Uppræting spilavítisins

Einkavæðing Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins á bönkunum endaði með skelfingu fyrir Íslendinga sem og aðra. Varla höfðu bankarnir allir verið komnir í einkaeign, að þeim var breytt í spilavíti. Almenningur var blekktur. Lífeyrissjóðir voru einnig blekktir. Hlutabréfakaup voru talin vera góð ávöxtunarleið en bæði lífeyrissjóðir sem almenningur stefna yfirleitt á langtímasparnað.

Spilavítismennirnir veltu tugum milljóna á dag, stundum jafnvel miljörðum án þess að eiga raunverulega það fé sem þeir höfðu undir höndum. Þetta fé var lánsfé tryggt með hlutabréfum! Þeir komu sér upp himinháum launum án þess að raunverulegar ástæður voru að baki.

Smám saman sölsaði þessi spilavítislýður undir sig sparnað almennings annað hvort eigið sparnaðarfé eða það sem lífeyrissjóðirnir höfðu fjárfest í hlutabréfum. Í félagi eins og Atorku sem að stofni var „Íslenski hlutabréfasjóðurinn“ tapaði almenni hluthafinn öllu sínu sem og lífeyrissjóðirnir. Sömu daga og Baldur Guðlaugsson seldi hlutabréf sín í Landsbankanum (rétt um miðjan sept.2008) seldi einn af stjórnarmönnum Atorku, Örn Andrésson sín hlutabréf í Atorku á viðunandi verði. Báðir þessir menn bjuggu yfir mikilsverðum innherjaupplýsingum sem hvorki lífeyrissjóðir og þaðan af síður almenningur hafði aðgang að.

Frjálshyggjunnar verður sennilega minnst á Íslandi sem martröð sparifjáreigenda. Hannes Hólmsteinn Gissurarson hvatti til frjálshyggjumanna að nota „dautt fé“ sem lægi í stórum hrúgum í bönkunum. Nú hefur komið í ljós þetta hrúgufé var sparifé almennings og lífeyrissjóðanna. Nú virðist allt þetta mikla fé hafa týnst í hruninu í glórulausum rekstri spilavítisins í boði Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.

Nú er komið að reiknigsskilum: Sérstakur saksóknari hefur unnið erfitt og vandasamt starf við að rannsaka rekstur spilavítisins og draga menn til ábyrgðar. Meginmarkmiðið hlýtur að vera að þessir menn skili aftur illa fengnum feng sínum sem og að vísa á hvar þetta mikla fé er niðurkomið og koma því til skila. Væru þeir menn að meiri og nytu fyrir vikið einhvers í því með lækkun refsinga.

Við skulum athuga það, að þessir menn hafa aldrei sýnt af sér minnstu iðrun. Sama má segja um þá sem ábyrgð bera á glórulítillri einkavæðingu bankanna og eins á aðgerðaleysi í aðdraganda hrunsins. Hvorki Davíð Oddsson, Bjarni Benediktsson, Geir Haarde og Guðlaugur Þór í Sjálfstæðisflokknum, Halldór Ásgrímsson, Finnur Ingólfsson og Valgerður Sverrisdóttir hafa sýnt minnstu iðrun og sjá eftir öllu saman. Kannski að tilgangnum hafi helgað meðalið: Að leyfa bröskurunum sem höfðu bankana undir höndum að féfletta Íslendinga með öllum tiltækum ráðum.

Og fyrrum forstjóri Fjármálaeftirlitisins, Jónas F. Jónsson (Magnússonar fyrrum þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns Neytendasamtakanna) virðist hafa verið steinsofandi í vinnunni í aðdraganda hrunsins. Þann 14. ágúst 2008 gaf hann út yfirlýsingu um að bankarnir allir hefðu staðist áreynslupróf með prýði. Sú yfirlýsing Fjármálaeftirlitisins reyndist vera seinbúið aprílgabb. Í ljósi þess að bankarnir voru komnir að falla, var þessi furðulega yfirlýsing til þess fallin að fela það sem raunverulega stefndi að og jafnvel blekkja almenning.

Svo telja menn sig vera alsaklausa af glæpnum!

Með ósk um að við drögum sem mestan lærdóm af öllu þessu svínaríi!

Mosi


mbl.is Ákært í hrunsmálum innan tíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

AMEN!

Beinakerling (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband