Óviturlegar fullyrðingar þingmanns

Greinilegt er að Ásmundur Einar geri sér ekki grein fyrir forgangsröðun verkefna eftir hrunið mikla. Fyrst þurfti að koma bankakerfinu og efnahagskerfinu aftur af stað. Átti að byrja á því að fella niður skuldir um 20% einsog Sigmundur Davíð vildi fyrir síðustun kosningar? Sú hugmynd byggðist fremur á ábyrgðarlausu lýðskrumi fremur en skynsemi enda til þess fallin að auka fylgi Framsóknarflokksins með vinsælu slagorði eins og 110% lánastefnu eins og Framsóknarflokkurinn vildi fyrir kosningar skömmu eftir 2000 og er rótin að fjárhagsvandræðum langflestra einstaklinga. Framsóknarflokkurinn er ein versta óheillakráka íslenskra stjórnmála enda hafa margir ævintýramenn komið þar við sögu á síðustu árum sem oft hafa hugsað meira um og sýnt vilja sinn í verki með því að hygla sér og sínum fremur en að stuðla að almannahag.

Eg er sem þúsundir fylgismanna VG mjög óánægður með þá ákvörðun að Ásmundur Einar stökk fyrir borð ásamt Atla og Lilju. Sú ákvörðun þeirra varð í raun hvalreiki fyrir þá braskara sem enn eru meira og minna með stjórnartaumana bak við tjöldin. Völd núverandi ríkisstjórnar eru takmörkuð og henni því oft ranglega kennt um það sem aflaga fer í samfélaginu. Öðru máli gildir um þá ríkisstjórn sem hyglaði og efldi hag braskaranna í aðdraganda bankahrunsins. Innan stjórnarandstöðunnar eru margir fulltrúar þessara braskaraafla sem nú þurfa að öllum líkindum að gæta betur að réttarstöðu sinni þegar rannsókn hrunsins nær meiri árangri. Ekki ætlar góður drengur úr Dölum vestur að verja það svínarí? Og að ganga í flokk Framsóknarmanna þar sem eru fyrir ábyrgðarlausir fulltrúar braskaranna er enn meiri vanvirða við kjósendur Ásmundar.

Með von um betri stundir í nánustu nframtíð en án Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.


mbl.is „Gamlir hundar sem engar breytingar vilja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Merkilegt er það að kerfið sem S/V sögðu svo spillt og rotið er núna OK og það eina sem breyttist var að þau sitja í þægilegri stólum í húsi einu við Austurvöll.

ENGU hefur verið breytt í regluverki bankanna eða bankasýslu. 

Enn lepurðu upp ruglið úr Jóhönnu að allt sér betra ef þau halda áfram en ekki einhverjir aðrir.

Brask-öflin sem þú nefnir eu nefnilega opinn markaður en ekki afturhalds og haftastefna í ætti við USSR eða DDR.

Óskar Guðmundsson, 29.12.2011 kl. 21:45

2 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Guðjón, þú hefur væntanlega verið hundfúll þegar Þráinn Bertelsson gekk í VG? Um Ríkistjórn VG og Samfylkingarinnar þarf ekki eyða mörgum orðum á, fylgið segir allt sem segja þarf

Brynjar Þór Guðmundsson, 30.12.2011 kl. 08:34

3 Smámynd: Landfari

Guðjón, því fyrr sem við viðurkennum og horfumst í augu við þá staðreynd að okkur hefur ekki tekist nógu vel við endurreisnina hér, þeim mun fyrr verður hægt að taka vandamálið fastari tökum.

Þessir tveir flokkar voru algerar andstæður í sumum málum en algerar samfellur í öðrum. Í því máli sem mestur ágreiningurinn var er keyrt á fullu samkvæmt stefnu annars flokksins, gegn vilja þjóðarinnar, með ófyrirséðum útgjöldum. Málið er keyrt á fullu og sundrar þjóðinni sem þarf mest á samtöðu að hlada núna.

Í því máli sem mest samstaðan var er ekkert gert, nema þá kanski að gera illt verra. Ekki er hægt að beraþar fyrir sigað gera hafi þurft málamiðlun því samstaðan var alger milli flokkanna um fyrningu kvótans. Þrátt fyrir að flokkarnir hafi þjóina á bakvið sig í þessu máli er ekkert gert. Kjörtímabilið meira en hálfnað og næsta líklegt að Sjáfstæðisflokkurinn komist að eftir næstu kosningar. Þær gætu orðið fyrr en til stóð. Með Sjálfstæðisflokin við völd verður eina breytingin á kvótakerfinu sem hugsanleg er sú að tryggja enn betur aðlinum auðlindina. Það verður þessum flokkum sem nú sitja til ævarandi smánar ef þeir standa ekki við það loforð sitt að auðlindir landsins og afnotaréttur verði eignfólksins í landinu.

En eins og stundum í ævintýrunum þá þegar hættan er mest er hjálpin næst. En úr óvæntri átt. Kemur ekki frá Sjálfstæðismanninum Pétir Blöndal frumvarp sem við fyrstu sýn virðist tryggja aðild almennings að þessari auðlind sem óveiddur fiskur í sjó er.

Nú þarf að skoða þetta ofan í kjölinn  og sníða af því annmarka ef einhverjir eru og fá þetta samþykkt hið fyrsta því tíminn er naumur eftir sofandahátt okkar fólsk undanfarið.

Hér er mál sem taka þraf fram yfir alla flokkshagsmuni.

Landfari, 30.12.2011 kl. 11:51

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Óskar: Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins er að sjálfsögðu að mestu á þeirra herðum þó þeir virðast ekki átta sig á stöðu mála. Samfylkingin var í stjórn með þeim en fóru ekki með hagstjórnina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn réð öllu. Leyndu þeir vísvitandi Samfylkingunni því að ekki væri allt með felldu?

Brynjar: Þráinn er skynsamur maður og því fer fjarri að eg sé hundfúll, öðru nær.

Landfari: Alvarlegustu mistökin við kvótakerfið var að leyfa veðsetningu og afsal veiðiheimilda. Með því gerðu braskarar sér kvóta að féþúfu. Ef kvótakerfið hefði byggst á tímabundnum afnotarétti eins og leiga á fasteign eða skráðri eign, þá hefði ekkert verið að agnúast út í það.

Allt gott má segja um Pétur Blöndal en mér finnst mörg þingmál hans vera of þokukennd og ekki nógu vel sett fram. Kannski mætti með einfaldari framsetningu ná meiri samstöðu um hugmyndir hans sem mér þykja vera álitlegar. En 2,5% árleg fyrning er of stutt skref. Kannski væri unnt að ræða um 5-7% fyrningu.

Þakka annars góðar og að málefnalegar aths.

Guðjón Sigþór Jensson, 30.12.2011 kl. 13:39

5 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Guðjón, hver er þá munurinn?(á Þráinni og Ásmundi?)

Ásmundi verð ég að virða það við hann(og þú líka Guðjón), að hann stendur við þau loforð sem hann gaf á sínum tíma og fékk atkvæði út á. Menn eru sjálfsagt drullusokkar í pólitík ef þeir standa við gefin loforð. 

Brynjar Þór Guðmundsson, 30.12.2011 kl. 20:58

6 Smámynd: Landfari

Þú segir Guðjón:

 "Alvarlegustu mistökin við kvótakerfið var að leyfa veðsetningu og afsal veiðiheimilda. Með því gerðu braskarar sér kvóta að féþúfu. Ef kvótakerfið hefði byggst á tímabundnum afnotarétti eins og leiga á fasteign eða skráðri eign, þá hefði ekkert verið að agnúast út í það."

Það kann vel að vera en það var aldrei greidd leiga fyrir kvótann til ríkisins. En hvað kemur þetta málinu við. Þetta var svona þegar farið var í kosningar með það loforð hjá báum flokkum að breyta þessu kerfi þannig að arðurinn af auðlindinni rynni ekki til fárra útvalinna heldur til þjóðarinnar. Ef þú vilt enn halda fast við 5-7 % þá færðu engu breytt og tekur engin skref. Ef við hefðum gert þetta strax í stuttum 2,5% skrefum værum við komin af stað og í 7.5% en erum núna á núlli og ekki séð að það verði neitt gert í málinu. Það verður líklegra með hverjum deginum sem líður að eftir ár verðum við enn á núlli. Síðan kemst Sjálfstðiðsflokkurinn að og við verðum enn á núlli eftir 5 ár í stað þess að vera komin með 20%. 

Ef þú ætlar ekki að gera neitt nema fá 5-7% gerirðu ekki neitt. Það er bara ekki valmöguleiki og fáránlegt að vera að slá svona fram. Þú veist að það er búið að vera að tala um 5% í tvö ár án nokkurs árangurs.

Þú getur setið í þínum fílabeinsturni og yfirboðið allt og alla og engum árangri náð. Mundu að betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi.

Þú þarft ekki annað en þurka móðuna af eigin gleraugum til að sjá þingmálin hans Péturs skýrt. Svona frasar eru bara til að drepa málum á dreif þegar menn hafa engar efnislegar mótbárur. Eða getur þú bent á eitthvert annað þingmál sem tekur skýrar eða betur á þessu máli en þetta mál hans Péturs?

Landfari, 30.12.2011 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband