelfingu fyrir Íslendinga sem og aðra. Varla höfðu bankarnir allir verið komnir í einkaeign, að þeim var breytt í spilavíti. Almenningur var blekktur. Lífeyrissjóðir voru einnig blekktir. Hlutabréfakaup voru talin vera góð ávöxtunarleið en bæði lífeyrissjóðir sem almenningur stefna yfirleitt á langtímasparnað.

Spilavítismennirnir veltu tugum milljóna á dag, stundum jafnvel miljörðum án þess að eiga raunverulega það fé sem þeir höfðu undir höndum. Þetta fé var lánsfé tryggt með hlutabréfum! Þeir komu sér upp himinháum launum án þess að raunverulegar ástæður voru að baki.

Smám saman sölsaði þessi spilavítislýður undir sig sparnað almennings annað hvort eigið sparnaðarfé eða það sem lífeyrissjóðirnir höfðu fjárfest í hlutabréfum. Í félagi eins og Atorku sem að stofni var „Íslenski hlutabréfasjóðurinn“ tapaði almenni hluthafinn öllu sínu sem og lífeyrissjóðirnir. Sömu daga og Baldur Guðlaugsson seldi hlutabréf sín í Landsbankanum (rétt um miðjan sept.2008) seldi einn af stjórnarmönnum Atorku, Örn Andrésson sín hlutabréf í Atorku á viðunandi verði. Báðir þessir menn bjuggu yfir mikilsverðum innherjaupplýsingum sem hvorki lífeyrissjóðir og þaðan af síður almenningur hafði aðgang að.

Frjálshyggjunnar verður sennilega minnst á Íslandi sem martröð sparifjáreigenda. Hannes Hólmsteinn Gissurarson hvatti til frjálshyggjumanna að nota „dautt fé“ sem lægi í stórum hrúgum í bönkunum. Nú hefur komið í ljós þetta hrúgufé var sparifé almennings og lífeyrissjóðanna. Nú virðist allt þetta mikla fé hafa týnst í hruninu í glórulausum rekstri spilavítisins í boði Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.

Nú er komið að reiknigsskilum: Sérstakur saksóknari hefur unnið erfitt og vandasamt starf við að rannsaka rekstur spilavítisins og draga menn til ábyrgðar. Meginmarkmiðið hlýtur að vera að þessir menn skili aftur illa fengnum feng sínum sem og að vísa á hvar þetta mikla fé er niðurkomið og koma því til skila. Væru þeir menn að meiri og nytu fyrir vikið einhvers í því með lækkun refsinga.

Við skulum athuga það, að þessir menn hafa aldrei sýnt af sér minnstu iðrun. Sama má segja um þá sem ábyrgð bera á glórulítillri einkavæðingu bankanna og eins á aðgerðaleysi í aðdraganda hrunsins. Hvorki Davíð Oddsson, Bjarni Benediktsson, Geir Haarde og Guðlaugur Þór í Sjálfstæðisflokknum, Halldór Ásgrímsson, Finnur Ingólfsson og Valgerður Sverrisdóttir hafa sýnt minnstu iðrun og sjá eftir öllu saman. Kannski að tilgangnum hafi helgað meðalið: Að leyfa bröskurunum sem höfðu bankana undir höndum að féfletta Íslendinga með öllum tiltækum ráðum.

Og fyrrum forstjóri Fjármálaeftirlitisins, Jónas F. Jónsson (Magnússonar fyrrum þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns Neytendasamtakanna) virðist hafa verið steinsofandi í vinnunni í aðdraganda hrunsins. Þann 14. ágúst 2008 gaf hann út yfirlýsingu um að bankarnir allir hefðu staðist áreynslupróf með prýði. Sú yfirlýsing Fjármálaeftirlitisins reyndist vera seinbúið aprílgabb. Í ljósi þess að bankarnir voru komnir að falla, var þessi furðulega yfirlýsing til þess fallin að fela það sem raunverulega stefndi að og jafnvel blekkja almenning.

Svo telja menn sig vera alsaklausa af glæpnum!

Með ósk um að við drögum sem mestan lærdóm af öllu þessu svínaríi!

Mosi


mbl.is Ákært í hrunsmálum innan tíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband