Nú er komið að því

Útblástur af CO2 og öðrum eiturefnum er nú háð verslun og viðskiptum. Fram að þessu hefur losun mengandi efna verið gjaldfrjáls. Ein skýringin á hve álfyrirtæki hafa verið þaulsætin í íslensku þjóðlífi er m.a. vegna þess að þau hafa ekki greitt eina einustu krónu í þessi mengunargjöld.

Nú er komið að því að mengandi starfsemi nýtur ekki ókeypis starfsumhverfis. Hér eftir þarf að greiða gjald fyrir.

Álbræðslurnar hafa fram að þessu ekki þurft að hafa áhyggjur. Gerðardómurinn á dögunum um óbilgjarna kröfu á hendur Hitaveitur Suðurnesja um afhendingu á miklu orkumagni til fyrirhugaðrar álbræðslu í Keflavík hefur að öllum líkindum haft mark af þessu: að knýja þessa niðurstöðu fram áður en greiða þarf fyrir mengunina af starfseminni.

Við erum að sigla inn í gjörbreytt rekstrarumhverfi fyrirtækja. Nú þarf að taka meira tillit m.a. til umverfis en áður. Vonandi fagna sem flestir en alltaf eru einhverjir sem malda í móinn og sjá þessum breyttu aðstæðum allt til foráttu.

Góðar stundir!


mbl.is Icelandair kaupir losunarheimildir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 242926

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband