Maðkar í mysunni

Ljóst er, að fjárglæfranir voru mjög bíræfnir. Sennilega hefði einkvæðing bankanna verið farsælli að ríkisstjón Davíðs Oddssonar afhenti þá þjófum sem hefðu látið sér nægja að ræna þá einu sinni. En í raun voru þeir margrændir.

Uppræting spilavítisins hefur tekið of langan tíma. Rannsóknarnefnd Alþingis og rannsókn sérstaks saksóknara og liðs hans hefur unnið þrekvirki.

Leyfi mér að vísa á færslu mína: „Uppræting spilavítisins“ á slóðinni: http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/1208803

Með þeirri von að þjóðin beri þá gæfu að draga einhvern lærdóm af þessu. Mér sýnist á öllu að fylgi Sjálfstæðisflokksins sem í raun er  eins og klapplið sé að nálgast 40%. Er fólk gengið af göflunum? Vill það raunverulega fulltrúa braskarna aftur í Stjórnarráðið?

Mosi


mbl.is Tengslin urðu Glitni að falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sæll Guðjón Sigþór, er ekki bara gott að búa þarna í Mosóinu? Og nei það er enginn lærdómur dreginn af öllu braskinu. Þú veist sennilega að bankaránið hefur haldið áfram og gerir það þangað til allir peningarnir í "okkar lánastofnunum" eru farnir úr landi.

Eyjólfur Jónsson, 2.12.2011 kl. 13:15

2 identicon

Það fer ekki á milli mála að þú veist ekki mikið um það sem þú ert að blogga. Glitnir var aldrei einkavæddur, hann var alltaf einkabanki. Hvernig er það með þessa kennslu í "upplýsingafræði" í Háskólanum; er ekkert í hana spunnið?

Jónas (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 19:31

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eyjólfur: jújú það er ágætt að búa í Mósó. Auðvitað gengur braskið áfram en á öðrum forsendum en áður. Eru það ekki lánveitendurni sem yfirtóku bankana?

Jónas: Auðvitað var Glitnir einkabanki eftir sameiningu Alþýðubankans, Útvegsbankans sem var ríkisbanki og einkavæddur fyrir um 20 árum og Verslunarbankinn.

Varðandi spurningu þína um upplýsingafræði þá er betra að þú kynnir þér hana beint með því að skoða nýjasta upplýsingaefni um það í HÍ. Frá því eg lauk prófi þá hefur sitthvað breyst.

Guðjón Sigþór Jensson, 5.12.2011 kl. 09:07

4 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Guðjón Sigþór, menntun þín kemur málinu við, en ég er eiginlega búinn að gefa upp vonina að hér verði gerð "bylting án blóðs" á meðan ég lifi og er það sárt. mest allur ávinningur síðan stríðsins eru horfinn og hvernig ætlum við að réttlæta það fyrir komandi kynslóð og ekki sýst, feðrum og mæðrum okkar sem eru komin hinumegin. Þá stöndum við með þvælda húfuna og getum ekkert sagt. Ég vill fá alþýðuna til að stofna sína ríkisstjórn og sín ráðuneyti, en það eru fáir sem hlusta á mig "of róftækur"er sagt.

Eyjólfur Jónsson, 5.12.2011 kl. 13:49

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ekki líst mér á byltingu því þær hafa verið iðnar við að eta börnin sín.

Guðjón Sigþór Jensson, 6.12.2011 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 242983

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband